Íslendingur


Íslendingur - 11.01.1929, Blaðsíða 1

Íslendingur - 11.01.1929, Blaðsíða 1
ISLENDINCUR Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29. XV. árgangur. Akureyri, 11. janúar 1929. 2. tölubl. Skúli Thoroddsen. 1859 — 6. jan. — 1929. Sjötugs ára afmæli Skúla Thor- oddsens var 6. jan. s.I. — á þrett- ándanum. — 12V2 ár er nú liöið frá andláti hans — 12. maí 1916 — en enginn fölvi hefir fallið á minn- ingu hans enn og gerir sennilega ekki um langann aldur; — ítök hans í huga og hjörtum þjóðarinnar eru af varanlegra efni en flestra annara síðari tíma stjórnmálamanna vorra; þau eru ekki brotgjörn og á þau fellur ekki ryð. — Sjálfstæðismaður- inn frá 1908 gleymist þjóðinni seint, og það verður alt af bjart yfir minningu hans. ■■ Par sem jafn- aðarmenn ráða. Víðasthvar þar, sem jafnaðar- menn eða bolsar hafa komist til valda, hefir fjárhag ríkisins eða bæjarfjelagsins verið steypt í öng- þveiti, skattar og útsvör hafa orðið að drápsklifjum, sem lamað hafa framtak og getu einstaklingsins og athafnafrelsi til atvinnureksturs þess utan takmarkað á ýmsan hátt, — en eyðslusemin á þjóðar- eða bæj- arbúinu margfaldast, — án þess þó að nokkur vellfðan kæmi á móti fyrir aðra en þá valdhafana og þeirra nánustu. — Búskapurinn hefir verið til. niðurdreps en ekki til viðreisnar eða framfara. Hjer á landi hafa nú jafnaðar- menn komist til valda í nokkrum bæjum, en aðeins í einum þeirra hafa þeir enn sem komið er, haft tíma til þess að búa um sig al- mennilega og sýna afrek sín, og það er á ísafirði. Pess vegna ber að líta þangað eftir fyrirmyndinni. — Er jafnaðarmenn náðu yfirráð- um yfir ísafirði fyrir 7 árum síðan, var hann talinn annar blómlegasti útvegsbærinn á landinu. Par voru þá framfarir miklar og fjörugt at- vinnulíf. Nú er ísaljörður því nær dauður bær. Aðalatvinnuvegurinn er í rústum, skipaflotinn tvístraður og margir af duglegustu og áhugasöm- ustu mönnunum, er þar voru, flúnir bæir.n, aðrir gjaldþrota eða getulitlir, sligaðir undir álögum og óstjórn jafnaðarmanna-stjórnarinnar. Og fjárhagur bæjarins, sem áður var blómlegur, er nú þannig farinn, að bærinn er kominn í botnlaust skuldafen og hefir jafnvel verið sviftur fjárforráðum á sumum svið- um af öðrum bankanum þar, sem er aðal lánadrottinn hans. — Pó að ísafjörður telji 1200 færri íbúa en Akureyri, hafa útsvör þar — heildarupphæðin — verið hærri en hjer og jafnvel verkamenn hafa orð- ið að gjalda tvöfalt hærri útsvör þar en hjer. — í fyrra vetur var svo sorfið að ísfirðingum, að þeir urðu að leita til Alþingis um hjálp til þess að forða kaupstaðnum frá hallæri á næstunni. Samþykti þing- ið, með það fyrir augum, 320 þús. kr. ríkissjóðsábyrgð handa Sam- vinnufjelagi ísfirðinga til þess að geta rekið útgerð og haldið lífinu í aðalatvinnuveg kaupstaðarins. Svo að menn þurfi ekki að vera í efa um, að hjer sje satt og rjett hermt frá, fer hjer á eftir kafli úr ræðu framsögumanns fjárlaganna í Nd,, Framsóknarmannsins Bjarna Ásgeirssonar, er hann mælir með hjálpinni handa ísfirðingum. Sýna orð hans að framanskráð er ekki ofmælt. Farast þingmanninum þannig orð: »Eftir lýsinguin á ástandi kaupstað- arins eru engar likur til annars en að hallæri verði þar á næstu árum, ef ekki verða gerðar gagngerðar breytingar á hðgum þorpsbúa og reynt að koma fót- um undir þessu einu alvinnugrein, sem getur orðið þeim til bjargar. Jeg skal í þessu sambandi benda á það, að ekki alls fyrir löngu voru Gerðahréppi veitt- ar 40 þús. kr., sem hallærislán. Nú eru íbúar Isafjarðar 8 sinnum fieiri, svo að hlutföllin eru í fullu samræmi. Ef það var rjett á sínum tíma aö veita Gerða- hreppi þetta hallærislán, þá er það engu að síður rjett nú að láta ísafjörð njóta sömu hjálpar, til þess að forða honum frá að lenda í sömu for- daemingunni. Jeg fyrir initt leyti er bjartsýnn á, að þetta fyrirtæki hepnist vel, en hinsvegar hygg jeg, að hallæris- lán hafi aldrei verið veitt með þeirri vissu, að þau yrðu endurborguð, enda væri óafsakanleg harðýðgi að setja það sem skilyrði, þegar það væti vitanlegt, að fólkið hryndi niður án þessarar ráðstöfunar.t*) (Alþt. 1928 B. 4. h. 1026-27.) Þannig hafa yfirráð jafnaðarmanna leikið ísafjörð! — Á morgun eiga þar að fara fram bæjarstjórnarkosn- ingar. Vafalaust ganga þær að ósk- um jafnaðarmannaleiðtoganna. Þeir hafa svo um hnútana búið, að allur þorri kjósendanna erí »þeirra brauði« og bundnir. á klafa, sem þeir geta ekki eða þora ekki að losa sig af. Á þeim úrslitum er því lítið mark takandi. En hvað segja Akureyrarbúar um ísfirsku fyrirmyndina? Vilja þeir ofurselja bæinn sömu fordæm- ingunni? Pað skeður, fái jafnaðar- menn meirihluta í bæjarstjórninni við kosningarnar 18. janúar. Vilji kjósendur bæjarins ekki leiða forráð hans og atvinnulíf inn á þá braut, forðast áhættuna: að gera þurfi hallærisráðstafanir, — eiga þeir að fylkja sjer um borgaralistann — C-listann — þar er andstaðan gegn *) Leturbreyting mín. Ritstj. AKUREYRÁR BIO Laugardagskvöld kl. S1/2 C A R M E N 7 þátta kvikmynd, lekin eftir hinni heimsfrægu operu franska tónskáidsins Bizet. Flestir kannast viö söngva úr „Careinen" og myndina þurfa allir að sjá. Sýnd í síðasta sinn! Sunnudaginn kl. 5: Alþýðusýning! Niðursett verð! RIN-TIN-TIN. hin bráðskemtileg og merkilega kvikmind, þar sem hundur leikur eitt af af aðalhlutverkunum. Sunnudagskyöld kl. 8X^: EIN NÓTT I PARÍS Skopsjónleikur í 9 þáttum, tekin eftir fanska gamanleiknum „Le Chasseur de ches Maxiins.“. Aðalhlutverkin leika: Nicolas Rimsky, hinn ágæti leikari, Eric Barclaj7 og Pepa Bonafé. Þessi mynd sýnir betur en allar aðrar myndir, sem hjer hafa sjest, naetur- líf Parísarborgar á einutn alræmdasta staðnum, næturkaffihúsinu, „Maxím“, þar sem saman fara skraut, gleði, svall og sorgir. Myndin er ágætlega Ieikin. búskaparlagi jafnaðarmanna ákveðn- ust og ábyggilegust. KosningaspjaM. Oóðar horfur. Útsvör í Akureyrarbæ hafa til þessa yfirleitt verið lægri en í nokkrum öðrum kaupstað á land- inu. í haust náðu jafnaðarmenn meirihluta í fjárhagsnefnd bæjar- stjórnarinnar og gátu sett snið sitt á fjárhagsáætlun kaupstaðarins. Hækkuðu jjeir útsvörin um 25°lo. Menn geta gert sjer í hugarlund, hvað fratnundan er, nái jafnaðar- menn völdum bæjarins í sínar hend- ur: — hækkun á hækkun ofan, uns alt sligast undir drápsklifjum skatta- byrðanna, — og það kemur jafnt niður á verkafólkinu sem öðrum. Hjarðsveinninn. »Verkalýðs-Ieiðtogamir« hjerna hafa sent hjarðsvein sinn, Björn Orímsson, út á meðal verkamanna til þess að fá þá til að undirskrifa skuldbindingarloforð um að kjósa B-Iistann. Hefir Björn gengið eins og grár köttur hús úr húsi og hót- að þeim, sem tregir hafa verið til undirskriftanna reiði »foringjanna« og burtrekstri úr verklýðsfjelögun- um. Hafa sennilega allmargir látið skipast við þær ógnanir. Pessi framkoma »foringjanna« og hins launaða útsendara þeirra, er alger- lega ólöglegt athæfi og má enginn álíta sig bundinn við þannig gefin loforð. Og þar sem atkvæðagreiðsl- an er leynileg þarf enginn heldur að óttast reiði »foringjanna«, þeim er það hulið hvernig atkvæðið er greitt. Ódyggur þjónn. Einar Olgeirsson framkvæmdar- stjóri Síldareinkasölunnar lýsti því yfir á Líndals-fundinum á dögurt-* um, að það hefði alls ekki verið ætlun sín að útgerðarmenn græddu á Einkasölunni. Hann hafði þó verið kjörinn til þess að gæta hags- muna þeirra ekki síður en annara, er áttu sitt undir Einkasölunni. — Nú vill E. O. komast í bæjarstjórn. Komist hann þangað, má eins bú- ast við því, að hann telji hagsmuni bæjarins sjer óviðkomandi. Sá, sem er ódyggur þjónn einum, verð- ur það fleirum. Hagsýnl E. O. Á sama fqndi taldi E. O. það nauðsynlegt, að lækka framleiðslu- ■■■■■■ Ný/a Bió ■■■■■■ Laugardagskvöldið kl. 8’/2 íþróttamæri n. Aðalhlutverkið leikur: Bebe Daníels. Sunnudaginn kl. 4>/2 Konungur konunganna Niðursett verð. Sunnudagskvöldið kl. 8'/2: Aðalhlutverkin leika: K-aren Molander og Lars Hanson. Allir kannast við þessa heims- frægu skáldsögu Björnstjerne Björnsson. Er myndin talin að fylgja sögunni mjög nákvæmlega og vera afburða vel leikin. Hljóðfærasláttur: Fiðla og piano meðan myndin stendur yfir. Tryggið yöur aðgöngumiða i síma 103.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.