Íslendingur - 01.10.1926, Side 2
2
ISLENDINGUR
liafa fyrirligfejandi:
Hveiti
Hafragrjón völsuð
Hrísgrjón
Baunir
Sagogrjón
Kartöflumjöl
Maísmjöl
Hænsafóður
Kaffi
Kaffibætir
Kakao
Sykur
Kex
Súkkulaði
Rúsínur
Sveskjur
Kartöflur
Laukur.
við þangað um hádegi, var þá veður
tíkið að versna og sfuttu eítir komu
okkar þangað skall yfir það mesta
hrakveður, sem komið hefir á sumr-
inu. Urðum við að setjast þar upp.
Sátum við þar í hinu bezta yfirlæti
það sem eftir var dagsins, yfir nóttina
og fram á hádegi næsta dag.
Niðurl.
OO
Símskeyti.
(Frá Fréttastofu íslands.)
, Rvík 30. sept.
Utlend:
Frá París er símað, að Poincare
hafi í raeðu Iýst því yfir, að Frakk-
land væri reiðubúið til samninga við
Pýzkaland gegn því skilyrði, að
Pjóðverjar sýni alvarlegan friðarvilja.
Frá New York er símað, að Hen-
ry Ford hafi fyrirskipað 5 vinnudaga
á viku í verksmiðjum sínum. Álít-
ur það arðvænlegra, er til lengdar
lætur.
Frá Genf er símað,að Pjóðbanda-
lagið hvetji meðlimi sína til að gera
gerðadómsöryggissamninga svipaða
Locamo-samningnum. — JúgóSla-
vía óskar öryggissamnings, er tryggi
frið á Balkanskaganum.
Frá London er símað, að Austin
Chambedain utamíkisráðherra ætli
eftir þinglokin í ferðalag til Mið-
jarðarhafslandanna. Hittir Mussolini
og ræðir við hann Miðjarða'hafs-
mál.
Frá Pórshöfn á Færeyjum er sím-
að, að meirihluti þingnefndar leggi
á móti því, að ítölum sé gefið leyfi
til að gera út togara þaðan, en við
því er þó búist, að þingið veiti
leyfið.
Frá Berlín er símað, að Rússlatid
og Lithaugaland (Lithauen) hafi gert
sín á milli vináttusamband og hafi
Rússland viðurkent, að Vilna, sem
Pólland innlimaði, sé eign Lithauga-
lands. Er búist við, að þetta leiði
til deilu milli Póllands og Rúss-
lands.
Innlend:
Rosatíð á Suðurlandi.
Séra Jakob Lárusson í Holti býð-
ur sig fram af hálfu Framsóknar-
flokksins í Rangárvallasýslu. Dr. Páll
Eggert Ólason dró sig til baka.
Togarinn Belgaum seldi afla sinn
fyrir 1617 stedingspund, Júpiter
fyrir 1826.
Skrásetning atvinnulausra er hafin
hér í Reykjavík. 400 hafa gefið sig
fram.
Hveravallaför.
Á Hvera-
völlum.
þeirra, þar sem þau geymdu matvæli
in, eru í klöpp skamt frá hvernum.
Ekki sáum við kofa þeirra; sagði
fylgdarmaðurinn að hann væri upp í
hrauninu, er liggur suðvestur upp af
völlunum. Sáum við hann aldrei, því
yfir okkur skall dynjandi ligning og
leituðum við þá til sæluhússins, er
stendur skamt frá hverunum. Var þar
all óvistlegt, en okkur tókst þó innan
lítillar stundar 'að þrifa svo til, að hægt
var að setjast þar að snæðingi. Var
nú slegið upp 'reglulegri veizlu og
voru 4 rétþr framreiddir hver öðrum
Ijúffengari. Var 1. réttur silungur, er
veiddur var deginum áður í einu af
Auðkúluheiðarvötnunum og suðum við
hann ásamt kartöflum í Eyvindarhvern-
um og smakkaðist vel. Undir borðum
var Eyvindar og Höllu minst með
nokkrum vel völdum orðum og drukk-
in skál Magnúsar sálarháska.
Við ræddum næst um það, hvort
ekki myndi heppilegt að færa fjalla-
dísunum verðuga fórn, ef ske kynni
að þær blíðkuðust og gæfu okkur
gott veður og fagurt útsýni. Bauð ein
af dömunum að fórna hári sínu og
hlyti það að skoðast verðug fórn.
Voru allir þeirrar skoðunar og var
þegar vikið að því að klippa á hana
drengjakoll eftir nýjustu tísku. Tókst
það piýðilega. Mun þetta í fyrsta sinni
að ídrengjakollurinn* hefir sýnt sig
á þessum slóðum. En engan árangur
bar þessi fórnfæring. Rigningin hélt
áfram og þokan grúfði yfir umhverf-
inu öllu svartari en áður.
Eftir 4 kl.tíma dvöl á Hveravöllum
hé'dum við þaðan og hófst nú heim-
förin. Náttstað höfðum við valið okk-
ur við réttina við Seyðisá. Komum
við þangað tímanlega um kvöldið og
tjölduðum. Gekk það fjörugt til í
tjaldinu, engu síður en kvöldinu áður
og var komið undir miðnætti, er nokk-
ur festi blund.
Heim á
leið.
Framh.
Hveravellir eru norð-
austur af Langjökli
_________og munu þar vera
um 60 hverir, en flestir eru þeir litlir,
og þeir sem hæst gjósa, þeyta vatninu
um fet í loft upp, svo ekki er um há
gos að ræða. Fallegasti hverinn er
*Bláhver*, er það sporöskjumynduð
skál, sem bullar og sýður í að stað-
aldri, slær einkennilega fallegum blá-
um glampa á vatnið og dregur hveriu
þar af nafn sitt, Þarna sáum við og
hver þann, sem Fjalla-Eyvindur og
Halla notuðu til að sjóða matarföng
sín í, er þau héldu til á þessum slóð-
um, um miðja átjándu öld. — Búr
í býti um morg-
uninn var lagt á stað
til bygða. Fórum við
Áuðkúluheiði sem fyrri daginn, en nú
nokkuð vestar, því ákveðið var að fara
niður í Vatnsdal að þessu sinni. Löng
er leiðin yfir heiðina og var dagur
að kvöldi kominn, er við komutn nið-
ur í Vatnsdalinn. Skiftum við okkur
niður á 3 bæi um nóttina: Ás, Und-
irfell og Kornsá, og fengum hina beztu
gistingu á þeim öllum. Næsta dag var
ætlunin að komast til Sauðárkróks, en
það fór nokkuð á annan veg.
Um morguninn gátum við gerla
séð yfir Vatnsdalinn. Er hann falleg-
asti dalurinn, sem eg hefi séð hér á
landi og þar er hvert stórbýlið við
hliðina á öðru. Ingimundur gamli valdi
viturlega, er hann nam Vatnsdal, og
enn þann dag i dag er bústaður hans,
Hof, ein af helztu jörðum dalsins.
Er við höfðum öll mæst um morg-
uninn á Kornsá kom, okkur saman
um það, að gera lykkju á leið okkar
á leiðinni út á Blönduós og koma við
á Pingeyrum. Býr þar vina- og kunn-
ingjafólk flestra, er í ferðinni voru:
Jón Pálmason og frú hans, Hulda
Stefánsdóttir skólameistara. Komum
Mimkarnir á Möðruvöllum.
Sjónleikur í þremur þáttum.
Davíð skáld Stefánsson, hefir nú
fyrir skömmu sent á bókamarkaðinn
leikrit, er hann nefnir >Munkarnir
á MöðruvöIIum.« Gerist það
að mestu leyti á Möðruvöllum í Hörg-
árdal, snemma á 14. öld. Eru til þess
þau sögulegu drög, að eitt sinn utn
haust komu munkarnir að Möðru-
vallaklaustri neðan frá Gásum og voru
druknir; fóru þeir svo óvarlega með
Ijós, að af þeim völdum kviknaði í
klaustrinu og kirkjunni og brann
hvorttveggja til kaldra kola, ásamt
ýmsu tilheyrandi.
Þetta er fyrsta rit Davíðs Stefáns-
soriar í þessasi grein skáldskaparins,
er fyrir augu almennings hefir komið,
og er ekki annað hægt að segja en
stórvel sé af stað farið. Höf. virðist
hafa flest þau skilyrði til að bera,
sem góðu leikritaskáldi eru nauðsyn-
Ieg, og virðist hann hafa, eftir þessu
riti að dæma, mjög glögt auga fyrir
því, sem vel fer á leiksviði, svo at-
burðitnir njóta sín þar sem bezt má
verða, tilþrifin eru geysimikil og stíg-
andi leikritsins jafn og eðlilegur frá
því fyrsta til þess síðasta. Málið er
ágætt og laust við alla tilgerð og tirfni.
Höf. hefir tekið sér fyrir hendur að
bregða upp fyrir okkur mynd af hinu
afar hrænsisfulh og spilta klausturlífi
á miðöldunum, og tekur á því ómjúk-
um höndum; fer ekki hjá því, að
flestum hljóti að finnast sú lýsing all-
ægileg, en vafalaust er hún rétt.
Pessar örfáu línur eru enginn rit-
dómur um leikritið, til þess þarf lengra
mál, en aðeins vil eg með þeim vekja
athygli manna fyrir því, að hér er á
ferðinni leikrit, er jafnast á við það
allra bezta, sem fram hefir komið í
þeirri grein hjá okkur íslendingum.
Bókmentum okkar er sjálfsagt stór
gróði að þessu skáldverki Davíðs og
tilhlökkunarefni væri, að mega eiga
von á því að sjá það á Ieiksviði.
H.
co
Úr heimahögum.
Kirkjan. Hádegismessa kl. 12 á sunnu-
daginn. Ferming og altarisganga.
Siídveiðin. Ohætt má nú segja, að
síldarvertíðin sé á enda að þessu sinni.
Síðasl. viku komu á land í Akureyrarum-
dæmi rúmar 1500 tn. og á Siglufirði álíka
mikið. Yfir vertíðina hafa aflast á öllu
landinu 106,745 tn. saltsíld, 35,504 tn.
kryddsíld og tæp 80 þús. mál bræðslusíld.
— í fyrra voru saltaðar um 215 þús. tn.,
kyddaðar tæp 40 þús. tn. og 150 þús. mál
fóru í bræðslu.
Landssiminn átti 20 ára afmæli 29. f. m. Var
í tilefni af því gefið út vandað minningar-
rit í Reykjavík og veizluhöld fóru fram í
kaupstöðum landsins. Hér fór samsætið
fram í Samkomuhúsi bæjarins. Ræður
héldu Ounnar Schram stöðvarstjóri og
Steingrímur Jónsson bæjarfógeti. Sam-
sætið sátu 60 manns.
Dr. Jón Stefánsson flufti erindi í Skjald-
borg síðastl. sunnudag um eyjuna Mauri-
tius í Indlandshafi, er hann dvaldi á ár-
langt fyrir nokkru síðan. Var erindið hið
fróðlegasta.
HÉrgreiðslustofa mín
er flutt
í Hafnarstræti 41
(Hús Hallgr. Einarssonar Ijósmyndara).
Guðríöur Norðfförð.
SKóhlífar.
Hulchinson-skóhlífar eru þær beztu,
verðið afarlágt. Reynið þær, Fást af
öllum teg. og stærðum hjá
M. H. LyngdaU
Mokkrirmenn
geta fengið þjónustu
í Hafnarstræti 100, uppi.
Leikimisskór
nýkomnir í
Skóverzlun Sig. Jóhannessonar.
í”í V í T A R svefnherberg-
ismöblur með tækifærisverði.
Góður kaupandi fær umlíðing
á nokkru af andvirðinu.
Prentsmiðja Björns Jónssonar
vísar á seljanda.
Barnalýsi,
Blómpottar,
Rúllugardínudúkar,
Kolahylki
Verzlun Kíistjáns Sigurðssonar.
Stúlka óskast
í vetrarvist.
Upplýsingar í Brekkugötu 1.
Húsnæði
er til leigu fyrir litla fjölskyldu á heimill
nálægt Akureyri.
Atvinna getur komið til mála.
R. v, á. i
Mannalát. Þann 27. f. m. lézt á ísa-
firði, eftir langvarandi vanheilsu, frú Sig-
ríður Jensen, kona Carls Jensen kaup-
manns á Reykjarfirði. Var hún þingeysk
að uppruna og þótti hin mesta myndar-
og höfðingskona. Hún var 41 árs gömul.
— Pann 2. ágúst andaðist að heimili sínu,
Bústöðum í Skagafjarðardölum, frú Þórey
Sveinsdóttir, kona Tómasar Pálssonar sýslu-
nefndarmanns og hreppsnefndaroddvita.
Dauðamein hennar var heilablóðfall. Þá
er nýlátin að Baldursheimi í Mývatns-
sveit ekkjan Guðfinna Pétursdóttir Jóns-
sonar frá Reykjahlíð. Var hún hnígin að
aldri.
Skemtisamkomu og hlutaveltu heldur
Ungmennafélagið »Árroðinn« í þinghúsi
Öngulsstaðahrepps á Þverá annað kvöld
SÆT SAFT
þykk og góð
á kr. 2,00 ltr. í
Verzl. Geysir.