Íslendingur - 12.08.1927, Qupperneq 3
ÍSLENDINGUR.
3
Jarðarför vígslubiskupsins, Geir
sál. Sæmundssonar, fer framfimtu-
daginn 18. þ. m. og hefst kl. 1 e.
h. með húskveðju á hcimilinu.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda
hluttekningu í veikindum og dauða
litla drengsins míns.
Helga Marteinsdóttir.
útgerðinni stafi ekki hætta af þeim.
— Pá þyrítum við ekki að vera í
vandræðum hvað gera aetti við síld-
ina, þó að uppgripa ár væri — líkt
og hú.
Q->
Sendiherrafregn 8. þ. m-. skýiirs/o
frá, að >Berl. Tidende* hafi átt tal
við L'ndemann Walsöe, forstöðumann
fjárræktarstöðvarinnar á Grænlandi, og
hafi hann sagt, að nú væri komin
leynd á, að skilyrði séu góð til fjár-
ræktar þar vestra. Árið 1915 voru
180 íslenzkar kindur fluttar vestur, en
nú er tala fjársins kring um 2000. —
þar af eiu um 200 kindur á vegutn
Grænlandstjórnarinnar og er þar eins-
konar kynbótabú og þar er ungum
Grænlendingum kend fjármenska og
annað slíkt, er að fjárrækt lýtur. Hinu
fénu hefir verið skift milli Grænlend-
inga í héruðunum kring um Juliane-
haab. —
Grænlendingar eru nú sumir farnir
að hugsa um sauðfjárrækt. T. d. má
nefna það, að tvelr lærisveinar á fjár-
ræktarbúinu hafa úívegað sér jarðnæði
og reist bú iun við fjarðarbotn nálægt
Kassiarsuk. Er þar sagt skóglendi
mikið og landkostir ágætir. Aunar
þessara mantia tók 3000 kr. lán til
þess að byrja með búskapinn. ♦Auk
þess fékk hann 72 kindur hjá »stöð-
inni« gegn því, að borga þær aftur
smátt og smátt tneð sláturfé að haust-
inu. Búskapurinn gekk svo vel, að
síðastliðið haust gat hann endurgreitt
2000 krónur í vörum, kjöti og ull,
og þar að auki látið 60 dilka upp í
fjárskuldina.
L. W. segir, að féð þrífist ágætlega
og sé heilsugott, iaust við alla kvilla.
Ullin er mikii og góð, og til frálags
reynist það fult eins vænt, sem fé hér
á landi. Sumarhagar eru afbragðs
góðir og kjötið af fénu mjög Ijúffergt.
En nokkrir örðugleikar eru á sölu
kjötsins og þvf hefir komið til orða
að sjóða niður eitthvað af því. —
Fjárræktarmaðurinn minnist þakk-
samlega komu Sigurðar Sigurðssonar
búnaðarmálastjóra, til Grænlands, og
eins komu ungfrúar Rannv. Líndal,
sem kendi Grænlendingum tóskap o.fl.
Til orða hefir komið, að senda ung-
an Grænlending, ísak Lund, hingað
til lands, til að læra hér hitt og annað,
sem að haldi gæti komið þar vestra.
Tilraun verður nú gerð í þá átt að
ala upp íslerizka hesta á Grænlandi
og hefir Sigurður búnaðarmálastjóri
gert ráðstafanir til þess, að einn grað
hestur og álta hryssur verði sendar
héðan vestur utn miðjan þennan mánuð.
[Vísir.]
Úr heimahögum.
Sildveiðin. Um 140 þús. tunnur munu
nú komnar í salt og krydd á öllum veiði-
stöðvum á landinu og nálægt 350 þús.
mál í bræðslu. — Sanitímis í fyrra höfðu
verið saltaðar og kryddaðar um 20 þús.
tunnur og 75 þús. mál farið í bræðslu.—
Munurinn á veiðinni er því ærin og ver-
tíðin þó aðeins hálfnuð. — Síldarbræðsl-
urnar vinna bæði dag og nótt og hafa þó
ekki við að taka á móti þeirri síld, er að
þeim berst, — Hafa þetta 20—25 skip
legið daglega í Krossanesi og orðið að
bíða dögum saman eftir afgreiðslu, og
Siglufjarðarbræðslurnar liafa ekki upp á
síðkastið getað veitt síld móttöku, nema
að litlu leyti; — svo mikið hefir þar safu-
ast fyrir. — Útgerðarmenn og síldarkaup-
menn eru tregir til að salta, óttast að
markaðurinn verði yfir-fyltur haldi lík
veiði áfram, þó ekki sé nema þennan
mánuð.
Finskur frœðimaður, Aruold Nordling
að nafni, dósent við háskólann í Helsing-
fors í íslenzku og íslenzkum fræðum,
dvelur hér í bænum um þessar mundir.
— Talar hann íslenzku óvenju-vel af út-
lending að vera og hefir hann þó aðeins
eitt sinn komið hingað til lands áður og
haft stutta viðdvöl. — Hér ætlar hann að
dvelja hálfsmánaðartíma.
Benedikt Elfar söng í Akureyrar Bíó á
sunnudaginn var við góða aðsókn. Eru
4 ár liðin síðan hann lét heyra til sín hér
siðast, svo mörgum var því nýnæmi að
hlusta á söng hans. Að þessu sinni söng
hann einvörðungu útlend lög, og kunnu
margir því illa, íslenzkir söngvar eru
mönnum jafnan kærir. — Pað einkennir
söng Elfars, að hann er beztur þar sem
mest á reynir, svo sem á vandasömum
óperulögum ; á smálöguni nýlur hann sín
síður. Hærii tónar hans eru kraftmiklir
og hljómfagrir og blæbrigði raddarinnar
eru niikil. Aflur er framburður Elfars á
textunum óskýr, og það svo að uaumast
er liægt að greina orð í alkunnutn vísum.
Fer illa á slíku. — Ef hr. Elfar býður
upp á íslenzkt söngkvöld, sem vænta má
að haiin geri, færi vel á því, að hann
vandaði meðferðina á textanum betur, en
hann gerði á sunnudaginn. — Frú Kristín
Matthíasson aðstoðaði söngvarann og var
undirspit hennar ágætt að vanda.
Ruskar stúlkur. Á suunudaginn komu
hingað 3 stúlkur úr Reykjavík og höfðu
þær ferðast úr Borgarnesi og hingað á
reiðhjólum. Lögðu þær upp í föriua á
þriðjudaginn síðdegis og voru rúma 5
daga á ferðinni. — Á Blöndósi slógst
karlmaður í för með þeim, Jón Gíslason
úr Gróðrarstöð Reykjavíkur. Hafði hann
lagt upp frá Reykjavík á mánudaginn,
einnig á reiðhjóli. Ferðin hingað gekk
ágætlega, nema rigning tepli ferðalagið
nokkuð einn daginn. Yfir ár, sem voru
á veginum og ekki voru brúaðar, var vað-
ið. Þótti þáð rösklega gert af ungfrúnum,
Þetta er í fyrsta sinn, sem kvenfólk hefir
ráðist í að ferðast frá Borgarnesi og hing-
að á reiðhjólum. Ungfrúrnar sem þetta
afrekuðu heita: Sigríður Ólafsdóttir, Sig-
ríður Elín Þorkelsdóttir og Elín Guðna-
dóttir. — Þær fara suður aftur með ís-
landi. — Á þriðjudaginn komu tveir karl-
menn hjólríðandi úr Reykjavík. Heita þeir
Stefán H. Stefánsson og Ólafúr' Jónsson
og eru báðir verzlunarmenn. Voru þeir
6 daga á leiðinni.
Mannalát. Nýlega er látinn merkis-
bóndinn, Eiríkur Guðmundsson á Syðra-
Vallholti í Skagafirði, finitugur að aldri.
Niels Buk/i, danski íþróttakennarinn frægi,
er væntanlegur hingað til Akureyrar með
Dronning Alexandrine þ. 25. þ. m. Er
hann á ferð með tvo fimleikaflokka (karla
og kvenna) og heldur hér sýningu. Bukh
hefir ferðast víða um Evrópu og Ameriku
með sýningaflokka síua og ávalt hlotið
einróma lof. Bukh er mjög hlyntur ís-
lendingum og hefir mikið álit á þeim og
það var hann, sem aðallega hjálpaði ís-
lenzku glímumönnunum á ferð þeirra um
Danmörku í fyrra og sparaði enga fyrir-
höfn til þess að för þeirra tækist sem bezt,
Hann liefir því unnið til þess, að honum
verði sýnd gestrisni af íslendingum ,og
ekki þarf að efa, að menn fýsir að sjá til
flokka hans.
Island kom í gærkvöldi og fer síðdegis
OO í dag. Hingað kom með skipinu m. a.
ekkjufrú Þóra Magnússon.
AKUREYRAR BIO
Laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9:
- Krinpm jorðina á 18 dögum.
Stórkostlega spennandi sjónleikiu í 3 pörlumn (24 þáttum),
leikin af Universalfélaginu, New-York.
1, partur, 8 þættir, Veðmálið.
2. partur, 4 þættir, Milium himins og jarðar.
» Aðalhiuíverkin leika:
LAURA LA PLANTE og WÍLLIAM DESMOND.
(Sýndir bæði kvöldin.)
Sunnudagskvöldið kl. 5:
Gimsteinar goldnir tárum.
Tilkomumikil kvikmynd í 6 þáttum- Aðalhlutverkið leikur:
Dorothy Philips.
I
Fiskur.
Er kaupandi að 2—3000 skpd. af stórum verkuðum Spán-
arfiski til afskipunar á kotnandi hausti.
Ragnar Olafsson.
Ú í b o ð.'
I ilboð óskast í ca. 100 tenmetra uppfyllingu kringum Iðn-
skólagrunninn í Lundargötu. Efni sé tekið í fjörunni sunnan
Strandgötu eftir nánari tilvísun. Tilboðin sendist undirrituðum
og verða opnuð 25. þ. m. kl. 1 e. h.
Sigtryggur Jónsson.
Barnadeild Dýraverndunarfélagsins var
endurreist á eftir fyrirlestri Grétats Ó.
Fells fyrra fimtudag. Fyrir barnadeildinni
standa þessar konur: Kristbjörg Jónatans-
dóttir, Oklóvína Hallgrímsdóttir og Auna
Magnúsdóttir.
OQ
Dönsk útgerð á íslandi.
Á aðalfundi verzlunarfélagsins »lslandsk
Kompagni* í Khöfn, sem nýlega er af-
staðinn, var samþykt að auka hlutafé fé-
lagsins um 300 þús. kr., með útgerð í
Norðurhöfum fyrir augum. — Úigerð þessi
á aðallega að vera bundin við ísland og
ráðgerir félagið að kaupa togara til fisk-
veiða þar. — Verzlunarfélag þetta, • sem
er því nær eingöngu danskt, hefir til þessa
aðeins rekið verzlun, og aðallega selt ís-
lenzkar afurðir. Nú ætlar það að færa
sig Iengra upp á skaftið.
Þá hefir verið á döfinni hjá Dönum,
að stofna togarafélag með 4—10 togurum
til þess, að gera út héðan í skjóli sam-
bandslaganna og frá Grænlandi ef svo
vildi verkast. En þessar ráðagerðir hafa
ekki fengið vænlegan byr enn sem komið
er. — En nú hefir alveg nýlega verið
stofnað blað i Danmörku til þess að afla
útgérðarfyrirætlunum þessum fylgis. Heitir
blaðið „Dansk Havfiskeritidende“ og er
ritstjórinn íslendingur, — Matthías Þórðar-
son fyrv. útgerðarmaður og kaupmaður í
Kcflavík.
Færeyingar í Grænlandi.
Blaðið »Köbenhavn'. skýrir svo frá að
nýlendustjórnin í Grænlandi hafi 22. júní
heitnilað rúmlega 20 færeyskum fiskiskip-
um að stunda veiðar innan landhelgi við
Grænland og veitt þeim leyfi til þess að
sigla á opnu hafnirnar »Ravns Storö* og
»Tre Brödrehavn*. N Famsóknar gengur treglega. Hefir mið-
stjórnin nú kvatt þingmenn flokksins til
Dr. phil. Jón Helgason Reykjavikur til þess að leysa úr vandanum,
liefir verið skipaður forstjóri Árna og fara austan og norðan þingmenn suð-
Magnússonar-safnsins í Khöfn. ur ineð e. s. Esju.
Prófessor Finnur Jónsson
lætur af cmbætti við Khafnarháskóla
við byrjun næsta ketisluárs. Hefir hann
veríð kennari við háskólann í 40 ár,
■■■■■■■ Nýfa Bió ■■■■■■■
8 Laugardagskv. kl. 9:
og
b Sunnudagskv. kl. 9:
| Dóttir j
[hafsinsj
Sjónleikur í 7 þáttum.
Aðalhlutverkið ieikur:
planche Sweet.f
Stórfengleg og efnismikil ■
mynd.
UHP Kvenreiðhjól komu
með Island.
Sigm. Sigurðsson.
Stjórnarmyndun