Íslendingur


Íslendingur - 11.01.1929, Qupperneq 3

Íslendingur - 11.01.1929, Qupperneq 3
ÍSLENDINGUR a? Höfum fyrirliggjandi: LAMPA, flestar tegundir, LAMPAGLÖS, LAMPABLÚSS, KVEIKI o. fl. Einnig mikið af ALUMINIUMPOTTUM og KAFFIKÖNNM. Verslunin PARIS, Akureyri. (Si°v. E. S. Þorsteinsson.) TUXHAM-mótorinn mæir með sjer sjálfur. Tekur öilum öðrum mótortegundum langt fram. — Allar upplýsingar TUXHAM viðvíkjandi gefur umboðsmðður verksmiðjunnar SIGVALDI E. S. ÞORSTEINSSION, Sfraar: 36 — 196. Umboðsm. fyrir Norðurl. Símnefni: PARÍS. Kjfir verkamanna á Rnsslandi. Fimm stúlkur óskast í ársvist að Kristneshæli frá 14. maí n. k. að telja. Árskaup kr.500.00. Upplýsingar gefur yfirhjúkrunarkona hælisins. ÚTSALA í VERSL. ÞÓRU MATTIIÍASDÓTTI R. Aliir áteiknaðir dúkar verða seldir fyrst um sinn fyrir hálfvirði, t. d. Ljósadúkar frá kr. 0,75, Kommóðudúkar frá kr. 1,85 og Sófapúðar frá kr. 2,00. Einnig mikið af ÚTSAUMSGARNI selt fyrir afarlágt verð. Jörðin Þönglabakki í Grýtubakkahreppi er laus til ábúðar í næstu fardögum. Semja ber við undirritaðan umráðamann fyrir 31. mars n. k. Hreppstjórinn í Grýtubakkahreppi, Ilöfia 10. janúar 1929. Þórður Gunnarsson. Kappskákir Islendinga og Svía. Taflborð nr. 1. Akureyri Gautaborg hvítt. svart. 9. Bfl—d3 d5Xc4 10. Bd3Xc4 RÍ6-d5 11. Bg5Xe7 Dd8Xe7 12. Rc3—e4 e6—e5 13. Bc4Xd5 c6Xd5 14. Re4—c3 De7—d8 15. Rc3Xd5 Dd8—a5f 16. Rd5—c3 e5Xd4 17. Rf3Xd4 Rd7—f6 18. 0—0 • • • Taflstaða eftir 18. leik hvíts. Gautaborg. b c d e f g Akureyri. Taflborð nr. 2. Gautaborg Akureyri hvítt. svart. 8. f7—f5 9. Rbl—d2 Re4Xd2 10. Rf3Xd2 Dd8—e7 11. d4Xe5 De7Xe5 12. De2—c4 De5—d7 13. Hfl—elf Bf8—e7 14. Dc4—e2 Dd5-f7 15. Rd2—f3 h7—h6 16. Rf3—g5 Df7—f6 17. h2—h4 Ke8-d8 Taflstaða eftir 17. leik svarts, Akureyri. abcdefgh Gautaborg, Fóðursild. Nokkur föt af fóðursíld frá því í sumar til sölu hjá Hjaltalínsbræðrum. Ef andstöðublöð jafnaðarmanna hafa birt fregnir frá Rússlandi, sem ekki hafa verið eftir geðþólta dáenda hins rússneska stjórnarfars, — hafa blöð þeirra — jafnaðarblöðin — orðið óð og upp- væg og lýst þær fregnir lýgi eina, hversu góðar heimildir sem voru fyrir þeim. Sjerstaklega hefir fítungsaudinn hlaupið í þau, er því hefir verið hald- ið fram, að kjör verkamaijna væru þar næsta bágborin, og þeir hefðu ekki hrept við sijórnarbyltinguna þá jarð- nesku sælu, er þeim var heitin. Hjer á Akureyri er gefið út tímarit er Rjettur heitir og er ritstjóri þess Einar Olgeirsson, er það málgagn kommúnistastefnunnar og þarf því eng- inn að ætla, að nokkuð það sje sagt þar, sem sýni ástandið í Rússlandi verra en það er. — í síðasta hefti birtist ferðasaga frá Rússlandi eftir ís- lenskan stúdent og jafnaðarmann, er er þangað fór síðastliðið sumar. Er hann vitanlega hrifinn af mörgu sem fyrir augun bar, sem ekki er og nema eðlilegt, þar sem ferðamannahópurinn, sem hann tilheyrði, var undir leiðsögu embættismanna stjórnarinnar, — eins og allir »gestir« sem til Rússlands koma, — og þessir útvöldu embættis- menn sjá um það, að gestirnir sjái ekki of mikið af skuggahliðunum. — En þó bregða kaflar úr þessari ferða- sögu stúdentsins i Rjetti upp myndum hjer og þar, sem eru alt annað en glæsilegar, og samrýmast þeim frá- sögnum. sem staðið hafa í andstæð- ingablöðum kommúnistanna. Er því t. d. þannig varið með launakjör verka- lýðsins. Segir greinarhöf. frá heim- sókn þeirra fjelagá í baðmullarverk- smiðju eina í Moskva og kjörum verka- fólksins — og yiirboðaranna. Farast honum þannig orð: » . . . Verkafólkið fær að launum 70 — 80 rúblur á mánuði. Verkfræðingar við þessa verksmiðju fá 300 — 350 rúblur, en forstöðukonan fær 250 rúbl- ur á mánuði. Við komumst síðar að raun um, að verkalaun eru svipuð þessu í öllu Rússlandi, nema laun verkfræðinga. Pau eru sumstaðar því nær helmingi hærri. Pó sáum við dæmi þess, að verkafólk fjekk ekki nema 50 — 60 rúblur...........Okkur þótti munurinn nokkuð mikill á laun- um verkafólksins og yfirmanna og verkfræðingá, og laun verkafólksins heldur lág.« Já, honum finst laun verkafólksins fremur lág, þessum samherja Einars Olgeirssonar, og munurinn ærinn, á milli yfirmanna og þeirra undirgefnu. Verkamaðurinn fær 100 — 180 krónur á mánuði — rúblan er tæpar tvær krónur — yfirmennirnir 600 — 1200 krónur, Slíkt er jafnræðið í landi jafnaðarmenskunnar, landlnu, þar setn mönnum hjer heima er falin trú um að verkalýðurinn sje alráðandi og lifi eins og blóm í eggi, við sældarkjör og frjálsræði. — Nú hefir Rjetlur glopr- að því upp, að svo er ekki. Sá eini munur, sem í raun rjettri hefir orðið á kjörum verkalýðins rússneska við byltinguna sjeu yfirmanna skiftin. Verkalýðurinn hafi iyft foringjum sín- um upp í þau sætin, en sjálfur þrælk- ar hann eftir sem áður við hin sömu kjör, jafnvel verri kjör en hann átti við að búa áður, því þá hafði hann þó athafnafrelsi. Og þannig hefir það hvarvetna sýnt sig, þar sem jafnaðarmenn hafa feng- ið völd í hendur eða forráð fyrirtækja. Foringjarnir og vildarmenn þeirra háfa hlotið feitu stöðurnar; verið lyft þang- að á öxlum öreiganna, sem aðeins hafa fangið að launum meðvitund- ina um bættan hag þeirra. Á henni á verkalýðurinn að hita sjer í vetrar- kuldanum og metta sig og sína, er at- vinnuleysi ber að höndum, — það er skamturinn, sem að honum er rjettur. Verklýðsforingjarnir segjast starfa að velferð verkalýðsins. Reynslan sýnir, að þeir nota verkalýðinn sem tröppu til-velfarnaðar sjálfum þeim ! Og það gera þeir jafnt hjer á landi sem á — Rússlandi. ■■ Úr heimahögum. Kirkjan. Messað kl.2 e.h. á sunudaginn. Bœjarsljórnarkosningar eiga að fara fram á morgun á ísafirði, Seyðisfirði og Siglúfirði. Mokajli er uú á Siglufirði. Fá bátar þetta 2000—5000 pund í róðri. Ingimar Eydal ritstj. var nýlega skorinn upp við botnlangabólgu. Liggur hann enn á spitalanuin en er á góðmn batavegi. 45 dra afmœli átti st. ísafold nr. 1 í gær, og um leið Goodtemplarareglan á íslandi. Var afmælisins minst hátíðlega i Skjald- borg. í skatlancfnd varjón Steingrímsson bæj- arfógetafulltrúi kosinn á síðasla bæjar- stjómarfundi, með hlutkesti milli hans og Böðvars Bjarkans. Hafði Bjarkan verið skattanefndarmaður áður, en nú gengu jafnaðarmenn á móti honum — og Eydai var fjarverandi. Leirugarðurinn Á næstunni á að fara að vinna eitthvað að byggingu hans, hefir hafnarsjóður veitt 4500 kr. til þeirra hiuta og bæjarsjóður 2500 kr. Embœttisveitingar. ToIIstjóraembættið í Reykjavík er veitt Jóni Hermannssyni, iög- reglustjóraemnættið Hermanni Jónassyn og lögmannsembættið Birni Þórðarsyni hæstarjettarritar. Auk hans sótti Magnús Guðmundsson fyrv. ráðherra, sem vitan- lega átti tilkalljil einbættisins samkvæmt öllum veitingavcnjum, nema Jónasar. Mannalát. 'Nýlega er látinn í Reykjavík Jón Bjarnason læknir í Borgarfjarðarhjeraði, 35 ára gamall, hinn vinsæiasti læknir og drengur góður. Hann var mágur Jónasar Rafnars læknis. — Þá er nýlega látinn öldungurinn Hans Kristjánsson fyr bóndi á Hóli í Kinn; góðkunnur hjer í bæ. — í nótt andaðist hjer í bænum frú Pórunn Friðjónsdóttir, Lkona Jóns Jónatanssonar járnsmiðs og systir þeirra Sandsbræðra, Hafði hún um lengri tíma átt [við van- heilsu að búa. Gáfukona og skáldmælt sem ættin. ^ Sóknargjaldkerinn áminnir fólk um að greiða sóknargjöldin hið allra bráðasta annars verða þau tekin lögtaki. „Sd sterkasti“ verður leikinn annað kvöld og sunnudagskvöldið. — Niðursett verð að báðum sýningunum. I sjódóm Akureyrar var mælt með á siðasta bæjarstjórnartundi: Kristjáni Sig- urðssyui kaupmanni, Stefáni Jónassyni skipstjóra, Oskari Sigurgeirssyni vjeismið, Sigurði Bjarnasyni kaupin., Aðalsteini Magnússyni skipstjóra, Hallgrími Jónssyni járnsmið, Aðólfi Krisijánssyni skipstjóra og ísleifi Oddssyni skipasmið. Akureyrar-Bio sýnir á laugardagskvöld- ið hina heimsfrægu Carmen í sjöunda sinn og síðdegis á sunnudaginn alþýðu- sýningu með niðursettu verði á RIN-TIN- TIN, mynd, sera vakið hefir sjerstaka á- nægju. Á sunnudagskvöldið verður sýnd mynd.sem heitir „Ein nótt i Maxim«, þykir mikið til hennar koma. Nýja Bió sýnir Sigrúnu á Sunnuhvoli á sunnudagskvöldið. Dansskemtun fyrir börn verður jhaldin i Samkomuhúsinu í kvöld. Aðgöngumiðar á hárgreiðslustofu frú G. Norðfjörð. Höfnin. Áætiun yfir tekjur og gjöld hafnarinnar fyrir árið 1929, var Iögð fyrir síðasta bæjarstjórnarfund. Tekjur áætlaðar kr. 73,950,00 en útgjöldin kr. 91,950,00. Lagt til að 18 þús. kr. lán sje tekíð tit uppborgunar bráðabjrgðalána og verða þá eftirstöðvar ks. 10,000.00. Rafveitan. Tekjur hennar eru áætlaðar kr. 103,650,00 og gjöldin jafnhá. Krossfestingar. Á fuliveidisdaginn var yfir 30 Fálkakrossum úthlutað, bæði inn- lendum og útlendum mönnum. — Danska krossa fengu Tryggvi Þórhallsson forsætis- ráðherra, hlaut hann stórkross Dannebroga- orðunnar, Magnús Torfason sýslumaður og Guðmundur Sveinbjörnsson skrifstofn- stjóri, fengu þeir kommandörkross af 11. gráðu.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.