Íslendingur - 09.03.1928, Blaðsíða 2
2
ISLENDINGUR.
á Akureyri.
Gagnfræðapróf hefst 18. maí n. k., árspróf fyrsta
og annars bekkjar byrjar 5. maí og inniökupróf
fyrsta bekkjar 15. maí.
Nýnemar skili skírnar- og bölusetningarvott-
orðum, er þeir koma til prófs.
Gagnfræðaskólanum á Akureyri, 7. mars 1928.
Sigurður Quðmundsson.
Tilbúinn ábur
útvegum við í vor eins og að undanförnu. — Æskilegt að
pantanir kæmu sem fyrst.
á Alþingi, enda var aðstaðan nokkuð
óvenjuleg. Stjórnarskifti farið fram
milli þinga og fann því núv. stjórn
ástæðu til þess, að áfella fyrirrennara
sína fyrir aðgerðir þeirra frá því í
fyrra, engu síður en núv. stjórnarand-
stæðingar núv. stjórn fyrir aðgerðir
hennar. Bar því margt á góma. En
lítilfjörlegar þóttu aðfinslurnar í garð
fyrv. stjórnar og voru þessar helstar:
Afskifti fyrv. atvinnumálaráðherra af
Shell-fjelaginu og það, að hafa afhent
Oddfellow reglunni yfirráð »ThorkiIIe-
sjóðsins*. — Sagði Jónas dómsmála-
ráðherra í því sambandi, að Oddfellow-
reglan hefði gert sig seka í fjárdrætti,
en æðsti tnaður reglunnar hjer á landi
er fyrv. fjármálaráðherra Framsóktiar,
Klemens Jónsson. — Aftur voru það
þungar sakir, sem bornar voru á núv.
stjórn, aðallega þó dómsmálaráðherra.
Var honum borið það á brýn og rök
færð fyrir, að hnnn þverbryti lands-
lögin. Voru það aðsllega varðskipa-
lögin frá síðasta þingi. Var þingmað-
ur Vestmannaeyinga, Jóhann Jósefsson,
þungorður í garð ráðherrans fyrir þær
aðgerðir hans. Spurði að 6Íðustu:
»Hvað vetður úr rjettarörygginu í
landinu, þegar sjálfur dómsmálaráð-
herrann þverbrýtur lög landsins og
rjett starfsmannannape Dómsmálaráð-
herra kvaðst alveg hissa, hve þingmað-
ur Vestmanneyinga gerði mikið veður
úr litlu máli, og kom það Magnúsi
dócent til að segja: »Alveg bloskrar
mjer, er dómsmálaráðherrann talar um
það sem Iítið mál, er hann brýtur
lögin, og viðurkennir, að hann hafi
brotið þau. Hann kallar þetta smámál,
en mjer er spurn, hvað er stórmál, ef
ekki það, er yfirmaður laga og rjettar
stendur frammi fyrir þingheimi staðinn
að lögbrotum.« — Pessu svaraði svo
Jónas með fúkyrðum einum. Fram-
koma dómsmálaráðherra í landhelgis-
málinu var einnig vítt harðlega, aðal-
lega af Jóhanni Jósefssyni og Ólafi
Thors. Benti hinn síðartaldi á, að
tvent hefði ráðherrann aðhafst í mál-
inu : Unnið að því, að eigi fengjust
framvegis bestu menn sem skipstjórar
á varðskipin og gert þeim erlendu
stjórnmálamönnum erfitt fyrir, sem emi
tækju málstað okkar, þegar erlendir
Iögbrjótar kærðu okkur, með því að
halda því fram, að íslenskir togarar
gætu því nær óáreitt'r haldist við í
landhelgi; væru því ekki jaínir fyrir
lögunum og þeir útlendu. — Ráðherra
svaraði Ói. Th. svívirðingum einum :
Kallaði hann óvita, halanegra, skræl-
ingja og götustrák. — Ólafur kvað
framkomu ráðherrans á fjölmörgum
sviðum vera ósamboðna siðaðri þjóð.
Gengismálið, utanríkismál, »Titan«-
sjerleyfíð, starfsmannafjölgun, sam-
göngumál o. fl. bar á góma í »eld-
hússumræðunum* — og síðast, en ekki
sfst, HnifsdalsmáliÖ. Leiddi Jón Auð-
unn Jónsson það jnn í umræðurnar.
Hafði hann ekki áður haft tækifæri til
að tala um málið, þótt það snerti hann
mest allra þingmanna. í umræðum
um málið hafði dómsmálaráðherra
verið með aðdrótlanir í garð J. A. J.,
talað um »sekíarfulla« aðstöðu hans
til málsins og að hann (J. A, J) hafi
komiö fram í rjettinum »eins og s.ek-
ur ofstopamaður*. Ressu svaraði J.
A. J. meðal annars:
sRegar þess er gætt, að það er
dómsmálaráðh. sjálfur, sem viðhefir
framantaldar aðdróftanir að mjer og
önnur ósöun ummæli um kjósendtir í
Norður-ísafj.sýslu — jeg undanskil hjer
þá, sem sekir kunna að reynast — þá
finst mjer jeg geti á engan hátt svarað
hv. dómsmrh. fyrir sjálfan rnig og
kjósendur í N.-ísafj.sýslu með öðru
en þessu:
Jeg býð hjer með dómsmrh. — eða
öllu heldur heimta af honum, ef það
ekki álíst of freklega að orði komist
við hæstv. dómsmálaráðherra — að
hann láti fram fara opinbera rannsókn
á því, hvern þátt jeg hafi átt í kosn-
ingafölsunarmáli því, viðkomandi kosn-
ingunni í Norður Isafjaiðarsýslu, sem
um hríð hefir verið undir rannsókn.
Rannsóknardómara ráði ráðherrann
sjálfur og sjeu rjettarhöldin opinbir
og almenningi heimiluð nærvera þar.
Jeg borga allan kostnað, sem af
rannsókn þessari leiðir, ef jeg af dóin-
stólunum fiust sekur við kosningalög-
in eða hegningarlögin, ella borgi ráð-
herrann sjálfur allan þann kostnað.
Eins og gefur að skilja, legg jeg niður
þingmensku, ef jeg reynist sekur, en
ráðherrann leggi niður þingstarf, ef jeg
ekki reynist sekur.
Þetta kalla jeg »fair play«.«
Er J. A. J. hafði lokið ræðu sinni,
var Jónas dómsmálaráðh. orðinn bál-
vondur. Hann hrópaði yfir salinn til
Jóns m. a. þessum orðum:
»ÆUi þjófarnir ættu ekki að fara að
ráða í landinu.«
Síðar svaraði ráðherra því, að sjer
kæmi ekki til hugar, að láta fara fram
rannsókn á ný, hvort nokkurt sam-
band væri milli J. A. J. og falsananna,
og það jafnvel ekki, þótt J. A. J. slak-
aði svo á kröfu sinni, að ráðh. þyrfti
engu öðru að tína en penihgunum til
rannsóknarinnar. Honum fanst það ó-
bærileg hugsun, ráðherranum, að hann
yrði, framini fyrir rannsóknardómara,
látinn standa við orð sín.
Hinir ráðherrarnir voru lítið í eld-
inum. Fjármálaráðherrann hjelt aðeins
eina ræðu, aðallega um gengismáiið,
og var framkoma hans óaðíinnanleg,
en forsætisráðherra þótti of ómerkileg-
ur tii þess að á hann væri deilt að
ráði. Er sú skoðuíi alment að festa
dýpri og dýpri rætur, að hann sje
aumastur allra þeirra ráðherra, er verið
hafa hjer á landi.
Jafnaðarmenn leiddu eldhússdags-
ræðurnar að mestu hjá sjer, nema hvað
Haraldur Guðmundsson lýsti velþókn-
an sinni yfir stjórninni.
Ýms mál.
Frv. um útflutningsgjald á síld kom
til 2. umr. í Ed. á miðvikudaginn.
Meiri hluti fjárhagsnefndar vill Iækka
útflutningsgjald á saltaðri síld úr kr-
1,50 niður í kr. 1,00, en frumvarpið
gerði ráð fyrir lækkun í 75 aura.
Einnig vill meiri hlutinn hækka út-
flutningsgjaldið á síldarmjöli um helm-
ing, en frv. gerði ráð fyrir þrefaldri
hækkun. Minni hlutinn vildi hvorki
breyta útflutningsgjaldinu af saltslld eða
síldarmjöli. Ingvar og Björn Kr. vildu
fella það ákvæði frumvarpsins, að ekk-
ert gjald skyldi greitt í ríkissjóð af
síld seldri til Rússlands eða á annan
nýjan matkað, ef verðið væri undir
25 kr. tunnan, komin i skip hjer við
land. Jón B. Idv. vildi samþykkja á-
kvæðið. Breytingatiliögur meiri hlut-
ans (Ingvars og Jóns í fyrra tilfellinu
,og Ligvars og B. Kr. í því síðara)
voru allar samþyktar og frumvarpinu
vísað þánnig breyttu lil 3. umr. —
Frumvarpið um að Ieggja 3% útflutn-
ingsgjald á síldarlýsi til viðbóíar þeim
P/2%, sem nú er golúið af þcirri
vöru, komst þannig breytt til 3. umr.,
að hækkunin nemur aðeins helming.
— Stjórnin hefir borið fram frv. til
fjáraukalaga fyrir árið 1927 og frv. til
heimildar veðdeild Landsbankans að
gefa út tiýjan flokk bankavaxtabrjefa.
Ásgeir og Magn. Guðm. flytja frv.
um, að lánfjelag verði myndað hjer á
landi í þeirri tilgangi, að veita lán gegn
veði í fasteignum, á svipuðum grund-
velli og fasteignalánsfjclög erlendis. Er
fjármálaráðherra heimilað, að veita fje-
lagi þessu, ýms hlunnindi samkv. 2.
og 4. gr. frumvarpsins. Segja flutn-
ingsmenn, að Nordisk Trust Co. hafi
veitt ádrátt um, að kaupa og hjálpa
til að afsetja alt-mikið af verðbrjefum
fjelagsins, verði það stofnað.
Stofnun síldarbræðslustöðva var til
3. umr. í Ed. í gær. Jón Porláksson
bar frani brtt. um, að ríkisstjórninni
skuli heimilað, að selja samlagi eða
samvinnufjelagi útgerðarmanna, ef það
æskir og setur næga tryggingu, þær
bræðslustöðvar, er bygðar kunna að
verða fyrir op:nbert fje. Var hún sam-
þykt með all-miklum atkvæðamun. —
Frv. um vörufoll þannig breytt, eftir
2. umr. í Ed., að nú er aðeins utn
að ræða tollhækknn á kolum, steinolíu
og tunnum. — Frv. um eftirlit með
vjelum og verksmiðjuin afgreitt sem
lög. — Hjeðinn ber fram nýtt frv. um
styrk úr ríkissjóði til að bæta úr hús-
næðiseklu í kaupstöðum.
Ur heimahögum.
Kirkjan. Messað kl. 11 f. h. á sunnu-J
daginn.
Skólaháíið. Oagnfræðaskólinn efndi til J
veislu og gleðskapar á laugardagskvöldið \
3. þ. m. og bauð þangað ýmsum af borg- ij
urum bæjarins. Voru veitingar hinar risnu- -
legustu og skemtun hin besta. Skólinn
hafði verið mjög smekklega skreyttur og
skólastofunum breytt í fagra samkvæmis-
sali. Yfir borðum voru margar ræður
haldnar, bæði af nemendum og kennurum.
Gat Brynleifur Tobiasson tn. a. þess, að
þessi skólahátíð væri haldin þennan dag
vegna þess, að það væri fónsmessa, hin
fyrri, helguð Jóni Ögmundssyni, hinum
helga Hólabiskupi. En hann hefði sem
kuunugt væri fyrstur sett skóla á stofn á
Hólum. Hefði nú Oagnfræðaskólinn á-
kveðið, að minnast þessa dags árlega með
hátíðahaldi, þar sem skólinu væri nú orð-
inn arftaki hins forna Hólaskóla. — Qant-
anleikurinn „Upp til selja“ var einn liöur
skömtunannnar, Skemti hann mönnunt hid
besta. Einuig var skemt með kórsöng og
tvísöng ogsvostiginn dans fram á morguu.
Bæjarsljórakosningin. Samkvæmt úr-
skurði Stjórnarráðiins eru það bæjarbúar,
en ekki bæjarstjórn, sem kýs bæjarstjóra.
Er nú stöðunni slegið upp til umsóknar
að nýju.
Byggingafulltrúinn. Á bæjarstjómar-
fundi á þriðjudaginn var lcosinn bygginga-
íulltrúP fyrir bæinn. Umsækjendurnir
voru 3: Sigtryggur Jónsson byggingameist-
ari, sem verið hefir í byggingarnefnd bæj-
arins í 27 ár og byggingaráðunautur hin
síðustu árin, Eggert St. Melstað slökkvi-
liðsstjóri og Halldór Halldórsson bygg-
ingafræðingur frá Garðsvík. — Iðnaðar-
mannafjel. Akiy;eyrar lagði eindregið til,
að Sigtryggur yrði kosinn, en úrslitin urðu
þau, að Hatldór varð fyrir valinu. Kosn-
ingu varð að ívítaka. j fyira sinn fengu
þeir Sigtryggur og Halldór 4 atkv. hvor
og Eggert eitt. Var svo kosið á milli
hinna fyrnefndu og fjekk þá Halldór 5
atkv., en Sigtryggur 4. — Var honum
þannig launaður meir en aldarfjórðungs-
starfi fyrir bæinn.
Stúkan „Akureyri“ hjelt ársafmæli sitt
á mánudagskvöldið. Var það hið ánægju-,
legasta. Þótt slúlkan sje fremur fánienn
hefir hún góðum kröftum á að skipa.
Skipakomur. E.s. »lsland« kom á sunnu-
dagskvöldið frá útlöndum og Rvík. Meðal
farþega voru: Aage Schiöth cand. pharm,,
Qunnar Schram símastjóri, ungfrúnnar
Ásta Norðmann og Laufey Lilliendahl,
Einar Methúsalemsson og frú, og umboðs-
salarnir Páll Oddgeirsson og Wilhelm
Jensen. Hjeðan tók sjer far til útlanda
Steinþór Ouðmundsson klæðskeri og til
Reykjavíkur Stefán Jóhann Stefánsson lög-
maður og frú hans og Björn Steffensen
éndurskoðari og Karl Nikulásson konsúll.
— »Lagarfoss« og »Nova« komu á þriðju-
daginn og »Esja« í gærmorgun. Með
»Nova« var á ferð tii Reykjavíkur Ouðm.
Friðjónsson skáld.
Látin er í Reykjavík frú Sigþrúður Ouð-
mundsdóttir, kona Björns Kristjánssonar
alþm. Var húri tvígiít. Fyrri maður henn-
ar var Jón Steffensen verslunarstjóri í Rvík
og er Valdemar læknir hjer í bænum af
því hjónabandi. Frú Sigþrúður var hin
mætasta kona og þótti foikunnar fríð á
yngri árum síuum. Hún var hátt á sjötugs-
aldri, er hún Ijest.
Alþýðufyrirlestur, »Úr Englandsferð*,
ffytur Steingr. læknir Matthíasson á sunnu-
daginn kemur (11. þ. m.) kl. 4 e. h. í
Samkomuhúsi bæjarins.