Íslendingur


Íslendingur - 23.09.1927, Side 2

Íslendingur - 23.09.1927, Side 2
2 ÍSLENDINGUR Fy rirligg/an di: Jr' í. veiti Kex Rúsínur Baunir . Ávextir í dósum Gerduft Maísmjöl Epli, þurkuð Krystalsápa Kakao Aprikósur.þurk. Sódi Kaffibrauð Sveskjur Eldspýtur Símskeyti. (Frá Fréttastofu (slands.) Rvík 23. sept. 192T Utlend: Frá London: Kosningar til írska þingsins fóru þannig að stjórnar- ílokkarnir fengu 79 þingsæti en andstöðuflokkar hennar 73. — Situr því Cosgravestjórnin áfram við völd Frá Berlín: Landskjátftar hafa und- anfarið verið miklir við Svartahafið norðanvert. Mörg þorp hafa lagst í eyði og íbúar í ýmsum bæjum flýja óttaslegnir heimili sín. — Um 50 manns hafa farist. Innlend; Um sjóðþurðina hjá Brunabóta- félagi íslands stendur í Lögréttu m. a.: »Hafði forstjóri félagsins, Árni Jónsson frá Múla veitt því athygli fyrir nokkru að sjóðþurð var og lét rannsaka bókfærslu félagsins og gaf jafnframt fyrv. stjórn skýrslu um málið. Mun rannsókninni hafa verið haldið áfram og kom í Ijós, að sjóðþurðin væri allmargra ára gömul og sífelt aukist, en leynst vegna ófullkomins bókfærslukerfis og ófullnægjandi endurskoðunar, sem á að vera framkvæmd af hálfu hins opinbera. — Nokkuð af sjóð- þurðinni kvað núv. gjaldkeri hafa játað vera af sínum völdum. — AI- þýðublaðið í dag hefir það eftir for- sætisráðherra, að stjórnin hafi enga ákvörðun tekið ennþá í málinu en tilboð hefði komið um greiðslu sjóðþurðarinnar. Lygar Jónasar Porbergssonar. Jónas Þorbergsson hefir fylzt reiði mikilli yfir pvi, að ísl. skyldi verða til þess, að segja frá Húsavíkurför hans, með varðskipinu „Þór“, og hvernig hún var undirkomin. Skrifar hann út af pessu 17» dálks Ianga grein i Dag í gær, par sem ekkert orð er satt, að einu atriði undanskyldu. Þetta ein atriði, sem satt er hjá honum, er, að eg hafi hlustað á samtal skipstjór- ans á „Þór“ og dómsmálaráðuneytisins, pví að pað sagði eg honum sjálfur, — en ekki með pví að standa á hleri á sim- stöðinni eins og hann segir. Samtalið fór fram heima hjá einum kunningja min- um og vorum við fjórir par samankomn- ir, auk skipherrans, er pað fór fram og vorum við allir heyrnarvottar að pvi. Ekki bað skipstjórinn okkur með einu orði, að halda pví leyndu, er við urðum pannig áskynja. Engu að síður mundf eg ekki hafa minst á Húsavíkurförina I blaðinu, hefði eg ekki pá samdægurs heyrt hana vera umtalsefni víðsvegar um bæinn, og stóð svo á pvi, að Þórs-menn höfðu pegar eftir komu skipsins gert ráð- stafanir til pess að taka kol, en höfðu tilkynt kolaafgreiðslunni litlu síðar, að þeir yrðu að fresta kolatökunni, til'næsta dags, vegna pess, að „Þór“ yrði að skreppa, — samkv. fyrirmælum dóms- málaráðherra, með hr. Jónas Þorbergsson tii Húsavíkur. — Eftir pað sá eg enga ástæðu til pess, að geta ekki um Húsa- víkurförina í blaðinu. Að pessi ferð Þórs hafi verið eftiriits- ferð, eins og Jónas segir, og hann hafi aðeins fengið að vera með til Húsavíkur fyrir góðvild skipstjóra, getur hver trúað sem vill. Skipið sneri hingað aftur, er pað hafð skilað Jónasi af sér. Þá segir Jónas, að eg hafi orðið upp- vis að pví haustið 1923, að liggja á hléri, er skeyti var simað stööinni, og síðan birt pað, pannig fengið í íslending, og eg hafi játað petta í blaðinu. Alterpetta hin argasta lýgi. Skeyti pað, sem Jónas ræðir um, var talað í símann í Samkomu- húsinu, að fjölda manns áheyrandi, og pótti pað svo kátbroslegt, að pað varð strax á allra vörum, og einn af áheyr- endum sendandans sagði mér svo frá skeytinu í óspurðum fréttum. — Sjálfur var eg ekki heyrnarvottur að pví. Þessu skýrði eg frá i íslendingi. — Nafn manns- ins, sem skeytið sendi, hefi eg aldrei minst á, pað er Jónas, sem gerir pað nú. Jónas er pannig opinber og vísvitandt ósannindamaður að pessum áburði sin- um, eins og hinum fyrri. Aðdróttanir Jónasar í garð stöðvar- stjórans og stöðvarfólksins eru tilhæfu- laus ósannindi; ælti hann að skammast sín fyrir pær, væri hann gæddur peirri sómatilfinningu. G. T /. ao Úr heimahögurn. Kirkjan. Kl. 2 á sunnudaginn messar séra Sigurður Einarsson prestur úr Flatey. Stórbruni. Á taugardaginn var, varð stórbruni í Krossanesverksmiðjunni. Kvikn- aði í síldarmjöli í húsi sunnan við aðal- bygginguna og brann það og tvö hús önnur og yfirbygging yfir síldarþrónum. En fyrir hagstæða vindstöðu og framúr- skarandi dugnað slökkviliðs Akureyrar, er þegar kom á vettvang er eldsins varð vart, tókst að verja lýsisgeymsluhúsið og véla- Eygg'nguna, ásamt aðalbryggjunum. — í síldarþrónum voru 55 þús. mál síldar, og er meginið af þeirri síld talið eyðilagt. Brunatjónið talið nema um 800 þús. kr. Þó tækist að bjarga vélahúsinu, getur engin vinna farið fram í verksmiðjunni fyrst um sinn. Verður fyrst að býða komu manna frá válryggingarfélagiuu, sem vænt- anlegir eru nú um mánaðarmótin, og sið- an á rannsókn að fara fram á síldinni, — hvað gerlegt sé að bræða af henni. Hjúskapur. Á þriðjudaginn voru gefin saman í hjónaband í Reykjavík, ungfrú Sigríður Þorvarðardóttir. prentsmiðjustjóra og Einar Olgeirsson kennari. — Þá eru nýgift hér í bænum ungfrú Magnea Dan- íelsdóttir og Vilhjálmur Jónsson bílstjóri og ungfrú Björg Sigurðardóttir og Krist- ján Lárusson verzlunarmaður. /ón Porláksson fyrv. forsætisráðherra, hefir af stjórninni verið skipaður til að rannsaka hvað kosta muni að stofnsetja nýtízku síldarbræðslustöð á Norðurlandi. Var sú rannsókn ákveðin af síðasta þingi. Er J. Þ. nú kominn til Siglufjarðar í þess- um erindagerðum. Um Laufásspresiakall sækja Ásmundur Gíslason prófastur á Hálsi og séra Þor- varður G. Þormar í-Hofteigi. Saumastofan Brekkugötu 1, flkurcyri. Vér viljum vekja athygli heiðraðs almennings á saumastofu vorri. Hún tekur að sér að sníða og saunia allskonar kven- og barna- fatnað, eftir nýjustu tízku. — Saumar upp og breytir gömlum kjólum. — Gerir þá sem nýja. — Ennfremur býr hún til fallega Iampaskermi og allskonar og púða. — Fyrsta flokks vinna. Lágt verð. — Ath, Gamall fatnaður er því aðeins tekinn til meðferðar, að hann sé uppsprettur, vel- hreinsaður og pressaður. Virðingarfylst. E. Jörgensen & G. Bildahl. Skófatnaður. Feikna miklar nýjar birgðir fyrir fólk á ölluin aldri nýkomið. Verð og vörugæði óviðjafnanlegt. Hva&mbergsbræður skóverzíun. Sjöiugsafmœli átti Jakob Björnsson yfir- síldarmatsmaður 19. þ. m. Hlutaveltu heldur Ungmennafélag Ak- ureyrur í Samkomuhúsinu á sunnudaginn. Eins og að vanda verða þar margir ágætir munir. Árni Árnason frá Höfðahólum flutti er- indi í Samkomuliúsinu á miðvikudags- kvöldið um: Sljórnarskiftin síðuslu og stjórnmálahorfur. Látinn er 9. þ. rn. á Landakolsspítalan- um í Reykjavík, skáldið Jón S. Bergmann, eftir 10 vikna legu. — Jón var með beztu vísnaskáldum þfóðarinnar og liggja eftir hann margar gullfallegar vísur, þó mein- legar séu þær sumar. — Jón varð 53 ára gamall. Kristján Kristjánsson söngvari syngur í Akureyrar Bíó n. k. mánudagskvöld kl. 9. — Ný söngskrá. — Frú Kristín Matthías- son aðstoðar. Kaupcndur Islendings í Glerárþorpi geta til hægðarauka borgað blaðið til Þorsteins G. Hörgdals á Eyri Ranghermi var það í síðasta blaði að séra Friðrik Rafnar hafi haldið guðsþjón- ustu í skólahúsinu í Glerárþorpi. — Bland- aðist þar málum Lögmannshlíðarmessan. Esja kom á miðvikudaginn að snnnan og vestan. Meðal farþega hingað var séra Stanley Melax á Barði í Fljótum, og séra Sigurður Einarson úr Flaley á tíreiðafirði. Dronning Alexandrine kom í gærkvöldi. Hafði margt farþega. M. a. Eggert Claes- sen bankastjóri, séra Sveinbjörn Höguason, Einar Olgeirsson kennari og frú, Stefán Stefánsson cand. jur., Fagraskógi, frú María Porvarðardóttir, Garðar Þorsteins- son, cand. jur., Vilmundur Jónsson læknir, ungfrú Kristín Thoroddsen, ungfrú Val- gerður Björnsdóttir, Þorsteinn M. Jónsson kennaii, Theodor Lilliendalh símritari og Arnór Sigurjónsson skólastjóri. Singers-saumsvélar eru beztar. Fást hjá Sigmundi Sigurðssyni. Saumar Undirrituð tekur að sauma kjóla og kápur á dömur og telpur — eilinig drengjaföt. Magnúsina Kristinsdóttir. Brekkugötu 25 (uppi). | Ryels Verslun. Beztu vetrarfrakkarni, karl- manna-, ungl,- og drengja- föt, kvenkápur, regnkápur og allskonar fatnaður ytri sem innri fæst hjá Ryel. Ágæt rúmstæði frá kr.20,00, Afbragðs boldang, sængur- veraefni og lakalérett. Khakitau, sérlega fallag fata- efni og fatashevioth, er nýkomið. Athugið: Á allri eídri vöru gef eg a!t að IO°/o afslátt. Baldv. Ryel. r r Utvega Leður-Klub-Möblur Myndir og leðurtegundir til sýnis i verzlun J. S. Kvaran. Kartöflur nýjar — á 10 kr. pokinn hjá Alfreð Iónssyni. GÆRU R kaupi eg hæzta verði fyrir peniuga og vörur. Alfreð Jónsson. Herbergi, helzt með miðstöð, fyrir einhleypa vantar. Indriði Helgason. 0íuH og reglusamur unglingur getur fengið atvinnu við búðarstörf til nýárs. Elcktro Co, Fæði og húsnæði geta 2 menn fengið hjá mér í vetur. Á hentugum stað fyrir skólapilta Talið við mig sem fyrst. fón Norðfjörð. Til leigu frá 1. okt. stofa og hliðarherbergi með miðstöðvarhita. R- v. á.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.