Íslendingur


Íslendingur - 16.08.1929, Blaðsíða 1

Íslendingur - 16.08.1929, Blaðsíða 1
ér Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. jónsson. Strandgata 29. XV. árgangur. Akureyri, 16. ágúst 1929. 33. tölubl. Kenslumálaráðherra víkur skólastjóra barnaskóla Akureyrar frá starf- anum. Skólanefnd vill nú „setja“ liann kennara. Loksins — eftir 6 mánaða tíma — hefur fræðslumálastjórnin felt úrskurð í skólastjóramálinu hjeðan af Akureyri, er skotið var til henn- ar í byrjun febrúar í vetur, og er úrskurðurinn á þá leið, að Steinþór Guðmundsson skóiastjóri skuli missa starfa sinn frá sepíemberlok- um að telja. Öllum er í fersku minni tildrög- in til þessa máls, og eins það, að skólanefnd klofnaði um málið. Vildi meirihlutinn, jafnaðarmennirnir 2 og bæjarstjóri, sleppa skólastjóra við áminningu og hótun þess, að ljeti hann ekki skipast við hana, þá mætti hann búast við því »að verða sviftur starfinu.« — Minni- hlutinn lagði aftur á móti til að skólastjóra væri vikið frá, þar sem fram hefði komið við rannsókn málsins ýmislegt það, er sýndi »að hann væri ekki til þess fallinn, að hafa með höndum stjórn og um- sjón barna sem skólastjóri* — og »ástæða til að óttast um framtíð skólans undir stjórn hans.« — Voru það þeir Brynleifur Tobias- son og Böðvar Bjarkan, sem þann- ig litu á málið. Málinu var síðan skotið til fræðslumálastjórnarinnar. Fræðslu- málastjóri mun hafa getað felt sig við tillögu meirihlutans og afgreitt málið til kenslumálaráðherra með tillögu þar að lútandi, en ráðherr- ann — Jónas Jónsson frá Hriflu — leit öðruvísi á sakirnar, og feldi úr- skurð í samræmi við tillögur minni- hlutans — en 6 mánuði hjelt hann málinu hjá sjer óafgreiddu. Þó að fsl. sje samþykkur úrskurði ráðherrans, getur hann ekki annað en vítt þennan langa drátt, sem orðið hefur á málinu í höndum hans. Með honum hefur ráðherr- ann gert það að verkum, að ógern- ingur er að auglýsa skólastjóra- stöðuna til umsóknar að þessu sinni, og um Ieið útilokað hinn frávikna skólastjóra frá möguleikum til þess að geta náð sjer í stöðu fyrir veturinn, því að úr þessu er það aðeins tilviljun að staða losni, sem við hans hæfi væri eða hann gæti hrept. — Sex vikur hefði ver- ið nægilega langur tími fyrir ráð- herrann, til þess að geta tekið á- kvörðun sína — sex mánuðir ó- skiljanlegur og ranglátur dráttur. Skólanefndin korn strax saman og úrskurður ráðherrans kom að sunnan. Var hún öll þeirrar skoð- unar, að nú væri orðið svo áliðið, að óráðlégt væri að auglýsa stöð- una. Kom fram tillaga í nefndinni um að leggja það til við fræðslu- málastjórnina, að elsti kennari skól- ans yrði setíur skólastjóri í vetur og að frávikni skólastjórinn yrði settur kennari við skólann yfir sama tíma. Kann mörgum að þykja það kynlegt, að sömu mennirnir og vildu hann í vetur frá skólanum, skuli nú samjaykkja þannig lagaða tillögu, en ástæðuna mun að finna í því, sem hjer að framan hefur verið sagt: nefndarmönnum fundist flest atvinnusund lokuð manninum, þegar svona var áliðið sumars, — og svo er nú það, að stjórn skól- ans er úr höndum hans og hann settur undir annara stjórn, ef að þessu ráði verður horfið og breyt- ir það miklu. En þó mundu ýms- ir hafa kosið frekar að hinum frá- vikna skólastjóra yrðu greidd full kennaralaun til næsta vors og hann kæmi hvergi nærri skólanum. Alþýðublaðið gerir mikinn hvell út af frávikning skólasljórans; kveð- ur Jónas ráðherra hafa rekið þar erindi íhaldsins, og það sje af pólitískum ástæðum einvörðungu að Steinþóri hafi verið vikið frá, til saka hafi hann ekkert unnið. Mis- jjyrmingasagan hafi verið blásin út, til þess að vinna jafnaðarmönnum ógagn við síðustu bæjarstjórnar- kosningar, og til þess að ná sjer niðri á verkiýðsforingja, sem íhald- inu hafi sjerstaklega verið í nöp við — og nú hafi ráðherrann kom- ið því til hjálpar og framkvæmt það, sem íhaldið hafi viljað koma í kring en ekki megnað. Menn geta ekki annað en bros- að, þótt raunalegt mál sje á ferð- inni, þegar því er haldið fram að Jónas frá Hriflu reki erindi íhalds- ins og láti sjer sjerstaklega hugar- haldið að gera því til geðs. Annars er þetta íhalds-hjal blaðsins all-kyn- legt, þegar þess er gætt, að »borg- arafIokkurinn« í bæjarsíjórninni — en honum hafa verklýðsblöðin jafn- an valið íhaldsnafnið — átti aðeins einn fulltrúa í skólanefnd, og hann greiddi atkvæði á móti því að skólastjóra væri vikið frá, fylgdi þar jafnaðarmönnum að málum. Afíur voru það Framsóknarmennirnir í nefndinni, þeir Bjarkan og Brynleif- ur, sem vildu burtvikningu, og er því nær sanni að segja að kenslu- málaráðherrann hafi gengið erinda Framsóknar — flokksmanna sinna — heldur en íhaldsins, ef annað hefur komið til greina en dóm- greind hans sjálfs. Þá eru það ó- sannindi hjá Alþýðublaðinu aö má!- ið hafi verið notað í síðustu bæjar- stjórnarkosningum gegn jafnaðar- mönnum. Ekkert af andstæðinga- blöðum þeirra mintist á málið fyr en að kosningunum afstöðnum. — En Verkamaðurinn, blað skóla- stjórans sjálfs, gerir það, eða at- AKUREYRAR BIO N Ý MYND! Laugardagskvöldið kl. : IHJÓNABANDS-ÓHAMINGJA Kvikmyndasjónleikur tekin af A. Gainsborough Picture Co.. Aðalhlutverkin leika: ( Alice Joyce, Clive Brook og Marjorié Daw. Tessi mynd sýnir, að hjónaband getur verið óhí mingjusamt, þó nógur sje auðurinn. Ungu hjónin haía liðið skipsbrot. En styrjöld- in mikla kemur og bjargar lííi þeirra. Myndin er áhrifarík og eft- irminnileg. Sunnudaginn kl. 5: Alþýðusýning. Niðursett verð! Hjáip! - !e§ nr hin afarskemtilega gamanmynd um fátæka manninn sem átti að ej^ða 600 þús. frönkum á einuíh mánuði. N Ý M Y N D ! Sunnudagskvöldið kl. 8^/2: HEILÖG LÝ GI. Kvikmynd í 7 þáttum tekin eftir hinu heimsfræga leikriti dönsku skáldkonunnar: Knvin Michaelis. — Aðathlutverkið leikur: Margarethe Schlegel. Sjaldan hefir sjest hjer áhrifameiri nje listríkari ni}rnd en þetta, þar sem blinda móðirin og ekkjan trúir því, að börn hennar lifi í auði og allsnægtum í Ameríku, þó þau hafi naumast málungi mat- ar. — Þcssi mynd er hverjum, sem sjer hana ógleymanleg. burðinn, er leiddi til þess, að um- talsefni kvöldið fyrir kosningarnar, og á þann hátt, að faðir barnsins, er hlut átti að máli, fann sig knúð- ann til að birta yfiriýsingu næsta dag til leiðrjettingar á frásögn Vkm. — Alþýðublaðið segir, að Steinþór Guðmundsson hafi ekkert til sakar unnið, málið hafi verið hafið sem pólitísk ofsókn gegn honum. í því sambandi nægir að benda á niður- lagsorðin í tillögu meirihluta skóla- nefndar, er samþykt var á fundi hennar 9. febrúar síðastl. — Eru þau svohljóðandi: »------Því leyfir skólanefnd sjer að gefa skólastjóra, Steinþóri Guð- mundssyni, áminningu fyrir að hafa beitt of harðri líkamlegri refsingu við barnið Guðbrand Hlíðar í kenslustund í 6. bekk barnaskólans, 16. f. m. Jafnframt átelur hún skóla- stjóra og bendir honum á, að hann verði að leggja niður ávana þann, er hann hefur, að taka í eyru skólabarna og því um líkt. Loks bendir skólanefnd skólastjóra á það, að hann megi búast við, ef hann lætur ekki skipast við þá áminn- ingu nefndarinnar, að verða sviftur starfinu.« Það eru fulltrúar jafnaðarmanna í nefndinni, flokks-systkini skólastjór- ans, sem bera fram þessa tillögu. Þau halda því vissulega ekki fram, að hann hafi ekkert til saka unnið. Bæði meiri- og minnihluti nefndar- innar voru sammála um sekt skóla- stjórans, en það sem bar á milli var, að minnihlutinn taldi hana sjálfsagða frávikningarsök, en meiri- hlutinn taldi áminningu nægja, í þeirri von, að skólastjórinn sæi að sjer við hana og bætti ráð sitt í framtíðinni, fengi hann haldið stöð- unni. -- Kenslumálaráðherra hefur verið vantrúaður á þá betrunarvon og ekkert viljað á hana hætta. NÝJA BÍÓ Laugardagskvöld kl. 8V2: (Manden uden Fædreland). Sjónleikur í 12 þáttum eftir sögu Rupert Huges. í aðalhlutverkunum: Richard Barihelmess og Molly O’Day. Sagan gerist á tímum síðustu styrjaldar. Ungur hnefaleikari leggur út í lífið og gerist her- maður. Æfintýri á æfintýr of- an, ástir og ættjarðarást. Þessi mynd er ein þeirra, er sigurför hafa farið, og verið sýnd við fádæma aðsókn alstaðar erlend- -is, enda þykir leikur Barlhelm- ess snild. Sunnudagskvöldið kl. 8V2: Kappreiðar. Fox-mynd. Aðalhlutverk: Tom Mix, Helene Chadwich og undra hesturinn TONY. Þessi mynd er full af fjöri og 1 Hfi og afarspennandi frá upp- hafi til enda.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.