Íslendingur - 31.05.1929, Side 3
ISLENDINOOR
3
Akureyrar Bíó
Laugardagskvöldið kl. S1/2*
Ástargyðjan frá „Montmartre“.
Gamanmynd í 6 þáttum, tekin aí Phoebus-fjelaginu. Aðalhlutverkin
leika: LYA MARA og JACK TREVOR. — í’essi mynd lýsir lista-
mannalííinu í hinu alkunna næturkafiihúsi »Montmartre« í París.
Þar sjást göfuglyndir en fátækir listamenn, leikkonur, prinsar og
háttsettir aðalsmenn. En aðal-atburðirnir gerast í sambandi við
æíiferil »ástargyðjunnar« frá »Montmartre«. Myndin er skrautleg
og fjörug.
Niðursett verð!
Sunnudaginn ki, 5: Alþýðusýning.
Listamannsást.
Um þessa rnynd er óþaríi að fjölyrða. Hún. er einhver ágætasta
myndin, sem hjer hefir sjest. Rík að siðfræðisgildi, göfgi og
fórnfýsi.
Sunnudagskvöldið kl. S1/2*'
H A F I £> .
Hisa-kvikmynd í 7 þáttum, tekin eftir hinni ágætu sögu Berhhards
Kellermanns. — Aðalhlutverkin leika: OLGA TSCHECHOWA,
HEINRICH GEORGE og ANTON POINTNER. - Þessi mynd ger-
ist á eyju einni úti fyrir Bretagnesströnd. Brimið lemur þar
ströndina, og brim tilfinninganna einkennir þær persónur, sem þar
lifa. E*ær eru fábreyttar en sterkar. Hjer hefur ekki oft sjest
jafn frumleg og hressileg mynd, með stornmm og brimlöðri, blik-
andi hali og djúpum, sterkum hvötum og tilfinningum þeirra, sem
hafið elur upp.
Sjúkrahúsið
„Gudmanns minniu.
Uppruni þess og efnaliagur
fyr og nd.
Eftir Steingr. Matthíasson hjeraðslæknir.
Upprunalega var sjúkrahúsið
nefnt »F. Gudmanns Minde«, og í
reglugerð þess er svo fynirmælt, að
það sje heiti þess. En í álþýðu-
munni hefir þetta^danska heiti eðli-
lega orðið að Gudmanns minni, og
á seinni árum heíir spítalastjórnin
leyft Sjer að rita það þannig.
Það var stórkaupmaður, Frederik
Carl Magnus Gudmann, eigandi einn-
ar verslunarinnar hjer á Alcureyri,
sem 1873 gaf Akureyrarlcaupstað
og umliggjandi sveit (Omegn) húsið
nr. 8 í Aðalstræti, til að notast sem
sjúkrahús. (Sjá gjafabrjef Gudmanns
dags. 11. nóv. 1873). Hann hafði
árið áður skrifað bæjarstjórn, og
spurt, hvernig hún óskaði að varið
yrði 5000 vikisdölum, er sann vildi
gefa Akureyri og umhverfi (Omegn),
hvort beldur hún vildi verja þeim
til sjúkrahússtofnunar eða tii þurfa-
mannahælis.
Bæjarstjórnin kaus sjúkrahús.
Gudmann keypti síðau áður nefnt
hús, sem verið hafði eign og íbúð-
arhús Jóns Finsens hjeraðslæknis, er
þá var íluttur til Danmerkur (1867),
en fyrirrennari hans Eggert hjeraðs-
læknir Johnsen (1832—1855) hafði
látið byggja það.
Gudmann útbjó húsið með 8 sjúkra-
rúmum og ýmsum , hjúkrunargögn-
um, og kostaði sá útbúnaður 400
ríkisdali, eða nokkru meira þó, og
mælti svo um í fyrnefndu gjafabrjefi
að skyldi heita »F. Gudmanns
Minde« til minningar um íöður sinn
og »að verslunarstjóri sá, sem stæði
fyrir verslun hans í bænum skyldi
eiga sæti í stjórnarnefnd sjúkrahúss-
ins meðan hann sjálfur ræki versl-
unina.«
Seinna ánafnaði F. Gudmann
sjúkrahúsinu (é erfðaskrá, er út var
gefin 15. maí 1875) 2500*) ríkisdali.
*) Frá þeirri upphæð drógst þó
eríðaskattur og stimilgjald, svo að
hún hingað komin nam aðeins kr.
4616,70.
Öll gjöf Gudmanns nam þannig
7900 ríkisdölum eða kr. 15800 —
og mundi sú fjárfúlga nú vera
helmingi meira virði eða vel það.
Sjúkrahúsið var tekið til afnota í
nóvembermánuði 1873 og þáverandi
hjeraðslæknir Í’orgrímur Johnsen
ráðinn læknir þess.
Af gerðabók sjúkrahússtjórnarinnar
er svo að sjá sem bæjarstjórnin í
heild sinni hafi annast forstöðu þess
þar til 1880, að valin var þriggja
manna nefnd og kölluð spítalanefnd-
in. í henni ferigu sæti: hjeraðslækn-
irinn, sem um leið var læknir sjukra-
hússins (eins og ætíð síðan), þar
næst verslunarstjóri Gudmanns versl-
uriar og einn maður úr bæjarstjórn-
inni. —
Það var fyrst 1909, að sýslunefnd
var með breytingu á reglugerð
sjúkrahússíns, heimilað að velja einn
rnann í nefndina úr sínurn hóp. Var
ákvæði þar að lútandi sett þá þeg-
ar í reglugerð sjúkrahússins, og
heíir haldist síðan, enda hefir sýslu-
nefnd veitt sjúkrahúsinu árlegan
styrlc, til móts við bæjarstjórn upp
frá þeirn tíma.
[Meira],
Úr iieimaliöpm.
Kirkjan. Messað á sunnudaginn kl. 12
í Lögmannshlíð. Á Akureyri kl. 4 e. h.
Hjúskapur. Þann 28. þ. m. voru gefin
saman í hjónaband í Reykjavík ungfrú
Jonna Jónsdóttir og Gunnar Schram stöðv-
arstjóri, bæði hjeðan úr bænum. — Komu
þau heim með Drotningunni í morgun.
Hóiel Goðafoss er nú risið upp úr rúst-
um eftir bruuan og tekið til starfa að
nýju. Hefir því verið gerbreytt að innan
og er nú útbúið með öllum nýtísku þæg-
indum. Alt er þar nýtt, smekklegt og
vandað.
Dr. Alexandrine kom í morgun. Meðal
farþega voru: Pjelur A. Ólafsson fram-
kvæmdarstjóri, Böðvar Bjarkan lögmaður,
Steindór J. Steindórsson stud. med., Jón
Steffensen stud. med., Jón P. Geirsson
stud tned., Sig. Jónasson framkv.stj. og
Árni Pálsson verkfræðingur.
Rykið á götunum er að verða afskap-
legt, sjerstaklega í Bótinni. Væri ekki úr
vegi að veganefnd sæi til þess að spraut-
að væri vatni, öðru hvoru, yfir þann hluta
Hafnarstrætis, sem umferðin er mest, því
Smurningsolínr
(Sjerstaklega handa Tuxham-vjelum).
fyrirliggjandi.
Selj así með heildsöluverði
Verslunin „PARÍS” Akureyri.
(Sigv E. S. Þorsteinsson).
Símn. „PARIS“. Símar: 36 — 196.
Svarðarútmæling
byrjar nú á Iaugardaginn 1. júní og verður hagað þannig:
Útmælt í
Eyrarlandsgröfum á laugard. kl. 6—8 e. h.
Naustagröfum á mánud. kl. 7—8 e. h.
Kjarnagröfum á þriðjud. kl. 7—8 e. h.
Bændagerðisgröfum á laugard. kl. 6—8 e. h.
Akureyri 3). mai 1929.
Bæjars tjörinn.
auðvelt er að koma því við þar og svo
væri óhætt að láta »sprautuvagninn« fara
að ganga úr þessu.
Gagnjrœðaskólanum var sagt upp í dag.
Útskrifuðust 7 stúdentar úr lærdómsdeild
og 36 gagnfræðingar úr gagnfræðadeild:
Stúdentar:
Jón Sigurgeirsson, Ak. I.eink.6,95
Guðríður Áðalsteinsd., Ak. I. — 6,88
Ingólfur Davíðsson, Eyf. 1. — 6,44
Gestur Ólafsson, Eyf. 11. — 5,77
Gunnar Björnsson, Skagf. Gústaf Ad. Ágústsson, Eyf. 11. — 5,65
II. — 5,21
Pálmi Pjetursson, Sigluf. II. — 4,83
Til I. eink. þarf 6,00, til II. eink. 450
og 4,25 til að standast próf. — Prófdóm-
endur voru Freysteinn, Gunnarsson cand.
theol. í Rvík, Jónas Rafnar læknir, Steingr.
Jónsson bæjarfógeti og Steinþór Guð-
mundsson skólastjóri.
Gagnfræðingar:
Olafur Björnsson, Húnav.
Steingr. Þorsteinsson, Ak.
Guðný Pjetursdóttir, Norðf.
Jón Jóhannesson, Húnav.
'Halldór Halldórsson, Isaf.
Haraidur Bogason, Ak.,
Júlíus Bogason, Ak.
Einar Ásmundsson, S.-Þ.
‘Oddný Guðmundsd. N.-Þ.
Páll Óiafsson, ísaf.
Guðm. Þorláksson, Eyf.
Kristín Þorláksdótttr, S.-Þ.
Sig. Samúelsson, Barð.
Barði Brynjólfsson, Skagaf.
Karl Níelsson, S.-Þ.
Eggert Steinþfcssoii, S.-Þ.
Helgi Gíslason, N.-M.
Jón Þórarinsson, N.-M.
Stefán Ásbjarnarson, N.-M.
Höskuldur Magnússon, Eyf.
Sigríður Jónsdóttir, N.-Þ.
Pjetur Oddsson, ísaf.
Sigríður Guðmundsd., N.-Þ.
Sigríður Árnadóttir, Ak.
Gunnlaugur Traustason, Eyf.
Björn Jóbannson, V-ísf.
Eiríkur ísfeld, N.-M.
Anna Pjetursdóttir, Sigluf,
Ásgeir Sigjónsson, A,-Sk.
Elísabet Björgvinsd, Rangv.
Rafn jónsson, Borgf.
Gerða Halldórsdóttir, Ak.
Jóhann Þorvaldsscn, Eyf.
Jósep Sigurðsson, Ak,
Leó Sigurðsson, Ak.
Tómas Steingrímsson, Ak.
I.eink.7,29
1. — 7,15
I. — 7,04
I. — 6,99
I. — 6,78
I. — 6,64
I. - 6,61
I. — 6,49
I. — 6,42
I. - 6,41
1. — 6,33
I. - 6,32
I. — 6,27
I. — 6,25
I. — 6,21
I. - 6.20
I. — 6,18
I. — 6,13
I. — 6,12
1. — 6,10
1. - 6,01
I. — 6,00
I. — 6,00
II. — 5,89
II. — 5,79
II. — 5,78
II. — 5,78
II. — 5,58
II. — 5,49
II. — 5,28
11. — 5,21
II. — 5,15
II. — 5,07
II. 4,68
III. — 4,26
III. — 4,13
Þakkarávarp.
Mitt innilegt hjartans þakklæti votta
jeg Kvenfjelagi Akrahrepps í Skaga-
firði, fyrir hina rausnalegu sumar-
gjöf sem það setidi mjer og jeg
meðtók 15. þ. m. — Sömuleiðis vil
jeg um leið þakka öðrum þeim sveit-
ungum mínum, sem með peninga-
gjöfum eða annari hjálp hafa auð-
sýnt mjer samúð í veikindum mínum.
F>ökk til ykkra ailra!
Ouð blessi ykkur og gefi ykkur
gæfuríkt sumar.
Sjúkrahúsinu Landakoti 16. maf 1929.
Sigríður Árnadóttir frá Ytri-Kotum.
NÝKOMIÐ
Poesibækur
Amatör-Album
Glansmynda-AIbum
Myndabækur
Myndakíkirar (Stereoskop)
Myndir (Stereoskop)
Skrifpappír og umslög í möpp-
um og kössum
Servíettur ýmsar gerðir o. fl.
í Bokaversl. Kr. Guknndssonar.
Kasmir-sjölin
lcomin aftur í
Verslun Eiríks Kristjánssonar.
Til sölu með tækifærisverði:
1 Borð, 3 Stólar og 1 Ruggustóll.
Upplýsingar gefur ritstj. íslendings.
PIANO
til sölu með tækiíærisverði. Upplýs-
ingar gefur
Eínar Methúsalemsson.
') Utanskóla.