Íslendingur - 22.06.1928, Blaðsíða 3
ISLENDjlNGUR
3
SMURNINGSOLÍUR,
fyrir allar vjelategundir, fyrirliggjandi. Ágætar tegundir.
Verslunin „PARIS” Akureyri.
(Sigv. E. S. Porsteinsson).
Sími 36.
Símn : »París^
Pósthólf 38.
Nýkomið:
hinir margeftirspurðu strigahandskar, vjelareimar, björgunarhringir,
björgunarbelti, slökkviáhöld, presenningar, rúllu hnífabrýni, flögg,
skipasaumur, bátasaumur, »bygning«-saumur, þaksaumur, mótor-
Iampar, prímusar, fiskihnífar, taumar, önglar, línubelgir.
Ostar, pylsur o. m. fl.
VERSLUNIN „P A R I S“, Akureyri.
(Sigv. E. S. Porsteinsson.)
B. S. A. stra£l?ata 3> B. S. A.
Að gefnum ástæðum upplýsist, að 7 manna Buick-bifreiðar eru ekkert
dýrari en 5 manna, þegar þær eru sendar í ferðir, sem beðið er um 5
manna; en um leið vil jeg vekja athygli fólks á Buick-bifreiðum í lengri
ferðir, þar sem þær rúma eins marga og tvær hinna.
Athugið föstu ferðirnar laugar- og sunnudaga,
kl. 8 e. h., að Hleiðargarði og vestur að Bægisá
og þriðju- föstu- og sunnudaga að Kristnesi,
ALTIHINUM P/ÓÐFRÆGU BUICK-BIFREIÐUM.
Virðingarfylst.
Bifreiðastöö Akureyrar.
Kr. Kristjánsson.
Luft-Hansa.
Talið er, samkvæmt sumarferðaáætlun
Luft-Hansa, að flugvjelar fjelagsins muni
fljúga um 40,000 milur á dag sumarmán-
uðina. í sumar hefir fjelagið fiugvjelar
í gangi frá Tempelhof til næstum allra.
höfuðborga álfunnar.
Ólík hjón.
Hjón nokkur, sem heima eiga í Berlín
á Pýskalandi, eru einkennileg að pví
leyti, að stærðarmunur jæirra er óvana-
lega mikill. Bóndinn er 35 ára og er
tæp þrjú fet á hæð, en konan er bara 19
ára og er yfir sex fet á hæð og eftir pví
þrekin. Þegar pau eru einhverstaðar
á gangi og bóndinn verður jjreyttur, sem
auðveldlega getur komið fyrir, þá tekur
hún hann bara upp og heldur á honum.
Óvænt heimkoma.
Lögregluþjónn einn, Smith að nafni, í
Helena, Montana, tók nýlega fastan einn
af meðborgurum sinum, sem hann áleit
að eitthvað væri brotlegur við lögin.
Segir ekki af þessum fanga annað en
það, að hann var svartur að Iit og kunni
því afar-illa, að vera tekinn fastur, svo
að hann rak hníf í Smith en Smith skaut
hann til dauðs. Florida Debro frjetti
þetta og henni datt ekki annað í hug
en að negrinn, sem drepinn var, væri
maðurinn sinn — hann Robert, svo að
hún ljet jarða hann og kostaði miklu til
þess eins og gengur, og að því búnu
krafðist hún að fá útborgaða tífsábyrgð-
ina, sem nam 10 þús. dölum. Eftir nokkra
daga símaði Robert Floridu sinni frá öðr-
um bæ, þar sem hann þá var staddur,
og sagði henni, að hann væri nú á leið-
inni heim. Það datt alveg ofan yfir aum-
ingja konuna. „Hvað gengur að þjer ?“
sagði hún. „Ertu ekki dauður?" —
„Auðvitað er jeg ekki dauður, góða mín,
Það liggur ekki nærri. Jeg hefi verið
burtu um tíma, eins og þú veist, en nú
cr jeg að koma heim til þin.“ — Floridu
leist ekki á blikuna. Hún þurfti að borga
niikinn útfararkoslnað, en fjekk enga
lifsábyrgð. Og svo bættist það enn við
raunir hennar, að þegar Robert koni
heim, þá varð hann æfur og vondur út
af því, að hinn negrinn hafði verið jarð-
aður í bestu fötunum hans, en mest af
öllu sá hann eftir silkiskyrtunni sinni,
setn þarna hafði Ienl á „vitlausum manni."
(F.B.)
Úr heimahögum.
Kirkjan Messað kl. 2 á sunnudaginn.
(Hjeraðsfundur).
/arðarför Caris F. Schiöth fer fram á
morgun frá húsi Ftiðjóns Jenssonar iæknis
og hefst kl 1 e. h.
Aðalfundur Ræktunarf jelags Norðuriands
stendur yfir hjer í bænuni í dag og á
morgun. Ymsir Fyrirlestrar verða haldnir
í sambandi við fundinn og minst 25 ára
starfsemi fjelagsins.
Ldtinn er á hæliuu í Kristnesi Helgi
Kristjánsson, skrautritari, eftir margra ára
veikindi.
Krossaður, Tryggvi Þórhallsson for-
sætisráðlrerra hefir í utanför sinni náð sjer
í tvo stórkrossa. Er hann orðinn stór-
riddari af hvítu rósinni finsku og Leópold-
orðunni belgisku. Áður var Tryggvi and-
vígur krossum,
Sig. Sigurðsson búnaðarmálastjóri er
nýkominn til bæjarins. Situr hann aðal-
fund Ræktunarfjelagsins.
P. Bernburg er kominn til bæjarinsmeð
hijómsveit sína. — Ætiar hann að skemta
bæjarbúum í kvöld og á sunnudagskvöldið.
I kvöld verða hljómletkarnir haldnir í Ak-
ureyrarbíó en á sunnudagskvöldið í Satn-
komuhúsinu og verður þá dans á eftir.
Hljómsveit Bernburgs hefir fengið fmikið
orð á sig, og má því vafalaust búast við
góðri skemtun,
Jón Kristjdnsson veitingamaður hefir
hefir fengið veititigaleyfi í Vaglaskógi í
surnar. Fyrst um sinn selur hann þar veit-
ingar um helgar.
Sambandsþing íslenskra barnakennara
hefst hjer á Akureyri 29. þ. m., en Stór-
stúkuþing 5. júlf n. k. — Verður gest-
kvæmt i bænum þá dagana.
Sveitastjórnarkosning fór fram á Sauð-
árkrók 12. þ. m. — Komu tveir listar
fram, frá íhaldsmönnuin og jafnaðar-
mönnum. Skyldu ,þrír ntenn kosnir —
og komu íhaidsmenn tveimur að, Pjetri
Hannessyni ljósmyndara og Haraldi Júl-
iussyni kaupmanni, og jafnaðarmenn
einum, Pjetri Sigurðssyni söngstjóra.
Fiskafli er stöðugt ágætur hjer við
fjörðinn, — fá bátar 8—15 skpd. í róðfi
og sumir stærstu bátarnir jafnvel þa ryfir.
l
Kvensumarkápur.
Paö sem eftir er sielst nú með
2 5 oío AFSLÆTTl.
V i n n u f ö t.
Allar stærðir af bláum nankinsfötum nýkomið í
Brauns Verslun.
Páll Sigurgeirsson.
Tilkynning.
Jeg undirritaður hefi opnað verslun í Strandgötu 49 hjer í bæ (fyrv.
sölubúð Sam. ísl. versl.) og hefi jeg þar á boðstólum ýmiskonar matvör-
ur, nýlenduvörur o. m. fl. Vinnuföt, nærfatnaður, tóbaks- og sælgætis-
vÖrur o. fl.
Verð og vörugæði mun þola samanburð við verslanir í bænum.
Skipum og skipverjum, sem koma á Oddeyrartanga, og sömuleiðis verka-
fólki, sem sækir atvinnu þangað, er hentugt að versla hjá mjer, enda
munu þar vera margir af mínum viðskiftavinum frá fyrri tíð.
Gjörið svo vel að Iíta á vörurnar. Allir velkomnir.
Einar Gunnarsson.
B. D. S.
Hjermeð tilkynnist þeim íslendingum, sem hafa í hyggju að sækja
sýninguna í Bergen, að fjelagið bíður þeim fargjald þangað fyrir hálft
verð, þó þannig, að ferðin til Bergen greiðist að fullu en heimferðin
verður þeim ókeypis.
Taki hins vegar einhver ferðina heim með skipi frá öðru fjelagi kemur
afslátturinn ekki til greina.
Afslátturinn gildir aðeins fargjald.
Afgreiðslan á Akureyri 22. júní 1928.
Einar Gunnarsson.
H úsnæði.
2 herbergi og eldhús óskast frá 1.
okt. n.k. nálægt Bótinni. Tilboð
óskast fyrir 28. þ. m. R. v. á.
Snurpinót
hefir undirritaður til sölu. Nótin
er notuð, en nýviðgerð og góð.
Leiga getur kornið til mála.
Einar Gunnarsson.
Grimseyingar konui hingað hina átiegu
eggjaferð sína nieð Unni á niiðvikudag-
inn. Hefir varpið að þessu sinni verið
nieð langminsta móti og óvenjulítið af
fugli sótt að eyjunni í vor. Halda Gríms-
eyingar að einhver óáran hafi gripið fugl-
inn, sjerstaklega svartfuglinn, því hann
iiggur lirönnutn saman dauður upp við
strendur landsins.
„Uffe" hefir nýlega lokið uppmokstri
hjer á höfninni, og er á föruin til Siglu-
fjarðar, þar sem iniluð verk bíður hans’
Kerra 09 lanonrind
til sölu
með tækifærisverði.
R. v. á.
0 r g e l-harmonium
til sölu með tækifærisverði.
Nýkomið:
Mikið úrval af
SOKKUM.
Verslun
Pjeturs H. Láruss.