Íslendingur - 22.10.1926, Qupperneq 2
2
ÍSLENDINOUR
liafa fyrirliggjandi:
Kaffi Súkkulaði Fíkjur
Kaffibætir Kaffibrauð Rúsinur
Kakao Kex Sveskju
H V E I T I margar teg.
Libby’s mjólk.
verður bætt úr því með ríkiseinka-
sölu. Enda væri það harla einkenni-
legt, ef það yrði til bóta, að þeir
menn, sem mesta æfingu hafa í að
reka sjávarútveg og stjórna afurðasölu
hans, lélu af að sijórna honum og
aðrir menn, lítt vanir eða óvanir þeim
störfum, tækju við, jafnvel þó þeir
hefðu áhuga og gáfur Einars Oigeirs-
sonar til brunns að bera.
Alþingi hefir hvað eftir annað svo
að segja einhuga lýst sig mótfallið
einkasölu sjávarafurðanna og þarmeð
álifið söluna bezt komna í höndum
framleiðenda, og svo n uti allur þorri
þjóðarinnar Iíta á málin.
C3
Hagsmunír
kaupstaðarins.
Kjósendur Akureyrarkaupstaðar!
Áður en gengið er að kjörborðinu
á morgun, ættuð þið að gera ykk-
ur glögga grein fyrir því, hvers er
að vænta af þingmannaefnunum
fyrir áhugamál þessa bæjatfélags,
— velferðamál sjálfra ykkar.
Akureyrarbær lifir aðallega á sjáv-
arútveg og verzlun. Velferð bæjar-
ins í heild sinni er undir því kom-
in, að þessir atvinnuvegir eigi sem
öflugasta talsmenn á þingi þjóðar-
innar.
Nú er það vitanlegt, að efri mað-
ur A-listans er beinlínis fjandsam-
legur sjávarútveginum. Hann hefir
ekkert dult með það farið. Hann
vill þrengja að honum sem mest,
bæði með sköttum og hömlum.
Hann vill veikja svo aðstöðu hans,
að hann geti ekki gefið fólki sæmi-
lega atvinnu, svo að það sjái sig
knúð til þess, að yfirgefa bæina og
sjávarþorpin og flytja í sveitirnar
og þiggja það kaup, sem bœndun-
um þá þóknast að bjóða því.
Fyrir sjávarútvegskjördæmi sem
Akureyri, er það því beinlínis að
ganga í berhögg við eigin hags-
muni, að kjósa Jón í Yztafelli á
þing.
Jón í Yztafelli hefir lýst sig and-
vígan frjálsri verzlun. Hann vill
eina allsherjar samvinnufélagsverzl-
un yfir alt landið, skattfrjálsa og
fléttaða samábyrð. Kaupmanna-
verzlanir þessa bæjar og útvegs-
menn eru langhæstu skattgreiðend-
ur bæjarins. Útvegsmenn lamaðir
og kaupmannaverzlanir úr sögunni,
yrði sköttum þeirra jafnað á al-
menning. Skattabyrði verkafólksins
ykist til stórra muna og þó kæmi
kyrkingur í allar framkvæmdir bæj-
arins og yfir hann kæmi hnignun
og afturför, kæmist sú verzlunar-
stefna, á sem Jón í Yztafelli berst
fyrir. Að kjósa hann á þingið, er
að ganga Tberhögg við hagsmuni
bæjarbúa og bæjarfélagsins »
heifd sinni. ________ ttgJSáláq
Báðir frambjóðendur íhaldsflokks-
ins eru í fullu samræmi við stefnu
flokksins. Peim er það fyllilega
Ijóst, að sjávarútvegurinn má ekki
vera olnbogabarn þingsins. Þeir
vilja létta honum byrðina, svo að
framleiðslukostnaðurinn minki og
atvinnan verði meiri og arðvænlegri.
Peir vilja báðir efla lífsþrótt bæjanna
með blómlegu atvinnulífi. Hags-
munir kaupstaða og sjávarþorpa
eru trygðir í þeirra höndum.
Og Jónas læknir hefir ekki ausið
svívirðingu yfir kaupstaðabúa og
sjávarþorpafólk í fyrirlestrum sínum,
eins og Jón í Yztafelli hefir gert.
Kjósendur! Að kjósa B-Iistann,
er að tryggja hagsmuni yðar og
bæjarfélagsins, að kjósa A-listann,
er að vinna á móti hagsmunum
bæjarfélagsins. Hugleiðið þetta,
áður en þið gangið að kjörborðinu.
••
Eigym iú að breyta?
Brot úr framfarasögu þjóðarinnar.
Ef dæma má eítir ræðum og ritum
Jafnaðarmanna og samherjum þeirra
úr Framsóhnmni, eru hvorntveggju
stóróánægðir með núverandi þjóð-
skipulag, og vilja fá því gerbreylt hið
allra fyrsta.
íhaldsflokkurinn vill aftur á móti
halda núverandi þjóðskipulagi með
þeim breytitigum, er eðlileg ftamþróun
krefst, eftir því sertj tímar líða. Og
álítur að á þann hátt verði þjóðarbú-
sk^pnum og velferð landsmanna bezt
borgið.
Um þessar tvæt sfefnur snúast kosn-
ingarnar, sem nú standa fyrir dyrum,
og kosningarnar að hausti komandi.
Mér virðist óviðeigandi og alrangt
að gera ráð fyrir öðru, en að leið-
togar þjóðarinnar, hvort heldur það
eru þingmenn, blaðstjórar, eða aðrir
þeir, sem hafa afskifti af opinberum
málum, hafi annað fyrir augum sem
takmark að keppa að, en heill og vel-
ferð lands og þjóðar, skoða eg það
því markmiðið, sem að er stefnt, þó
ágreiningur sé um leiðirnar — en
hættulegt er það líka, að taka skakka
leið og fara villur vegar, og hættan er
þá vitanlega mest, þegar stefnt er inn
á ókunnugar brautir og áltavitinn er
enginn eða slæmur.
íslenzka þjóðin hefir jafnan verið
talin fróðleiksfús og sögufróð, sérstak-
lega fróð um sína eigin sögu, lifskjör
og lifnaðarhætti. Allir skynsamir menn
telja það 'Sjálfsagt, að taka mikið tillit
til undangenginnar reynslu, þegar til
orða kemur að breyta til frá fornum
venjum. Nú, þegar er á dagskránni,
að velja á milli þess þjóðskipulags,
sem hefir ríkt um lengri tíma og ríkir
enn og annars nýs og lítt kunns, og
óreyndu af okkar þjóðfjelagi, þá virð-
ist ekki úr. vegi að rifja upp fyrir sér
þær breytingar, sem orðið hafa á
þjóðarbúskapnum, síðan þjóðin fékk
siálfforræðið og þær framfarir, sem
orðið hafa á þessu tímabili — og
draga^svo ályktanir af því: hvort nú-
___________■
verandi þjóðskipulag sé líklegt til þess,
að hifta eðlilegan vöxt og framfarir
þjóðarinnar á nokkurn hátt.
Pað eru ekki nema rúm 50 ár síð-
an íslenzka þjóðin fékk fjárforræð<
— varð myndug. — Til þess að fá
það frelsi, höfðu margir af brztu og
vitrustu mönnum hennar lagt svo að
segja alla starfskrafta sína franr, um
tugi ára, til þess að vinna það úr
höndum Dana.
Pegar frelsið var fengið, kom til
framkvæmdanna. En sökum fátæktar
og fákunnáttu á mörgum sviðum,
urðu þær smávægilegar í fyrstu. En
með sterkum vílja, tiú á landið, þjóðina
og sjálfa sig, tókst framtaksömustu
mönnunum að yfirvinna örðugleikana
hvein á fætur öðrum, eftir því sem
árin liðu. Fimtán árum eftir að við
fengutn fjárforræði, eða um 1890, voru
þó allar útfluttar afurðir landsins ekki
nema um 5 miljón króna virði og all-
ar tekjur landsjóðsins aðeins um hálf
miljón krónur. Fyrstu 15 árin er tæp-
lega hægt að segja, að um miklar
veiklegar framkvæmdir hafi verið að
ræða. En aftur á móti hefir á þeim
tíma verið mikið um þær hugsað og
þráin eftir þeim verið sterk og knýj-
andi.
Þeir, sem stunduðu fiskiveiðar á ís-
lenzkum fiskiskipum um og eftir 1890'
og enn eru á lífi, vita það af reynslu,
hvernig allur aðbúnaður var á skip-
unum í þá daga. Flest voru skipin
smá, 15 — 30 smáiestir að stærð. Peir
sem vilja grenslast eftir því, hvernig
fæði átti að vera á fiskisk'pi á þeim
tíma, geta lesið um það í Stjórnar-
tiðindunum frá 1890, Menn, sem
sóttu atvinnu langt að, vita einnig,
hvaða erfiðleikum það var bundið, að
komast til atvinnunnar og aftur til
heimilanna, með þeim samgöngum og
samgöngutækjum, sem almennfligur
varð þá við að búa. Vinnutíminn
var ekki nema 5 — 6 mánuðir af ávinu
og meðalkaup manna um 3 — 4 hundr-
uð krónur yf r allan tímann. Þegar
farið var að kaupa kútterana, breyttist
töluvert til batnaðar, bæði hvað allan
aðbúnað snerti, fæði og kaupgjald,
enda var það eftirsóknarvert, að kom-
ast á kútter í þá daga; vinnutíminn
lengdist um einn mánuð og tekjurnar
uxu, þénusta háseta mun almennast
hafa verið 5 — 8 hundruð krónur, yfir
útgerðar-tímabilið, stýrimanna lítið eitt
meira og skipstjóra 1500 — 2500 kr.
Skömmu eítir aldamótin byrjuðu
landsmenn á síldveiðum með reknet-
um og snurpunótum. í stað seglskip-
anna komu nú fyrsta flokks vélskip
með öllum nýtízku útbúnaði, sem
beztur þektist hjá mestu menningar-
þjóðum erlendis.
Að miklu leyti fyrir nýtízku útbún-
að fiskiskipanna og með endurbættum
veiðarfærum hefir landsmönnum tekist
að 12-falda verðrnæti íslenzku útflutn-
ingsvaranna og um 20-falda tekjur rík-
issjóðsins á rúmum 30 árum. Kaup-
gjald hefir farið stórum hækkandi hér
á Iandi; ekki aðeins þeirra, sem vinna
að framleiðslu sjávarafurðanna, heldur
einnig annara. Sem dæmi má nefna,
að ef tekið er meðaltal af árunum
1924 og 1925, mun láta nærri, að
kaup háseta á togurum hafi þá verið
5 — 6 falt á við það, sem hásetar höfðu
á kútferunum fyrir 30 árum. Laun
þess manns, sem 1896 var skipstjóri
á kútter, en nú er skipstjóri á togara,
hafa nálægt því 15-faldast, Iaun þess,
sem þá var stýrimaður á kútter en nú
er skipstjóri á togara, hefir um 30-
faldast og Iaun manns, sem 1896 var
háseti á kúlter, en nú er skipstjóri á
Jarðarför Sigurmundu Sig-
mundsdóttur húsfreyju að Helg-
árseli, er ákveðin að Munkaþverá
þriðjudaginn 26. okt. kl. 1 e. h.
Börn hinnar látnu.
togara, hefir um 50 faldast. Með hin-
um auknu tekjum ríkissjóðsins hefir
verið hægt að sjá sjúkum betur borg-
ið en var fyrir 30 árum; með þeim
hefir verið hægt að auka til stórra
muna alla fræðslu í landinu, veita
þeim, sem af eigin rammleik ekki geta
aflað sér nægilegs brauðs, klæðnaðar
og búsaskjóls, meiri og meiri hjálp i
þeim efuum en áður var kostur á.
Leggja vegi og byggja brýr, lýsa upp
strendurnar og rækta jörðina betur
o. s. frv.
Atvinnuvegirnir eru miklu fjölbreytt-
ari nú en þeir voru fyrir 30 — 40 ár-
um og möguleikarnir fyrir einstaklinga
þjóðfélagsins á því að bjarga sér og
fá atvinnu við það, sem hverjum og
einum fellur bezt í geð að vinna að,
eða að gera að lífsstarfi sínu, eru
miklu fleiri en þá þektust í landinu.
Núverandl þjóðskipulag leggur ekki
hindranir í veginn fyrir, að einstakling-
arnir geti unnið sig upp í hæstu stöð-
ur sem þjóðfélag okkar hefir upp á
að bjóða. Reynslan hefir sýnt þetta.
M klum meiri hluta af stærstu út-
gerðar- og framleiðslufyrirtækjum lands-
manna er nú stjórnað af mönnum, sem
fyrir nokkrum árum voru óbreyttir
verkamenn, algerlega févana.
Nútíma-menning íslenzku þjóðarinn-
ar og þjóðarauður hefir að miklu
leyti verið skapaður af útgerðar- og
fiskimönnum þessa lands á síðastliðn-
um 30 — 40 árum. Mönnunum, sem
einn af leiðtogum þjóðarinnar — að
lítt atnuguðu máli (?) — hefir í óvirð-
ingarskyni kallað »Grímsby-lýð«.
Andstæðingar íhaldsmanria — jafu-
aðar- og Framsóknarmennirnir — eru
óánægðir yfir því, að veltufé landsins
— séistaklega fé bankanna, sé um of
lánað til verzlunar og útgerðar í bæj-
um og sjóþorpum landsins, og vilja
að því sé veitt meira í aðrar áttir, til
landbúnaðar og einhvers annars.
Eg ætla ekki að deila um það,
hvort þessi óánægja er á nægilegum
rökum bygð eða ekki. í fljótu bragði
virðist það ekki óeðlilegt, að þeir, sem
safnað hafa fénu, fái að njóta þess
öðium fremur. — Pað mun vera til
eitt hérað á landinu, þar sem lán hafa
verið veitt^bændum og öðrum, er í
sveit búa, að líkum hlutföllum og lán
hafa verið veitt til útgerðar og verzl-
unar, en hvort þau lán hafa orðið
viðkomandi héraði til verulegra hags-
bóta telja margir miklum efa bundið.
Jafnaðarmeiin og Framsóknar telja
atvinnufyrirtækjum útgerðarmanna yfir-
leitt iMa stjórnað og með lítilli fyrir-
hyggju °S lelja auðvelt að gera það
betur. Petta má vel vera að sé rétt.
En af hverju vilja ekki pcssir menn
sýna það sjálfir i verkinu, að þeir
geti gert það betur? Hafa þeir ekki
<rú á, að þeir geti gert það betur?
Finst þeim aðstaðan til umbóta og