Íslendingur - 12.08.1927, Blaðsíða 2
2
fSLENDINGUR
Hveiti FyrFrliggjandi: Sveskjur Ávextir niöurs.
Maísmjöl Döölur Bl. ávextir
Matbaunir Fíkjur Apricosur
Hafrar. Rúsínur Purk.
Sardínur.
eaanBBBBBHBBHSiaDBeB!!9S**'
iDHBB
B
B
F. H. Kjaríansson & Co,
Híutafélag.
Reykfavík' Síninifni: SUGAR. Sfmi 1520
STÆRSTU SYKURII NFLYTJENDUR Á ÍSLANDI.
Selj..;n auk þessa:
HVEITI, HAFRAMJÖL, HRÍSGRJÓN.
■BQBI
N
lánsfé. Þeirn ætti því að vera út-
lálalaust að afsaia sér væntanlegurn
gengishækkunargróða af útlánum
sínum, gegn því að losna við til
svarandi gengishækkunartap til inn-
stæðueigenda. Eg tel meira að
segja víst, að bankarriir mundu græða
óbeinlínis á þessu: töp þeirra á lán-
um yrðu minni að öðru jöfnu, því
að það er auðsætt, bœði, að skuldu-
nautum virtist það erfiðaraað standa
í skilum, sem skuldabyrðin verður
þyngri, og, að veð, sem var gott
og gilt þegar skuld var stofnuð, er
óvíst að sé nægilegt þegar hún er
orðin fimtungi hærri raunverulega.
Nú kann einhver að líta svo á í
fljótu bragði, að þó að gróði og
tap bankanna á gullskráningu geti
vegið salt að svo miklu leyti sem
þeir starfa með innlendu innlánsfé,
þá muni vera öðru máli að gegna
með fé, er þeir fá til láns erlendis
til að starfa með hér. En þetta út-
lenda fé er gullskráð, alveg eins og
minst var á hér á undan um erlend
lán ríkisins, svo að alt ber að sama
brunni: Gullskráningin mundi að-
eins svitta bankana óráttmætum
gengishækkunargróða af útlánum
með þessu fé, en á hinn bóginn
fryggja þá að sama skapi gegn
gengislækkunartapi.
Pá er eftir að minnast á þá mót-
báru, að gullskráning muni reynast
erfið eða ómöguleg, og er hún að
vísu lang-veigamest og í rauninni sú
eina, sem er nokkurs verð. Skal
það fúslega játað, að fyrirfram er
erfitt að gera sér grein fyrir því,
hve miklum erfiðleikum framkvæmd
gullskráningar kann að verða bundin,
en að þeir reynast ókleifir, ef viljinn
er góður, því trúi eg ekki að
óreyndu. Og ef við það er kann-
ast:
að æskilegt sé, að koma í veg fyrir
að gengishækkun hafi raunveru-
lega skuldahæk^un í för með sér,
að gullskráning skuldaskifta komi í
veg fyrir það, og muni skapa meiri
festu og öryggi í viðskiftalífinu,
en nú á sé stað. sem jeg ætla,
að erfitt verði að neita, og
að hún mundi koma í veg fyrir
óeðlilegar gengisbreytingar af
völdum erlendra gróðabralls-
manna,
þá ættu menn að geta orðið sam-
mála um, að til svo mikils sé að
vinna, að það borgi sig, þótt nokk-
ur aukin fyrirhöfn leggist á láns-
stofnanir, verzlanir og einstaklinga,
sem skuldaskifti hafa. Ekkert gott
og mikilsvert fæst án fyrirhafnar.
Fyrirhöfnin yrði líka mest í byrjun,
er allar skuldir og inneignir væru
gullskráðar í einu. Eftir það mundi
f.yrirhöfnin verða lítil, ef gengis-
breytingar væru hægfara, en að vísu
því meiri, sem gengissveiflur væru
tíðari; en þá væri líka hagurinn af
gullskráningunni að því skapi meiri.
Hér á undan hefir verið gert ráð
fyrir, að gullskráningin næði til allra
bókfærðra skuldaskifta, en sumir þeir,
sem annars er ljóst, hver hagur
væri að gullskráningunni, telja tor-
merki á, að hún gæti náð til venju-
legra verzlunarviðskifla, það yrðí of
eríitt í framkvæmdinni. Vera má,
að svo yrði, ef skráningunni væri
hagað alveg eins og yrði að vera
við peningalánstofnanir, svo að
hvert innlegg og hver úttekt væri
skráð um Ieið með gullverði dags-
ins. En þar mætti þá ef til vill
haga gullskráningunni á nokkuð
annan hátt, gera t. d. upp viðskift-
in á 3 mánaða fresti og gullskrá
þá mismuninn eftir því gengi, sem
þá væri, eða jafnvel aðeins einu
sinni á ári, um leið og reikningar
væru gerðir upp um áramót. Að
vísu mundi þetta geta skakkað
nokkru frá réttu, ef gengisbreyting-
ar hefðu orðið til muna á tímabil-
inu, en væri samt til bóta í sanian-
burði við það, sem nú á sér stað.
En þó að ekki þætti ráðlegt, að láta
gullskráningu í neinu formi ná til
verzlunarviðskifta til að bvrja með,
þá rýrði það ekki þann hag, sem
gullskráning allra verðbréfa (að und-
anskildum hlutabréfum náttúrlega)
og viðskifta banka og sparisjóða
hefði í för með sér, og þó að gulll-
skráningunni væri ekki ætlað að
vera víðtækari í fyrstu, mundi hitt
sennilega koma á eftir, er menn
hefðu vanist henni á þessum sviðum-
Leiöréttingar.
Pessar prentvillur eru í fyrri hluta
greinar minnar:
1. dálk 5. 1. a. n.: þeim, les: peirra.
2. -- 16. 1. a. o.: 60, les: 50.
2. — 19. ). a. o: semur, les: keniur.
2. — 34. 1. a. o.: alt i einu, les: alt
að einu.
2. — 34:—35. I. a. o.: verðhækkunin,
les: verðlækkunin.-
3. — 15. !. a. o.: sér í óréttmæta, les:
sér: óréttniæta.
3. — 41. I. a. o.: er, les: eru.
3. — 42. 1. a. o.: á, les: i.
3. — neðanmáls næst neðstu línu:
þeim hafi, les: þessu hefði.
4. — 6. 1. a. o.: inngeign, les : inn-
eign.
4. — 8. 1. a. o.: bókfærðar, les: bók-
færö.
4. — 13. 1. a. o.: á, !es : í.
5. — 15. 1. a. o.: reiknast, les: reiknist.
5. — 25. 1. a. o.: seðlar, les: seðlakr.
5. — 28. 1. a. o.: greiði, Ies: greiðir.
5. — 25. I. a. n.: greiði, les: greiðir.
5. — 8. 1. a. n.: er, les: eru.
6. — 3. 1. a. n.: Festingin, les:
Freistingin.
Á g æ 11
Orgel-Harmonium til sölu með
tækifærisverði. R. v. á.
í b ú ð
mín í Aðalstræti 10 er til leigu frá
10. okt. n. k.
Freymóður Jóhannsson
málari.
fbuð
óskast til leigu frá 1, sept., helzí í
mið-bænum. R. v. á.
Símskeyti.
(Frá Frétt«sfofu Islands.)
Rvík 11. ágúst 192T
Skáldið Stephan G, Stephansson
lézt að heimili sínu, Markerville í
Canada, í gærkvöldi.
Útfluttar vörur á tímabilinu jatiú-
ar—júlímánaðar 17,558,200 gullkrón-
ur, en samtímis í fyrra 16,509,130
og 1925 námu þær 20,788,130 gull-
krónum.
Aflinn upp til 1. ágúst 259,944
þurr skpd. Fiskbirgðir í landinu
157,363 skpd.
Smásöluverð í Reykjavík hækkaði
um 3°/o í júní, en er 6°/o lægra en
í júlí í fyrra. Á innlendum vörum
er 12% lækkun móts við 4°/o lækk-
un á útlendum vörum.
03
Rússneska stjórnin hefir tilkynt
sendiráðsskrifstofu sinni i Kaup-
mannahöfn, að hún lrafi afráðið að
kaupa íslenzka síld. Hefir skrif-
stofan tilkynt íslenzka sendiherran-
um þetta og óskað eftir tilboðum:
hvaða tunnufjöldi sé framboðin, um
verð og söluskilmála. Hefir sendi-
herrann tilkynt íslenzku stjórninni
þetta og hefir hún þegar sett sig í
samband við útgerðarmenn. Hafa
þeir þegar myndað með sér félags-
skap og mun næstu daga koma
frá þeim sölutilboð, er ísl. stjórnin
lætur svo sendiherra sinn flytja
rússneska sendiráðinu.
Söluhorfar mega því teljasi alL-
■ góðar.
€>•
Síldveiðin.
Vkm. síðasti er að álasa úfgerðar-
mönnum fyrir að »hafa ekki trygt sér
markað fyrir þá síld, sem skip þeirra
afla« og sé afkomu sjómanna, sem
upp á hlut eru, stefnt í hættu með
þessu »fyrirhyggjuleysi.« — Er hér
ómaklega og af engri sanngirni að
útgerðarmönnum veizt. þeir munu
flestir hafa gert fyrirframsölu fyrir alt
að meðalafla, og er það meira en
venjan hefir verið. þeim verður ekki
um það kent þó svo mikii uppgrip
hafi orðið af síldinni, það sem af er
veitíðar, að allar bræðslustöðvar eru
yfiifullar, og að síldarkaupmenn hafa
fylzt ótta yfir að markaðurinn yrði
yfirfyltur, ef likri veiði héldi áfram
mikið Iengur, og tregðast af þeim
ástæðum við að kaupa og salta. Og
það er ógerningur, að tryggja sölu á
meiri veiði en markaðurinn er líkleg-
ur að geta tekið við. En þó nú að
fyrirframsala í míklu afla-ári reynist
sjómönnum arðvænleg, þá reynist hún
þeim jafn óhagstæð í meðal eða litlu
afla-ári. þess eru mörg dæmin, að
útgerðarmenn hafa gert sölusamning í
i.
I '
byrjun vertíðar uni meirihlutann eða
jafnvel allan aflann. Er komið hefir
fram á vertíðina og það hefir sýnt sig,
að ekki mundi um mikla veiði að
ræða, þá hefir síldarverðið þotið langt
upp fyiir fyrirframsöluverðið. í út-
gerðarlok hafa svo hlutarmenn, er voru
á samningsbundnum skipum, unað
stórilla við þá útkomu, er þeim hlut-
að?st; hinir, er voru á ósamnings-
bundnu skipurium, báru meira fiá
borði. — Þannig liiýtur það altaf að
ganga upp og niður eftir því sem
veiðin reynist. — Vkm. getur þess,
að á þingmálafundi hér á Akureyri
hafi fyrir þremur árum verið feld til-
laga um, að ríkið kæmi upp síldar-
bræðslustöð hér við Eyjafjörð og
starfrækti hana, — og það hafi verið
þáv. þingmaður kjördæmisins, sem
hafi mest beitt sér á móti tillögunni.
— Nú segir blaðið, að það sýni sig
bezt, hvort slík verksmiðja hefði ekki
komið í góðar þarfir eins og riú sé
ástatt. — Jú, eitis og nú er ástatt, en
óþörf nema í uppgripa ári, og hversu
mörg eru þau að jafnaði? Eitt eða
tvö á áratug. — Það eru nú 6 síldar-
bræðsluverksmiðjur á landinu, sem
geta tekið á móti ca. 300 þus. mál-
um fyrirstöðulítið og alt að 500
þús. mál yfir vertíðina. Flversu mörg
ár færa okkur slíka veiði, og þegar nú
að veiðin er undir 100 þús. málum,
eins og hún var í fyrra, þá er það
sýnilegt, hversu arðvænt það hefði
verið fyrir ríkið að eiga þá og starf-
rækja stóra síldarbræðsluverksmiðju.
Nei, við höfum enga sérlega þörf
á nýrri síldarbræðslu. Það sem við
þurfum, er að losa okkur við norsku
síldveiðarana, sem veiða nú i bræðsl-
urnar, eða að takmarka að minsta
kosti undanþigurnar, svo að íslenzku