Íslendingur - 01.10.1926, Síða 1
AKUREYRAR BIO
I kvöld kl. 9:
VÍKINGURINN.
Sýnd í síðasta sinn.
Laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9:
Perluveiðarinn.
7 þátta kvikmynd sédega tilkomumikil og vel leikin.
8 m
Landskjörið.
VI.
Aðalkjarni jafnaðarstefnunnar er
þjóðnýting framleiðslutœkjanna. Rík-
ið eða »hið opinbera« á að eiga
alt; öll framleiðslutækin, bæði til
lands og sjávar, alla franileiðslu,
alla verzlun. Alt landið á að vera
eitt sameignar-heimili, þar sem eng-
inn einka-auður er til og ailir eiga
að vera jafnir í því að eiga ekkert.
Á þar með að nást hinn langþráði
jöfnuður, sem er aðal hugsjón
jafnaðarmanna.
Pað á að taka togarana, vélbát-
ana og veiðarfærin af útgerðar-
mönnum, jarðirnar, búfénaðinn og
búsáhöldin af bændum og verzlun-
ina af kaupmönnum og kaupfélög-
um og þjóðnýta alt saman. Og
landsmenn eiga svo annaðhvort
að verða starfsmenn og þjónar á
hinu mikla sameignarheimili, eða
þá ómagar og niðursetningar, eftir
því hversu »nýtir« þeir séu. Enginn
yrði lengur sjálfs síns ráðandi, eng-
inn sinn »eigin herra«.
Rjóðskipulagsbyltingin, sem jafn-
aðarmannablöðjn eru sífelt að tala
um að þurfi og skuli koma, á að
koma sameignarskipulaginu á. En
meðan að hún kemst ekki í fram-
kvæmd, — og þess getur orðið
all-Iöng bið — miðar starfsemi
jafnaðarmannaleiðtoganna að því,
að skapa illindi og ósamkomulag
innan þjóðfélagsins og spilla fyrir
starfrækslu atvinnuveganna eftir því
sem geta þeirra er. Með því að
gera atvinnuvegunum sem örðug-
ast fyrir, hyggjast þeir að flýta fyrir
byltingunni, — og blessun »öreiga-
lýðsins.«
Og bændunum íslenzku er ætlað
samvinna við þessa menn og póli-
tískt sanmeyti. Stjórnmálaflokkur
sá sem telur sig fremur öllu öðru
»bænda-fIokk«, gerir bandalag við
þessa höfuðféndur bændastéttarinn-
ar nú við komandi landskjör, og
Iætur listann vera skipaðan eftir
geðþótta jafnaðarmannaforkólfanna.
Er annar maður listans, eftir því
sem Alþýðublaðið upplýsir, alger
jafnaðarmaður, og hinn, Jón í Yzta-
felli, hefir lýst sig á fundi hér í
nánu samræmi við jafnaðarstefnuna.
Er sú framkoma og í fullu Sam-
ræmi við það, sem Dagur sagði um
daginn, er hann ræddi um stefnur
Alþýðuflokksins og Framsóknar og
kvað þá greina að eins á um starfs-
aðferðir, markmiðið vœri eitt og
hið sama■
Ýmsir munu þeir vera, sem telja
það ekki nema eðlilega »framsœkni
Framsóknar,« að Jón á Yztafelli
lýsi sig í nánu samræmi við jafn-
aðarmenn, að neðri maður listans
sé jafnaðarmaður, og að Dagur
segi markmið flokkanna eitt og hið
sama, en þó munu þeir verða fáir
sjálfseignarbændurnir, sem bjóða þá
stefnu velkomna í sveitirnar, sem
hefir það aðalmarkmið, að taka af
þeim jörðina þeirra og búið þeirra
til þjóðnýtingar, og gera sjálfa þá
að vinnumönnum eða niðursetning-
um á sameignarheimili ríkisins.
VII.
Þegar fortíð Framsóknarflokksins
er athuguð, verður mönnum það
Ijóst, að hún eftirlætur framtíðinni
engar glæsilegar minningar um
flokkinn, afrek hans eða viðleitni.
Flokkurinn hefir sýnt sig í sárafáu
sem viðreisnar- eða umbótaflokk.
Stefna hans og gerðir hafa mest
verið mótaðar af einum manni, for-
ingjanum frá Hriflu, og hann hefir
aðallega beint starfsorku sinni að
því að »rífa niður«, og gera at-
hafnamönnunum sem örðugast fyrir
um framkvæmdir. »Framfaratillögur«
hans hafa annaðhvort flestar stefnt
í þá áttina, eða þá þær voru þann-
ig úr garði gerðar, að ógerningur
var að hrinda þeim í framkvæmd,
og því bornar fram í því einu
augnamiði, að nota þær sem kosn-
ingabeitu og til þess að sverta með
andstæðingana, með því að bregða
þeim um, að þeir væru öndverðir
gegn öllu því, er til famfara horfði;
er byggingar- og landnámssjóðs'
frumvarp hans þess óræk sönnun.
Þeir, sem kynnu að vera í efa
um, að hér sé rétt sagt frá, ættu
að hugleiða með sjálfum sér, eða
rannsaka, ef þekkingu brestur, hvað
það er, sem Framsóknarflokkurinn
hefir afrekað á þinginu, og hvað
það er, sem liggur þar eftir Jónas
frá Hdflu. Er ísl. í litlum vafa um,
að niðurstaða þeirra rannsókna
verður í samræmi við það, sem sagt
hefir verið hér að framan um for-
ingjann og flokkinn.
Það er íhaldsflokkurinn, sem hefir
verið viðreisnar- og umbótaflokkur
þingsins síðan hann varð til. í fjár-
hagsfrumvarpi stjórnarinnar, er lagt
var fyrjr síðasta þing, var t. d. gert
ráð fyrir miklu hærri upphæðum til
vegabóta, brúargerða, símalagninga
og vitabygginga en nokkru sinni áð-
ur, og önnur mál, er lutu að verkleg-
um framkvæmdum og gegnum
þingið komust, voru annaðhvort
borin fram af stjórninni eða flokks-
mönnum hennar.
íhaldsflokknum er ekki síst að
þakka að bændur eiga nú aðgang
að hagkvæmum lánum. .Er Rækt-
unarsjóðu'inn aðallega verk íhalds-
flokksins; jafnvel reyndu sumir af
helstu mönnum Framsóknarflokks-
ins að spilla fyrir því að hann kæm-
ist á, og brugðu fyrir sig þeirri
hræsnisgrímu, að þeir hefðu hags-
muni bændanna fyrjr augum í mót-
spyrnu sinni, — lánin væru ekki
nógu hagkvæm. Hugðust þeir með
þessu að koma sér innundir hjá
bændum og vildu gera þá að ölm-
usuþegum iíkissjóðs. Þeir bjuggust
víst við, að bændurnir íslenzku væru
gæddir jafn-lítilli sómatilfinningu
og sjálfir þeir. — Að kjöttollsmálið
var jafn farsæilega til lykta leitt
og raun varð á, má þakka núv.
stjórn, og fyrir hennar fulltingi var
ullartollinum aflétt síðastl. vor. Hefir
íhaldsflokkurinn sýnt það, að hon-
um er viðreisn landbúnaðanns á-
huga- og alvörumál, og að hjá hon-
um finnur bændastéttin beztan skiln-
ing á k'öfum sínum og nauðsynjum.
Sjávarútveginum er F'amsóknar-
flokkurinn yfideitt fjandsamlegur, en
íhaldsflokkurinn vill styðja að við-
reisn hans og framförum með ráði
og dáð. Því flokknum er það ljóst,
að góð afkoma beggja aðalatvinnu-
veganna, hefir í fö'1 með sér þjóð-
arheill og velsæld.
Er íhaldsflokkurinn tók við fjár-
málastjórninni úr höndum Fram-
sóknarráðherranna, var fjárhagur
landsins í hinu mesta öngþveiti;
skuldirnar yfir 20 miljónir krónur.
Krónan var 47 gullaura vkði við
stjómarskiftin. Nú er helmingur
skuldanna greiddur, og krónan er
nú 82 gullaura virði. Tölumar eru
talandi vottur fjármálastjórnannnar.
En viðreisnarstarfið verður að
halda áfram. Það er ma'gt sem enn
er ógert og þeim einum treystandi
til að koma í framkvæmd, sem
kunna að fara með fjármál rfkisins
og hafa jafnframt skilning á þörf-
um atvinnuveganna, og styðja þá
eftir mætti á erfiðleikatímunum.
Þetta hefir íhaldsflokkurinn sýnt sitt
meðfæri og honum má því treysta.
Framsóknarflokkurinn hefir ekkert
það að baki sér, er sýni liann megn-
ugan viðreisnarstarfinu og fram-
undan er bræðralagið við bolsana.
Hvort ætlar þjóðin sér að styðja
við Iandskjörið niðurrifsstefnu
bænda-socialistanna eða viðreisnar-
stefnu íhaldsflokksins?
C3
Hræsnarar.
Barnaskólastjórinn hérna, sem skipar
sæti í framkvæmdanefnd Stórstúkunnar
og þykist vera áhugasamur um öll
»RegUinnar-mál«, hefir sýnt einlægni
sina í þeim efnum með því að hvetja
templara og bindindismenn til þess að
kjósa nu við landskjörið mann, sem
hvorki er templar eða bindindismaður
og hafna einutn helzta og álitlegasta
manni Reglunnar; — áhugamálum
Reglunnar sé betur borgið í höndum
non-templarans!
Annar »templar«, sem ekki er þó
meiri garpur en það, að hann þorir
ekki að láta nafns síns getið, og kallar
sig X, ritar í síðasta blað Stórritara —
Verkamanninn, þetta sjálfyfirlýsta við-
aukamálgagn Templarareglunnar, — og
tekur í sama streng og barnaskóla-
stjórinn, en færir máli sínu það aðal-
lega til stuðnings, að íhaldsflokkurinn
sé andbanningaflokkur, en bandalags-
flokkarnir. jafnaðarmenn og Framsókn,
séu bannflokkar.
Vitanlega eru þetta ósannindi. íhalds-
flokkurinu er ekki andbanningaflokkur
frekar en hinir flokkarnir; í honum
sem þeim, eru bæði bannmenn og
andbanningar og það bæði innan þings
sem utan. Margir af kunnustu templ-
urum og bannmönnum þjóðarinnar eru
íhaldsmenn, svo sem: Einar H. Kvaran,
Sig. Jónsson, Jónas Kristjánsson, Pétur
Zophoníasson o. fl. o. fl. En flokk-
urinn lýtur svo á, að bindindi og bann
eigi að vera fyrir utan pólitík, og
hagar afstöðu sinni eftir því.
Og bannflokkarnir. Er stimpillinn,
sem þeir hafa sett á sig, til annars en
að villa á sér heimildir, — svika-
stimpill? Kunnugt er t. d. um, að
sumir af helztu mönnum Framsóknarfl,
á þingi eru ákveðnir andbanningar og
non-templarar og nú við þetta lands-
kjör höfnuðu flokkarnir sem frambjóð-
anda æzta manni Goodtemplararegl-
unnar: Stórtemplar. Ef bann-stimpill-
inn á flokknum hefði verið ekta, lá
það í hlutarins eðli, að hann yrði
merkisberi þeirra við landskjörið.
Petta bann- og bindindishjal Fram-
sóknar- og Alþýðuflokksleiðtoganna er
því ekkert annað en hræsni og yfir-
skyn. Það stæði alveg á sama, þó
það væri drykkjumaður, sem væri
frambjóðandi flokkanna, leiðtogarnir
mæltu með honum samt og segðu,
að áhugamálum Reglunnar væri betur
borgið í höndunum á honum en í
höndum templarans, hversu mætur sem
hann væri, — tilheyrði hann íhalds-
flokknum.
Þessvegna hvetja þeir nú bindindis-
menn og templara til að kjósa non-
templarann Jón í Yztafelli, en hafna
templaranum Jónasi Kristjánssyni.
Hræsnin og ósvífnin geta gengið
langt án þess að blygðast sín.
<§>©