Íslendingur


Íslendingur - 03.12.1926, Side 1

Íslendingur - 03.12.1926, Side 1
XII. árgangur. Akureyri, 3. desember 1926. 49. tölubl. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jðnsson. Strandgata 29. Talsími 105. Eggert Q'lafssoi. 1726 - 1. des. - 1926. [Eggert Ólafsson var fæddur 1. desem- ber 1726 í Svefneyjum á Breiðafirði. Voru foreldrar hans Ólafur bóndi (f. 1688, d. 1784) Gunnlaugssoii (f 97 ára) og Ragnhildur Sigurðardóttir lögréttumanns, Sigurðssonar frá Brjánslæk á Barða- strönd. Eggert kom í Skálholtsskóla 15 vetra gamall og útskrifaðist þaðan um tvítugt. Sigldi hann pá lil háskólans i Kaupm.höfn og lagði par stund á ýmsar greinar, en sérstaklega lagði hann sig eftir náttúrufræði. Árið 1749 gaf hánn út rit á latínu, og sýndi jiar fram á, að ís- land væri myndað af jarðeldi. Árið 1752 fékk hann skipun konungs til að ferðast um island. Var Bjarni Pálsson náitis- félagi hans einnig skipaður, til pess að ferðast unt ísland, kynna sér búnaðar- háttu og aðra atvinnuvegu íslendinga og rannsaka náttúru landsins. Ferðuðust peir um landið á árunum 1752—1757. Höfðu peir vetrarsetu í Vlðey að Skúla fógeta, en ferðuöust utn sumur. Á árun- unt 1760—1764 dvaldist Eggert með mági sfnum, Birni próf. Halldórssyni í Sauð- lauksdal, hinum mesta lærdómsmanni og búnaðarfrömuði. Síðan fór hann utan til Kaupm.hafnar og dvaldi par tvö ár, og lauk hann par við ferðabókina, en hún er eitt af helztu ritum um ísland á 18. öld. — Varalögmaður norðan og vest- an á íslandi var Eggert skipaður 24. april 1767, með vonarbréfi fyrir embættinu, pegar pað losnaði við fráfall Björns lög- manns Markússonar. Eggert kvæntist frændkonu sinni Ingi- björgu Guðniundsdóttur árið 1767. Var hún dóttir Guðntundar sýslumanns Sig- urðssonar á Ingjaldshóli, móðurbróður Eggerts. Hafði Guðmundur sýslumaður tekið Eggert til fósturs 13 vetra gamlan og annast hann upp frá pví og styrkt, meðan pess purfti við. Brúðkaup peirra frændsystkina stóð í Reykholti, og var veitt par af mikilli rausn. — Eggert reisli bú á Hofstöðum í Miklaholtshreppi í Snæfellsnessýslu um pessar mundir. Lét hann húsa bæinn prýðilega, en eigi var alveg frá honum gengið haustið 1767, svo að Eggcrt dvaldi veturinn eftir með konu sinni í Sauðlauksdal. Seint í maí- inánuði vorið 1768 bjó ,hann ferð sina suður yfir Breiðafjörð, en druknaði á leiðinni ásamt konu sinni 30. maímánað- ar 1768. Eggert var gott skáld, sannur íslend- ingur og bjartsýnn á framtíð pjóðarinnar.] 200 ára afmæli Eggerts Ólafsson- ar var minst víða um landið. Hér efndi Stúdentafélagið til minningar- samkomu í Samkomuhúsi bæjarins að kvöldi fullveldisdagsins. Var húsið fullskipað. Samkomuna setti Davíð skáld Stefánsson, frá Fagra- skógi, með stuttri en gagnorðri ræðu og flutti í lok hennar ágæta drápu til ættjarðarinnar. Sigurður skóla- meistari Guðmundsson flutti fróð- lega ræðu um »ætt, uppruna og æfi Eggerts* og Pálmi kennari Hann- esson snjalla ræðu, er hann nefndi >:>Landnám Eggerts Ólafssonar«. Blandaður kór undir stjórn Ingi- mundar Árnasonar söng nokkur lög. — Var samkoman hin bezta. Hér fer á eftir ræða Pálma Hann- essonar: Landnám Eggerts Ólafssonar. Pann 19. júní 1750 riðu 3 menn upp Rangárvelli. Einn þeirra var roskinn bóndamaður, en hinir tveir ungir menn, vel búnir og fyrir- mannlegir. Annar þeirra var um þrítugt, vænn maður ásýndum og giftusamlegur, hinn var 24 ára ungl- ingur, ljós á hár og bjartur undir brún. Pessi sveinn hét Eggert Ólafsson, ættaður vestan frá Breiða- firði. Hinn maðurinn hét Bjarni og var Pálsson. Pessir tveir menn voru nýkomnir frá Kaupmannahöfn og nú ætluðu þeir að ganga upp á Heklu. I þennan tíma var hagur íslend- inga ekki glæsilegur og lítið um stórræðin. í Skálholti sat biskupinn, í Viðey landfógetinn og konungs- valdið á Bessastöðum. Víðast hvar var örbirgð og alstaðar fáfræði og hleypidómar. Menn trúðu á tröll í fjöllum, útilegumenn á öræfum, álfa í hólum og hömrum og drauga og i!!a anda alstaðar. Menn vissu fátt og óttuðust margt. Pjóðin var að dauða komin af kúgun og fáfræði. Erlendis vissu menn ekki mikið um ísland. 4 árum áður var út- komin bók á þýzku, full af þvætt- ingi um Iand og þjóð. Menn vissu að hér var Heklufjall og að þar var eiít af hliðum Helvítis, en annars lítið eða ekkert. Hér á landi gengu margar kyn- legar sagnir um Heklu. Einu sinni klofnaði fjallið að endilöngu, alt niður að rótum, og 18 eldar sáust í einu brenna utan í því, og í eld- unum sáust jafnan svartar flyksur hvarfía upp og niður, og auðvitað voru það sálir fordæmdra. Peir félagar fóru íómlega. Veður var bjart og útsýnin vorfögur. Parna reis hún fram undan flagðið meðal fjallanna, óvætlurin, sem eytt hafði blómlegar bygðir og spúð eldi og eimyrju yfir alt ísland, hið mikla fjall, sem bjó yfir undrum jarðar- eldsins og dul djúpanna. Pangað ætluðu þeir, upp á efsta tindinn. — Fylgdarmaðurinn kunni margar sagnir um Heklu og sagði þeim félögum. Flann sagði þeim, að ómögulegt væri að komast upp á Heklu fyrir ógurlegum brennisteins- pyttum. Hann sagði þeim, að fjall- ið væri sundursoðið af ægilegum hverum og stórir gígar gysu þar sífeldlega eldi og reyk. Og hann sagði þeim um svarta fugla með járnnefjum, sem sveimuðu um hið fordæmda fjall. Pið brosið að þessari trú, en var- ekki von að fólkið tryði þessu? Höfðu elcki kennimenn landsins prédikað um Helvíti, þar sem brynni eilífur eldur í eilífu myrkri og eilífri svælu, og hvaðan skyldi þá jarð- eldurinn koma og alt það myrkur og svæla, sem honum fylgdi? Hvaðan nema frá Helvíti. — Rann- sókn var þá ekki til hér á landi og fræðslan verri en engin. Fylgdar- maðurinn trúði þessu öllu, því að trúverðugir menn höfðu sagt það. Og mér er nær að halda, að þið hefðuð öll trúað því. — En þeir félagar, trúðu þeir þessu? Enginn veit, hvernig þeirn var inn- AKUREYRAR BIO Laugardagskv. kl. 872:- HAFÖRNINN Sunnudagskv. kl. S1/^: Hin íýnda Paradís. Kvikmynd í 8 þáttum, stórfengleg og tillcomumikil. Aðalhlutverkin leika: Doris Kenyon, Ronald Colman, Aileen Pringle og Claude Gillingwater. an rifja, en hitt er víst, að þeir vildu rannsaka Heklufjall og að þeir báru í sér fólgin hin fyrstu vísindi, sem slóu rótum á þessu furðulega landi. Degi var tekið að halla, er þeir komu að Selsundi, einum efsta bænum á Rangárvöllum. Peir báðu bóndann þar um fylgd og hét hann fylgdinni, en aldrei hafði hann komið lengra en að rótum Heklu og enginn maður hafði nokkru sinui, svo menn vissu, gengið upp á fjall- ið. Er þeir félagar höfðu skanit farið upp fjallið, varð fyrir þeim hraungirðing svo há, að ekki var unt að fara lengra með hesta. Bónd- inn vildi nú ekki fara lengra og bar við áköfum höfuðverk, en þeir félagar héldu einir áfram upp fjallið. í fyrstu varð þeinr ærið óvegsamt, en er ofar dró, geiðist greiðfærari leiðin og undruðust þeir það stór- lega. Efst á fjallinu var nýfallinn snær, er tók þeim í hné, en áfram héldu þeir og á miðnætti stóðu þeir á Heklutindi, Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson. Mikið karlmenskubragð var unn- ið og fáir núlifandi manna hygg eg að hefðu þorað að gera það, þó margir séu vaskir hér á landi. Pví að auk vaskleika þurfti vits- muni og frjálsan hug til slíkra dáða. Aðeins mikilmenni þora að ofbjóða svo almannatrú, sem þeir Eggert og Bjarni gerðu með Hekluförinni. Hvernig lítur hann nú út sveinn- inn frá Svefneyjum, er hann Ieiðir augum land feðra sinna þessa vor- björtu nótt? Hann er í hærra lagi og réttvaxinn, herðibreiður og frækilegur, ljós á hár og hörunds- bjartur. Andlitið er frítt, ennið hátt, nefið í stærra lagi og liður á, aug- un skýrleg og frán og brúnin hvöss. Allur er maðurinn vasklegur og drengilegur. Og hvernig horfir landið við Eggerti Ólafssyni þessa sólbjörtu óttustund? Á aðra hönd eru öræfin, hin miklu firnindi, björt og heið og köld. í fjarska blika heiðum- hvítar ísbreiður, eins og hönd skap- arans hvíli yfir auðninni. Á hina höndina er bygðin, hin sofandi sveit, vötnin blika í ársólinni og vellirnir eru grænir. Hvervetna get- ur að líta sögustaði, en hvar eru hetjurnar og höfðingjasetrin? Býlin eru smá og húsin lág, og fólkið óttast sitt eigið land. Og hvað mun Eggert Ólafsson hafa hugsað á Heklutindi? Hann mun hafa hugsað um það, hve landið sé fagurt og gagnauðugt, jarðvegurinn frjór og vötnin fiski- sæl. Og hann mun hafa hugsað sér, að berjast móti fáfræði, dáð- leysi og hleypidómum og reyna að endurlífga drengskap og þrótt í kynstofni Gríms úr Sogni. Peir Eggert rannsökuðu nú Heklu. Hvar var jarðareidurinn, hvar voru gígarnir og hverarnir, og hvar voru svörtu fuglarnir með járnnefin? Alt var þögult, kyrt og kalt. Hekla horfði svipheið við sólarroðanum, en á þessari björtu júnínótt fæddist íslenzk náttúrufræði. Pá hófst nýtt landnám á íslandi, landnám vísind- anna. Pá byrjar rannsóknin að vinna landið til handa þjóðinni og eyða hjátrú og hleypidómum. Á meðan þeir Eggert stóðu á Heklutindi rann nýr dagur, hinn 20. júní. Því skal sá dagur heita dagur íslenzkra náttúrufræða og vera blessaður í minningu þjóðarinnar. Og það hófst nýr dagur í öðrum skilningi, dagur yfir þjóð, sem gekk í myrkri. Hvað haldið þið að fólkið hafi sagt um þessa för? Flestir munu hafa talið hana heimsku og ferða- mennina ofiátunga eða afglapa. Hygnu mennirnir munu hafa talið sæmra að verja fé og kröftum til einhvers þarfara en þessa og þeir sem frjálslyndastir hafa verið, munu hafa talið þetta óþarfa, sem betur væri ógerður. Hvern mun hafa grunað, að hér færu mikilmenni, sem þjóðin mundi vegsama um ókomnar aldir? Hvenær skilja menn það mikilverðasta, sem gerist kring- um þá? Peir skilja það ekki þá og við skiljum það ekki nú. Víst er það, að biskupinn í Skálholti ávít- aði þá félaga fyrir ofdirfsku og að margir gerðust til þess að hæða þá og öfunda. En eftir þetta varð Hekla önnur í augum manna og margir hafa síðan gengið upp á hana og engum fundist það háska- legt. Hið nýja landnám var hafið, þó að enginn skildi það og fáfræð- in hafði beðið mikinn hnekki, og með henni óttinn, því að fáfræðin »

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.