Íslendingur


Íslendingur - 09.07.1926, Blaðsíða 3

Íslendingur - 09.07.1926, Blaðsíða 3
ISLENDINGUR 3 Snurpulínur og grastóg, hentug í diáttartaugar á herf)inótabáta, fæst hjá Ingvari Guðjónssyni. <>."1111111,........ Öllum þeim, sem auðsýndu okkur lijálp og hluttekningu við fráfall minnar lijartkæru eigin- konu, Ingibjargar Helgadóttur, og heiðruðu minningu hennar, vottum við okkar hjartans þakk- læti. Kristinn Fr. jónsson. Bogga Kristinsdóttir. Jakob Kristlnsson. Hugheilar þakkir sendum við öllum þeim, sem með nærveru sinni heiðruðu útför okkar hjart- kæra sonar og bróður, og á ýms- an annan hátt sýndu okkur inni- Iega samúð og hluttekningu við hin löngu veikindi hans og audlát. Akureyri, 31. júní 1926 Steinunn Jóhannsdóttir. Árni Árnason. Margrét Árnadóttfr. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónaband í Rvík ungfrú Ouðlaug ísaks- dóttir frá fsafirði og Jón O. Ouðmann kaupm. hér f bænum. Akureyrarbíó sýnir tvær sérlega góðar kvikmyndir nu um helgina. Á laugar- dagskvöldið mynd sem heitir „Fangi ör- œfahöjðingjans", gerist hún að mestu leyti í Arabíu og er mjög spennandi. Á sunnu- dagskvöldið verður sýnd 10 þátta kvik- mynd sem heitir „Við liirð Ausiurrlkis- keisara". Er hún undirbúin og samin af Eric von Stroheim, sem þykir einhver mesti snillingur, sem nú er uppi við tii- búning kvikmynda. Myndin eru vissulega engin hversdagsmynd. Elding sló niður á Orímsstöðum á Fjöll- um í fyrradag. Eyðilagði hún talsíma- áhöldin og feldi 7 staura tii jarðar. OO Svar til herra Jóhannesar bónda Árnasonar á Gunnarsstöðuni, formanns Kaupfélags Langnesinga. Hér í blaðinu birtist nýlega grein eítir Jóhannes bónda Árnason á Gunn- arsstöðuni, sem á að vera svar við grein minni, »Kaupfélag Langnesinga«, sem út kom fyrir skömtnu hér í blaðinu. Grein þessi er grautur af ósannind um og óskiljanlegu þvaðri. Höfundur hennar hefir ekki það vald á ósannind- unum, að hann geti látið sýnast svo, að hann fari með rétt mál. Hún dæmir sig sjálf, og þyrfti ekki nauðsynlega svars við. Formaðurinn byrjar grein sína á því, að hann segist ætla að réttlæta gerðir stjórnarnefnda K. L. En hann gefst upp við það. Elnisþráður grein- arinnar, ef nokkur er, er sá, að reyna að sverta mótstöðumenn Guðmundar kaupfélagsstjóra, en að fegra gerðir hans. Skaðræðismenn álítur hann þá, sem vilja laga agnúa á félaginu, en líklega sjálfkjörna forgöngumenn, sem Hafa hvorki vit eða vilja til að sjá þá. Formaðurinn gefur það í skyn, að við bræður séum þrándur í götu alls góðs félagsskapar, og við eigum í deil- um um einkamál. Eg lýsi hann ósann- indamann að þessum ummælum. Við bræður höfum ekki ált í deilum um einkamál, hvorki við Guðmund Vil- hjálmsson eða aðra. Og skal eg af gefnu filefni taka það fram, að við Guðmuudur vorum góðir kunningjar alt þar til að þessi umrædda kaupfé- lagsdeila hófst, og tilefni hennar var alls ekki persónulegt. Jóhannes segir, að við bræður séum að svala arfgengri ófriðarþrá okkar. Hann reynir hér að óvirða látna ælt- ingja okkar. Fað gera fáir, þótt illan málstað hafi. En hann lætur sér það sæma. Hann hlýtur að eiga við föð- ur okkar, Rórarin Benjamínsson, sem lengst af bjó á Efrihólum í Núpasveit. Hann átti í málafeilum við Hal'dór prest Bjarnarson í Presthólum. Mála- ferli þessi áttu sér stað fyrir minni Jóhannesar, og er hann því sízt fær að dæma um, hver valdur var að þeim óvirðum. En alkunnugt er það, að flestir málsmetandi menn í Núpasveit hafa átt í deilum við séra Halldór, fyr og síðar, svo að faðir minn er ekkert úrmerktur í þeim efnum. Og óskerta virðing munu þeir menn allir hafa, sem deildu við séra Halldór, hjá öll- um, sem kynst hafa málavöxtum. Faðir okkar átti í þessum deilum tilneyddur, en ekki af ófriðarþrá, og hann flutti úr Núpasveit þeirra vegna, sézt af því, að hann þráði friðinn. En ef sú skap- gerð skyldi vera í ætt okkar bræðra, að þola illa órétt, væri slíkt okkur sfzt til vanvirðu, jafnvel þótt sá arfur væri þröskuldur í vegi fyrr hugsjónum þeirra heiðursmanna, sem stjórna Kaupfélagi Langnesinga. Formaðurinn vill að eg skýri frá því, af hverju við bræður gengum af aðal- fundi 1924. Eg hlífist við því, að verða við ósk hans í þetta sinn. Álít óþarfa að gera það að blaðamáli. En ef hann skorar á mig aftur, neyðist eg til þess að gera það. Jóhannes segir, að ef við bræður hefðum haldið áfram viðskiftum við K. L., hefðum við tekið í framrétta hönd. Olafur bróðir okkar verzlaði við kaupfélagið eftir aðalfund, eins og ekkeit hefði í skorist. En ekki fanst honuui höudin mjög mjúk, sem að honum var rétt, t. d. ekki borgað fyrir hann útsvarið, og tkki 20 kr. upp boðsskuld, og óhugsandi að tala við framkvæmdasljórann, Geta skal þess, að áður en Óiafur snerist gegn fram- kvæmdastjóranum, fékk hann ávalt alt, sem hann bað um í kaupfélaginu, útskriftir sem annað. Að Kristján bróðir nrinn hafi aldrei haft neitt út á reikninga félagsins að setja, og aldrei fuudið skekkju í þeitn sem teljandi væri, eru ósannindi. Sum árin fann hann mjög stórar villur, á annað þúsund kr. En að svo vöxtnu máli, geri eg ekki reikninga félagsins frekar að blaðamáli. Að eg hafi haft í frammi skammir og hótanir á stjórnarfundinum, þegar eg flutti tillöguna um, að stjórnin segði framkvæmdastjóranum upp stöðunni, er ósatt. Rótt talsvert hvassar umræð- ur yrðu milli okkar Guðmundar fram- kvæmdastjóra, um þetta mál, var þeim í hóf stilt af beggja hálfu, ekkertfarið útfyrir það málefni, sem til umræðu var. þau einu skammarorð, sem eg sagði á þeim fundi, var við Guðlaug Jónasson stjórnarnefndarmann. Þau voru þessi: »Eg bjóst ekki við, að þú værir eins voðfeldur í vasa fram- kvæmdastjórans, eins og raun ber nú vitni um.« Það sem kom mér til að segja þetta, var það, að hann sagði ósatt til þess að fegra gerðir fram kvæmdastjórans. Rétt er það, að eg hafi verið boð- aður á stjórnainefndarfund í septembe'-. En eg fékk ekki fundarboðið fyr eti kvöldið áður en fundur átti að verða, en var þá staddur langt ftá heimili mínu, en ósannindi eru það, að eg hafi undrast yfir því, að vera boðaður á fundinn. Áskorun frá félagsmönnum, til okkar bræðra, um að halda áfram störfum við félagið, lögðum við ekki fram á aðalfuudi vegtia þess, að við sáum, að á samkomu þeirri var lítt skift um lög og rétt og því þýðingarlaust að leggja nokkur gögn fram máli sínu til stuðn- ings. (Framh.) Þorsteinn Þórarinsson. OO Eftirmæli. o Pann 15. maí síðastliðinn lézt á ísafirði Filippía Vilborg Porsteinsdóltir Hjálmarsen, forstöðukona Gamalmenna- hælisins þar. Hún var fædd í Hítár- dal hinn 21. júlí 1863 og var dóttir síra Þorsteins Erlendssonar Hjálmarsen, er þar var prestur og prófastur í Mýr- arprófastsdæmi, og konu hans Mar- grétar Sigurðardóttur, hreppstjóra á Tjaldbrekku. En foreldrar Porsteins prófasts voru Erlendur klausturshaldari á Munkaþverá og Kristrún Porsteins- dóttir prófasts Ketilssonar á Hrafnagili. Börn Porsteins prófasts Hjálmarsen voru mörg, þar á meðal Guðrún Lambertsen, Kristrún, gift Eggert óðals- bónda Stefánssyni á Staðarhóli, og voru þær hálfsystur Filippíu sál. Enn- fremur Hólmfríður, gift Jóhannesi 'Stefánssyni, verzlunarstjóra á ísafirði, Erlendur, dáinn 1887, Þorsteinn, dá- inn 1898, Pálína, gift kona í Ameríku, Anna, er dó um tvííugsaldur, o. fl. er dóu ung. Filippía sál. ólst upp hjá foreldrum sínum og eftir lát Porsteins prófasts dvaldi hún með móður sinni og Hólm- fiíði systur sinni fratn lil áisins 1897. En það ár sigldi hún til Kaupmanna- hafnar til þess að nema hjúkrunarfræði við Diakonissestiftelsen í Kaupmanna- höfn. Að loknu námi staifaði hún svo eitt ár sem forstöðuko.ia hjúkrunar- deildar á Jótlandi. Um aldamótin síðustu kom Filippía sál. aftur til íslands og gerðist hjúkr- unarkona við Laugarnesspitalann. Starf- aði hún þar í 3 ár. Síðan fluttist hún til Akureyrar og var hjúkrunarkona við Sjúkrahúsið þar í 5 ár. í 11 ár var hún svo ráðskona hjá S'gtryggi Jónssyni timburmeistara á Akureyri, en fluttist til ísafjarðar ár'ð 1920 og stund- aði þá heimahjúkrun. Svo þegar Gamal- mennahælið var sett á stofn þar tók hún við stjórn þess, og stjórnaði því til dauðadags. Filippía sál. var kona vel mentuð og vellátin, og vann sér traust og virðingu allra, er kynni höfðu af henni. Líkið var flutt til Akureyrar og jarð- að þar. Hjúkrunarlélagið »Hlíl« Akureyri, óskar eftir hjúkrunarkonu frá 1. sept. þ. á. Læknisvottorð og meðmæli verða að fylgja umsókn- unum. Umsækjendur eru beðnir að snúa sér til formanns félagsins, Önnu Magnúsdóttur Brekkugötu 1 Akur- eyri, fyrir 15. ágúst n. k. | ALFONS JÓNSSON | cand. jur. f SIGLUFIRÐI, i \ \ § annast allskonar W c \ I málaflutningsstörf, § I samnigagerðir og f é innheimtu. k X Skrifstota Norðurgötu 1. = Talslmi 67. f f ............................... Herbergi til leigu á góðum stað í útbænum. R. v. á. Pakjárn, Steypujárn og Cement útvegar ódýrast Axel Kristj’ánsson. Síldartunimr beztar, útvegar Axel Kristjánsson. Kven- 09 harnasokkar í miklu úrvali, einnig hanzkar, nýkomið í Verzlunina í Strandgötu 3. Timbur! Útvega allskonar timbur, unnið og óunnið, frá fyrsta flokks sög- unarmylnum. Heppilegast að vænt- anlegar pantanir komi sem fyrst, svo að eg hafi nægan fyrirvara með útvegun á timbrinu, þar eð eg mun engar birgðir liafa hér á staðnum. Verðið er vert að athuga. Axel Kristj'ánsson. 15 stúlkur geta fengið að salta síld í sumar í Hrísey. Upplýsingar hjá PormórSi Sveinssyni. hrágúmmískór barna eru nú komnir í verzlun mína Sig. Jóhannesson. Sjálfblekungur hefir tapast. Skilist gegn fundarl. í Verzí. Sn. Jónssonar.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.