Íslendingur - 29.01.1926, Síða 2
2
ÍSLENDINOUR
¥fflWa¥HaM&08.SiM((
Hveiti 2 teg
Rúgmjöl
Haframjöl
Heilbaunir
Maismjöl
Hafrar
hafa fyrirliggj^ndi:
Kaffi
Kaffibætir
. Súkkulaði
Kakao
Ocrduft
Kartöflumjöl
Sáldsykur
Kandís
Sveskjur
Gráfíkjur
Rúsínur
Tóbak niargsk.
verstu og laevíslegustu slúðursögur; hinir
sönnu málavextir eru ennþá ókunnir. Hefði
mátt ætla, að ritstj. Verkamannsins lægi
ekki svo á, að slá sér til riddara á hrösun
góðs drengs, að ekki hefði getað beðið
þar til málavextir urðu kunnir, en sem
verður vafalaust, er þing kemur saman.
Og sé nú sekt þessa þingmanns eins mikil
og ýmsir eru að blaðra með, en sem ísl.
efast mikillega að sé, þá megum við
ekki gleyma því, að margan góðan dreng
hefir hent sú slyspi að hrasa á lífsleiðinni,
en sem af eigin ramleik eða með aðstoð
góðra manna hefir rétt við aftur og bætt
að fullu fyrir brot sitt eða hrösun, og lítt
gætir drengskapar hjá þeim mönnum, sem
nota sér aðstöðu hins hrasaða — áður en
hann hefir komið undir sig fólunum aftur
— til þess að slá hann flatan. Og þó
Verkamaðurinn segi, að íháldsflokkurinn
mundi ekki hafa hlift neinum af fremri
mönnum Alþýðuflokksins ef rafað hefðu
í vandræði, þá er þelta ósatt og dæmi er
fyrir hendi því til sönnunar. Einn af helztu
mönnum flokksius henti fyrir nokkru það
slys, að hann lánaði í algerðu heimildar-
leysi einum kunniugja sínum sjóð mikinn,
er honum hafði verið trúað fyrir. En þessi
kunningi brást með borgunina og maður-
inn hafði enga möguleika til þess að
standa í skilum við eigendur sjóðsins. Af
þvi hann var góður drengur, fyrir margra
hluta sakir, var honum hlíft við sakamáls-
sókn. Síðan hefir þessi maður fengist mik-
ið við opinber mál, og aldrei mun nokkur
íhaldsmaður hafa reynt til þess að spilla
fyrir honum vegna þessarar yfirsjónar hans.
Það hefði verið ódrengilegt, ef svo hcfði
verið gert. Eða álítur Verkamaðurinn það
ekki?
Aðfinsluvert.
í 4. tbi. Verkamannsins er til þess tekið,
hversu verkakvennafélagið >Eifting<: hafi
gott iag á að fá nýjungar á skemtanir
sínar. Má vera, en ekki virðist það heppi-
legt- eða smekklegt af nefndu verkakvenna-
félagi, að nota sem skopfífl á skemtunum
sínum -- eins og á þeirri síðustu — þá
verkakonu bæjarins, er einna lengst, sam-
vizkusamlegast og óeigingjarnast hefir
unnið að erfiðisvinnu hér í bænum.
00»
Símskeyti.
(Frá Fréttastoíu íslands.)
Rvik 15. jan.
Utlend:
Frá París er símað, að Briand
krefjist af Ungverjum að Frakkar
fái að rannsaka seðlafölsunarmálið
til hlýta, en Ungverjar telja kröf-
una skerðingu á sjálfstæði Ung-
verjalands.
Frá Washington er símað, að
flotaútgjöld Bandaríkjanna séu áætl-
uð 1926 308 milj. dollars.
Frá Rómaborg er símað, að ný
lög hafi verið samþykt og svifti
ítalska borgara búsetta erlendis
borgararétti, ef þeir mótmæla fas-
cismanum.
Frá Moskva er símað, að sættir
séu komnar á milli Rússa og Kín-
verja út af Manchuria-járnbrautunum.
Frá London er símað, að ítalir
hafi samið við Breta um skuldir
Ítalíu, er greiðir 4xh miljón sterl-
ingspund árlega í 62 ár.
Frá Osló er símað, að sterkustu
norðurljós, er nokkru sinni hafa
sést í heiminum, hafi sést í gær.
Álitinriv800 kilómetra fjarlægð frá
jörðu. Sáust um því nær alla Evrópu.
Innlend:
Samkomulag komið á milli Eim-
skipafélagsins, háseta og kyndara.
Samningurinn gildir í 3 ár. Kaup
lækkar um 3,8%.
Halldór Jónsson kaupmaður í Vík
í Mýrdal er látinn.
y Bæjarstjórnarkosningar fóru fram
í Reykjavík á Iaugardaginn var.
Kosnir voru 5 fulltrúar. 2 listar
komu fram. A-lisíi frá Alþýðuflokkn-
um, B-Iisti frá íhaldsmönnuni. A-Iist-
inn hlaut 2516 atkv., B-listinn 3820
atkv. Kosnir voru af A-lista: Ólafur
Friðriksson, með 2516 atkv. og
Haraldur Guðmundsson með 1258
atkv. Af B-Iista Pétur Halldórsson
með 3820 atkv. Jón Ásbjarnarson
með 1910 afkv. og Hallgrímur Bene-
diktsson með 1273 afkv.
I Knútur Zimsen úrskurðaður sjálf-
kjörinn borgarstjóri. Gagnsækjand-
inn, séra Ingimar á Mosfelli, ekki
kjörgengur.
co
Úr heimahögum.
Kirkjan. Messað kl. 5. síðd. á sunnu-
daginn (sjómannamessa),
Opinberun. Trúlofun sína opinbetuðu
á Siglufirði í gær ungfrú Vilhelmína Wil-
helmsdóttir símamær og Kristján Karls-
son útbússtjóri.
Aðalfundur var haldinn i stjórnmálafé-
laginu Verðandi á þriðjudagskvöldið. í
stjórn. voru kosnir: form. Einar J. Reynis,
ritari Bened. Benediktsson, féhirðir Stein-
dór Hjaltalín. í varastjdrn: Sfeingr. Jóns-
son bæjarfógeti, Axel Kristjánsson og
Guðm. Pétursson.
Aðalfundur útgáfufél. Islendings verður
haldinn kl. 8‘/3 annað kvöld í »Konditoric
Axel Schiöths í GuIIfossbyggingunni.
Goðafoss kom frá útlöndum á sunnu-
dagsmorguninn. Með skipinu kom frá
Khöfn frú Þorbjörg Ásmundsdóttir. Aust-
anþingmennirnir komu og með skipinu,
en urðu hér eftir og fara suður með Is-
landi, ásamt þingmanni kaupstaðarins og
nágrannaþingmönnunum. Einar J. Reynis
tók sér far með skipinu til Isafjarðar.
Akureyrar-Bló sýnir nú um helgina
stórmerkilega mynd, sern heitir »Undra-
vegir kærleikansc (Kærlighedens Labyrint).
Er hún tekin eftir heimsfrægri skáldsögu
eftir Ossip Dúmows, og eitt af helstu
skáldum Dana Sophus Michaélis hefir
búið hana undir kvikmyndun. Myndin er
leikin af frægum þýzkum leikurum.
Nýja-Bíó byrjaði sýningar sínar í gær-
kvöld, í húsi I. O. G. T. og U. M. F. A,
Ágóðinn af fyrstu sýningunni var gefinn
Heilsuhæli Norðurlands.
Málsókn? Frímann B. Arngrímsson hefir
stefnt ritstjdra Islendings fyrir ummæli í
aðsendri grein, er birtist í 36. tbl. Isl. f. á.
og segir frá leiðarþinginu. Ummælin, sem
gamla manninum sárnar, eru þessi. »Þá
dáist eg ekki hvað sízt að ljúfmenninu
honum Frímanni gamla, það er ræðumað-
ur, sem ekki er til að »pútte í Næsen,< eins
og Vigfús heitinn sagði, og þó er hann
svo blíður og lítillátur, að unun er að ..«
Fyrir flest er stefnt nú á dögum.
Mannalát. Nýlega eru látnar, Bergrós
Jóhannesdóttir húsfreyja að Glerá og Guð-
rún Oddsdóttir húsfreyja að Glæsibæ, og
hér í bænum Sigríður Hafliðadóttir hús-
kona, Þá hafa þau hjón Bessi Einarsson
og Ástríður kona hans orðið fyrir þeiri I
sorg, að missa ungan dreng. Er það annar
drengurinn, sem þau missa með fárra mán-
aða millibili.
* Apakiitiurinn verðnr leikinn í þinghús-
inu á Þverá á sunnudaginn kl. 6 síðd.
«S>®
Líftryggingar.
Flestir líta svo á, að þeir, sem fá-
tækir eru, ættu og þyrftu frekar en
hinir, sem efnaðir eru, að líftryggja
sig, til þess að geta skilið sítium nán-
ustu eftir nokkur efni sem vörn í 6-
jafnri baráttu fyrir tilverunni, þegar t.
d. heimilisföður eða fyrirvinnu missir
við. En það eru einnig fleiri hliðar
líftrygginga hugsjónanna.
Krafist er, að hvert hús eða skip
sé vátrygt, en langt frá því, að öll
hús brenni né hvert sk'p farist; en
hver maður er dauðlegur.
Siutt er siðan að amerískir bankar
byrjuðu nokkuð' verulega á því, að
krefjast ákveðinna llftrygginga gegn
lánveitingum t'l einslakra manna eða
fyrirtækja, en nú tíðkast það ntikið.
Bankarnir geyma líftryggingarskíríeinin
sent veð, en viðkomandi skuldunautar
greiða iðgjöldin.
Ennfremur tíðkast, að sum fyrirtæki
líftryggja hyggna og duglega fram-
kvæmdarstjóra sína, félaganna vegtta.
Félagið sjálft greiðir iðgjöldin og nýt-
ur líftryggingar-upphæðarinnar, ef fram-
kvæmdarstjórinn deyr meðan hann er
í þjónustu félagsins.
Svo eru aðrir félagar t. d., sem líf-
úyggja sig og láta greiða iðgjöld hvers
þeirra af óskiftum arði fyrirlækisins.
Deyi eir.hver félagittn, þá erfir fyrir-
tækið lífsábyrgðarupphæð hins látna,
og veitist þar af leiðandi léttara, að
greiða erfingjum hins látna hluti þeirra
f fyrirtækinu, án þess að »krenkja«
starfsemi þess.
Það er því skiljanlegt, að þeir, sem
á mestu lánstrausti þurfa að halda til
fyrirtækja sinna, verði að líftryggja sig
hátt. Því er ekki ófróðlegt að vita,
hverjir voru 1922 hæzt líftrygðir af
amerískum fjármálamönnum.
Fyrir 35 árum var John Wanamaker
Iíftr. fyrir 1 milj. dollara. Þegar hann
dó, var hann líftr. fyrir 3 milj. doll,
Auk hans eru:
Líftr. fyrir milj. doll.
Adolph Zukor 5
Rodman Wanamaker 4^/2
Pierre du Pont, Wilmington 4
James C. Penney 3
Percy A. Rockefeller 3
J. P. Morgan * 272
B. E. Benzinger, Chicago 27«
Henry D. Davidson 2^2
Af þektum filmleikurum:
Douglas Fairbanks 1
Mary Pickford 1
Charlie Chaplin 1
Það er líklegt, að líítryggingar ættu
að auka lánstraust manna í banka-
stofnunum voruin eins og í Ameríku,
ef farið væri að gefa þessu gaum.
Gaman væri að vita, hvort nokkur ís-
lendingur væri líftrygður fyrir 1 milj.
króna.
Akureyri 27. jan. 1926.
Axel Kristjánsson.
Fundur
í íþróttafélaginu PÓR kl. 8 í kvöld
í bæjarstjórnarsalnum.
Stjórnin,
Það tilkynníst hér með vinum
og vandamönnum, að sonur okk-
ar elskulegur, Þórður, andaðist 24.
janúar síðastliðinn. — Jarðarför
hans er ákveðin frá kirkjunni
þriðjudaginn 2. febrúar kl. 1. e. h.
Akureyri 28. janúar 1926.
Ástríður Pórðardóttir.
Bessi Einarsson.
„Víða kemur fram
ilska þín, UbbiK.
1.
Eg átti von á því, að Jónas Þor-
bergsson mundi þegjan^i gleypa þá
tilgátu sína, að eg væri höfundur að
grein »Skagfirðings«, sem birtist í ís-
lendingi 3. júlí s.I. ár. Eg skoraði á
Jónas að tilgreina heimild sína fyrir
téðri tjlgátu (sjá íslending 23. okt.
1925). Tæpir tveir mánuðir líða. Þá
kippist Dagsritstjórinn við með gor-
geirslegum rassaköstum og ræðst á
»Stuðlamá!«, vísnabók þá, sem kom
út á Akureyri s.l. haust, en steinþegir
við áðurgreindri áskorun. Er það
fangaráð þeirra manna, sem keyrðir
eru í bóndabeygju ósannsöglinnar, að
léita hefndanna eftir öðrum leiðum.
Og rökþrota menn grípa þá í reiði
sinni langpflast til þessa auðvirðilega
úrræðis, að bregða andstöðumanni sín-
uni um heimsku. Á þvi stigi þrosk-
ans stendur nú Jónas Þorbérgsson, og
því bregður hann mjer utn gáfnaleys
og ósmekkvísi í vísnavali og ritgerð-
um. Mig langar ekkert til þess að
slá þetta eftirlætisvopn ritstjórans úr
hendi hans. Og hve ofthann beitir því,
læt eg mig litlu skifta. En árás hans
á mig í sambandi við »Stuðlamá!«,
gefur mér ástæðu til þess að virða fyrir
mér dómgreind hans, því dótngreind-
in mun vera sá þáttur vitsmunalífsins,
sem gott sé fyrir ritstjóra að eiga i
ríkulegum mæli. Og svo bið eg heiðr-
aða lesendur, að reyna að ná sér í,
til samanburðar, 52. tbl. Dags, 8. árg.
og sjá hvort eg afbaka orð Jónasar á
nokkurn hátt í eftirgreindum athuga-
semdum.
Jónas segir: »Valið er alveg skipu-
lagslaust og af handahófi.« — — —
»Safnandinn hefir öslað til og frá
stefnulaust og óskynsamlega eftir því,
sem vafasamur smekkur hans hefir
bent honum til.« Rétt á eftir kemur
þetta hjá ritstjóranum:
»Safnandinn virðist einkum hafa látið
dýra hætti ráða vali sínu.« Eg hefi
séð margar flónskulegar mótsagnir hjá
Jónasi Þorbergssyni, en þó ber þessi
svo hreinlega af öllum öðrum, að fram-
ar verður ekki um það vilst, að dóm-
greind hans er ekki þroskameiri en hjá
fábjána. í þessari umsögn hans koma
fram tvær staðhæfingar, hver móti ann-
ari, skýrar og ákveðnar. Ritdómarinn
hefir kaffært sjálfan sig, svo sem bezt
verður ákosið. En svo skal eg iíta á
síðustu setningu hans frá fleiri hliðum.
í henni sést, að Jónas hefir veður af
því, að eg hafi fylgt einhverri fastri
reglu1) um vísnavalið, því hann bendir
]) Hver hún er, sést af formála
bókarinnar.
Nýtt tóbak.
Nýtt verð,
Reykið Blue Band Cigarettur.
Verzl Geysir.