Íslendingur


Íslendingur - 03.12.1926, Side 2

Íslendingur - 03.12.1926, Side 2
2 ÍSlENDINGUR 1) iteíHm IÖLSÍSNI((É hafa fyrirliggjandi: Rúgmjöl Kartöflumjöl Hveiti og gerhveiti Maisnijöl Hrísgrjón Hafra Hrensafóður blandaö Sagogrjón Bárujárn. Melís Strausykur Kandis Kaffi er móðir óttans. Ávinninguiinn af förinni, frelsi. Pessi Hekiuför er einn merkasti viðburður í sögu þjóðarinnar, því að þá fæddust íslenzk náttúruvísindi á Heklutindi. Hún er auk þess inn- gangur að starfi Eggerts Ólafsson- ar, að Iandnámi hans. Upp frá þessu varði hann öllu starfi sínu til þess að fara um Iandið eldi rannsókna og svæla út hindurvitni og hleypi- dóma. Hann gekk á Geitlandsjökul og ætlaði að leita að Þórisdal eða Áradal, sem þá var talinn höfuðból útilegumanna. Hann kannaði Surts- helli, sem var talinn bústaður illra vætta. Hann gekk á Snæfelisjökul, sem þá var álitið hæsta fjall lands- ins og alsendis ógengur og hann reið á Mýrdalsjökul til að Ieita að Kötlugjá. Altaf reyndi hjátrúin og heigulshátturinn að aftra honum, en altaf fór hann leiðar sinnar til síðasta dags, er hann lagði frá Skor út á Breiðafjörð. Breiðafjörð, sem gaf hann og tók. Það yrði oflangt mál að rekja hér rqnnsóknaferil Eggerts, en þó skal þess getið, að þeir Bjarni og hann ferðuðust um landið í 5 ár samfleytt, frá 1752—1757. Þeir rann- sökuðu flestar bygðir landsins og söfnuðu nátiúrugripum og allskon- ar fróðleik. Um þessar ferðir og rannsóknir ritaði Eggert bók í 2 bindum, og er það skemst að segja, að hún er hið bezta rit, sem um ísland hefir verið ritað, er tillit er tekið til tíma og þekkingar. Meira en nokkuð annað jók hún þekkingu erlendra manna á landi og þjóð og eyddi ósönnum sögum um land og lýð. Það, sem fremur öllu öðru ein- kennir Eggert Ólafsson, er karl- menska hans. Karlmannlegt er líf hans og dauði, og karlmannleg er ást hans á landinu og traustið á framtíð þjóðarinnar. Hann er ekki náttúrufræðingur á borð við Svein Pálsson og ýmsir hafa verið gáf- aðri en hann og margir meira skáld, en hann er karlmannlegri en þeir allir. Skoðanir hans eru karlmann- legar. Þess vegna eru þær furðu- lega heilbrigðar; en fyrir heilbrigð- ina og þróttinn í skoðunum og starfi er Eggert mikilmenni; þess vegna er hann einn hinn besti, einn hinn mesti og einn hinn þarfasti íslend- ingur, sem lifað hefir. Skoðanir Eggerts á landi og þjóð koma skýrt fram í Búnaðarbálki; þetta mikla kvæði er í þrem þátt- um og heitir sá fyrsti »Eymdaróð- ur«. Þar lýsir hann eymd þjóðar- innar og heldur því fram, að hún stafi aðeins af hleypidómum, secn liggi hér í landi. Þjóðin trúir ekki á landið og er blind á fegurð og auðæfi þess og dáðlaus og sljó í öllu lífi sínu. Hún trúir á drauga og forynjur, en ekki guð, og þó er öll náttúran full af gjöfum hans. Annar þáttur kvæðisins: ^Náttúru- list«, segir frá ungum manni, sem um kyrláta nótC.reikar með sævi frani og hugsar um framlíð sína. Hann töfrast af fegurð náttúrunnar og reisir glaður bú í grænurn dali. Síðasti þátturinn: »Munaðardæla«, lýsir unaði og hagsæld sveitalífs- ins, ef menn kunna að nota gæði náttúrunnar, njóta hennar og una glaðir við sitt. Skoðanir Eggerts eru þá þessar: Landið er auðugt, en þjóðin fáfróð og tómlát og kann ekki að hagnýta sér gæði landsins. Undirstaða far- sældarinnar er ást og þekking og þekkingin fæst aðeins fyrir rann- sókn. Eru þetta ekki heilbrigðar og 'fagrar hugsjónir? Hugsjónir Egg- erts urðu ekki til í ljóðum, en Ijóðin fyrir hugsjónir hans. ÖIlu lífi sínu varði hann til þess, að koma hug- sjónum sínum í framkvæmd. Þess vegna er hann mikilmenni, því að enginn er mikiimenni nema hann eigi fagrar hugsjónir og berjist fyrir þeim. Að rannsókn sé undirstaða allrar þekkingar er boðskapur vísindanna. Þetta voru skoðanir Eggerts og hin miklu nýmæli, sem hann flutti þjóð- inni. Með sigurhljómi hefir þessi boðskapur farið um öll lönd og öðlast ævarandi gildi, og alstaðar, þar sem honum hefir verið hlýtt, hefir vel farnast. Lítum á allar fram- farir, öll stórfyrirtæki, alt er þetta orðið til fyrir þennan boðskap, og alstaðar, þar sem vísindin hafa verið' kvödd til aðstoðar framkvæmdum, hafa þær aukist og blómgast. Lít- um á eitt dæmi: ölgerð Dana. Fyrir hundrað árum var hún í mikilli nið- urlægingu, alt til þess að þcobsen bruggari kvaddi vísindin til hjálpar. Síðan hefir henni fleygt fram á skömmum tíma, svo að nú er hún ein hin fullkomnasta ölgerð í heimi og Jacobsen gat gefið stórfé til vís- inda og lista. Þetta er aðeins eitt dæmi af fjölda mórgum. Hér á iandi þykir rannsókn á nátt- úru landsins lítils virði og fáir hafa ástundan á, að kynnast þessu und- ursamlega landi, sem við köllum vort. Margir segjast unna landinu, en fáir þekkja það. Þó er þekking- in undirstaða ástarinnar. Önnur ást er tekin úr bókum og ærið þróttlítil. Hér gera menn tilraunir og lesa sér til í útlendum bókum, en menn rannsaka lítið og því fer margt í handaskolum. Vér Islendingar er- um eftirbátar annara þjóða um margt, en mest um þekkinguna á voru eigin landi. Geta menn þá ekki skilið, að ísland er merkilegasta land jarðarinnar og næsta frábrugðið öðr- um, og að vér þess vegna verðum að eignast eigin vísindi, þekkja land vort út í ystu æsar. Ef Eggert Ólafsson væri uppi nú og mitt á meðal vor, mundi hann enn undrast dugleysi og fáfræði þjóðarinnar. Honum mundi enn finnast landið gagnauðugt, en fólkið furðu tómlátt að hagnýta auðæfi þess. Hann mundi enn reyna að rannsaka og fræða. Ekki er ólík- legt, að hann rhundi hefja rannsókn- irnar með Hekluför með vaxandi vori, og er hann liti yfir landið, mundi blasa við honum hin sama sýn og 1750. Enn eru býlin smá og húsin lág, enn er hjátrú til dala og voga og vantrú á landið ótta- blandin og lítilsigld. Hrópa ekki íslenzk fjöll enn þá á rannsókn og íslenzk mold á ræktun? Og enn heyra merin ekki, enn þá skilja menn ekki tungur fjallanna. Og.enn mundu menn telja rannsóknir hans lítils- virði og fjármálaskörungarnir telja sæmre, að verja fjenu til annars þarfara en þess. En blessuð sé minning Eggerfs, blessað sé staif hans og stríð, líf hans og dauði. Blessaður sé hann fyrir boðskap vísindanna, sem hann bar oss, karlmensku sína, bjartsýr.i og hugsjónir. Hver veit, hvort ís- lendingar væru til nú, ef Eggert Ólafsson hefði ekki verið til? Hver veit, hvort þjóðin hefði ekki dáið eftir móðuharðindin, ef hann hefði ekki gengið upp á Heklufjall þann 19. júní 1750? — Blessuð sé minn- ing sveinsins frá Svefneyjum. Landskjörið. Listi íhaldsflokksins vinnur glæsilegan sigur. Talning landskjörsatkvæðanna fór fram í Reykjavík í gærdag og urðu úrslitin þessi: A-listinn 6,940 atkv. B-listinn 8,514 atkv. Ógiid voru 96 atkv. og 157 seðl- ar auðir. Alls voru greidd 15,707 atkvæði. — Er Jónas læknir Krist- jánsson þannig kosinn í sæti Jóns heitins Magnússonar með yfir 1500 atkvæðum fram yfir gagnsækjanda sinn, Jón Sigurðsson frá Yztafelli. Sigur íhaldsflokksins er hinn glæsilegasti. Við landskjörið í sum- ar fékk listi flokksins 5501, af 14,097 atkv., er þá voru greidd, en listar bandamanna, Framsóknar og jafn- aðarmanna, fengu til samans 6,645 atkv. Nú fær bandalagið samanlagt aðeins tæpum 300 atkv. meira en þá, þótt rúm 1600 fleiri atkvæði væru greidd nú en þá var, en Iisti íhaldsflokksins rúmum 3000 atkvœð- um fleira. — Kvennalistinn og listi frjálslynda flokksins fengu í sumar samanlagt 1801 atkv., en nú komu þeir ekki til greina. Bandalagið eykur atkvæðamagn sitt um 300 atkvæði, íhaldið um 3000 atkvæði. Þjóðarviljinn hefir talað, ótvírætt og eindregið. Traustsyfirlýsingin til stjórnarinnar og íhaldsflokksins er ákveðin og lýsandi. % □o Símskeyti. (Frá Fröttastofu fslands.) , Rvík 3. des. Útlend: Frá Khöfn: Kosningarnar til Þjóðþingsins, er fram fóru í gær, féllu þannig: Jafnaðarmenn 53, áð- ur 55, Radikalar 16, áður 22, Vinstri menn 46, áður 44, Hægri menn 30, áður 28, Stésvíkurflokkurinn *1, áð- ur 1, og »Rets-partiet« 2, áður eng- an. Ófrétt utn Færeyja-þingmanninn. Búist við, að Vinstri menn myndi stjórn með tilstyrk Hægri manna. Ölluin þeim, sem heiðruðu jarð- arför Jónasar Gunniaugssonar dbrm. frá Þrastarhóli með nær- veru sinni eða á annan hátt, vott- um við okkar innilegasta þakklæti. Aðstandendurnir. Hér ineð' tilkynnist vinum og vandamönnum, að Níels Jóhanns- son andaðist á Sjúkrahúsinu hér í bænum þriðjudaginn 30. f. m. — Jarðarförin fer fram föstudag- inn 10. þ. m. og hefst kl. 1 e. h. frá kirkjunni. Aðstandendurnir. Frá París er símað, að Austin Chamberlain leggi til, að ítalir fái Keney-nýlendu í Afríku. Tilgangur hans með þessari tillögu talinn vera tvöfaldur: að efla ítalsk-enska vin- áttu og snúa hugum ítala frá ný- lendum Frakka í Afríku. Innlend. Vélbátinn »Baldur« með 4 mönn- um vantar héðan. Fór á veiðar á mánudaginn. »Nonni« hefir leitað árangurslaust. »Suðurlandið« er enn þá að leita. Strandmennirnir af norska kola- skipinu »Nystrand«, er strandaði við Skaftárós, komnir hingað. Búist er við, að engu verði bjargað úr skip- inu. Það sökkvi þá og þegar í sand og sjó. »Þór« tók nýlega þýzkan togara í landhelgi og fór með hann til ísafjarðar. Var hann sektaður um 2000 gullkrónur fyrir ólöglegan hleraumbúiiað. ®<§> KolamkfalliRii lokið. Samkvæmt einkaskeyti, er hingað barst í morgun, er kolaverkfallinu í Eng- landi lokið og útflutningur á kolum leyfður. Kvöldskemtun heldur kvenfélagið F r a m t í ð i n ti| arðs fyrir gamalmennahælissjóð sinn í Samkomuhúsi bæjarins sunnudags- kvöldið n.k. kl.8. Til skemtunar verður: Gamanleikur, sem aldrei hefir ver- ið sýndur hér áður. Fyrirlestur. Söngur. Blandað kór undir stjórn íngimundar Árnasonar. Dans. Aðgangur kostar kr. 1.50. — Fjöl- mennið og styðjið þarft fyrirtæki. Nefndin. Unglingsstúlka óskast til að gæta barna. Eiríkur Kristjánsson.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.