Íslendingur


Íslendingur - 25.05.1928, Blaðsíða 3

Íslendingur - 25.05.1928, Blaðsíða 3
ISLENDINGUR 3 Björn Kristjánsson. Neuerwall 63 Hamborg 36. Símnefni: ISBJÖRN. Stmi: C 4 Dammtor B368. Selur flestar íslenskar afurðir í umboðssölu. Útvegar allskonar verslunarvörur frá Þýskalandi. -----------------------------------------3- OTTO ERHAED MÖMCKEBERGSTR. 17. HAMBURG 1. K A U P I R allar íslenskar afurðir. S E L U R allskonar útlendar vörur. Umboðsmaður: Þorvaldur Sigurðsson, Hafnarstræti 103 Akureyri. 2. Hvítasunnudag gengst kvenfjel. »Framtíðin« fyrir merkjasölu, kaffiveitingum í barna- skólanum og fjölbreyttri kvöldskemt- un í Samkomuhúsinu, alt til ágóða fyrir Gamalmennahælissj. Akureyrar. Akureyringar! Sýnið í verkinu að stofnun gamalmennahælisins sje áhugamál ykkar. Nefndin. Úr heimahðgum. 1. O. O. F. 1105258'/» = 1. Slys. Nýlega voru nokkrir ungir nieun að þreyta knattspyrnu að Marðarnúpi í Vatnsdat í Húnavatnssýslu. Vildi svo slysalega til, að einn leikandinn hljóp á þann, er knötiinn hafði, með þeim krafti, að hann kastaðist um koll og slasaðist svo að hann beið bana af innan sólarhrings. Hjet sá Eggert Jóhannsson frá Orímstungu. Sildarvart hefir orðið í reknet hjer á útfirðinum og hefir það komið að góðu liði í beituvandræðunum, sem verið hafa. Þorleifur fónsson, þingmaður Austur- Skaftfellinga, er gestkomandi hjer í bænum. Kvöldskemtun Rauðakross-deildarinnar, er haldin var í Samkomuhúsinn á sunnu- dagskvöldið, var ágætlega sótt. Skemt- unin var fjölbreytt og hin ánægjulegasta. Erindi fluttu Steingr. Matthíasson og frú Sigurlína Sigtryggsdóttir frá Æsustöðum, bæði hin snjöllustu. Karlakór söng nokkur lög, er öll tókust vel. Frú Soffía Kvaran las upp 3 kvæði af mikilli list og Jón Norðfjörð söng gamanvísur, er komu áheyrenduin til að hlægja. — Að lokum var stiginn dans fram á nótt. „Luksus“-bíl, af sömu tegund og gerð og stjórnarráðsbíllinn, sem dómsmálaráð- herra Ijet kaupa á dögunum, hefir Bif- reiðastöð Akureyrar fengið nýlega. Verð- ur hann hafður til útlána sem aðrir bílar stöðvarinnar. Stúdentablaðið. Sú breyting hefir orð- ið á útgáfu Stúdentablaðsins, að í stað þess að koma út einu sinni á ári — 1. des. ár hvert síðan 1924 — hefir það ver- ið gert að mánaðarblaði, og hefst sú breyt- ing með 5. tbl., er út kom í síðastl. apríl- mánuði. Ræðir blaðið aðallega áhugamál stúdenta, skóla- og mentamál, en flytur auk þess skáldskap og ritdóma. — Blaðið er hið myndarlegasta að efni og frágangi. Ritstjórinn er Lárus Sigurbjörnsson cand. phil. — Blaðið kostar 50 aura í laususölu, en 5 kr. árgangurinn. Látin er 13. þ. m. að Stóru-Breiðuvík í Borgarfirði eystra húsfrú Sigríður Árna- dóttir, móðir jóns Sveinssonar bæjarstjóra, rúmlega 69 ára gömul. Mæt kona og vinsæl. Skoðunarmenn skipa. Fyrir skömmu stóð sú fregn hjer í blaðinu, tekin eftir Verkamanninum, að skoðunarnrenn skipa í Akureyrarumdæmi væru skipaðir af ríkisstjórninni þeir Oskar Sigurgeirsson, Jóhannes Júliníusson og Kristján Markús- son skipasmiður, — en fregn þessi er röng. Sannleikurinn t máli þessu er sá, að atvinnumálaráðuneytið útnefnir 5. mars, samkv. tillögum bæjarfógeta, fyrverandi skipaskoðunarmenn hjer, þá Bjarna Ein- arsson skipasmið, Óskar og Jóhannes. Síðar gerði ráðuneytið þá breytingu á þessu, þvert ofan í sjálft sig, að setja Kristján í stað Bjarna, en úr þeim skiftum varð ekki, er til kastanna kom, því að Bjarni mun ekki hafa verið fús að láta starfann af hendi, nerna skýrt væri frá ástæðum, og Kristján ennfremur ófús að taka siarfann að sjer. Var Bjarni þá enn á ný skipaður, og er málið þannig til lykta Ieitt og gegna því söinu menn starf- anum til næstu 4 ára og áður, þeir Bjarni, Óskar og Jóhannes. Umdæmið nær frá Ojögratá að Þórhildarvogum í Hjeðinsfirði. i . • . . \ E.s. Nova kom í fyrrinótt og fór laust fyrir hádegi í gær austur um á leið til útlanda. Til Norðfjarðar tóku sjer far ungfrúnnar Sigríður Halldórsdóttir og Ásta Rögnvaldsdóttir. Bókasafnið. Bókavörður, áminnir þá, er hafa bækur að láni frá safninu, að skila þeim nú þegar. Bjarni Bjarnason læknir hefir opnað lækningastofu í Hafnarstræti 93 (uppi), fyrverandi hús Jakobs Karlssonar. Viðtals- tími læknisins er frá kl. 2—4 e. h. Bruni. Árla i morgun brann á Siglu- firði íbiíðarhús Alfons Jónssonar lög- manns. Ibúarnir komust nauðuglega und- an, en því nær engu varð bjargað af innanstokksmunum. liúsið var nýbygt. Sextugur verður Páll Einarsson hæsta- rjettardómari í dag. Björn Kristjánsson, frá Sauðárkróki, hefir stofnsett umboðsverslun í Hamborg. Mun hann vera eini íslendingurinn, sem rekur þar sjálfstæða umboðsverslun. Þar er nijög mikið starfssvið fyrir duglega menn, því að viðskiftin við Þýskaland fara mjög vaxandi. Björn hefir ágætis mentun sem verslunarmaður: Stúdent frá Mentaskólanum og útskrifaður úr verslunarháskólanum i Kaupmannahöfn. Svo var hann tvö ár í Hamborg víð versl- unarstörf, en síðustu 4 árin hefir hann verið við verslun hjer heima. Hann befir reynst mjög ábyggilegur og reglusamur rnaður. A'vö/rfs/iremtonheldur kvenfjelagið „Fram- tíðin“ í Samkomuhúsinu að kvöldi 2. i hvítasunnu og gengst fyrir merjcjasölu um daginn og kaffiveitingum í barnaskól- anum — alt til ágóða fyrir Oamalmenna- hælissjóðinn. Munu bæjarbúar sýna með þátttöku sinni, að þeim er ljúft að hlynna að málinu. lotið tælifærið! Til júníloka p- k. verða til sölu í Hafnarstræti 103 mikið úrval af nýtísku dömu- og barnahöfuðfötum. Komið og skoðið. Lækningastofu hefi jeg ognað í Hafnarstræti 93 (uppi). Viðtalstími kl.2—4 e. h. daglega. Símanúmer 161. Bjarni Bjarnason. E i n s ö n g hjelt Áskell Snorrason 20. þ. m. kl. 5 e. h. í Akureyrar-Bíó. — Á söng- skránni voru 12 lög, flest íslensk, og þrjú af þeim eftir hann sjálfan og höfðu ekki heyrst hjer áður. Eitt af þeim var »Við hafið jeg sat« og heyrðist mjer það eiga mæta vel við efnið og fór hann prýðilega með það. Áskell hefir hljómmikinn og háan tenor, syngur mjög vel eftir efni og hefir skýran framburð orðanna, sem oft vill vanla hjá mörgum söngmanni. Auð- heyrt var að þessu sinni, að Áskell - hefir mjög mýkt og þjálíað hina miklu rödd sína, því að nú söng hann með meiri mýkt og fegurð en jeg þykist áður hafa heyrt til hans. Þess skal getið, að aðsókn var lítil, sem líklega hefir stafað af, að fjölbreytt skemtun var í Samkomuhúsi bæjarins sama kvöldið. M. E. mm Porvaldir Atlasen. Minningarorð. Hann andaðist að heimili sínu á Siglu- firði 26. f. m. Hann mun hafa verið koni- . inn á sjölugsaldur. Ferlivist hafði hann síðastliðið sumar, en var þó engan dag heill heilsu. Með hausts- og vetrarkoin- unni hnignaði heilsu hans, og andlegum og líkamlegum þrótli sem fór aftur, þar til yfir lauk þann 26. f. m. Satt að segja er mjer ekki fullkunnugt um ætterni og uppruna Þorvaldar Atla- sonar. Hann njjjn hafa verið Sunnlend- ingur og flutst hingað á Norðurland laust fyrir eða um síðustu aldamót. Hjer á Akureyri dvaldi hann'uin nokk- ur ár, en flutti svo til Siglufjarðar. Keypti húseignina Baldur þar og rak þaðan útveg nokkurn, og hafði þar greiðasölu, þar til nú fyrir fáum árum. Efni hans voru þá til þurðar gengin, heilsunni mjög aflur- farið, og síðast en ekki síst, ráðskona hans, Helga Jónsdóttir, ekkja Timotheusar Torfa- sonar, formanns á Sauðárkrók, er verið hafði fyrir framan hjá honum til margra ára og reynst honum einslog Æesli maki, var þá fallin frá. Hann saknaði hennar og mintist alla jafnan á hana með trega og þakklæti. Þorvaldur Atlason var vel gefinn, en lítt mentaður maður. Hann var glaðlynd- ur og spaugsamur, ölkær nokkuð, og ein- kennilega skringilegur í orðbragði sínu og tilsvörum. Vakti oft gaman og græsku- lausan hlátur í sínum hóp, en óáleitinn var hann og óhvepsinn. Var oft einkar glatt á hjalla í gamla Baldri, og óvíða hefi jeg vitað rýmra um marga menn, í þröngum híbýlum, en þar. Á yngri árum sínum var Þorvaldur vinnumaður hjá dr. Grími Thomsen á Bessastöðum. Kunni hann frá mörgu að segja af veru sinni þar, og heyrði jeg hjá honum margar smásögur ekki ómerkilegar um dr. Grím, er hann mintist ávalt með ást og virðingu. En þar kyntist hann þéim vandalausum manni, er hann unni mest, og gat aldrei á minst án þess að vikna, en það var Þorlákur Jónsson frá Gautlöndum, uppeldissonur þeirra hjóna og systursotiur frú Thomsen. En hann dó ungur við háskólann í Khöfn. Hann geymdi eins, og lielgan dóm endurminn- inguna um samveru þeirra, og þótti sem hann hefði aldrei kynst ágætari manni. Þorvaidur var bóngóður og greiðvikinn með afbrigðum, og mun að lokum frekar hafa goldið þess en notið. Það er hlýtt og glatt yfir minningunni um Þorvald Atlason í hugum þeirra, er kyntust honum. Hann var einn af þeim fáu mönnum, er jeg hygg að engan óvin hafi átt. S. B. r "1 1 . 1 Nýkomið * i Ryels-verslun: Herrahattar, Húfur, Manchett- skyrtur, Flibbar, Slaufur, Bindi, Pullover, Peysur, Prjónasett mjög ódýr, Kvenkjólar, Kápur, Slæður, Svuntur, Golftreyjur, Jumpers, Lífstykki, Sokkar, allskonar Álna- s vara og ótal margt fleira. Sparið tíma. Sparið peninga. Kaupið góðar, ódýrar og nýmóð- ins vörur hjá Baldvin Ryel. „_______________ j í mjög ódýru og smekklegu úrvali: Manchettskyrtur Bindi Slaufur Sokkar Húfur Hattar linir og harðir. HAMB0R6. SOLO- VJEL 2 HK. með umstýranlegri skrúfu, er til sölu hjer á staðnum nú þeg- ar. Greiðsluskilmálar einkar hag- kvæmir, ef um ábyggilegan kaup- anda er að ræða. Axel Kristjánsson. Tófuhvolpa kaupa undirritaðir háu verði f. h. sRefaræktarfjelags íslands*. Ingimundur Árnason. Páll Einarsson. Girðingastaurar, Gaddavír, Sljettur vír. II. Car! HBepfiiers-versliin.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.