Íslendingur


Íslendingur - 12.10.1928, Side 1

Íslendingur - 12.10.1928, Side 1
XIV. árgangur. Akureyri, 12. okt. 1928. 42. tölubl. Talsími 105. Strandgata 29. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Hinir 9 liðir. Ritstjóri Dags er að burðast með »9 liði« í blaði sínu, sem eiga að sýna vinarhug Framsóknarflokksins til landbúnaðarins og bænda, en jafnframt óvildarhug og jafnvel fjandskap íhaldsmanna. — Eins og vænta mátti af ritstj. Ðags, eru það falskar myndir, sem hann bregður upp í liðum þessum og fjarri sann- leikanum í flestum greinum. Verður reynt að hreinsa þær, svo að þær sjáist í sínu rjetta Ijósi. í fyrsta liðnum segir ritstjórinn, að Tryggvi Pórhallsson og aðrir Framsóknarmenn hafi viljað láta bændur njóta betri vaxtakjara við Ræktunarsjóðinn en orðið hafi; jafn- vel svo góðum, að vextirnir væru aðeins 21/■->%. En íhaldsmenn hafi barist á móti þessu cg getað af- stýrt því. Ftjer er eklci alt ósatt. íhaidsmenn hjeldu því frarn, að vextirnir gætu ekki verið Iægri ,en þeir vextir, sem ríkið sjálft greiddi af lánum sínum. Lægri vextir væru beinlínis gjöf, sem aðrir yrðu að bera byrðirnar af. Og þann metn- að áiitu þeir að íslenskir bændur hefðu, að þeir kærðu sig ekki um ölmusugjaíir. — Sveitastyrkur er t. d. ekkert annað en vaxtalaus lán. — Pætti bændum sæmandi, að vera settir á líkan bekk rneð lánskjör sín? — En annars sýnir sig best, hversu hugur hefir fylgt máli hjá Framsóknarhöfðingjunum, að á síð- asta þingi, er þeir höfðu völdin til að gera sern þeini sýndist í þessum efnum, var engin tilraun gerð af þeirra hálfu til þess að koma breyt- ingum á, svo að bændur yrðu aö- njótandi betri vaxtakjara. Orð þeirra reyndust þannig marklaust glamur, og framkoma þeirra viðurkendi, að íhaldsmenn höfðu valið hina einu heilbrigðu leið. Um Búnaðarlánadeiidina við Landsbankann og Ræktunarsjóðinn eru 3 liðir, og verður þeim öllum gerð skil hjer í einu. Það er rjett, að Jón Þorláksson greiddi atkvæði móti lánadeildarfrumvarpinu, er það var fyrir þinginu, en það var fyrir þá sök, að honum fanst hin fyrir- hugaða lánsstofnun næsta ófull- komin og kæmi ekki að því haidi, er til var ætlast. Gaf jafnframt fyrirheit unr, að leggja fyrir næsta fund frumvarp um stofnun fuli- komnari lánsstofnunar fyrir landbún- aðinn. Saml náði iánadeildarfrum- varpið að komast gegnum þingið og verða að lögum, en ekkert vaið úr frekari framkvæmdum sakirþéss, að stjórn Landsbankans kvað þá svo mikla þröng í búi hjá bankan- um, að hann gæti ekki iagt deiid- inni til fje. Þó nú að ríklsstjórnin gæti sett lánadeiidina á stofn samkv. lögunum, þá gat húri ekki neytt Landsbankann til að leggja meira fje fram til hennar en honum sýnd- ist. Mæltu lögin svo fyrir, að fram- lag bankans til deildarinnar á stofn- árinu skyldu nema »alt að 250 þús. kr.« Það var hámarkið; lágmarkið hvergi nefnt. Landsbankinn gat því Iátið sjer nægja, að leggja einar 1000 kr. til lánadeiidarinnar og hlýtt þó fyrirmælum laganna. Að koma á fót kák-stofnun viidi J. Þorl. ekki og fór að undirbúa grundvöllinn að lánstofnun, er að haldi mætti koma, og er Rækíunarsjóðurinn árangur- inn af verkum hans. Tillögur sín- ar um lánsstofnun handa landbún- aðinum sendi J. Þorl. Búnaðarfjelagi Islands til umsagnar, og fyrir for- göngu Sigurðar búnaðarrnálastjóra var nefnd kosin íil að athuga þær. Samdi nefnd sú síðan Ræktunar- sjóðsfrumvarpið og bygði aðaliega á tillögum J. Þorl. Er á þing kom, var það íhaldsmaðurinn Árni Jóns- son frá Múla, sem mestan veg og vanda hafði af frumvarpinu. Þess vegna verður því ekki neilað, að það er íhaldsflokkurinn, sem hefir haft forgöngu þessa nráis og ber aðallega heiðurinn af framgangi þess. Þá er tilbúni áburðurinn. Lætur Dagur mikið yfir því, hversu mikið þarfaverk Tiyggvi Þórhallsson Irafi unnið bændum með frumvarpi sínu um einkasölu ribuiðarins og flutn- ingshlunnindum, sem þar eru ákveð- in. Segir jafnframt, að íhaldinu hafi verið meinilla við frumvarpið. Það er rjett, að íhaldinu er iila við ( einkasölur, og er það vegna þess, að það áiítur að verðiag verði veira með þeim móli en ef verslunin væri frjáls. Hefir og reynslan sýnt, að svo er. Og um flulningshlunn- indin er það að segja, að eftir lög- unum þá eiga þeir, seni í lcaup- stöðum búa eða nálægt þeim, að fá allan flutningskostnað greiddan, en því fjær sem menn búa kaup- stöðum og eiga erfiðara með að- drætti, því minna eiga menn að fá, og þeir, sern fjærst búa og örðug- ast eiga, fá nrinst eða ekki nema örlítinn hundraðshiuta. — Slík er umhyggja Tryggva Þóihallsonar fyrir bændunum, sem helst þyiftu lrennar með. íhaldsmemr vildu haga flutningshlunnindunum þaiinig, að þau kæmust sem jafnast niður, en fengu því ekki ráðið. Umiiyggja Framsóknarmanna suerist aðallega um kaupstaðina og nágremri þeirra. Er ástæða fyrir bændur að flylja þeim þakkarfórnir fyrir framkom- una ? síhaldsmenn börðust með húum og hnefutn rrióli stofnun Bygginga- og Iandnámssjóðs«, — segir Dagur. Rjett er það, að þeir börðust á nióti fruinvarpsóskapiiaði þeim, sem Jónas Jónsson frá Hiiflu bar frain í þinginu í tvígang, en þeir eiga sinn liluta í þeirri sjóðstofnun, sem nú er að lcomast á legg og ber þetta nafn. Eru það íhaldsmaður- inn Jón Ólafsson 3. þm. Rvíkur og Famsóknarinaðui iun Halldór Stefáns- son 1. þm. N.-Múlasýslu, sem mest ber að þakka sú tilhögun, sem nú hefir fengist. — Jónas á ekkert í lögunum nema sjóðsnafnið og 9. AKUREYRAR BIO I kvöld kl. 81/?,: BLÁU GIMSTEIN ARNIK Glæpamálamynd í 6 þáttum, spennandi og vel leikin. Laugardagskvöld kl. S1/2 M a c i s t e í Sunnudaginn kl, 5: C i r c u s snillingurinn MACISTl hefir ekki verið sýnd f Alþýðusýning! Niðursett verð! Stórkostleg 7 pátta kvikmynd, þar sem snillingurinn MACISTE leikur aðalhlutverkið. Jafn-spennandi mynd hefir ekki verið sýnd hjer. Sunnudagskvöldið kl. 8'/2: Bardaginn við Rauðskinna. Petta er afarspennandi 9 pátta kvikmynd með'bardögum, svikum, brögöuni og allskonar eltingaleik við Rauðskinna. greinina, sem hamr þrörtgvaði inn í frumvatpið á síðasta þingi og sem er einasta skaðsemdarákvæðið í lögunum. Er ákvæði hennar: að aldrei megi selja eign, sem fengið h'efir lán úr sjóðnum, hærra verði en síðasta fasteignamat sýnir, en með því er gengið í berhögg við þá viðleitni síðusiu þinga, að auka arðsvon jarðanna og verðmæti með bættum samgöngum, símum, veg- um og aukinni ræktun á ýmsan hátt. Ekki má heldur leigja eign- ina hærra verði en nemur4°/o lands- verðs, rniðað við fasíeignamat, að viðbættum 2°/° af verði húsanna. Eigendumir eru þannig gerðir ó- frjálsir eigna sinna. Það er innlegg Jónasar í málið. — En þrátt fyrir þessa galla er sjóðsstofnunin þýð- ingarmikil. Og er forsætisriðheira- Tryggvi Þórhallsson þakkar land- búnaðarnefnd starf hennar, mælir hann svoíeidum orðum til fram- sögumanns hennar í málinu, íhalds- mannsins Jóns Ólafssonar: »Sjerstaklega finn jeg þó ástæðu tii að beina þakklæti mínu til hv. frstn. Hann er sá eini, seni ekki hefir persónulega aðstöðu íil þess að láta mál iandbúnaðarins sjer- staklega til sín taka, þar sem hann er sá eini í nefndinni, sem ekki er bóndi, og síundar auk þess annan atvinnuveg. Þó hefir hann slaðið í fremstu röð manna í því, að styðja landbúnaðinn og gekk fram fyrir skjöldu á þinginu í fyrra nieð því að sýna áhuga og rjettan skiln- ing á því þjóðþrifa'máli, sem hjer er um að ræða. Þess vegna vil jeg, sem sjálfkjörinn formaður Bún- aðarfjelags íslands, og fer nú sein stendur með æðstu stjórn land- búnaðarmála, þakka háttv. 3. þm. Rvíkur fyrir lians góðu tillögur, ekki einasta í þessu máli, heldur og öðrtun málum, sem landbúnað- inn varða og hanu lrefir látið íil sín taka á þessu þingi.« — (Alþt. 1928 B. ö. h. 1810). Þessi orð eru mælt til eins úr miðstjórn íhaldsflokksins. Þá er kjöttolismálið. Segir ritstj. að Tryggvi Þórhallsson hafi harð' lega verið víttur af íhaldsmönnum fyrir baráttu sína fyrir að firra bændur Ö00 þús. kr. tapi vegna hækkunar kjöitollsins. Barátta Tr. Þ. lá í því, að hann vildi bjóða Norðmönnum landhelgina í skift- um fyrir lækkun kjöttollsins. Hefði hann féngið þá ráðið, væri landið okkar riú orðið norsk verstöð. íhaldsstjórnin gat leitt kjöttolls- málið farsællega til lykta, án þess að bjóða nokkur fríðindi á móti, en í skýrslu, sem sendiherrann íslenski gaf um kjöttollsmálið, er þess get- ið, að skrif Tryggva Þórhallssonar hafi stórum spilt fyrir við samn- ingstilraunirnar. Þannig var hjálp hans í því máli. I næstsíðasta liðnum er Jón Þor- láksson vittur fyrir stefnu sína í gengismálinu. Það er sania stefn- an og núverandi fjármálaráðherra Framsóknarflokksins hefir verið fylgjandi; sama stefnan, sem stjórn- ir bæði Dana og Norðmanna hafa naaaaHH Nýja Bió ® Laugardagskvöldið kl. 8'/a: g AUar peir, sem gaman hafa af að a sjá afburða ípróttamann, sem lælur | engar hættur eða torfærur hamla n för sinni, purfa að sjá Ilarry Piel i pessari spennandi mytid. a a Sutinudag kl. 5 e. h. | Maðurinn, sem ekki kunni að hræðast. NIÐURSETT VERD. la B“----—-----------------. u a Sunnudagskvöldið kl. 81/*: . I Parísaræfintýri. ® Spennandi ástaræfintýri i 7 páttum. H Aðalhlutverkið: BEBE DANIELS. B

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.