Íslendingur


Íslendingur - 29.10.1926, Side 1

Íslendingur - 29.10.1926, Side 1
I AKUREYRAR BIO Laugardagskv kl. 9 og sunnudaginn kl. 5 síðd. SLÉTTUFÁKURINN, undraverð kvikmynd í 5 þáttum. Sunnudagskvöld kl. 9: GULLFISKURINN, afarskemtileg kvikmynd í ó þáttum. Aðalhlutverkið leikur Constance Talmadge, Kosningarnar. Urslit kjördæmakosinganna, fram fóru 1. vetrardag, samfara landskjörinu, eru nú kunn orðin. Reykjavík. Par fór fram kosning á tveimur þingmönnum, í stað þeirra Jóns Þorlákssonar forsætisráðherra og Jóns Baldvinssonar jafnaðarmanna- foringjans, er báðir voru kosnir við landskjörið í sumar. Kosið var með hlutfallskosningu um 2 lista, A-lista (jafnaðarmenn) og B-lista (íhaldsfl.) Hlaut A-listinn 2557 atkv., en B-listinn 3871 atkv. og komu hvor sínum manninum að, svo að þar varð engin breyting. Kosningu hlutu: fón Ólafsson, framkv.stj., af B-listan- um með 3777 atkv. Héðinn Valdemarsson, framkv.stj., af A-listanum með 2541 atkv. Þórður Sveinsson (B) fjekk 2022 atkv. og Sigurjón Ólafsson (A) 1219 atkv. Við kjördæmakosningarnar 1923 fékk bandalagslisti íhaldsflokksins og Sjálfstæðismanna 4944 atkv., en listi jafnaðarmanna 2492 atkv. Nú var ekkert bandalag milli íhaldsins og Sjálfstæðismanna (Frjálslynda- flokksins) og munu flestir þeirra hafa setið heima, eða skilað auðum seðlum. — Voru þeir 152, en 32 ógildir. Dalasýsla. Þar var kosið í sæti Bjarna Jóns- sonar frá Vogi og hlaut kosningu Framsóknarflokksmaðurinn fón Guðnason á Kvennabrekku með 271 atkv. Sig. Eggerz fékk 238 atkv. og Árni Árnason Iæknir í Búðardal 117 atkv. 19 atkv. voru ógild og 3 seðlar auðir. Við kosningarnar 1923 fékk Bjarni 420 atkv., en Framsóknarframbjóð- andinn 316 atkv. Er því um 100 færri atkv. greidd nú en þá var. Rangárvallasýsla. Þar fór fram kosning á einum manni í hið auða sæti séra Eggerts Þálssonar og hlaut kosningu íhalds- maðurinn Einar Jónsson á Geldingalæk með 611 atkv. Séra Jakob Ó. Lárusson í Holti, Framsóknarmaður, fékk 361 atkv., 8 seðlar ógilnir. Viðkosningarnar 1923 vann íhalds- flokkurinn annað þingsæti sýslunn- ar með 692 atkv., en Framsókn hlaut hitt með 651 atkv. En nú fær frambjóðandi þess næstum 300 atkvæðum færra. Urslit þessara aukakosninga sýna það ótvírætt, að ef bandalag hefði verið milli íhaldsflokksins og »hinna frjálslyndu* hefðu tveir íhaldsmenn náð kosningu í Reykjavík og Sig. Eggerz í Dölum. Eins og banda- lag gat átt sér stað milli þessara flokka 1923 (borgaraflokkurinn) virð- ist lítil ás-tæða að hið sama hefði ekki gefað Játið sig gera að þessu sinni, þegar það var sýnilegt, að slík samvinna myndi báðum í hag, og úr því meginstefnur flokkanna eru hinar sömu. Landskjörið. Eftir þeim fregnum, sem íslend- ingur hefir fengið af landskjörinu, þá hefir þáttakan verið svipuð því sem hún var í sumar. Er álitið að milli 30 og 35% kjósenda hafi neytt kosningarrétiar síns. Yfirleitt hefir þátttakan verið betri í kaupstöðum, en þó hafa einstöku lneppar, eink- um í Eyjafjarðar og Þingeyjarsýsl- um, sótt”sérlega vel að þessu sinni, en á Vestfjörðum hefir þátttakan verið sínu Iakari en í sumar, eftir því sem frézt hefir. > Hér í sýslunni var þátttakan þessii: í Öngulsstaðahreppi kusu 72 af 140 á kjörskrá. Við kosningarnar í sum- ar kusu 77. í Saurbæjarhreppi kusu 62 af 182, síðast 82, og er því þátt- takan þar falsvert lakari. í Hrafna- gilshreppi kusu 64 af 85 á kjörskrá, en í sumar 49, er því þáttlakan þar stórum mun betri. í Glæsibæjarhr. kusu 65 af 233, í sumar kusu 56, er það Iakleg þátttaka. í Öxnadals- hreppi kusu 23 af 42, en í surnar 20. í Skriðuhreppi kusu 30 af 63 en í sumar 28. í Arnarnesshreppi kusu 67 af 159, en í sumar 52. í Árskógshreppi kusu 53 af 162 á kjörskrá, 31 í sumar, svo að þar hefir þátttakan batnað til muna. í Svarfaðardal kusu 112af 320, en í sumar 52, svo að þar hefir þátttak- an rr.eira en tvöfaldast. í Ólafsfirði kusu 42 af 142, en í sumar 36. í Grímsey kusu 27 af 29 á kjörskrá, en í sumar 24. Á Siglufirði kusu aðeins 128 af 424 á kjörskrá, en í sumar kusu þar 224, svo að þar hefir þátttakan versnað að stórum rnun. Á Akureyri kusu 676 af 1119 á kjörskrá, en í sumar 704 eða 28 færra. í Reykjavík kusu að þessu sinni 4633 af 6120 á kjörskrá, en í sum- ar 3740, eða um 900 fleira. Á ísa- firði kusu 350 af 630, en í sumar 440, svo að þar er 90 atkv. færra. í Hafnarfirði kusu 496 af ca. 800 á kjörskrá, en í sumar 530. í Vest- mannaeyjum kusu 518 af 880 á kjör- skrá en í sumar 555. Á Seyðis- firði kusu 190 af ca. 380, en í sum- ar 242. Á Sauðárkrók kusu 132 af 144 á kjörskrá, en í sumar 92. Á Blönduós kusu 90 af 104, en í sum- ar 70. í Bolungarvík 130 af 280, en í sumar 64. í Hnífsdal kusu 50 af 180, en í sumar 90. Á Akranesi 173 af 300 en í sumar 180 og í Borgarnesi 76 af 110, en í sumar 80. í Suður-Þingeyjarsýslu var kosn- ingin sæmllega sótt og sumstaðar ágætlega. Á Húsavík kusu 179 af af 250 á kjörská, en 112 síðast. í Tjörnesshreppi 28 af 80, en 32 í sumar. í Reykdælahreppi 72 af 150, en í sumar 60. í Bárðardal 43 af 66, en í sumar 46.! í Hálshreppi 30 af 86 á kjörskrá, en í sumar 52. í Grýtubakkahreppi kusu 45 af ca. 90 á kjörskrá, en 42 í sumar. Fréttir víðar að liefir blaðið ekki getað fengið. Atkvæðin verða talin seint í næsta mánuði. Mönnum gefst því góður tími til að spreyta sig á því að spá um úr- slifin. ' Hafi þau nokkru sihni leikið á tvísýnu, þá er það nú. ©• Doði (Paresis puerperalis). Orsakir hans og lækning. Flestir eða allir búfjáreigendur hér á landi þekkja nú þenna hvimleiða sjúkdóm. Má heiía, að hann sé nú með algengustu sjúkdómum kúnna og eigi ósjaidan í ám. Doðans er fyrst getið og lýst í ritum þýzkra dýralækna íbyrjun 19. aldar (Jörg 1808). Var hann þá tal- inn fremur sjaldgæfur, en þegar farið var að leggja meiri rækt við naut- gripina og áherzla var lögð á aukið mjólkurmagn kúnna, fór sjúkdóm- urinn mjög í vöxt og var á seinni hluta aldarinnar talinn með illræmd- ustu og skaðlegustu sjúkdómum. Margra ráða var leitað til þess að lækna hann, en reyndust fánýt, enda höfðu menn enga hugmynd um or- sakir hans. Ýmsum getum var leitt um orsakirnar, en flestum eða öll- um kollvarpað jafnóðum; en nokk- urra þeirra helztu skal þó hér getið, og er þá fyrst að telja: I. Vanblœði í heilanum. Of sterk- ur samdráttur legsins eða ríkari blóðsókn til júgursins áttu að or- saka vanblæði heilans. ' II. Bakteríur og þeirra citurefni í Lochialvökvanum og leginu héldu ýmsir að væru orsakir doðans. III. Sjúlfseitrun (Autointoxikation) er þó sú tilgáta um orsakir doðans, sem flestir hafa aðhylst. Fyrir þrjátíu árum síðan kom hinn danski dýralæknir Schmidt frá Kolding fram með þá skoðun, að í júgrinu mynduðust á óþektan hátt einhver eiturefni í sambandi við broddinn, sem svo verkuðu á allan líkamann, þegar þau kæmust í blóð- strauminn. Á þessari skoðun bygði hann þá lækningu sína, að dæla joðkalium-upplausn inn í júgrið og sem gert hefir nafn hans víðfrægt. Galdurinn er í því falinn, að joð- kalium-upplausn, sem dælt er inn í mjólkurgöngin, dregur úr hinni öru mjólkurmyndun við burðinn og þá um leið eiturefnamynduninni í júgr- inu. Þessi lækningaaðferð Schmidt’s hepnaðist ágætlega, og þó að ann- ar danskur dýralæknir, Jacobsen frá Örbæk, af hreinni tilviljun, hafi breytt henni — dælt lofti inn í júgrið í stað joðkaliums, er þó Schmidt að þakka,að júgurinndælingin hefir farið sína sigurför um heim allan. Áður dóu úr doða um 40%, en nú hæst 2%, þeirra er doða fá. Þegar Schmidt kom fram með skoðun sína 1897 var alment haldið, að sjúkdómar af kemiskum rótum hlytu að orsakast af eiturefnum í líkamanum. En löngu síðar hafa vísindamenn sannað, að sjúkdómar geta einnig orsakast af skorti eða vöntun vissra efna, sem nauðsynleg eru eðlilegri starfsemi líkamans. Það hefir kostað mikla fyrirhöfn og stór- lcostleg heilabrot að finna eiturefnið, sem átti að valda Beri-Beri; nú vit- um vjer, að vöntun B-vitamina er orsökin. Strúma í Sviss hjeldu menn að stafaði frá eitri í drykkjarvatninu. Nú vita menn, að hún stafar af vöntun joðs í fæðu og drykkjar- vatni Strúma-héraðanna. Alveg eins og það er víst, að skortur vissra efna í fæðunni geta valdið sjúkdómum, liggur sú hugs- un næst, að starfsemistruflun líkam- ans geti einnig stafað af skyndileg- um missi einhverra hinna nauðsyn- Iegu efna hans, svo að eðlileg hlut- föll raskist. Að því er orsakir doðans snertir, eru menn nú kotnnir inn á þessa braut. Próf. Erik Widmark í Lundi og samverkamaður hans, Olof Carl- sen héraðsdýralæknir, hafa á undan- förnum árum gert mjög merkilegar rannsóknir í þessa átt, og virðast niðurstöður þeirra ætla að kollvarpa öllufn fyrri kenningum um orsakir doðans. Þeir hugsuðu sem svo, að með hinni öru og miklu mjólkur- myndun hlytu kýrnar að missa eitt- hvert mikilvægt efni. Blóðið hlyti að láta í té verulegt efnamagn við mjólkurmyndunina. Enginn kirtill líkamans framleiðir eins mikið af efnum og júgrið, enda er það al- menn reynsla, að það eru einmitt nythæstu kýrnar, sem oftast falla er

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.