Íslendingur


Íslendingur - 06.09.1929, Page 2

Íslendingur - 06.09.1929, Page 2
2 ÍSLENDINGUR Vjer höfum ákveðið að stofna til fegurðarsamkepni fyrir stúlkur um land alt. Þær sem vilja taka þátt í samkepni þessari, sendi fyrir 30. september n. k., ljósmynd af sjer, ásamt nafni sínu, / S/er- stöku, lokuðu umslagi. Nöfnunum verður haldið leyndum, en hver mynd auðkend með tölu. Eítir hverri.mynd verða gerðar að minsta kosti 1000 ljósmyndir. Myndunum verður síðan dreift út með TEOFANI cigarettum, og sú mynd, sem llestir kjósa, fær 500 krúna verðlaun hinn 26. júní 1930 (á Alþingishátíðinni). Verð- launin verða send þeirri stúlku, sem myndin cr af. Fái margar jöfn atkvæði, verður hiutkesti látið ráða. Árangurinn verður birtur opinberlega. Sendið myndirnar strax og skrifið á umslagið: T E OF A N I Hafnarstræti 10. — Reykjavík. ið 1919, 394 árið 1914, 260 árið 1903 og 206 árið 1874. Tala kjósenda í hverju kjördæmi er mjög misjöfn, enda kjósa sum einn þingmann, önnur tvo og eitt (Reykjavík) fjóra. En þó tillit sje tekið til þingmannatölunnar í hverju kjördæmi, verður samt mjög mishá kjósendatala, sem kemur á hvern þingmann. Að baki sjer höfðu þing- mennirnir 1927 færri en 800 kjósendur 6 þingm. 800—1000 — 9 - 1000—1500 - 13 - Yfir 1500 — 8 — Minst kjósendatala á þingmann kemur á Seyðisfirði, 449, og þar næst í Austur-Skaftafellssýslu, 615. Aftur á móti kemur hæst kjósenda- tala á þingmann í Reykjavík, 2496 á hvern, eg þar næst í Suður-Þing- eyjarsýslu, 1937. í Reykjavík eru 9985 kjósendur, sem senda 4 menn á þing, en í 11 kjördæmum (Seyð- isfirði, Austur-Skaftafellssýslu, Norð- ur-Múlasýslu, Norður-ÍMngeyjarsýslu, Strandasýslu, Vestur-Húnavatnssýslu, Rangárvallasýslu, Dalasýslu, Vestur- Skaftafellssýslu, Mýrasýslu og Isa- firði) eru samtals 10,099 kjósendur, sem senda 13 menn á þing.« íhaldsflokkurinn fjekk við kosn- ingarnar 1927 13616l/2 atkv. og 13 þingmenn kosna, Framsók,n 9532 '/2 atkv. og 17 þingmenn, Alþýðuflokk- urinn 6097'/2 atkv. og 4 þingmenn, Frjálsljmdi flokkurinn 1858 atkv. og 1 þingmann og utanflokksmenn 904^/2 atkv. og 1 þingmann. — I tvímenningskjördæmum er atkvæða- tala hvers frambjóðanda helminguð. fau atkvæði, sem fallið hafa á fram- bjóöendur sinn úr hvorum flokki, teljast því að hálfu til hvors flokks- ins. — Af þessum 904‘/2 atkv. sem utanflokkamönnum eru reiknuð, má sennilega færa 520 til Framsóknar, en það er atkvæðatala Gunnars á Selalæk — eina utanflokka manns- ins á þingi, en hann hefir stöðugt fylgt Framsókn að málum og kos- inn með stuðningi hennar, en 384V3 utanflokka atkvæði mega með svip- uðum rjetti teljast til stjórnarand- stæðinga — Sjálfstæðismanna. — Stjórnarsinnar (Framsókn og Alþýðu- flokkurinn) hafa til samans fengiö 15,888 atkvœöi, en stjórnarandstœð- ingar 16,119 atkv. eða 231 atkvœöi fleira. Núverandi stjórn hefir því aldrei stuðst viö meirihluta kjósenda. Símskeyti. (Frá Fróttasfofu íslands). Rvfk 5. sept 1929. Út/end: Frá London: Óeirðir hafa brot- ist út að nýju í Palestínu, einkum norðurhlutanum. Breska stjórnin hefir ákveðið að senda nefnd til að rannsaka orsakir óeirðanna, en kveðst ekki breyta uni stefúu. Frá Berlín: Loftskipið »Zeppelin greifi« lenti í Friderichshaven í gær- morgun, að aflokhu flugi frá Lake- hurst í Bandaríkjunum. Frá Berlín: Haag fundinum er slilið. Þjóðverjar fjeilust á breytta Young-samþykt. — Samningar und- irskrifaðir urn heimköllun setuliðs- ins, sem verður lokið næsta sumar. Innlend: H.f. Hamar hefir farið fram á, að fá ábyrgð bæjarstjórnarinnar fyrir 250 þús. kr. láni til þess að koma upp dráttarbraut fyrir 600—800 smá- lesta skip. Þrír erlendir verkfræðingar komn- ir hingað til þess að athuga stað- háttu með tilliti til Sogsvirkjunar. Fiskþurkun lokið hjer í Reykja- vík, enda sífelt sólskinsdagar. Pilsund ára ríkið. (Framh.) Jóhann Bockelson er venjulega kallaður klæðskerinn, en í rauninni var hann vefari og klæðiskaupmað- ur. Um skeið hafði hann verið prje- dikari í lærisveinshóp spámannsins og endurskírandans Jóhanns Matthys bakara. Pegar hann lcom til Mynster árið 1534, var hann 25 ára að aldri, glæsilegur í framgöngu, mælskur og í alla staði álitlegur og talsvert mentaður. Þar að auki var hann bæði duglegur og sjeður, laginn að afla sjer fylgis og mesta kvenna- gull. Innan skamms vann hann Rotmann á sitt band og Knipper- dolling vefara, sem hann bjó hjá. Var hann einn af ríkustu borgurun- um í Mynster, átti gjafvaxta dóttur, fríða og föngulega, sem hann gaf Jóhanni fyrir konu. Hófust nú ákaf- ar deilur milli endurskírenda og mótmælenda og urðu mótmælendur í minnihluta. Hrökluðust þeir þá flestir úr bænum, en þar var stofn- að guðveldi með Knipperdolling „K 0 D A K“ IjosmyndavBrur eru pað sem við er miðað um allan heim. ,,VeIox“ Fyrsti gasljósapappírinn. Aftan á hverju blaði er nafnið »VeIox«. Hver einasta örk er reynd til hlítar í Kodak-verksmiðjum. I þremur gerðum, eftir því sem á við um gagnsæi frumplötunnar (nega- tívplötunnar. „Kodak“ filma Fyrsta spólufilman. Um hverja einustu spólu er þannig búið í lokuðum umbúðum, að hún þoli loftslag hitabeltisins. Biðjið um Kodak-filmu, í gulri pappaöskju. Það er filman, sem þjer getið treyst á. Þjer getið reitt yður á Kodakvörur. Orðstírinn, reynslan og bestu efnasmiðjur heimsins, þær er búa til Ijósmyndavörur, eru trygging fyrir því. Miljónasægurinn, sem hefir notað þær, ber vitni um gæði þeirra. Kodak Limited, Kingsway, London England.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.