Íslendingur


Íslendingur - 05.04.1929, Blaðsíða 1

Íslendingur - 05.04.1929, Blaðsíða 1
Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29. XV. árgangur. uppgjafaprestur, andaðist í gærmorgun á heimili sínu á Siglufirði, 87 ára að aldri. Hann var fæddur 24. nóv. 1841 að Þverá í Fnjóskadal. Foreldrar hans voru hjónin Björn Kristjánsson, síðar umboðsmaður á Höfðabrekku, bróðir Kristjáns heitins amtmanns, og Álfheiðar Einarsdóttur, aðstoð- arprests í Múla, Tómassonar. Hann var útskrifaður úr lærða skólanum 1865, og af prestaskólanum 1866*. Veitingu fyrir Hvanneyri á Siglu- firði fjekk hann 1867 og var vígð- ur sama ár. Árið 1877 fjekk hann Barð í Fljótum, og var þar prestur til 1902, að hann fjekk iausn frá embætti; fluttist hann þá til Siglu- fjarðar, og dvaldi þar það sem eftir var æfinnar. Hann var kvongaður Ingibjörgu Jafetsdóttur, Einarssonar, gullsmiðs í Reykjavík, og eignuð- ust þau fjölda barna; eru af þeim á lífi nú: Elín, kenslukona í Reykja- vík, Kristín, gift í Ameríku, Por- björg, gift á Siglufirði, Jónína, ekkja Kjartans sál. Jónssonar, á Siglufirði, ennfremur: Aðalheiður, Sigurlaug og Kristján, öll í föðurgarði, og önnuðust þau hann í ellinni með einsdæma nákvæmni og umhyggju; má svo að orði kveða, að þau hafi síðustu árin offrað sjer algerlega fyrir hann, og gert það með Ijúfu geði, en hann þurfti mikillar um- önnunar upp á síðkastið. Hann var heiðursmaður mesti, vandaður og góður, og fyrirtaks barnafræðari. Hann mun hafa verið elstur maður prestvígður á landinu 'síðustu árin. K. Slysavarnafjelag ísiands hefur sent út árbólc sína fyrir árið 1928. Það var stofnað í Reykjavík 29. janúar 1928, og er tilgangur þess sá, að reyna að draga úr sjó- slysum hjer við land, eftir því sem unt er mannlegum kröftum og hyggjuviti. Stofnendurnir voru 128 að tölu. í stjórn voru þessir kosn- ir: O. Björnson landlæknir, Þor- steinn Þorsteinsson skipstjóri, Magnús Sigurðsson bankastjóri, Sigurjón A. Ólafsson alþm. og Oeir Sigurðsson skipstjóri. Erindreki fjelagsins er Jón E. Bergsveinsson, f. yfirsíldarmatsmaður. 4 þús. kr. Akureyri, 5. apríl 1929. 14. tölubl. AKUREYRAR BIO Laugardagskv. kl. S1/2-' TÁ K.\ SYNDARINNAR. Kvikmynd í 9 þáttum eftir sögu N, Hauthorne, tekin undir stjórn og forustu kvikmyndashillingsins VICTOR SJÖSTRÖM. Aðalhlutverkin Ieika: LILLIAN OISH og LARS HANSSON. »Tákn syndarinnar« er einhver ágætasta kvikmyndin, sem hjer hefir lengi sjest. Hún er átakanleg, en lærdómsrfk, göfgandi og þroskandi, og lýsir þröngsýni og trúarofstæki Púritana á 17. öld. Sýnd í síðasta sinn! Sunnudaginn kl. 5 síðd.: DON QUIXOTE. Palladium stór-mynd í 10 þáttum, eftir hinni heimsfrægu sam- nefndu sögu spænska skáldsins CERVANTES. Aðalhlutverkin Ieika': CARL SCHENSTRÖM og HARALD MADSEN. Sagan »Don Quixote« hefir farið sigurför um allan heim, og hefir verið dáðst að henni kynslóð eftir kynslóð. Alþýðusýning. Niðurseít verð!; Sunnudagskv. kl. S1/2-' KVEN FREIST ARINN. Metro-Goldwin-mynd í 9 þáttum. Tekin eftir einni af frægustu sög- um skáldsins B.fasso Ibanez. Aðalhutverkin leika: Grcta Garbo og Antonio Moreno. — 1 engri mynd sjcst betur en þessari, hvílík áhrif fögur kona hclir á líf og framferði karlmanna. Kven- freistarinn ej-ðileggur liamingju fjölda rnanna, orsakar gjaldþrot, skömm og dauða surnra þeirj-a, sem tilbiðja hana. — Myndin ger- ist bæði í París og Argentínu, og er afar-stórkostleg með köflum, einkum þegar fljótið, sem verkfræðingarnir Qru að beisla, brj'-st úr hömlum og flæðir vfir alt. ' ' 'A ' d .: I styrk fjekk fjelagið árið sem leið frá Fiskifjelagi íslands, en aðrar tekjur hafði það ekki nema tillög fjelaganna, og er æfitillag 50 kr„ en árstillag 2 kr. Fjelagið mun hafa átt góðan þátt í því, að það komst í framkvæmd, að sett var radiomiðunarstöð í sambandi við Dyrhólavitann síðastliðið sumar. Björgunarbyssu keypti fjelagið, og á hún að vera til þess að skjóta línu yfir í skip, sem strandað er skamt frá landi, og komast þannig í samband, að hægt verði að bjarga skipbrotsmönnunum. Ef byssa þessi hefði verið til í fyrra, þegar togarinn »Jón forseti« strandaði á Miðnesinu, eru öll Iíkindi til, að allir mennirnir hefðu bjargast. Enn- fremur hefir fjelagið eignast 3 klæðnaði— flotföt — og 1 björgun- arbelti. Fjelagið hefir farið fram á það við stjórnarráðið, að nýja strandvarnarskipið, sem nú er í smíðum, verði meðal annars útbúið nieð: a. Traustum festarhælum og drátt- artaugum, til þess að geta dregið skip að landi, ef með þarf. b. Byssu til þess að geta skotið línu út í skip. c. Björgunarbát, er fljótlega megi setja út og eigi getur sokkið. d. Útbúnaði fyrir Iækni um borð, nægum meðulum og sængur- fötum handa sjúkum mönnum. Landssímastjórinn hefir góðfús- lega lofað því, að framvegis megi landssímastöðvarnar og loftskeyta- stöðin gera erindrekanum viðvart, ef slys ber að höndum, jafnt á nóttu sem degi, svo að unt verði að koma þeim fáu og lítilfjörlegu tækjum, sem fjelagið hefir eignast — sem vonandi fjölga með ári hverju — á strandstaðinn, ef þau gætu að liði komið, en fyrst um sinn getur það ekki komið til mála nema nálægt Reykjavík. Þá hefir fjelagið látið rannsaka, hvar heppilegast bátsstæði, fyrir björgunarbát, væri á svæðinu milli Oarðsskaga og Reykjaness, og þótti Sandgerði tiltækilegast; en báturinn er ekki fenginn enn. Hugsunin er, að stofnaðar verði sveitir eða deildir frá fjelaginu úti um alt land, og hafa þegar verið stofnaðar 10. AIIs var fjelagatalan orðin 1350 við síðustu áramót. Fjelagið hefir skrifað mönnum um alt land og hvatt þá lil að gerast umboðsmenn og stofna sveilir; eru þegar fengnir 22 umboðsmenn, og stofna þeir vonandi allir sveitir, hver á sínum stað. Sjálfsagt hefir fjelagið skrifað einhverjum á Akur- eyri í sama skyni, en enginn hefir orðið var við það hjer enn þá. Ef nokkur fjelagsskapur er þarf- ur hjer á íslandi, þá er það þessi, en því aðeins getur hann látið verulegt gagn af sjer leiða, að hann hafi nægilegu fjármagni yfir að ráða, til þess að afla björgunar- tækja út um alt land, og mundi flýta mikið fyrir því, ef sem flestir gengju í fjelagið, helst hvert ein- asta mannsbarn á landinu, að minsta kosti við sjávarsíðuna — og að leggja 2 kr. af mörkum á ári í því skyni er engum ofraun. Símskeyti. (Frá Fréttaslofu Islands). Rvik 4. april 1929. Útlend: Frá Shanghai er opinberlega til- kynt, að Nanking-herinn hafi tekið Hangchow, 20 enskar mílur frá Hankow, og haldi áfram að sækja fram. Róm; Chamberlain og Mussolini hittustígær nálægt Firenze; er op- inberlega tilkynt, að þeir hafi rætt merkustu mál, er snerta Bretland og Ítalíu, og verið sammála. Oslo: Stækkun »Norsk-Hydro« verksmiðjanna verður fullgjörð í þessum mánuði; eykst framleiðsla tilbúins áburðar við þessa stæklcun úr 180 þús. smálestum upp í 450 þús. Nýbyggingar fjelagsins við Rjukan hafa kostað 70 mflj. kr. Innlend: Vestmannaeyjar: »Óðinn« tók þýsk- an togara við Portland, og var hann sektaður um 13 þúsj kr. Skipstjóri áfrýjaði málinu. - Alþingi. Efri deild hefir felt frv. um breytingu á tekjuskattslögunum. Þessi ný frumv. hafa verið borin fram: Um áburðarlög, um ágang búfjár, um verðlaun úr ríkissjóði til hjeraða fyrir jarðræktarframkvæmdir, öll frá milliþinganefndinni í land- búnaðarmálum. Rvík.- Bjarni Sæmundsson verður gjörður að heiðursdoktor á 450 ára afmæli Kaupmannahafnar-háskóla.— Komið hefir til mála að gjöra flug- höfn við Kleppsvík. — Hafnarnefnd Reykjavíkur ætlar að láta gjöra haf- skipabryggju fram af gömlu upp- fyllingunni vestan vert við Orófina, og verður sennilega byriað á verk- inu í haust. — Mentamálaráðið hefir sent Alþingi álitsskjal um ríkisfor- lagið; vill það ekki koma ríkisfor- mBŒmm nýja bíó HB9BH Laugardagskvöld kl. 8V2 og Sunnudagskvöidið kl. 8V2: Trúðleikararnir sjónleikur í 7 þáttum. Selíur á svið af: Max Reichniann. Helstu hlutverkin leika: Mary Johnson, Ernst von Diiren, Raimondo von Riel og Ivurt Gersson, Þetta er mjög áhrifa-mikill sjón- leikur, er sýnir atburði úr lífi nokkurra trúðleikara, ersýna listir sínar í stærstu trúðleikhúsum Parísarborgar. -- Myndin er af- burða vel leikin og útbúnaður aliur hinn vandaðasti.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.