Íslendingur


Íslendingur - 31.05.1929, Síða 2

Íslendingur - 31.05.1929, Síða 2
2 ISLENDINOUR. V erslun Pjetnrs I I. 1 Lárussonai ■p Hedeboskór (Iækkaðir). Reiðstígvjel. Legghlífar. Erfiðisstígvjel. V A C bússur (ofanálímdar.) Strigaskór fl. teg. Nýkomið: góðar APPELSINUR og EPLI. Tóbakstollur — Kaffi- og sykurtollur — Annað aðflutningsgjald — Vörutollur — Verðtollur — Sætindagerðargjald — Pósttekjur — Símafekjur — Víneinkasalan — Tekjur af - fasteignum ríkíssjóðs — Tekjur af bönkum og vaxtatekjur — Óvissar tekjur og endur- greiðslur — 950,000,00 850,000,00 200,000,00 1,350,000,00 1,500,000,00 35,000,00 450,000,00 1,580,000,00 450,000,00 34,600,00 205*000,00 170,000,00 Alls kr. 11,929,600,00 Ojaldabálkur fjárlaganna lýlur aftur á móti þannig út: Greiðslur af lánum og fjamlag til Landsb. kr. 1,295,536,00 Borðfje konungsins — 60,000,00 Alþingiskostnaður o. fl. — 229,350,00 Ráðuneytið, ríkisfjeh. o.fl. — 210,100,00 Hagstofan . — 55,500,00 Utanrikismál, sendiherr- ann o. fl. — 103,500,00 Dómgæsla og Iögreglu- stjórn — Læknarog heilbrigðismál — Til póstmála — Til vegamála — Samgöngur á sjó — Landssiminn — Vitamál og hafnargerðir — Til kirkjumála — Til kenslumála — Til vfsinda og lista — Til verklegra fyrirtækja — Alm, styrktarstarfsemi — Eftirlaun og styrktarfje — Óviss útgjöld — Fyrirframgreiðslur — 894,000,00 702,875,00 509,500,00 1,002,350,00 375,500,00 1,575,500,00 367,400,00 314,650,00 1,243,650,00 303,660,00 1,535,960,00 791,300,00 226,893,00 100,000,00 10,000,00 Alls kr. 11,907,424,95 Um 400 þús. kr. er stjórninni heimilað að lána úr viðlagasjóði, ef eitthvað kynni að vera í honum, og ábyrgðarheimildir eru veittar fyr- ir um l’/4 milj. kr. Hjer er ekki rúm til að sundur- liða hina ýmsu útgjaldapósta, þó að margt gæfi?t þar fróðlegt að líta. Skal hjer aðeins drepa á nokkra liði: Til almennrar barnafræðslu er veittar kr. 360,250,00, til unglinga- og alþýðuskóla kr 171,300,00, til bændakenslu 44 þús. — Qagnfræða- skólinn á Akureyri kostar rúm 66 þús kr,, Mentaskólinn rúm 142 þús., Háskólinn kr. 146,450,00. — Til verklegra fyrirtækja fer mest til landbúnaðarins. Búnaðarfjelag ís- lands fær 240 þús. kr., Byggingar- og Landnámssjóður 200 þús. og samkvæmt jarðræktarlögunum eru áætluð 375 þús. kr. útgjöld. Til Fiskifjelagsins eru veittar 75 þús. kr. og til rannsóknarstofu í þarfir atvinnuveganna 20 þús. kr. Af því fje, sem veitf er til vegamála, fara 45 'þús. lii Vaðlaheiðarvegar og 10 þús, lil Öxnadalsvegar. Framlag til vega var það helsta, sem stjórnar- liðið skar við neglur sjer, taldi þarf- ara að kaupa prentsmiðju handa rík- inu fyrir 155 þús. kr., en að verja fjenu í vegabælur. Tíl nýrra síma- lagninga eru veittar 350 þús. kr. — Leikfjelag Akureyrar fær 1500 kr. styrk, fái það 500 kr. úr bæjarsjóði, og Iðnaðarmannafjelagi Akureyrar eru veittar 2000 kr. til kvöldskóla- halds, — Styrkur til beiklasjúklinga er áætlaður 600 þús. kr. Er fram- kvæmd berklavarnarlaganna orðin þung byrði á ríkissjóði. — Um 50 þús. kr. eru veittar í bitlinga. Stórstúkan átti ekki upp á há- borðið hjá stjórnarliðinu á þessu þingi. Hún hafði áður 12 þús. kr. styrk en stjórnin lækkaði hann nið- ur í 8 þús. kr. í fjárlagafrumvarp- inu, og það var fyrir harðfylgi þeirra Pjeturs Ottesens og Jóns Ólafssonar, að hækkunin fjekst upp í 10 þús. kr. Að fá 12 þús. kr. upphæðina samþykta var ekkert viðlit, stjórnarliðið var þar æst á móti með þá Tryggva Pórhallson og Hjeðinn Valdemarsson í farar- broddi; þeim þótti Stórstúkan full- sæmd af 8 þús. kr. til bindindis- starfsemi sinnar. Pannig reyndust þessar marg-lofuðu bindindisheljur og bannvinir Regiunni. Fjórðunginn vildu þeir klípa af styrlc hennar, en ljeðu fyigi sitt og forgöngu til al- óþarfa bitlingaveitinga, er nemur tugum þúsunda; töldu því fje betur varið. (Frarnii.) Símskeyti. (Frá Fréttastofu íslands). Rvík 31. maí 1929. Útlend: Frá London: Kosningar til neðri málstofu enska þingsins fóru fram í gær. Fuilnaðarúrslit ókunn, en verkamannaflokkurinn hefir unnið stórlega á, þó ósennilegt að hann verði fjölmennasti flokkur þingsins. Frá Pórshöfn: Samuelsen endur- kosinn þjóðþingsmaður Færeyinga. Frá Brussel: Pingkosníngar ný- afstaðnar í Belgíu. Kajaólskiflokk- urinn fjekk 76 þingmenn kosna til neðri deildar, töpuðu 2, jafnaðar- menn 78, töpuðu 8, frjálslyndir 28, unnu 5, flæmski flokkurinn 11, vann 5, kommúnistar 1, töpuðn 1, — Stjórnarflokkarnir, kaþólsivu og frjáls- Iyndir, í meiri hluta, Til efri mál- stofunnar voru kosnir 41 kaþólskir, óbreytí, 36 jafnaðarmenn, iöpuðu 3, 13 frjálslyndir, óbreytt, 3 úr flæmska flokknum, unnin sæti. Alis kosnir 94 af 153 senatortim. Frá Peking: Kínverska lögreglan hefir gert húsrannsókn hjá rúss- neska konsulatinu í Carbin í Man- sjúríu, handtekið 45 Rússa, þar á meðal 2 alræðismenn. Lögreglan heldur því fram, að 3ja »Internatio- na!e« hafi haldið leynifund í konsul- atinu. Kveðst hafa fundið þar vopn en Rússar hafi brent skjölum sínum. Jnnlend: Pingsályktun liggur fyrir þjóð- þingi Bandaríkjanna um að senda 5 fulltrúa á Alþingishátíðina 1930 og gefa landinu styttu af Leifi Eiríkssyni. Mb. Gústaf frá Vestmannaeyjum sökk á miðvikudagsmorguninn 10 kvarmílur suð-austur af Ma'arrifi, kom skyndilega leki að bátum. Mb. Hjál'parinn, einnig úr Eyjurr, .sem var rjett á undan, bjargaði mönn- unum og fór með þá til Palreks- fjarðar. Bátarnir voru á [eiðinni til Siglufjarðar. Hjer og þar. Færsla kjördagsins. Vkm. er óður og uppvægur yfir því að Alþingi skyldi færa kjördag- inn frd 1. vetrardegi til 1. laugar- dags í júlí og segir að brcytingin svifti 30 — 40°/o af kjósendum lands- ins möguleika til þess að neyta kosningarjettar síns, því að í júlí- byrjun stundi fjöldi fólks atvinnu hjer og þar fjarri heimilum sínum. En þetta eru hin frekustu ósannindi, að fólk geti ekki neytt kosninga- i-jettar síns þó það sje farið að heiman, bæði getur það kosið áður en það fer, sje framboðsfrestur úti, eða kosið þar sem það er statt og sent atkvæði sín heim. Pað er því aðeins trassaskapur þess sjálfs að kenna, kjósi það ekki. Aftur getur veðráttan verið þannig 1. vetrardag að -íllmögulegt sje fyrir sveitafólk að sækja kjörstað og þá engir möguleikar fyrir það að neyta kosn- ingarjettar síns. Breytingin var því sjálfsögð. Söluheimildin. Frá því var skýrt í síðasta blaði, að í frumvarpið er þingið samþvkti um rekstur hinnar fyrirhuguðu síld- arbræðslu ríkisins hafi komist að sú breyting að selja mætti verksmiðj- una samvinnuíjelagi framleiðenda ef minst 2/a þeirra manna er síld ljetu •í verksmiðjuna gerðu með sjer þesskönar fjelagsskap. Skýrði sím- slceyti til blaðsins þannig frá, en nánari frjettir sína heimildin'a í nokkru öðru ljósi en símíregnin bendir til. í neðri deild höfðu þeir Framsóknarmennirnir Bjarni Ásgeirs- son og Ásgeir Ásgeirsson fengið þá breytingu samþykta að selja ihætti verksmiðjuna samvinnufjelagi út- gerðarmanna, ef helmingur þeirra er skiftu við verksmiðjuna myndaði með sjer fjelagsskap samkvæmt sam- vinnulögunum. Vortt allir íhalds- menn deildarinnar og meirihluti Framsóknar með breytingunni. En jafnaðarmenn henni andvígir; vildu ekkert annað en ríkisrekstur. Er frumvarpið kom svo aftur til efri deildar kom dómsmálaráðhetra til liðs við jafnaðarmennina og fjekk þessu ákvæði þannig breytt, að hásetar síldveiðiskipa, sem ráðnir eru upp á lilut, verði einnig að vera með í samvinnufjelaginu, og því aðeins megi sala fara fram að 2/3 . allra hlutaðeigenda óski hennar. Er málið kom aftur til Nd. gerði Magn- ús Guðmundsson þá fyrirspurn, hvernig hægt væri að stofna sam- vinnuíjelag þetta með hásetum, sem væru eina_ vertíðina þarna 'og þá næstu annarstaðar, stundum ráðnir uppá hlut, stundum kæmu ekki nærri síldveiði o. s. frv. Var því aldrei svarað. En dómsmálaráðherra lýsti því yfir að sjcr væri þessi tilhögun geðfeldari en sú sem samvinnumenn- irnir, flokksbræður hans í Nd. hefðu viljað lögleiða. M. ö. o. ráðherrann kaus heldur þjóðnýtingu en sam- vinnurekstur, því það segir sig sjálft, að þar sem sjómennirnir yrðu í yfirgnæfandi meirihlúta í fjelaginu, yrði það stofnað, og forráðamcnn þeirra eindregnir ríkissrekstrarmenn, fengjust sennilega aldrei 2/s hlutar til þess að bindast samtökum um kaup á verksmiðjúnni. JÞetta játuðu og sumir af Framsóknarmönnum deildarinnar, en ljctu samt ráðherr- ann svínbeygja sig tilþess að ganga undir einokunarok jafnaðarmanna og hlaupa frá samþykt þeirri er þeir höfðu áður gert, og sem bygð var á margyfirlýstri stefnu ílokksins. En þetta er ekki í fj-rsta sinn sem dómsmálaráðherra Iiefir neitt Fram- sókparþingmennina til þess að yfir- gel'a samvinnu grundvöliinn og hlaupa yfir í þjóðnýtingaforrað jaínaðarmanna. Ríkisreksfur »engin bóf.« En nú, samtímis hinum háværu kröfum jafnaðarmannaburgeisanna um ríkisrekstur og þjóðnýtingu, kem- ur Verkamaðurinn og segir: „Fyvir verkalýöinn veröur . . . ríkisrekstur engin bót, nema verkalýöurinn hafi sjálfur rikisvaldiö i höudwn sin- um;u — af ríkisrckstri undir núver- andi þjóðskipulagi sje engrar hjálp- ar að vænta! jónas ráðherra verð- ur því að gera betur en að styðja ríkisrekstrarkröfur jafnaðqrmanna og koma þeim í framkvæmd; hann verður að hlaupa undir bagga með þeim til að gera þjóðskipulagsbylt- ingu ef vel á að vera. Olíufjelögin. Einar Olgeirsson þykist vera hafður fyrir rangri sök í síðasta ísl., þar sem sagt er: að aldrei hafi að- finsluorð hrotið af vörum hans eða penna í garð olíufjelags þess, es jafnaðarmannaburgeisarnir standa að, allur gauragangurinn hafi verið um Shell og þá íslendinga, er fótfestu það hjer á landi, til þess að losa þjóðina við einokunarhelsi Anglo Persian-fjelagsins eða sölufjelag þess B. P.' Vitnar E. O. til greinar eftir sig í Rjetti, m. a. til eftirfarandi orða: »Breska auðvaldið leikur hjer tveim skjöldum, tvö járn eru höfð í eldinum samtímis. Með annari hendi tekst því, að tengja hagsmuni sína við helstu burgeisa íhaldsins, með hinni gerir það samband við for- ingja vinstri manna, og hygst að tryggja sjer jafnvel ráðherra og helstu fiokksforingja úr þeirri sbeit.« — Jú, það er rjett, að E. O. nand- ar hjer hendinni viö foringjum »vinstrimanna«, en þar mun hann eiga við foringja jafnaðarmanna og Framsóknar, þó að honum þyki á- ferðarfallegra að neína þá »vinstri- menn«. En hvenær hefir það sjest, að E. O. hafi gert það að undir- róðurs- og árásarefni á Alþýðuíiokk- inn, að helstu íoringjar hans eru erindrekar Anglo Persian hjer á landi eins og hann hefir gert það að árásarefni á íhaldsflokkinn, að einn úr fyrverandi miðstjórn hans er í stjórn Shell-fjelagsins á íslandi. — Vitanlega cr það gott og bless- að, að fá nú viðurkenningu E. O. fj'rir því, að allar þær vammir og skammir, sem hann og fjelagar hans hafa sagt um Shell-fjelagið á íslandi, og þá menn, er fótfestu það hjer á landi, eigi alvcg eins við þá menn, er reka erindi Anglo Persi- an, — jafnaðarmannaforingjana, Hjeð- inn Valdimarsson, Sigurðjónasson og fjelaga þeirra — og verður þess að minnst, þegar E. O. hjer eftir rek- ur úr sjer rokurnar gegn Shell, þó að á hinn bóginn að þjóðin standi í þakklæíisskuld við þá menn, sem fótfestu hjer Shell, sakir þess, að mej því ljettu þcir af lienni olíu- einokuninni, en engri þakklætiskuld við þá, er rcka erindi B. P., því þeir höfðu komið einokuninni á, vildu halda í hana og vilja koma henni á, svo aröur þeirra verði mciri. Sá er og vilji E. O., og hann atyrðir Framsókn fyrir að hafa ekki komið þessu í kring á síðasta þingi, en eins og Trýggvi Þórhallsson benti á, hefir olíuverðið lækkað til stórra muna síðan oh'ueinkasalan var afnumin, og flestir munu skoða það laklega ráðstöfun, að innleiða einokun að nýju, er vafalaust mundi hækka olíuverðij, þó að einstöku jaínaðarmannaburgeisar hcfðu hag af því. —Jpjóöin fær aldrei betra verðlag en það, sem frjáls samkepni tryggir henni. Kverweiðhjól til sölu með tækifærisverði. Uppl. f Verslun Eiríks Kristjánssonar.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.