Íslendingur


Íslendingur - 29.01.1926, Page 3

Íslendingur - 29.01.1926, Page 3
SLENDINGUR 3 „BRUNVOLL“-m ó t o r i n n frá BR0DR. BRUNVOLL - MOLDE MOTORFABRIK. Allir þeir, sem þurfa að fá sér mótora í skip eða báta, ættu að kaupa Hráoh'umótorinn „BRUNVOLL", se'm er viðurkendur með allra beztu mótorunum í Noregi. Hann er gangviss, eyðir mjög litlu, en skilar — með af- brigðum — góðum krafti, samanborið við olíueyðslu. Þrjár vélar hafa verið keyptar hingað til Siglufjarðar, og hafa reynst ágætlega. Þessi vélategund mælir með sér sjálf. Umboðsmaður fyrir Eyjafjörð Anton Jónsson. Akureyri. Siglufirði 20. janúar 1926. Guðm. Björnsson. Tilkynning. Hérmeð tilkynnist, að hinn 27. þ. m. framkvæmdi notarius publicus á Akureyri útdrátt á skuldabréfum, samkvæmt skilmál- málum um 6°/o Ián bæjarsjóðs Akureyrar til raforku fyrir bæinn. Pessi bréf voru dregin út: Litra A. nr.: 22, 27, 37. Litra B. nr.: 20, 35, 36, 40, 129, 130, 144. Litra C. nr.: 24, 49, 67. Skuldabréf þessi verða greidd gegn afhendingu þeirra 1 júlí næstkomandi á skrifstofu bæjarins. Bæjarstjórinn á Akureyri 28. jan. 1926. Jón Guðlaugsson settur. Skrá um gjaldskylda menn til ellistyrktarsjóðs Akureyrarkaupstaðar 1926 liggur frammi —almenningi til sýnis — á skrifstofu bæjar- ins, frá 1.—7. febrúarmánaðar næstkomandi, Mótbárum gegn skránni sé skilað á skrifstofuna innan 15. sama mánaðar. Bæjarstjórinn á Akureyri, 28. janúar 1926. Jón Guðlaugsson settur á, hver hún muni vera. Jafnvel þótt Jónas hafi kengbeygt sig sjálfur í kút mótsagnanna, er þvf eft r að íhuga þá ályktun hans, að eg hafi »látið dýra hætti ráða vali« mínu. Eg geri ráð fyrir því, að allir brag- fróðir menn verði sammála um, að telja hringhendur ogaðiar miðrímaðar vísur til dýrra hátta. Ferskeytlur og aðrar ómiðrímaðar stökur hljóta því að teljast til — einfaldari bragarhátta. Áðurgreint álit ritdómarans felur því það í sér, að »Stuðlamá!« innihaldi að mestu »dýra hætti*. í »Stuðlatnálum« eru 416 vísur. Nálega helmingur, eða 202 vísur, eru ferskeytlur. Hitt má telja til hring- hendinga og annara dýrra bragarhátta. Ályktun Jónasar er því röng, eins og við mátti búast af manni, sem skrifar greinar í þeim tilgangi, að hrakyrða og ærumeiða heiðvirða menn. Mun eg síðar rekja þann feril Dagsritstjór- ans að nokkru, þegar birtir verða dóm- arnir í meiðyrðamálum hans við Sauð- árkróksbúa. Kátbroslegt er að sjá Jónas Bor- bergsson hrókaræða um »gagnhugsuð veikbrögð«, mann, sem liggur flatur í vaðalsfor sinna eigin ringulsverka. Og bezt er að segja það nú þegar, að sökum dómgreindarskorts Jónasar, þekki eg engan- fslenzkan blaðamann óhæfari en hann til að dæma bundið mál. Og svona til bráðabirgða langar mig til að heimfæra þessa snjöllu og lif- andi Iýsingu skáldsins upp á hann: Vaða lengst, og gusa grynst, gleyma helzt að þegja. Peir, sem vita og þekkja minst, þurfa mest að segja. II. Veiklulegt óánægjutíst heyrist í J. Borbergssyni yfir því, að 4 alþýðu- skáldin, sem í safninu eru, skuli vera Skagfirðingar. Hér sést það, sem oftar, að Jónasi er fyrirmunað að fara með rétt mál. í safninu eru 3 Skagíirðingar að ætt- erni, og geta allir sannfært sig sjálfir um þelta, setn hafa »Stuðlamál«, því bókin er á stuttum tínia víða komiti og er þegar orðin vinsæl að verðugu hjá Ijóðelsku fólki. Jónas tístir og út af því, að enginn Þingeyingur sé í safninu »nema Pura í Garði«.]) Bókin sýnir það sjálf, að í þessum hóp eru 4 Bingeyingar að ætterni. Tilraun ritstjórans, að slá á metnað- arstrengi Pingeyinga, mér til fjandskap- ar, hefir því alveg mishepnast, og úr þessu vígi sínu hrakveltist hann því við lítinn orðslír, sem áður fyr. Mjög verður Jónasi margrætt um óvandvirkni mína í meðferð vísna. Stendur hann þá á blístri monts og mikillætis. Þó hefir hann skilnings- skímu til að sjá, að eigi nokkur mað- ur að trúa því, að eg sé óvandvirkur, verði hann að rökstyðja það lastyrði. Pess vegna bólar á þeirri nýlundu, að hann reynir að nefna dæmi til máls síns. Pykist hann standa þar svo fast- ur á fótum, í lok þess kafla, að sjálfs- ánægja mannsins brýst fram í þessum orðum hans: »Pað mætti ekki minna vera, en að sá maður, sem tekst á hendur að taka saman slíkt úrval, fari rétt með, þar sem prentaðar heimildir eru fyrir hendi.« Skal eg þá reyna, hvert hald er i rökum hans og hve heiðarleg þau eru. Lesendur »Nýrra Kvöldvaka« muna ef til vill eftir því, að þar birtist all- >) Neðanmáls leiðréttir J. P. sjálfur dálítið af þessari vitleysu. mikið safn gamallra vísna. Flestir höf- undar þeirra voru dánir, og vegna þess, að eg rak mig fljóllega á það, að ein og sama vísa var stundum eignuð 3 eða íleirum hagyrðingum, áskildi eg mér rétl ti! leiðréltinga síðar meir, ef full sönmin fengist um faðerni vafavísnanna. Pegar eg heyrði Ivo eða fleiri menn, minnuga og skilgóða, eigna sama manni einhverja vísu, gat eg þess, hverjum væri eignuð vísan. En með því slepti eg þó ekki hendi af safni þessu. Pess vegna sendi eg leiðréttingar um nokkrar vafavísur — og gesa menn lesið þær í 14. árg. »N. Kv.«. Par leiðrélti eg frásögnina þá, að Jón Ásgeirsson á Pingeyrum ætti vísurnar: »Stutt með bak og breitt að sjá,« o. s. frv., en Sigurbjörn í Fótaskinni hefir kveð- ið þær. Eg hefi talið það skyldu mína, og tel það enn, að fara aldrei viljandi með rangt mál. Og komist eg á snoðir um, að frásögn mín í einhverju sé röng, hefi eg leiðrétt það blygðunarlaust. Jónas Porbergsson færir sem dæmi um óvandviikni mína þessar vísur S gurbjörns. En sá heið- virði blaðamaður felur það með þögn- inni, að eg sé sjáifur bú iin að leið- rétta þetta fyrir löngu. Svo bætir hann gráu ofan á svart og segir, að eg hafi birt þær »mjög afbakaðar*. Eg tók það fram í áðurgieindum leiðrétting- um, að vísurnar hefðu misprentast, því að í handriti mínu voru þær réttar. Lesendur íslendings geía sjálfir dæmt um, hvort Jónas Porbergsson berst þarna með hreinan skjöld eða klæki- mannlega. (Frh.) Margeir Jónsson. Þjóðsögur Sigfúsar Sigfússonar III. bindi er fyrir nokkru komið á bókamaikaðinn: I þessu bindi eru draugasögur. í I. bindi eiu sögur um æðstu völdin (guðs- og kölska- og refsidómasögur). I II. bindinu eru vitranasögur. Peg- ar sú bók kom út sagði Einar skáld Kvaran, að það væri ein hin merkasta bók, er út hefði komið á Islandi á síðari árum. Mun íslendingur geta seinna um þetta merkilega Jojóð- sagnasafn. Bókaverzl. Porsteins M. Jónssonar hefir aðalútsölu á því. Kaupendur Fylkis. Gamlir og nýir kaupendur, sein ósl<a að X. árgangur Fylkis birtist fyrir lok næsta apríl, eru hér með beðnir að senda undirskrifuðum nafn sitt og heimili, sein allra fyrst. Frímnnn B. Arngrímsson. Kaffi bezt og ódýrast hjá Benedikt Benediktssyni Baldurshaga. NETA6ARN nýkomið * i H A M B O R G. Mais-mjöl, Kokosmjöl, Barnamjöl, Mannagrjón, rtýkomið. Jóli. Ragúels. Rammalistar nýkomnir í fjölbreyttu úrvali. Verðið mikið lægra en áður. Hjalti Sigurðsson. Tóbaksvöur nýkomnar, margar teg. Verðið hvergi lægra. Jöh. Ragúels. Tilbúinn áburð, grasfræ og sáðhafra, útvega eg sern að undanförnu. Akureyri 28. janúar 1926. Gunnar Jónsson. Prenlsmiðja Björns Jónssonar. Smjörlíki. ágæt tegund. Verð kr. 2,00 pr. kg. — nýkomið. Jóh. Ragúels. Verzlun -Þóru Matthíasdóttur. Nýkomið: skrautleg kjólatau, svuntusilki, slifsi, dömuhattar, barna- leikföng, myndarammar o. m. m. fl. Aliar útsaumsvörur seldar með niðursettu verði. Kross-spónn Pólitur Lím Saumur Skrúfur o. fl. tilheyrandi húsgagnasmíði, fæst á vinnu- stofu minni. Hjalti Sigurðsson,

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.