Íslendingur - 23.04.1926, Blaðsíða 3
ÍSLENDINGUR
3
Símskeyti.
(Frá Fréttastofu (slands.)
Útlend:
Rvík 22. apríl.
Frá Stokkhólmi er símað, að
dratning Svía sé alvarlega veik.
Frá London er símað, að alt bendi
til að kolanámuverkfall hefjist þar í
næsta mánuði.
Frá Khöfn er símað, að fulltrúi
fyrir pólsku stjórnina, prófessor
Makovski, sé kominn þangað til
þess að vinnaað gerðardómssamn-
ingum milli Danmerkur ogPóllands.
Frá Osló er símað, að loftfar
Amundsens, »Norge«, fari frá Lenin-
grad á Iaugardaginn. Norsku blöð-
in álíta að mesta hættan sé lend-
ingin í Alaska.
Frá London er símað, að bæna-
gerðir séu látnar fara fram í öllum
kirkjum til að afstýra kolaverkfall-
inu. Samningar eru hafnir.
Frá Róm er símað, að Mussoline
hafi verið fagnað eins og sigurveg-
ara, er hann kom heim úr Afríku-
för sinni.
Sveinsson og Halldór Stefánsson bera
fram frv. um, að ríkisstjórnin láti byggja
4 — 5 huridruð smálesta gufuskip til
strandferða, og eigi síðar en svo, að
rekstur þess geti byrjað 1. október
1927.
Skipið skal útbúið 70 — 80 tenings-
metra kælirúmi og hafa minst 40 sjó-
mílna vökuhraða. Farþegarúm sé ætlað
40 — 50 manns, aðallega á 2. og 3ja
farrými. Að öðru leyti skal skipið
lagað til flutnings á varningi á minni
hafnir, sem aðalpóstskip landsins síður
getur annast.
Kvennaskólarnir.
Meiri hluti mentamálan. Ed. (Ingi-
björg og Jóhannes) ber fram frv. til
laga um, að ríkið taki að sér kvenna-
skólana í Reykjavík og Blönduósi.
Minni hluti (Jónas) er mótfallinn frv.
«0
IMiiskili Þingeyiiiga.
Hver á skólann?
Komið og gerið góð kaup,
því að nú hætti eg algerlega allri verzlun, og sel allar vörur
mínar með afar-Iágu verði.
JOH. CHRISTENSEN.
Rúgmiöl-Cement.
Með næstu ferð e.s. »Goðafoss« útvéga eg Rúgmjöl og Cement
á alla viðkomustaði skipsins.
Verðið er tnikið lægra en áður.
Biðjið um tilboð sem fyrst.
Axel Kristjánsson.
M U NIÐ
ef þið þurfið að fá ykkur rafhitunar eða rafsuðu-tæki nú með vorinu,
að Therma-áhöld eru viðurkend þau langsamlega beztu.
Allar tegundir, svo sem suðuplötur, ofnar, straujárn, könnur o. sv.
frv. ætíð fyrirliggjandi hjá _
Eíektro Co.
Verðið mikið lægra er áður.
Frá París er símað, að blaðið
Matin leggi það til, að bandalags-
þjóðirnar afhendi Ítalíu og Þýzka-
landi nýlendur, fengnar í lok styrj-
aldarinnar, til þess að koma í veg
fyrir undirróður til nýrra slyrjaldar.
Innlend:
Varðskipið Pór tók 4 þýzka tog-
ara í landhelgi á mánudaginn, aust-
ur með Söndum. Voru þeir sekt-
aðir um 12,500 kr. hver og afli og
veiðarfæri gerð upptækt.
Nýlátinn hér í höfuðstaðnum Jak-
ob Jónsson, verzlunarstjóri við
Duusverzlun.
Mokafli nú í Vestmanneyjum, en
fólksekla.
O")
Alþingi.
Nýi sáttmáli.
Pau tíðindi gerðust í þinginu á
Iaugardaginn var, að Jónas Jónsson frá
Hriflu bar fram tillögu til þingsálykt-
unar í Ed., er hljóðar svo:
»Efri deild Alþingis ályktar, að nú
þegar skuli höfðað mál á hendur Sig-
urði Pórðarsyni fyrv. sýslumanni fyrir
meiðandi ummæli um Alþingi í bók
hans »Nýi sáttmáli.« Ennfremur
ályktað að skora á dómsmálaráðherra,
að höfða mál á hendur nefndum Sig-
urði fyrir ærumeiðandi ummæli í
sömu bók, um dómsmálastjórn hans,
í i þriðja lagi er ályktað, að skora á
landsstjórnina að skipa bæjarfógetanum
í Reykjavík að hreinsa sig með mál-
sókn af þeim þungu ásökunum á
dómsmálameðferð hans, sem fram koma
í umgetinni bók áðurnefnds Sigurðar
Pórðarsonar.*
Hér við hefði einhver háttv. þingm.
átt að bæta: t fjórða lagi skorar
deildin á 5. landskj. þm., Jónas Jóns-
son frá Hriflu, að hreinsa sig með
málsókn af þsim ummælum S. P.,
er lýsa téðan þingmann rulausan
lygara og rógbera,« ella sé hann
óþinghæfur talinn.
Skólamálin.
Talið er víst, að Lærðaskólafrumv.
stjórnarinnar og Mentaskólafrutnvarp
Bernharðs Stefánssonar dagi bæði
uppi i þinginu. — Vafalaust er og
talið, að járnbrautarmálið sæti sömu
forlögum.
í ræðu Björns Lfndals við 3ju umr.
fjárlaganna í Nd. mintist hann á Al-
þýðuskóla Pingeyinga á Laugum, í
sambandi við tillögu fjárveitinganefndar,
um 6000 kr. lattn til Björns Jakobs-
sonar, til íþróttakenslu f sambandi við
Lauga-skólann.
Till. þessari fylgdu þau ummæli, að
Björn Jakobsson ætlaði að byggja
sjálfur nauðsynl. hús fyrir kensluna,
áu þess að fara fram á húsbyggingar-
styrk úr ríkissjóði.
Mintist Björn Líndal í þessu sam-
bandi á Lauga-skólann. Á fjárlög-
unum 1923 voru veitfar 35 þús. kr.
til skólans, gegn því, að þrír fimtu
kostnaðar kæmi annarstaðar frá. Samkv.
fyrirmælum fjárlaganna áttu rúmlega
50 þús. kr. að koma til skólans frá
öðrum en ríkissjóði. Svo mun það
og hafa verið að vísu; skólinn mun
hafa kostað að minsta kosti 87 þús.
krónur.
En hvaðan kom féð, sem á vantaði?
Rúml. helmingnr fjárins, sem koma
átti á móti ríkissjóðstillaginu, safnaðist
á ýmsan hátt, en 25 þús. kr. voru
teknar til láns — og hvílir það lán á
skólahúsinu. Sýslunefnd hefir fengið
ábyrgð fyrir láninu, og 20 menn hafa
gengið í einskonar bakábyrgð á því,
að sýslan bíði eigi halla af þessu í
næstu 15 árin. — En lánið er tekið
til 20 ára.
Pað mun geta orðið álitamál, hvort
fullnægt hefir verið skilyrðum þeim,
sem sett voru í fjárlögunum, þegar
ríkissjóðsstyrkurinn var veittur. Eins
getur svo farið, að nokkuð geti leikið
á tveim tungum um það, hver í raun
og veru á skóla þenna, á meðan fjár-
reiðum hans er eins komið og nú er.
(Mbl).
OO
Úr heimahögum.
GLEÐILEGT SUMAR!
Kirkjan. Messað kl. 5 síðd. á sunnudag-
inn. Séra Qumiar Benediktsson stígur í
stólinn.
Skdkþing Islands er nýlega afstaðið í
Reykjavík. Skákmeistari landsins varð að
þessu sinni Sigurður Jónsson úr Skákfél.
Reykjavíkur. .Eggert Q. Oilfer varð 2.
í röðinni og Ari Guðmundason sá þriðji.
Vegnaði honum bezt Norðlendinganna.
keyptar innlendar vörur fyrir kr. 1.110.000.
Vöruumsetning því 2.460.000 kr. Nettóarð-
ur af erlendum vörum varð 83.000. I árs-
lok óskiftilegir sjóðir 222.000, séreigna-
sjóðir og innstæður fjelagsmanna ein mil-
jón og fimtán þúsund krónur. — Stjórn
félagsins var endurkosin.
Skipakomur. »Esja« kom að sunnan og
austan síðdegis á þriðjudaginn og hélt
vestur þá um kvöldið. »Ooðafoss« kom
laust fyrir miðnætti á miðvikudagsnótt og
lór aftur í fyrrinótt álciðis til Vestfjarða.
Með skipinu kom frá útlöndum frú Ouð-
ríður Norðfjörð, ungfrú Nielsen og Stein-
grímur Kristjánsson bílstjóri. »Botnia«
kom í gærkvöldi frá útlöndum. Meðal
farþega hingað voru Ingvar Guðjónsson
og frú, Bald. Byel, Eiríkur Kristjánsson,
ungfrú Sigríður Davíðsdóttir og Kaj Schiöth
Til Reykjavíkur tóku sér far m. a. J. C. F.
Arnesen konsúll og frú, frú Margrét
Magnúsdóttir, ungfrú Sigríður Halldórs-
dóttir og Karl Schram heildsali.
U. M. F. A. hafði útdrátt á happ-
drættismiðum sínum á Sumardaginn fyrsta,
og komu þessi númer upp:
1368 Reiðhjól, 2871 Fótsaumavél, 411
Léttbátur, 2483 Ritsafn H. Bangs, 2117
Stofuborð, 2888 Skrifstofustóll, 2331 Stígvél,
1587 Sútað skinn, 553 Grammofon, 439
Gólfhefill, 711 Gönguslafur, 592 Riffill,
1732 Næla, 2026 Mynd af Akureyri, 490
Ljósmyndavél, 2451 Blómsturskál.
Dvergasteinspresíakall var veitt 7. þ. m.
séra Sveini Víking Grímssyni. Hann hefir
undanfarið verið prestur að Þóroddsstað
í Kinn.
Söngskemtun. Karlakórinn »Geysir<
skemti bæjarbúum með söng sínum í
Akureyrar-bíó í gær. Þótti mikið til söngsins
koma.
Opinberun. í gær opinberuðu trúlofun
sína ungfrú Rósa Davíðsdóttir frá Kroppi
og Gísli Árnason bílstjóri.
Skólaskemtun. Fjölbreytt skemtun verður
í Gagnfræðaskólanum á laugardaginn
kemur. Erindi flytja þeir kandidatarnir
Magnús Konráðsson og Þáll Þorleifsson.
Leikfimi verður sýnd, kvenna og karla,
undir stjórn ungfrú Bryndísar Ásgeirsdóttur
og Lárusar J. Rist. Fleira verður til
skemtunar.
Árabátur
með stýri er til sölu.
R. v. á.
Tapast hefir íbenholtsstafur hand-
fangslaus með broddi. Finnandi er
vinsamlega beðinn að skila honum f
prentsm. Björns Jónssonar.
komu með Botníu í
Elektro Co.
Útgerðarmenn!
Til sðlu:
Mótorbátakeðjur,
Anker,
Lfnubelgir,
Taumar,
Önglar,
Manilla,
Netjagarn,
Koltjara,
Hrátjara,
Barkalitur, catachu,
Motorolíur.
Verzl. H A M B O R G.
Hafið þér reynt
nýju tegundina af
sem fást í
Hamborg?
Silkolin.
Munið eftir að biðja kaup-
mann yðar um hina alþektu
»SILKOLlN« ofnsvertu.
Engin ofnsverta jafnast á við
hana að gæðum!
Andr. J. Bertelsen.
Nýtt strandferðaskip. Aðaifundur Kaupjélags Eyfirðinga cr
Fjórir þingmenn í Nd., þeir Sveinn nýa{staðinn. Á liðna árinu voru seldar
Ólafsson, Porleifur Jónsson, Benedikt erlendar vörur fyrir kr. 1,350.000, en inn-
Herbergi til Ieigu.
R, v, á.
Austurstræti 17. Reykjavík.