Íslendingur


Íslendingur - 11.01.1929, Side 2

Íslendingur - 11.01.1929, Side 2
2 ÍSLENDINGUR Fyrsta skilyrði til að útkoma verði góð af útgerðinni, er að hafa traustar og gangvissar vjelar í bátunum og skipunum. Kaupið því SKANDIA-vjelar í báta ykkar og skip. Ath. Greiðsluskilmálar eru mjög aðgengilegir. Tómas Bjðrnsson, Ákureyri. kostnað síldarinnar, en jafnframt vildi hann hækka kaupgjald verka- fólksins. Enga útvegi sá hann til lækkunar nema bryggjuleigur. en lækkun þeirra getur þó engu veru- legu numið. Veslings Einar ætlaði hjer að sigla beggja skauta byr en rak í strand. Ef hann skyldi skol- ast á flakinu inn í bæjarstjórnina, verður það aldrei hagsýnin, sem hann getur miðlað af. Shell-geymarnir. Verkamaðurinn kyrjar nú að nýju söng sinn um Shell-gleymana á Tanganum: að þeir sjeu til »stór- hættu« og »stórlýta« bænum. Nú er það vitanlegt, að geymarnir eru hin fyrsta og eina öryggisráðstöf- unin, sem við höfum fengið fyrir olíugeymslu í bænum og að þeir jafnframt eru bæjarprýði, — sýnis- horn þess, að við höfum komist á sama rekspöl og borgir og bæjir annara landa, en hvernig er hægt að vænta þess, að Vkm. viti slíkt. Til íhugunar. Er kosið er, verða kjósendur að athuga að krossa framan við lista- bókstafinn, en varast að setja kross við nöfnin á atkvæðaseðlinum. Vilji kjósandi breyta til um nafnaröð- unina, er best að setja tölustafinn 1 fyrir framan nafn þess frambjóð- andans, sem kjósandinn óskar að flytja upp, breytist þá röðin að , öðru leyti af sjálfu sjer. Atkvæðið er ógilt, ef krossinn er ekki settur fyrir framann listabókstafinn og einnig ógildur ef krossað er framan við nafn frambjóðanda. Símskeyti. (Frá Fréttastofu íslands.) Rvík 11. jan. 1929. Utlend: Frá París: Pingið ræðir í dag traustsyfirlýsingu til stjórnarinnar og ýmsar fyrirspurnir. Radikali- flokkurinn hefir samþykt, að allir þingmenn flokk.sjn® skuli greiða aiKvædi gegn stjórninni, og hótað að gera þá flokksræka, sem óhlýðn- ast. Búist er við, að Poincare fái traustsyfirlýsingu, en muni bráðlega reyna að' losa sig við þá af ráð- herrum sínum, sem mestum árás- um mæta, t. d. Hennessy, og gera stjórnina þar með geðþekkari vinstri fiokkunum. Frá London: Blöðin ræðfi mikið um jarðgöng undir Ermasund til þess að greiða fyrir samgöngum og viðskiftum. Hins vegar búist við, að hermálastjórnin sje á móti því, að göngin verði gerð. Frá Belgrad: Alexander Júgó- slava konungur hefir numið stjórn- arskrá ríkisins úr gildi og tekið sjer Raflýsinsartæki í vjelbáta og skip, ódýr og hin á- byggilegustu, sem fáanleg eru (frá Robert Bosch Stuttgart) útvegar J ÓN STEFÁNSSON, Siml 23 Akureyri Báta-ofnar, skips-eldavjelar. Útgerðarmenn, sem ekki hafa Svendborg-eldfæri í bátum sínum og skipum, ættu að tala við mig sem fyrst. Jón Stefánsson. Vegna söguburðar, er gengur hjer iim bœinn, þess efnis, að efsti mað- ur Clistans sfe fylgjandi stefnu kommúnista, leyfum vjer oss hjer- með, að lýsa því yfir, að fyrir sögu- burði þessum er enginn fótur, enda œtti flestum skynsemi gœddum mönnum, að vera það nokkurn veg- inn Ijóst, að slíkt jleipur getur eigi verið á rökum bygt. Yfirleitt getum vjer tekið það fram, að vjer erum andvígir ölluni öfgastefnum, hvort sem þœr koma fram í þjóðfjelags- eða bœjarmálum, en tnunum aftur á móti Ijá fylgi vort öllum skyn- samlegum umbótum, bygðum á frið- samlegum og heilbrigðum grund- velli. Akureyri, 11. janúar 1929. Ólafur Jónsson. Tómas Björnsson, Gísli R. Magnússon. í hendur einræðisvald. Hefir hann gefið út fyrirskipun um, að upp- leysa skuli alla ílokka í ríkinu, sem bygðir sjeu á trúarbragða- eða þjóð- ernisleguin grundvelli, og að blaða- útgáfa skuli háð eftirliti embættis- manna ríkisstjórnarinnar. Ennfrem- ur hefir konungur svo fyrirskipað, að allar bæja- og sveiiastjórnir skuli uppleysast og nýjar skipaðar í stað- inn af konungi. Bannað að bera vopn. Sivkovitch hershöfðingi hef- ir myndað ráðuneyti að boði kon- ungs. Frá London: Uppreistin í Afg- hanistan heldur át'ram. Blóðugir bardagar hafa staðið í fleiri daga hjá Kabul. — Indverski herinn á norðvesturlandamærunum hefir ver- ið kallaður heim. Frá París: Níkulás stórhertogi, er var yfirhershöfðingi Rússa í heimsstyrjöldinni, er látinn. Frá Khöfn: Miklir kuldar víða í Mið-Evrópu og í Bandaríkjunum. í Chicago hafa 28 dáið úr kulda og allmargir í Póllandi. Innlend: Ekkert nýtt gerst í togaraverkfall- inu. Fíestir togararnir á veiðum, einir 3 lagðir í höfn. Ágætur afli \ verstöðunum sunn- anlands. U.ndirrjettdómur er fallinn í málj Magnúsar alþm. Jónssonar gegn Landsbankanum út af bankaráðs- laununum. Bankinn sýknaður en málskostnaður látinn falla niður. Hin dásamlega Tatol-handsápa mýkir og hreinsar hörundið og gefur fallegan og bjartan litarhátt. Einkasalar: I. BRYNJÓLFSSON & KVARAN, Alheimsmál. í hinu gamla og merkilega söguriti, biblíunni, sem segir frá sköpun heims og fyrstu mannanna, er ein saga, sem heitir „Babelsturninn". Par segir frá því, að f upphafi hafi allir menn jarðar talað söinu tungu, en er þeir vildu byggja sjer minnismerki, sem gæti hjálpað þeim til að halda hópinn, þá vilti drottinn tungu- mál þeirra, svo að enginn skildi annan. Hvort sem menn leggja trúnað á sögu þessa eða ekki, þá er hitt víst, að heita má, að hver þjóð hafi sina tungu. Sein eðlilegt er, hafa leitt af þessu margs- konar óþægindi. Maður, sem fer að heiman til fjarlægari landa, er engu bet- ur staddur þar en sá, er mállaus hefir verið frá móðurlífi. Hann skilur engan, og enginn skilur hann. Til að bæta úr þessu að einhverju leyti, eru erlend mál kend í skólum. En af þeim fjölda tungumála, sem töluð eru um heim allan, verður ekki nema litill hluti lærður, þó að til þess sje kostað 6—10 árum af æfinni. Af þessu er auðsætt, að brýn þörf er á alheimsmáli, einu máli, einföldu og skjótlærðu, sem allir gætu lært og væri skylt að læra auk síns móðurmáls. Og skal nú í stuttu máli sýnt fram á, hvaða kosti það hefir. Við það, að læra eitt mál í staðinn fyrir mörg, sparast bæði timi og fje. Hvar sem maður kemur, hvort heldur er til Hottentotta í Afríku, Mongóla í Asiu, eða hvítra bræðra fyrir vestan haf, getur maður talað við alla eins og fje- Iaga sína heima. Og þegar allir íbiíar þessarar jarðar geta þannig talast við, eins og ein þjóð, eru Iíkindi til að skiln- ingur og samúð aukist. Þjóðarmetnað- urinn ininkar, allir finna betur til skyld- leikans og skoða sig ef til vill eins og eina pjóð. Lfkindi eru til, að alt þetta mundi draga úr fjandskap milli þjóða og fækka styrjöldum. Pað mundi og flýta fyrir ölluin framförum, og þjóðirnar stæðu betur að vígi með að fylgjast með tim- anum. Og er það eigi lítið til bóta. En þá kemur annað til sögunnar. Hvaða mál skal gera að alheimsmáli ? Menn vita, að enskan er útbreiddust allra máia, og mundu þvl flestir greiða henni atkvæði sitt, ef taka ætti til þess einhverja rikjandi tungu, En enskan er of þungt mál, altof orðmörg og all-erfið I meðförum. Og að gera einstaka þjóð- tungu að alheimsmáli er ekki ráðlegt, þvi að það yrði metnaðarmál sjer- hverrar þjóðar, að hennar lunga yrði til þess kjörin. Auk þess eru þær flest- ar óþarflega orðmargar og vandlærðar. Til þess að gera öllum jafnt undir höfði, yrði þvi að gera nýtt mál í þessum til- gangi. Og þá er nauðsynlegt, að það sje einfalt og ljett i notkun. Fyrir fullum 40 árum setti pólskur læknir, dr. Zamenhof, saman mál það, er hann nefnir Esperanto (í isl. þýðingu yrði það helst nefnt vonarmálið — Espero=von), og hefir hugniynd hans verið, að fá það gert að alheimsmáli. Mál þetta hefir þegar náð mikilli út- breiðslu utn alla Mið-Evrópu og Bret- landseyjar, Japan og Norðurlönd og víð- ar. Fer útbreiðsla þess vaxandi með ári hverju. Aðrar alheimsmálstilraunir hafa eigi náð neitt líkuin vinsælduin. Esperanto er llka mjög auðvelt mál. Orð- in færri en I öðrum tungumáluin og mál- fræðin mjög skjótlærð. Fer hún mest- öll eftir undantekningarlausum regluin. Framburður orðanna yfirleitt ljettur og aðeins ein áhersluregla. Og af einum orðstofni geta þeir, sem ögn kunna í málinu, myndað ýms orð, án þess að hafa sjeð þau eða heyrt áður. Til þess þarf aðeins dálitla þekkingu á hinni mjög auðveldu málfræði. Suður í Evrópu eru blöð, tfmarit og bækur, skrifuð á Esperanto. Og bóka- kosturinn á þvl máli fer mjög vaxandi. Alþjóðaþing esperantista eru haldin við og við þar syðra, og sækja þangað esperantistar viðsvegar utan úr heimi. Og þeir, sem þingin sækja, Iáta mjög af því, hve auðvelt mönnuin þar gangi að skilja hvern annan, hvaðan úr heiini, sem þeir eru. Hjer á landi er fátt esperantista. Þó er nokkuð af þeim í Reykjavík, og þar var fyrsta íslenska Esperantofjelagið stofnað í fyrra. En vonandi eiga þau eftir að rísa upp fleiri hjer. íslendingar ættu ekki að vera eftirbátar annara með að flykkjast undir merki grænu stjörn- unnar, merki esperantista. Þvi að það er min ætlan, að vonir Zamenhofs rætist og Esperanto fari ^jgurför um heim allan. 15. des. 1928. fakob O. Pjetursson. Ónærgætni. Á gamlárskvöld voru 3 dansskemtanir hjcr í bænum; allur ungdómurinn kominn af barnsaldrinum, þyrptist þangað, skeytti engu um heimiiin. Jeg hefi átt að venjast því, að gamlárs- kvöld, likt og aðfangadagskvöld, væri gleðikvöld heimilisins, þar sem meðlimir fjölskyldunnar og heimafólkið gerðu sjer glaðar stundir eftir föngum. — Með því að taka upp þann sið, að hafa opinberar dansskemtanir á gamlárskvöld, er heimilis- gleðin eyðilögð fyrir fjölda heimila, — for- eldrarnir, gamla fólkið, situr héima við enga gleði, ungdómurinn er • rokinn á »ballið». Jeg vil skjóta máli mínu til þeirra, sem taka að sjer forgöngu fyrir þessum gaml- ársdansskemtunum, hvort þeim ekki gæti hugkvæmst annað. heppilegra kvöld til danshalds um líkt leyti, sem engum bak- aði sorg éða leiðindi. Hvernig væri t. d. Iaugardagskvöidið milli jóla og nýárs eða þrettándakvöld; gætu þau ekki alveg eins svalað skemtanafýsn hins danselskandi fólks eins og gamlárskvöldið ? Fjölskyldufaðir. Vjelstjóri, helst vanur, óskast á mótorbátinn »GUNNAR« úr Ólafsfirði frá 14. maí næstkomandi. Porvaldur Friðfinnsson, Ólafsfirði.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.