Íslendingur


Íslendingur - 16.11.1928, Qupperneq 1

Íslendingur - 16.11.1928, Qupperneq 1
ISLE NDINGUR Talsími 105. XIV. árgangur. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Akureyri, 16. nóv. 1928. Strandgata 29. 47. tölubl. akureyrAr bio Laugardags- og sunnudagskvöld kl. S1/2 Wínar-valsinn. (An der schönen blauen Donau) 7 þátta þýsk kvikmynd. — Gerist hún í hinni glöðu Wínar- borg; borg danslaganna við hina fögru Dóná. — Það er yfir henni glæsilegur, Ijettur söngva-blær, og enginn, sem sjer hana, gleymir henni nokkru sinni. — Aðsókn að myndinni hefir alstað- ar verið afar-mikil — í Kaupmannahöfn sáu hana tvö hundruð þúsund manns. — Aðalhlutverkin Ieika: LYA MARA og HARRY LIEDTKE. Sunnudaginn kl. 5 síðd: Alþýðusýning. Niðursett verð! C I R K TJ-S. NÝJASTA MEISTARAVERK CHARLIE CHAPLINS. Kaupojaldssireitan á togurunum. Yfir 50% hækkunar krafist. Tíðindin, sem berast frá höfuð- staðnum, eru ískyggileg. Bendir margt til, að togaraflotinn verði að hætta veiðum á næstunni, vegna þess, að samningar náist ekki milli sjómanna og útgerðarmanna um kaupgjaldið; að minsta kosti hefir ekki byrlega blásið með samkomu- lag við undanfarnar tilraunir. Kaupgjaldssamningur Útgerðar- manna- og Sjómannafjelagsins renna út í lok desembermánaðar. Voru þeir samningar gerðir fyrir þremur árum síðan. Kaup háseta var þá ákveðið 235 kr. um mánuðinn, en færi hækkandi eða lækkandi eftir því sem vísitala Hagstofunnar sýndi dýrtíðina vera. Hefir dýrtíðin á tímabilinu þverrað svo, að nú er mánaðarkaup háseta kr. 196,70. — Fyrir lifrarfat var samkomulag þá um 28 krónur, en færi hækkandi eða lækkandi eftir markaðsverði lifrarinnar, og samkvæmt þvf hafa sjómennirnir í ár fengið 23 krónur fyrir lifrarfatið. — Samkvæmt á- kvæðum samningsins skyldi hon- um sagt upp með þriggja mánaða fyrirvara fyrir árslok 1928, af öðr- um hvorum aðila, ella hjeldist hann óbreyttur næsta ár, Sjómannafjel- agiö sagði honum upp á tilskyldum tíma. Síðan hefir stjórn Sjómannafje- Iagsins og nefnd úr útgerðarmanna- fjelaginu setið á rökstólum um nýja samningsgerð, þar til fyrir nokkrum dögum síðan að auðsætt var, að ekkert samkomulag gat náðst, svo mikið bar á milli. Fór þá málið til hins lögskipaða sátta- semjara, sem nú er Björn Pórðar- son hæstarjettarritari. Vinnur hann nú að því, að reyna að miðla mál- um, en sem fiestir eru vantrúaðir á að takist, vegna óbilgirni þeirra manna, sem fara með málið fyrir hönd sjómannanna. Svo að mönnum verði Ijóst, hvernig að málunum horfir við, fer hjer á eftir núverandi kaupgjald, kaupgjald það, sem útgerðarmenn vilja greiða og kaupgjald það, sem Sjómannafjelagsstjórnin krefst að goldið sje: Lágmarkskaup háseta um mánuð- inn er nú kr. 196,70; útgerðarmenn vilja greiða 200 kr„ Sjómannafje- lagsstjórnin krefst 230 kr. — Lág- markskaup matsveina er kr. 258,64; útgerðarmeun vilja greiða kr. 263,- 00, Sjómannafjelagsstjórnin krefst kr. 300,00. — Lágmarkskaup að- stoðarmanna við vjelar er kr. 301,- 32; útgérðarmenn vilja greiða kr. 306,00, Sjómannafjelagsstjórninkrefst kr. 360,00. — Lágmarkskaup kynd- ara er kr. 281,24; útgerðarmenn vilja greiða kr. 285,00, Sjómannafje- Iagsstjórnin krefst kr. 380,00. — Lágmarkskaup óvanra kyndara er 251,10; útgerðarmenn vilja greiða kr. 255,00, en Sjómannafjelagsstjórn- in krefst kr. 320,00. Ennfremur gerir Sjómannafjelags- stjórnin þær kröfur, að bátsmenn fái kr. 325,00 á mánuði, aðstoðar- bátsmenn kr. 290,00, 1. fl. netamenn kr. 290,00, 2. fl. netamenn kr. 265,00 og lifrarbræðslumenn kr. 265,00, en áður hafa menn þessir verið taldir í flokki háseta, en fengið aukaþókn- un fyrir sjerstarfa sinri. Þess er ennfremur krafist, að lifrarbræðslu- menn fái 5 kr. fyrir hver 105 kg. af 1. fl. lýsi og 3 kr. fyrir sama þunga af 2. fl. lýsi, en áður hefir sú þókn- un numið kr. 3,00 og 1,50. — Peg- ar skip stundar ísfiskveiðar, skal skipverjum, öðrum en yfírmönnum, greitt hverjum um sig V*9/o af brúttó-sölu aflans, í stað ‘A0/# sem nú er. Ennfremur helmingur þess andvirðis, sem fæst fyrir gotu og úrgang. Af lifrarfati greiðist 40 kr. í stað 23. kr. sem nú er. Þá er síldveiðin. Eftir núgildandi samningi fengu hásetar 3 aura premíu af máli af fyrstu 2000 mál- unum er veiddust í bræðslu, 4 aura af máli af næstu 2000 málunum og 5 aura af hverju máli úr því. — Nú krefst Sjómannafjelagsstjórnin 5 aura premíu af máli upp að 5000 málum og 6 aura premíu af öllu, sem þar yfir veiðist. Sje síldin sölt- uð, þá 6 aura premíu af hverri tn„ hvort sem að veiðist mikið eða lítið. Heildarhækkun á kaup gjaldinu, eftir kröfum þeim, sem stjórn Sjómannafjeíagsins gerir, nemur 57'/2°/o að því er útgerð- armenn staðhæfa, og telja þeir það meiri hækkun en útvegurinn geti borið, — og sjeu hjer fjörráð á ferðinni við togaraútgerðina. Svo mun og fleirum sýnast. Hvert, sem litið er um heiminn, eru þess hvergi dæmi, að kaupgjald fari hækkandi; það lækkar alstaðar eða stendur í stað, eftir því sem nálgast meir »normal«-ástand ílönd- unum. — Hjá okkur sem annarstað- ar, þverrar dýrtíðin heldur en hitt; kaupgjaldið ætti að fylgja í hennar spor. — Kjör þau, sem goldin hafa verið sjómönnum á íslensku togur- unum eru talin þau bestu, sem greidd eru á nokkrum togurum. Þó eru útgerðarmenn viljugir að bæta þau að nokkru. Togarahásetarnir íslensku hafa haft 2 síðustu árin 4—6 þús. kr. um árið og er það yfirleitt helmingi meira en verkafólk og aðrir sjómenn hafa hjer á landi fyrir ársatvinnu sína. Kröfur forkólfanna í Sjómanna- fjelaginu, sem vitanlega eru gerðar í fullu samræmi við vilja leiðtoga Alþýðuflokksins, keyra fram úr öllu hófi, og þeim er það sjálfum manna best ljóst. En þeir hafa ákveðið markmið framundan herrarnir, og það er þjóðnýting togaranna. Tak- ist þeim að eyðileggja útgerðina t hinni núverandi mynd sinni, liggur ekki annað fyrir, ef hún á ekki alveg að leggjast niður. Og blöð þeirra hafa verið látin tilkynna gleiðletrað, að baráttan væri hafin og tfmi átakanna væri kominn; og stæðu sjómenn út um landið að baki stjettarbræðra sinna syðra, væri sigrinum náð. Að at- vinnuleysi og örbyrgð yrði það, sem aðallega af baráttunni leiddi, þegja blöðin um, en öllum ætti að vera það auðsætt að svo verður, verði togarat'lotinn frá veiðum meirihluta vetrarvertíðarinnar eða lengur, en ekkert er sennilegra en svo yrði, haldi leiðtogarnir fast við kröfur sínar og sjómennirnir taka ekki af þeim ráðin. Þjóðarheildinni skiftir það miklu, að giftusamlega ráðist fram úr deil- unum. Væri óskandi, að sáttasemj- ari bæri gæfu til þess. En það mun þjóðin aldrei láta viðgangast, þó að hart sverfi að henni, að bylt- ing verði knúð fram á þeim vett- vang, sem nú er stefnt að, meðan eins er í pottinn búið og nú er. Og þjóðnýting togaranna mundi aldrei bæta kjör sjómanna, en for- ingjarnir og fínni dátarnir úr póli- tísku fylkingunni mundu vafalaust fá þægilegar og vel launaðar stöður upp úr krafsinu, — líkt og hann Einar okkar við Síldareinkasöluna; — og að því takmarki er í raun- inni stefnt. ■■ Skipsstrand. í aftakaveðri á sunnudaginn strandaði togari fra Orimsby á Mýrdalssandi. Skipsmenn komust á land og náðu bygð- um, en urðu f>ó að skilja einn eftir, sem dó úr vosbúð. Boðorð bolsanna/ Marx, faðir kommúnistastefnunn- ar, sendi lærisveinum sínum svo- látandi boðskap: »FjöIgið öreigunum, fækkið borg- urunum, æsið, tryllið, hatið, svo að byltingin komist sem fyrst á. Augu lýðsins opnast ekki fyrir eymd hans og þrælkun, nema að atvinnnleysi og örbyrgð þrengi fast að honum. Stundarþjáning eru smámunir, hún leiðir öreiganna til framtíðarsælu. — Aukið fjárhagslegt öngþveiti á opinberum sviðum. Ef ríkis- og bæiarfjelagsskuldir vaxa, þá þrengir að borgurunutn og þeir verða óá- nægðir með núverandi þjóðskipu- lag.« Og lærisveinarnir gera sitt ítrasta til þess að breyta eftir boðorðum meistarans, — íslensku larisvein- arnir ekki hvað síst. !■■■■■ Nýja Bíó ■■■■■■ Laugardagskvöldið kl. 81/*! RÝTINGURINN. Sjónleikur í 8 þáttum. Aðalhlutverkið leikur: M 1 L T O N S ILLS. Stórfengleg og spennandi mynd. Sunnudag kl. 5 og 8'/*! VEFARARNIR. Sjónleikur í 7 þáttum. Leikurinn gerist á fyrri hluta 19. aldar í Prússlandi og sýnir baráttu hinna fátæku vefara við verksmiðjueigendur ogauðvald. — Myndin fjallar um það mál, sem efst er á dagskrá meðal þjóðanna, og hefir vakið feikna athygli alstaðar, þar sem hún hefir verið sýnd. Allir þurfa að sjá þessa mynd !

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.