Íslendingur


Íslendingur - 12.07.1929, Blaðsíða 2

Íslendingur - 12.07.1929, Blaðsíða 2
2 ISLENDINQUR. MK'HKLI.X og FEDERAL Bíla- og hjólhestadekk og slöngur, hafa heimsviðurkenningu. Fyrirliggjandi í flestum staerðum Einnig viðgerðarvörur, svo sem: límábornir kappar og smádósir (með lími og bótum). Verslim Pjeturs H. Lárussonar. * setið fund með norskum síldveið- endum og lofað þar að mæla með tillögum í þá átt, að Norðmenn fengju að selja ótakmarkað síld í verksmiðjur hjer á landi og bræða síld innan íslenskrar landhelgi, en þau fríðindi áttu að koma í móti af hálfu Norðmanna, að þeir mynd- uðu samlag síldveiðenda, er svo hefði samlag við Einkasöluna um sölu. — Pingmenn áttu bágt með að trúa þessum fregnum, en reynd- ust þær sannar, var það álit flestra að framkvæmdarstjórarnir hefðu fyrirgert stöðum sínum. — For- sætisráðherra þóttist þá ekkert vita, en lofaði að rannsaka málið. Hvað hann hefir gert í þeim efnum vita menn ekki, en nú gýs önnur hneykslisfregnin upp og engu betri. íslendingur hefir farið á fund Pjeturs A. Ólafssonar framkvæmd- arstjóra og spurt hann hvað hæft væri í þessari nýju fregn og gaf hann það svar að hún væri: „Slúöur og vröv/en frekar kærði hann sig ekki að skýra málið. En næsta einkennilegt verður það að teljast, að merk norsk blöð skuli flytja fregnir, og þær jafn viðurhlutamiklar, sem enginn flugu- fótur er fyrir. Hegranesfindurinn. (Frá frjettaritara Isl. í Skagafirði). Framsóknarflokks-stjórnin boðaði til fundar á hinum forna þingstaö sýslunnar, Garði í Hegranesi. Var fundurinn haldinn 25. júní, eins og ákveðið hafði verið. f*að kom fljótt í ljós, að Fram- sókn og sósialistar höfðu búið sig vel undir þennan fund. Sjálfur dómsmálaráðherrann birtist þarna fyrstur ræðumanna. Naut hann sín illa við þetta merkilega, góða tækifæri, því að sýslubúar fjölmentu mjög, svo að skifti mörgum hundr- uðum. Ráðherrann var kvefaður, hafði dúðað sig vel og talaði lágt og hógværlega. Brá meira að segja svo við, að hann lauk miklu lofi á M. Guðmundss. fyrir dugnað þann, sem hann hefði sýnt til eflingar ýmsum stórframkvæmdum f Skagafjarðar- sýslu á síðustu árum. Er vonandi, að ráðherrann segi þetta oftar, því að þá fer hann méð satt mál. Hvorki sköruleiki eða mælska fyrir- fanst hjá ráðherranum, og urðu þeir fyrir sárum vonbrigðum, sem ekki höfðu heyrt hann eða sjeð áður. Sjer til brautargengis hafði ráð- herrann kvatt »bróður« Brynleif, en hann virtist fjörlítill að vanda og fara 'mikið hjá sjer, enda sá hann Ólaf Thors við hlið sína og »drap honum stall í hjarta« við þá sýn. Heíir hann eflaust munað hrakfarir sínar fyrir honum í fyrra á Sauðár- króksfundinum. Sjálfstæðismenn áttu þarna þrjá ræðumenn, Jón á Reynistað, Magn- , ús Guðmundsson og Ólaf Thors. Mun það álit flestra, sem á fundin- um voru, að Ólafur og Magnús hafi svo gersigrað andstæðinga sína á þessum kappræðufundi, að mál Fram- sóknar hafi legið tvístruö og tætt í valnum. Enda stendur Framsókn berskjölduð íyrir vopnum Sjálfstæð- ismanna. Og þær ljelegu hlífar, sem flokkurinn notaðist við, stoðuðu ekki neitt. Hefir Tíminn slitið þeim svo að engum Framsóknarmanni verða þær til varnar, þegar andstæðingar standa hvor gegn öðrum á pólitísk- um deilufundum. Sósialistar tefldu fram liði sínu á þessum fundi, og lýstu þeir því báðir yfir, Haraldur Guðmundsson og Einar Olgeirsson, sem þarna voru staddir, að stefnumál sócialista væri meðal annars það, að gera jarðir bænda að ríkiseign. Er þetta í fyrsta sinni, sem firn þau eru flutt, næstum því við bæjardyr bænd- anna hjer í Skagafirði, að eigna- rjettur einstaklings yfir jörðum sje óheppilegur og skaðlegur. Haraldur gekk svo langt að hann reyndi að telja mönnum trú um, að allir bænd- ur væru að borga jarðir sínar alla sína æfi með því fyrirkomulagi, sem nú væri, og þó eignuðust þeir aldrei jarðirnarl En aftur á móti gætu þeir fengið jarðirnar trygðar sjer betur með bolsafyrirkomulaginu fyr- ir ekki neitt! Seinna í ræðum sín- um mintist hann þó á 4 prc. leigu- gjald eftir jarðirnar — og þótti víst fáum tiltökumál þó að jafn glamur- samur gasprari hirti lítt um sam- ræmi í hugsun og rökum. Einar Olgeirsson talaði snoturlega. Virtist liann vanda ræðusnið sitt, og gætti kurteisi í orðum. En stefna hans var hin blóðrauða byltinga- stefna og dró hann engar dulur á það innræti sitt. Pykir mörgum ilt að greindir menn gangi í þá rússn- esku ófarnaðarbyltingu, sem illræmd- ust hefir orðið í mannkynssögunni, og reyni að brjóta henni leið til friðsömustu mannanna á þessa landi — og ef til vill í ölluin heiminum — íslensku bændanna. Peir eru sein- þreyttir til vandræða bændurnir, en vita mega þeir það, Einar og Haraldur, að bændur skoða þá og skoða anabræður þeirra hættulegustu fjendur hinu landbúnaöarlegu sjálf- stœöi. Stefna bænda verður: Sjálfseignarbændur á hverri ein- ustu jörð landsins og efling búnað- arins á þeim grundvelli. — Þá eru upptaldir aðalræðumenn-* irnir, en nokkrir ræðuskussar köst- uðu fram fáum orðum og má þar til nefna Gísla frá Frostastöðum og Erling Friðjónsson. Voru þeir þó ólíkir að orðbragði sem að ytra út- liti. Var annar illorður en hinn fremur meinleysislegur í máh og sjón. Skólastjórinn á Hólum flutti einnig ræðu. Honum svaraði Magn- ús Guðmundsson og sýndi fram á, að hann hefði farið með öfgar og ósannindi. Um fund þennan nvætti segja margt fleira. En það mun sannast orða, að Sjálfstæðisflokknum hafi aukist fylgi-, en Framsókn tapað. Átti þar mestan þátt í góður mál- staður Sjálfstæðisflokksins og afburða mælska Ólafs Thors og sköruleiki Magnúsar Guðmundssonar. Símskeyti. (Frá Fréttasfofu Islands). Rvík 11. júlí 1929. Útlend: Frá London: Ensku kafbátarnir H 47 og L-12 rákust á í St. Georgs sundi og sökk sá fyrnefndi á 100 metra dýpi með 21 manni. — 2 björguðust en hinir eru taldir af. Frá Khöfn: Cramer flugmaður heldur kyrru fyrir í Port Burwell á Labrador, vegna óhagstæðs veðurs. Frá London: MacDonald-stjórn- in fjekk 120 atkv. meirihluta við fyrstu atkvæðagreiðslu í nýja þing- inu. Innlend: Ahrenberg flaug hjeðan í gær- morgun áleiðis til Grænlands. Lenti í gærkvöldi fyrir utan Ivigtutfjörð en kom til Ivigtut í morgun kl. 5. — Mun ekki hafa treyst sjer inn vepna þoku. Óðinn hefir nýlega tekið 3 tog- ara í landhelgi og farið með þá til Vestmannaeyja, — 2 þýska og 1 enskan. — Annar þýski togarinn sýknaður en hinir sektaðir um 12,- 500 kr. hver og afli og veiðarfæri upptækt. Forsætisráðherra kom með Lyra úr utanlandsför sinni. Vegna sjúk- dóms síns hefir hann tæplega fóta- vist þessa viku. Útflutt í júní fyrir 3,524,450 kr.; alls nemur útflutningur til 1. júlí 21,540,660 kr. Fiskbirgðir 207,- 420 skpd. 1. júlí. Aflinn á sama tíma 329,262 skpd. Meðalkaupgjald kaupamanna á Suðurlandi verður sennilega 40 kr. um vikuna, en kaupgjald kvenna 23 kr. Vatnsrjettindamálið inilli Gefjunnar ogAkureyrarkaupstaðar, Upprunalega ráku Eyjafjarðarsýsla og Akureyrarkaupstaður tóvjelarnar, sem svo voru kallaðar, í fjelagi til þess að hrynda málinu í framkvæmd, en þegar málinu væri ,svo langt komið, var ætlunin að fá einhvexn til að kaupa þær til reksturs. Pá voru margir, sem höfðu ótrú á fyr- irtækinu, og þótti vafi leika á, hvort það gæti borið sig fjárhagslega. Sýsla og kaupstaður vildu því tölu- vert vinna til þess, að losna sjálf við reksturinn, og koma honum á einstaklingshendur, og þegar loks nokkrir duglegir og framsýnir menn stofnuðu Verksmiðjufjelagið á Akur- eyri, og keyptu tóvjelarnar af sýsl- t Anna Líndal. % Líndals hjónin á Svalbarði hafa orðið fyrir þeirri þungu sorg, að missa næst elstu dóttur sína, Önnu Stefaníu, úr berklaveiki. Ljest hún heima á Svalbarði á miðvikudags- kvöldið. Hún var fædd hjer á Ak- ureyri 11. júní 1911, og var því rúmlega 18 ára gömul. — Yndis- leg stúlka og hugljúfi allra, er nokk- ur kynni höfðu af henni. unni og bænum, þá ljet bærinn fje- laginu þau fríðindi í tje, að leggja til endurgjaldslausa lóð undir bygg- ingarnar og rjett til að nota valns- aflið í Glerá til stærri og minni verk- smiðjureksturs, því margir trúðu því, að fyrirtækið gæti gefið bænum ýmsan óbeinan hagnað þegar stund- ir liðu fram, svo sem með sköttum og atvinnu fyrir bæjarbúa, auk þess sem það væri bæði til menningar- og þjóðþrifa. Þegar löngu síðar var farið að ræða um það, að raflýsá Akureyri með afli úr Glerá, ráku menn sig á, að bærinn hafði ekki fullan umráða- rjett yfir ánni, af því að hann hafði áður afsalað sjer þessum rjetti til Verksmiðjufjelagsins. Eftir rniklar bollaleggingar var það ráð tekið, að byggja rafstöðina þar sem hún er nú, méð það sjerstaklega fyrir augum, að Gefjun gæti fengið vatnið óhindrað eftir áð það hefði verið verkað á rafstöðinni. Þessi ráðstöf- un var aðallega bygð á þeirri stað- hæfingu sænsku verkfræðinganna, að vatnið í Glerá yrði aldrei minna en sem svaraði 1,5 kubimeter á sekúndu, en Gefjun notaði aðeins 0,8 kubimeter á sekúndu. Það kom þegar í ljós fyrsta vet- urinn, sem rafstöðin vap rekin, að vatnið í ánni var miklu minna en sænsku verkfræðingarnir höfðu áætl- að, eða langt fyrir neðan 1 kubi- meter á sekúndu, og því varð raf- stöðin að stýfla alveg fyrir vatnið tímunum saman, til þess að safna því fyrir í uppistöðulón rafveitunn- ar, svo hún hefði nægilegt vatn til ljósatímans á kvöldin. Gefjun varö þá að stöðva vinnu sína 'og standa aðgjörðalaus allan þann tíma, sem stýflaö var fyrir vátnið. Þegar svona hafði gengið í 2 ár, og eng- in lagfæring fjekst á þessu fyrir- komulagi, fór stjórn Verksmiðjufje- lagsins fram á það við bæjarstjórn- ina, að reynt yrði að ráða einliverja bót á þessu óhæfa ástandi; bauðst stjórn fjelagsins til þess að leggja fram allmikla fjárhæð, 40 þúsund kr., til viðbótar rafvirkjunni, gegn því að bærinn ljeti Geíjunni fá ca. 35 hestöfl af rafmagni ókeypis árlega, en Wrksmiðjufjelagið afsalaði sjer svo öllu frekari tilkalli til árinnar. í nálega heilt ár stóðu þessar samn- ingaumleitanir og sáttaboð Verk- smiðjufjelagsstjórnarinnar yfir, en árangurslaust al'veg, þ\ í forráðamenn bæjarins neituðu að viðurkenna nokkurn rjett Verksmiðjufjelagsins til vatnsaflsins í Glerá. Stjórn fje- lagsins sá sjer þá ekki annað fært en að höfða mál gegn bænum, til þess að láta dómstólana skera úr því, hvort rjettur fjelagsins til trufl- unarlausra afnota af Glerá væri í. myndaður eða raunverulegur. I und- »

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.