Íslendingur - 09.07.1926, Blaðsíða 2
2
ÍSLENDINOUR
Hveiti
Rúgmjöl
Hafragrjón
Hrísgrjón
Sago
Kartöflumjöl
fyrirliggjandi:
Kaffi
Sykur
Kakao
Súkkulaði
Oerduft
Mjólk
Bárujárn
Þakpappa
Panelpappa
Paksautn
Oirðingastáura
Málning.
. En »Ieiðtogunum« geðjaðist ekki að
þessu. Létu þeir herför uppskera á
miðvikudaginn og safnaðist lið nokk-
urt. Sást fylkingin ganga niður Odd-
eyrina um nónbilið og var stefnt nið-
ur á Tanga, þar sem fiskverkunin fór
fram. í fylkingarbroddi mátti líta Elísa-
betu Eiríksdóttur fyrverandi bæjarfull-
trúaefni, Erling Friðjónsson bæjarfull-
trúa, Steinþór Guðmundsson barna-
skólastjóra og Jón G. Guðmanii kaup-
mann. Af tali hinna óbreyttu liðsmanna
mátti heyra að til stórræða væri stefnt,
og að engu mundi þyrmt, hvorki fisk-
verkunarstúlkunum eða þ/ottatskjun-
um ef nokkur mótstaða yrði sýnd. En
fyrirliðarnir gengu hljóðir og hugsandi
og létu liðið masa að vild. En er
komiö var á orustuvöllinn varð ekkert
úr atlögunni, sem masað haiði verið
um. Alt sem gerðist var það, að fyrir-
liðarnir gengu fyrir fiskverkunarítúlk-
urnar og kröfðust þess að þær legðu
niður vinnu þegar dagsvenkinu væri
lokið og byrjuðu ekki aftur að morgni.
Lofuðu tvær að verða við þeirri kröfu
en hinar aðrar lofuðu annaðhvort engu
eða beinlínis neituðu. Nokkrar orða-
hnippingar áttu sér stað, en annars
var herförin hin friðsamlegasta. Og
heim hélt liðið aftur föstum og takt-
vissum skrefum — óskaddað.
En áður en liðið tvístraðist hafði
það kosið nefnd til þess að vinna að
samkomulagi f kaupdeilunum, og urðu
í henni, Steinþór Guðmundsson, Hall-
dór Friðjónsson og Hallgr. Jónsson.
í gær hélt vinna áfram á fiskverk-
unarstöðvunum og engin ný heiför
var gerð til þess að fá hana stöðvaða.
Nefndin sem kosin var á götunni í
fyrradag hefir nálgast vinnuveitendur
og Ieitað samkomulags, en hefir ekk-
ert orðið ágengt það ísl. bezt til veit.
Munu vinnuveitendur ekki skoða nefnd-
ina sem réttan samningsaðil er hafi
heimild til að fara með umboö fyrir
stúlkurnar.
ísl. átti tal við einn helzla vinnu-
veitendann í gærkvöldi um málið, og
kvaðst hann ekkert vilja eiga við sletti-
rekur, en það skoðaði hann Elísa-
betu, Steinþór skólastjóra og aðra þá
sem væru fyrir utan hóp stúlknanna.
Við þær sjálfar kvaðst hann fús að
tala og svo mundi um hina vinnu-
veitendurna. Og hann kvaðst þess full-
viss að samningar væru komnir á ef
óviðkomandi fólk hefði ekki blandað
sér í sakirnar og spilt fyrir samkomu-
lagi. Stúlkunum sjálfum hefði að mestu
vcrið haldið fyrir utan gang málanna.
Vilja þeirra ekki leitað. Pað væru þó
þær sem ættu að ráða sínum málum,
en ekki óviðkomandi slettirekur fyrir
þeirra hönd.
Nokkrar ágætar
Prjónavélar
til sölu með tækifærisverði.
Einar J. Reynis.
Símskeyti.
(Frá Fröttastofu Islands.)
Rvík 8. júlí.
Útlend:
Frá London er símað að neðri
málstofa þingsins hafi samþ. lög um
lenging vinmitímans í kolanámunum
í 8 stundir. Námueigcndur hafa aug-
Iýst í flestum námum að kaupgjald
haldist óbreytt með þessari leng-
ingu vinnutímans. Búist er við, að
námumenn víðast hvar gangi ekki
að þessum málalokurn. Foringjar
verkamanna hafa ráðist ákaft á Bald-
win forsætisráðherra fyrir tilraunir
hans að rýra kjör verkamanna. —
Baðmullarframleiðslan hefir minkað
um helming vegna kolaverkfallsins.
Stjórnin hefir beðið þingið um 3
milj. sterlingspunda fjárveitingu til
kolakaupa erlendis.
Frá París er símað, að Caillaux
fjármálaráðherra ætli að leggja nýj-
ar fjármálatiilögur fyrir þingið, er
feli í sér stóraukna skatta. En áður
en hann gerir nákvæma grein fyrir
tillögunum krefst hann traustsyfir-
lýsingar. í þingræðu á miðviku-
daginn gaf hann aðeins stutt yfirlit
yfirlit yfir fjármálin. Kvaðst aðhyll-
ast tillögur sérfræðinganna. Fór
fram á að þingið samþykti skulda-
samninginn við Bandaríkin, sem
hann kvaðst þó gera tilraunir til að
fá breytt, og krafðist að lokum fulls
umboðs til framkvæmda í fjármál-
um án tilhlutunar þingsins.
Frá Berlín er símað, að eldingar
og Jiellirigningar hafi gert mikinn
skaða á mönnum og eignum.
Frá Sumatra er símað, að land-
skjálftar hafi aftur valdið þar feikna
tjóni. Um 400 manns beðið bana.
Frá París er símað, að hraðlest
hafi hlaupið af sporinu skamt frá
borginni. 17 manns beðið bana og
97 orðið fyrir meiri og minni
meiðslum.
Innlend:
Útílutningur ísl. afurða í júní nam
2,307,180 kr., efi samtals það sem
af er árinu 14,015,800 gullkrónum.
Samtímis í fyrra 16,818,000 gullkr.
Samkv. skýrslu Fiskifélagsins er
afli til 1. júlí 199,439 skpd., en fisk-
birgðir í landinu 189,260 skpd.
Varðskipið Óðinn tók nýlega tvo
þýzka togara í landhelgi og fór með
þá til Vestmanneyja. Hlaut annar
12,500 kr. sekt en hinn 8000 kr.
sekt, og afli og veiðarfæri upptæk
hjá báðum.
••
Smaladrengurinn,
leikrit Freymóðs Jóhannssonar, hefir
verið leikið hjá Vestur-íslendingum nú
á s. I. vori, af leikfélagi Geysisbygðar,
eftir því sem »Heimskringla« frá 14.
apríl skýrir frá. Segir þar, að leikur-
inu hafi verið sýndur á nokkrum
stöðum og leikendum tekist vel. Flytur
blaðið ítarlega grein um meðferð
leikenda á hinum einstöku hlutverkum
og eins um innihald leikritsins, sem
það fer lofsamlegum orðum um. X.
Góður gestur.
í þessum mánuði er væntanlegur
hingað til bæjarins, Gunnur R Pálsson,
í heimsókn til foreldra sinna og ætt-
menna, eftir nær því sex ára dvöl í
Vesturheimi.-
Margir bæjarbúar munu kannast við
hann. Hann er sonur hinna góðkunnu
hjóna, Páls og Guðlaugar á Staðarhóli,
Gekk hann í Gagnfræðaskólann og
lauk þar námi. Tel eg hann tvímæla-
laust efnilegasta »tenorsöngvara«, sem
í skólann hefir komið, síðan eg kom
hingað, bæði hvað snértir rödd og
sönggáfu.
Síðan Gunnar kom vestur, hefir
hann unnið fyrir sér og jafnframt
varið tómstundum sínum og miklu fé
til söngnáms hjá ágætum kennurum.
Lúka þeir á hann miklu Iofsorði.
í blaðinu »Lögbergi« 28U þ. á. er
mynd af Gunnari og grein um hann.
Par segir meðal annars:
»Allar sínar frístundir hefir hann
notað til söngnáms við góðan árangur.
Er hann að geta sér hins bezta orðstír;
syngur hann oft á samkomum og í
kirkju og fyrir Radio; sækir fólk mjög
eftir að heyra hann syngja, þykir hann
hafa sérlega fagra rödd og syngja af
mikilli tilfinningu, sem hrífur fó!k.«
Vonandi heldur Gunnar hljómleik
hér, meðan hann dvelur heima hjá
foreldrum og vinum; ættu bæjarbúar
þá að fjölmenna þar og fagna þann
veg þessum prúða og drengilega gáfu-
manni, sem heldur uppi heiðri þjóðar
sinnar í fjarlægu landi*
Akureyii 2 júlí 1926.
Áskell Snorrason.
•• F
Batnar lítið.
ísl. gaf Erlingi Friðjónssyni nýlega
það heilræði, að þjóna sannleikanum
að minsta kosti annað veifið og þá
mundi hann vaxa að áliti. En E. F.
er ekkert um þetta gefið. Hann er
orðinn svo samdauna ósannindunum,
að honum er það óbæiileg tilhugsun
að hverfa frá þeim og sízt af öllu, ef
ætlast er ti!. að hann láti andstæðinga
sína njóta sannmælis. Greinarstúfur í
síðasta Vm., sem er eftir E. F., þó
nafnlaus sé, sýnir að minsta kosti, að
sannleiksástin er honum jafn fjarskyld
og áður. Hann segir þar, að ritstj.
ísl. hafi sagt í 25. tbl. ísl., »að fyrir-
rennari Jóns Porlákssonar hafi týnt
nokkrum miljónum af tíkisfénu«. Ritstj.
ísl. hefir aldrei sagt nokkuð í þá átt
og aldrei dottið nokkuð síkt í hug.
En það sem hann sagði í blaðinu var,
að fyrv. fjármálaráðherra hefði »týnt
um 3 milj. kr. skuldapósti« er hann
lagði fjárlögin fyrir þingið 1923, og
er það nokkuð annað eða týna þeirri
upphæð af ríkisfé. Að þetta sé satt
og rétt hjá ísl. getur E. F. sannfært
sig um með því að lesa álit íjárveit-
inganefndar Nd. og 1. ræðu fram-
sögumanns nefndarinnar. »Miljóna
Jýgin« er því Erlings megin en ekki
ritstj. ísl.
Samábyrgðin.
Dómur um kaupfélagsskuld er nýlega
fallinn í Hæstarétti. Hafði kaupfélag
Reykvíkinga stefnt einum manni, sem
áður var í Kaupfélagi veikamanna, sem
hitt félagið var stofnað upp úr, til þess
að greiða 280 kr, sem væri hans
hluti í reksturshalla félagsins árin 1923
og 24. Maðurinn neitaði þvi, að hann
væri félagi í K. R. og í fyrra félaginu
hefðu þau ákvæði staðið í lögunum,
að sá skyldi laus úr þvf, sem ekki
hefði skift við þaö í tvö ár, og svo
Munið eftir
að
Fe r ð anesti
er bezt að kaupa í
Söluturninum
á Oddeyri.
Guðbj. Björnsson.
væri um sig. Samábyrgðarákvæðið
var í samþyktum hins nýja kaupfélags
og á því átti að hremma manninn.
En undirréttur sýknaði manninn af
skuldakröfunni og staðfesti Hæstiréttur
það. Eins ástatt og fyrir manni þess-
um var fyrir 460 öðrum meðlimum
hins gamla kaupfélags en nú hefir
dómurinn bjargað þeim undan hrömm-
um samábyrgöarinnar.
Haraldur Björnsson,
sem stundað hefir nám við kon-
unglega leikhúsið í Khöfn, er af Adam
Poulsen ráðinn tll að leika við útileik-
hús hans í Ulvedalen í sumar.
oo
Úr heimahögum.
Kirkjan. Messað kl. 2 á sunnudaginn.
Goðafoss kom hingað síðdegis á mánu-
daginn. Litlar skemdir beið hann af strad-
inu, en verður þó að fara í þurkví, er hann
kemur til Khafnar til yflrskoðunar og við-
gerða. Fjöldi farþega komu hingað með
skipinu m. a. frá útlöndum: frú Irza Stef-
ánsson og Benjamín Kristjánsson stud
theol. frá Ytri-Tjörnum. Hafði haun sótt
stúdentamót í Leipzig og heimsótti »Svarta-
skóla< í Paris.
Góður gestur. Ungfrú Thorstina Jackson
B, A frá New York var meðal farþega á
Ooðafoss. Er ungfrúin vestur-íslenzk
mentakona og í miklu áliti þar vestra.
Hefir hún skrifað landnáms sögu íslend-
inga í Norður-Dakota, sem nú er verið
að gefa út. Ungfrúin hélt fyririestur hér
á mánudagskvöldið „Um bygðir Islcnd-
inga I Ameriku". Var fyrirlesturinn hinn
fróðlegasti og skemtilega fluttur. Var
hann skýrður með fjölda ágætra skugga-
mynda. Stóð fyrirlesturinn yfir næstum
tvær klukkusiundir og hlaut ungfrúin að
honum loknum dynjandi lófaklapp, sem
þakklætis- og aðdáunarviðurkenning áheyr-
endanna. Ungfrú Jackson ætlar að ferðast
um landið í sumar til að kynna sér land
og þjóð og til að kyuna okkur þjóðar-
brotið vestra. Ungfrúin hélt áfram ferð-
inni með Ooðafoss suður.
„Óðinn", varðskipið nýja koin hingað í
morgun. Er skipið hið fegursta.
Simalína hefir verið lögð rafm að Krist-
nesi og er í sambandi við talsímakerfi
bæjarins. Símanúmerið er 119.
Landvcg frá Borgarnesi komu í fyrra-
kvöld stúdeutarnir, Einar Bjarnason, Jón
Stefánsson og Sverrir Ragnars. Létu þeir
hið bezta af ferðalaginu.
Til Hollands. Frú Þóra Havsteen tók
sér far með Botníu áleiðis til Hollands.
Sækir hún guöspekingamót, sem þar verður
haldið á næstunni. Frúin fer einnig ti
Frakklands og Þýzkalands.
Stefdn Stefdnsson cand. jur. í Fagra-
skógi hefir nýlega verið skipaður hrepp-
stjóri i Arnarnesshreppi. Tók Stefán við
búi á föðurleifð sinni Fagraskógi nú í vor.
Lúðrasveit Akureyrar fer til Sauðárkróks
með m.k. Sjöstjörnunni á morguu.