Íslendingur


Íslendingur - 09.03.1928, Blaðsíða 1

Íslendingur - 09.03.1928, Blaðsíða 1
TaísímS 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29. XIV. árgangur. Akureyri, 9. mars 1928. 10. tölubl. Hver er munurinn? Síðan að steinolíueinkasalan var lögð niður og fyrirsjáanlegt var, að enska olíufjelagið »Britis/i Petr- oleum Co.«, sem hefir haft Jafnað- armannaforingjann, Hjeðinn Valde- marsson, o. fl. stólpagripi flokksins og Framsóknar í þjónustu sinni, yrði ekki lengur eitt um hituna hjer á Iandi, hvað olíuverslunina snerti, hefir Verkamaðurinn hjer á Akur- eyri annað veifið fengið hálfgerð tryilingsköst af reiði og gremju yfir þeirri tilhugsun, að vildarvinir og flokksmenn blaðsins kynnu að rnissa spón úr askinum sínum við það, að samkepni kæmist á um olíu- verslunina. Hefir svo blaðið í þessu ástandi ausið úr skálurn reiði sinn- ar yfir íhaldsflokkinn, sem það telur aðallega eiga sök á því, að versl- unin var gefin frjáls og þungbærri einokum Ijett af þjóðinni. í síðasta Vkm. er tryllingskastið með versía móti, og gengur það nú aðallega út yfir Magnús Ouðmunds- son fyrv. atvinnumálaráðherra, sem blaðið telur þess valdandi, að »Shell- olíufjelagið« hafi fengið fótfestu hjer á landi, — og þannig gert sam- kepnina við »Britsh Petroleum Co.« mögulega. — M. O. hafi veiið skjótur að veita fjelaginu aðsetur- heimildina og Ieyfi tii að eignast land við Skerjafjörð. — Má ráða af blaðinu, að það hafi verið M. O. eða ríkissfjórnin, sem seldi fjelag- inu land þetta, en ^vo er ekki. Landið var einstaklingseign og selt af eigandanum. — Hvort M. G. hefir verið skjótur á sjer eða seinn að veita heimildina, skiftir iitlu máli, og fyrir ráðherra, sem fylgdi þeirri stefnu, að samkepni í verslun væri okkur heillavænlegust, var auðvitað sjálfsagt að veita heimildina. — En M. G. drýgir síðar, eftir að hann er hættur að vera ráðherra, þá höf- uðsynd í augum blaðsins, að gerast lögfræðislegur ráðunautur fjelagsins og gerisi svo 2000 kr. hluthafi í íslandsdeild þess. Það á að kóróna ósómann (í). . Keppinautur Shell-fjelagsins hjer á landi, »British Petroleum Co.«, hefir fyrir aðalumboðsmann sinn Jafnaðarmannaforingjann Hjeðinn Valdemarsson. Sölufjelag hefir það sett hjer á stofn, erkallast »Olíu- verslun íslands hf« í þeim fjelags- skap eru auk Hjeðins: Magnús Kristjánsson fjármálaráðherra o. fl. nákomnir þeim í pólitík. Ef Vkm; telur ástæðu að áfella M. G. og segja, að hann gangi erindi erlendra auðhringa, hvað þá um Hjeðinn og núv. fjármálaráðherra ? Hlýtur ekki sami áfellisdómurinn að lenda á þeim? Er nokkru lakara að reka eiindi Shell-fjelagsinsheldur en British Petroleum Co? Hafi M. G. gert sig sekan um óhæfu, þá hafa þeir Hjeðinn og núv. fjármálaráðh. ekki gert það síður. Ætti Vkm. að hafa það hugfast næst þegar hann þenur sig. Sölufjelag Shell-fjelagsins heitir »H.f Olíusalam. Er höfuðstóll þess, eða íslandsdeildarinnar, samkv. tilk. í Lögbirtingi, hálf milj. kr. og rúm- ur helmingur höfuðstólsins talinn íslenskur. Segir Vkm. svo frá, að við rannsókn hafi það komið í Ijós, að 6 þús. kr. sjeu 3. manna eign, en 244 þús. kr. sjeu á nafni eins manns, Björgólf Ólafssonar læknis og eiganda Bessastaða. Hafi hann ekki innborgað þá upphæð enn þá, en sagt, að hann ætti að fá pen- ingana lánaða frá Shell-fjelaginu og það eigi svo aftur að fá hlutahrjef sín að veði. — Hvað hæft kann að vera í þessu, veit ísl. ekki, en veit hinsvegar, að Björgólfur læknir er maður stórauðugur. Er hann fyrir skömmu kominn hingað til lands eftir margra ára dvöl á Indlands- eyjum, þar sem hann afiaði auðs síns. Hann mun vera m. a. all-stór hluihafi í hinu erlenda Shell-fjelagi. Gætu það ekki verið þeir hlutir hans, sem hann byði að veði, og hvað væri þá að athuga við lántökuna? En hvað um sölufjelag British Petroleum Co, — »OIíuverslun ís- lands h.f.« — sem þeir Hjeðinn og fjármálaráðherra eru hluthafar í. Hvernig er hlutunum skift, og hvað mikið innborgað? Fjelag þetta hefir ekki enn þá þorað að skrásetja sig og dómsmálaráðherra hefir ekki fundið köllun hjá sjer tii þess að rannsaka, hvernig -að fjelagsskap þessara vina sinna væri háttað. En það hefir sýnt sig, að svo háð er það útlenda fjelaginu, að það hefir ekki getað tekið smáákvarðanir, án þess að spyrja það um leyfi. Sje leppmenskan nokkurstaðarauðsæ, þá er hún þar. — Að öðru leyti virð- ist munurinn á afstöðu fjelaganna til ísl. þjóðarinnar lítill. »Alstaðar út um heim hafa olíu- hringarnir, með afskiftum sínum af stjórnmálum, markað feril sinn með mútum, ofbeldi og hverkyns brögð- um,« — segir Vkm. — Hjeðinn varð fyrstur manna til þess að semja við olíuhring, er hann seldi olíuverslun landsins á leigu um árið, og hann hefir verið umboðsmaður þess hrings síðan. Var honum mútað ? Eftir þessari - kenningu Vkm. væri það eðlilegast, — því að ekki var einkasölusamningurinn okkur til gróða. Varð til þess að láta landsmenn blæða ufn alt að 2 milj. kr. þann tíma, sem Jiann var í gildi. Er því ekki að undra, þó að Vktn. vilji, að hann komíst aftur á. Vkm. dregur upp skelfingarmynd af hættunni, sem þjóðinni muni stafa af Shell-hringnum. En er hættan nokkru minni, sem stafar af Anglo Araa/Mningnum, sem Brit- ish Petroleum Co. er sölufjelag fyrir? Ekki er það sýnilegt, og víst er um það, að fyrir okkur er það margfalt betra, að tveir hringir eða tvö fjelög keppi um olíusöluna hjer á landi, heldur en að hún sje öll í höndum eins fjelags. Samkepnin tryggir okkur lágt eða sanngjarnt AKUREYRAR bio Laugardags- og sunnudagskvöld kl. 872: Hefnd leikkonunnar. 6 þátta kvikmynd úr hringiðu stórborgalífsins. Aðalhlutverkið leikur: ANNA Q. NILSSON Börn fá ekkí aðgang. verð, þar sem einveldissala einstaks fjelags hnepti þjóðina í einokunar- fjötra og okraði á olíunni. Við höfum reynsluna fyrir okkur í þessum efnum, og það dýrkeypta reynslu. 00 ALÞINGI. Fjárlögin. Fjárlögin eru nú til 3. umr. í Nd. Fjárveitinganefnd deildarinnar hafði haft þau til meðferðar í fullar 5 vikur. Helstu breytingar, sem hún gerði á frv. stjórnarinnar, voru að hækka ein- stöku liði í tekjuáætluninni um 600 þús. kr,, og lækka jafníramt aðra um 300 þús. kr., svo að hin ráunverulega tekjuhækkun kom til að nema 300 þús. kr. — Útgjaldabálkinn vildi nefndin hækka um tæp 306 þús., eu Iækka hann á öðrum sviðum um tæp 15 þús. Útkoma fjárlaganna, eins og nefndin gekk frá þeim, varð sú, að tekjuafgangur var áætlaður tæp 38 þús. kr. — Yfirleitt var lítið nýtt i tillög- um nefndarinnar. Helstu hækkunar- liðirnir voru leiði jettingar á fjárlagafrv. stjórnarinnar, svo sem aukinn reksturs- kostnaður til geðveikrahælisins á Kleppi og hækkun styrks samkv. jarðræktar- lögunum, úr 140 þús. kr. í 260 þús. — Framlag til verklegra framkvæmda sá meiri hluti nefndarinnar (Framsókn- armennirnir og Jafnaðarmaðurinn) sjer ekki fært að auka, en á frv. voru þær fjárveitingar mikið lægri en verið hafði á tveimur undanförnum þingum. Vildi meiri hlutinn bíða, þar til sjeð væri, hver afdrif yrðu tekjuaukafrumvarpa þeirra, er fyrir þinginu liggja. — Minni hluti nefndarinnar, íhaldsmennirnir tveir, voru óánægðir. Pótti sem von var, að verklegar framkvæmdir, sjer- staklega n sveitum, hafi orðið illa út undan hjá stjórninni og Ijetu þess vegtra fylgja nefndarálitinu svofeldt yfirlýsingu: »Auk þess, sem við áskiljum okkur rjett t l að beia fram breytingait llögur til lækkunar við nokkra liði fjárlaga- frv. nú víð 2. umr., viljum við, í til- efni af því, sem tekið er fram í nefnd- arálitinu, láta þess getið, að við mun- um við 3. umr. bera fram tillögur um hækkun fjárframlaga til verklegra fram- kvæmda (samgöngubóta), jafnvel þó af því kunni að leiða nokkurn áætlaðan tekjuhalla á fjárlagafrv., með því að við lítum svo á, áð þessar framkvæmdir sjeu miklum mun brýnni og eigi að ganga fyrir þeim framkvæmdum, sem stjórnin leitar nú heimildar fyrir hjá þinginu með sjerstökum lögum og nenía margfalt hærri .upphæð. Jón Sigurðsson, Pjetur Ottesen.* Ftestum styrkbeiðnutn einstakra manna og fjelaga vísaði nefndin á bug. — Við 2. umr. komust Iitlar breyt- ingar að. Framsögumenn voru Fram- sóknarmeunirnir tngólfur Bjarnarson og Bjarni Ásgeirsson. — Búist er við, að 3. umr. verði iokið um miðja næstu viku, og að fjárlögin komist lítið breytt, frá því sem fjárveitinganefnd Nd. skyldi við þau, til Ed. — Heimiidir þær til fjárframlaga, sem stjórnin fer fram á að þingið veiti með sjerstökum lögum — og ekki koma til greina á útgjalda- dálki fjárlagafrumvarpsins — nema rúmlega >/2 uiilj. kr, Eldhússdagurinn. Eldhússverkin voru að þessu sinni næturvinna. Byrjuðu »e!dhússumræð- urnar* að kvöldverði loknum þ. 28, f. m. og hjeldu áfram til kl. 3 um nóttina. Var svo aftur byrjað næsta kvöld og haldið áfram til kl. 8 um morguninn 1. mars. Eru það lengstu eldhússræður, sem haldnar hafa verið SBBBBa Nýja Bió BBBBBH Laugardagskvöld kl. 8V2: Rakarinn grát-glaði. Afarspennandi gamanmynd í 6 þáttum. Tekin af Nordisk Film Co. Aðahlutverkin eru Ieikin af vinsælustU skopleikurum Kbh.: Gissemann, Arne Weel, Carl Fischer o. II., sem eiga auð- velt með að fá menn til að hlægja. Sunnudag kl. 5: Barnasýning. Rakarinn grát-glaði Aðgangur 25 aurar. Sunnudagskvöld kl. 8V2: V a I e n c i a. Hrífandi ástarleikur, sem gerist á Spáni. Sýnir Irann aðdáan- lega liinar ofsafengu og kvikulu ástríður spánverskra kvenna. — Myndiri er bönnuð fyrir börn. Aðaihlutverkið leikur: M A E M URRA Y.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.