Íslendingur

Ataaseq assigiiaat ilaat

Íslendingur - 28.05.1930, Qupperneq 1

Íslendingur - 28.05.1930, Qupperneq 1
SLENDINGUR Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29. XVI. árgangur. Akureyri, 28. maí 1930 27. tölubl. Hjer meö íilkynnist vinuin og vandamönnum, aö faöir oltkar, Páll J. Ardal, andaðist laugardaginn 24. m*í. Jaröarförin ákveðin síðar. Theódóra Pálsdóttir. Laufey Pálsdóttir. Steinþór P. Árdal. t Páll J. Árdal, skáld. Hann andaðist að heimili sínu hjer í bæ kl. 9 d laugardagskvöldið var, úr afleiöingum af slagi því, er hann fjekk á sumardaginn fyrsta. Páll var fæddur á Helgastöðum í Eyjafirði 1. febr. 1857, og var því tæpum fjórum mánuðum betur en 73 ára. Voru foreldrar hans Jón Pálsson bóndi á Helgastöðum og kona hans Kristín Tómasdóttir. Til fullorðins ára dvaldi Páll í föður- garði og vann algenga sveitavinnu. En snemma bar á góðum gáfum hjá honum og sterkri þrá til að afla sjer mentunar — en þess var enginn kostur fyr en Möðruvallaskólinn var stofnsettur, Pegar skólinn byrjaði um haustið 1880 settist Páll í neöri bekk hans og útskrifaðist þaðan eft- ir tveggja vetra nám með góðum vitnisbupði. Að skólanámi loknu byrjaði Páll á barnakenslu, og varð hún að aðal- lífsstarfi hans. Var hann kennari við barnaskóla Akureyrar í 45 ár og þótti góður og ástsæll kennari. Af kenslustarfanum varð hann að láta fyrir fjórum árum síðan sakir sjón- depru — og tveim árum síðar varð hann blindur. Páll var óvenju fjölhæfur maður, bæði á andlega og verklega vísu. ,Hann stóð í mörg ár fyrir vegagcrð- um landssjóðs og þóiti leysa það verk með prýði af hendi. Hann var náttúrufræðingur, þó sjálfmentaður væri að mestu á því sviði, og gaf hann út » Á g r i þ a í n á 11 ú r u - f r æ ð i « skömmu eftir að hann kom frá MöðruvölLum, og var hún í fjölda mörg ár helsta kenslubókin í barnaskólum víðs vegar um landið, Um eitt skeið fjekst Páll við blaða- mensku, og var ritstjóri »N o r ð u r - ljóssins« og »Lýðs«, er hjer komu út um tíma. En blaðadeilur áttu ekki við skapferli jafn friðkærs manns. En það verður skáldskapurinn, sem heldur nafni Páls Árdals lengst á lofti. P'jekst hann við allar grein- ar hans um dagana. Pá hann var um tvítugt gaf hann út söguna »Skin og slcuggi«, er náði miklum vinsældum, I5á liggja og eftir hann nokkur leikrit, flest stutt,. er hafa verið leikin víða, einkum eitt þeirra, » H a p p i ð «, sem mun hafa verið ieikið á fleiri stöðum hjer á landi en nokkurt annað leikrit að »Skuggasveini« Matthíasar undan- skildum. En veigamesta leikrit hans er »Skjaldvör t r öllkon a«. Ljóðagerðin er þó langsterkasti þátt- urinn skáldskap Páls. lír liann í tölu bestu alþýðuskálda þjóðarinnar, að fornu og nýju. Gætir þar stakr- ar vandvirkni. Eru flest kvæðin ljúf og þýð og gætir víða kýmni og smágletni — en einstöku eru nöpur ádeilukvæði. Páll var kvæntur Álfheiði Eyjólfs- dóttir, ættaðri úr Fljótsdal. Lifir hún mann sinn, en hefur verið alvarlega veik um lengri tíma, Börn eiga þau þrjú á llfi Frú Theodóru, konu Guð- mundar Hafliðasonar hafnarvarðar á Sigluíirði, frú Lauíeyu, konu Jóns E. Sigurðssonar kaupmanns hjer í bæ, og Steinþór, verslunarmann hjer í bæ. Er hann kvæntur Hallíríði Hannesdóttur frá Siglufirði. Páll Árdal átti lengst af við fá- tækt að stríða. Var það fyrst síð- ustu kennaraár hans að hann hafði við sæmileg kjör að búa. — árin haíði hann eftirlaun. Með Páli Árdal er til hniginn mætur og merkur Hann var prúðmannlegur framkomu, tryggh'ndur og ur og manna skemtilegastur Síðustu moldar maður, í allri vinfast- í sinn hóp — en fáskiftinn jafnan annars. Og er hann nú kveður þennan bæ, sem heíur verið heimili hans og aðalstaríssvið upp undir hálfa öld, fylgja honum til grafar ijúfar endur- minningar og hugheilar þakkir fyrir velunnið starf. Megi íslénska þjóðin eignast sem ílesta hans líka. Langavitleysa (tómsmálaráðiierra. Dagur gæðir lesendum sínum á því á laugardaginn, í sjerstöku auka- blaði, að endurprenta upp úr Tím- anum, 16 dálka þvælu eftir dóms- málaráðherra, er nefnist: >Hin póli- tískn nioyðtilrcuui Morguublaðs- manna.z — Leitast ráðþerrann þar við að færa mönnum heiin sannin urn það, að það sjcu Morgunblaðs- menn — eða nokkur hluti Sjálfstæð- isíiokksins — sem hafi fengið dr. Helga Tómasson til að kveða upp úr með að hann væri geðbilaður, og í þeim tilgangi gert að ganga af sjer pólitískt dauðum. Og það er þrent, sem J. J. íærir þessari staðhæfingu sinni til stuðn- ings: Fyrst er það, að Ólaíur Thors liafi á fundi á Akranesi, fyrir nokkr- um misserum, lýst því yfir, að skip- stjórar varðskipanna íslensku vildu hann — J. J. — pólitískt dauðann; annað að Valtýr Stefánsson, ritstj. Morgunblaðsins, hafl sjest með dr. líelga, og meira að segja fylgt hon- um upp í hegningarhúsið, er hann var kallaður fvrir »rannsóknardóm- ara« læknamálsins, og beðið þar meðan yfirhéyrslan fór fram; — og þriðja að Guðmundur prófessor Hannesson, sem T. J. telur einn að- almann »læknasamtakanna«, skrifi iðulega í Morgunblaðið. — Eetta á að sýna og sanna, að Sjálfstæðis- flokkurinn sje sekur um »morðtil- raun« þá, er J, J. vill telja mönnum trú um að sjer hafi verið gerð. Sannanirnar dæma sig sjálfar og rnanninn sem ber þær fram. Hvað ummælum Ólafs Thors við- víkur, þá voru þau sögð í sambandi við brot ráðherrans á varðskipalög- unum og svik hans við skipstjóranna. Hafði Ólafur harðlega vítt hvor- tveggja, en j. J. svarað m. a. að éngin óvild væri milli sín og skip- stjóranna út aí þessu; taldi Ólafur það harla ólíklegt, sjer væri það kunnugt að þeir vildu hann báðir pólitískt dauöann! — Og hver láir skipstjórunum það, þó þeir hafi ósk- að J. J. úr völdum og út úr pólitík- inni — jafn illa og hann hefir reynst þeim. En hvaða samband að hægt er að íinna milli þessara ummæla og viðskifta þeirra dr. Helga og dómsmálaráðherra munu »normal« menn ekki geta sjeð, Að blaðamaður — eins og ritstj. Morgunblaðsins — sjáist með manni, sem í þann svipinn er »efst á dag- skrá« og fylgi honum þangað, sem von er tíðinda, mun flestum finnast ofur eðlilegt. — Blaðamenn hafa ekki ósjaldan sjest á tali við dóms- málaráðherra, eða verið í fylgd með honum, og mun engum hafa komið til hugar, að samsæri gegn einum eða öðrum hlyti að vera á ferðinni, þó svo bæri til. — Greinar Guðrn. Hannessonar í Morgunblaðinu eru Sjálístæðisílokknum óviðkomandi Mestur hlutinn af hinni ömurlegu þvælu dómsmálaráðherra er um læknasamtökin og viðskifti hans og dr. Helga. — Læknasamtökin eru Sjálfstæðisliokknum algerlega óviö- komandi, enda eru í þeim, eins og allir vita, menn úr öllum stjórnmála- flokkum, sem bundist hafa stjettar- samtökum gegn ofríki og ranglæti dómsmálaráðherra, — Pá er dr. Helgi ekki síður Sjálfstæðisflokkn- um óviðkomandi. Iiann hefir lýst því sjálfur yíir að hann væri utan flokka, en stæði næst Framsókn. — Hitt gegnir öðru máli, þó sum af blöðum Sjálfstæðisflokksins hafi ljeð honum rúm til varnar sjer, fyrir ofsóknum þeim, er yfir, hann haía dunið, frá dóinsinálaráðherra og skósvemum hans — eða lagt þar orð í belg, ,þar sem þau álíta að ■ AKUREYRAR BÍO Miðvikudagskv. kl, fí1/,,. NAPOLEON Hin afburða tilþrifaríka fran- ska stórmynd, sem talin hef- ir verið fullkomnasti kvtk- myndasjónleiknrinn, sem gerð ur hefir verið, um einstak- asta afburðamann, sem lifað hefir. Fiintudaginn kl. 5, Alþýóusýning! Niðursett verð ! Þessi gullfagra mynd, sem leikin er af tveimur mest dáðu leikurum heimsins, verð- ur sýnd sem alþýðusýning í síðasta sinn. Fimtud.kv. kl. 8'/2 Ný niynd! Það sem unglignarnir halða leyndu fyrir foreldrunum. Kvikmyndasjónleikur í 6 þátt- um, gerður af dr. /ohannes Brandt. Fjölmargjr þeir, sem þegar á ungra aldri hafa liðið skip- brot á gæfu sinni, kenna það eingöngu hirðuleysi hinna fullorðnu á því að upplýsa æskumanuinn um það eíni, sem honum að jafnaði er ríkast í huga. Unglingarnir fara á bak við foreldrana með launmál og leynifundi, og leita ívrst fulltingis þeii'ra þegíu’ ógæían er skollin á, ógæfan, sem hægt hefði ver- ið að forðast, ef uppeldið heíði verið fullkomið. — — Þessum skilningsskorti for- eldranna og aíleiðingum hans vill dr. Brandt lýsa með mynd þessari. hann hafi gert skyldu sína sem læknir og maður. að láta uppi álit sitt um heilsufar ráðiherrans. Athugum aðstöðu dr. Helga, Hon- um er það ljóst, að með því að kveðá upp úr með skoðun sina og tilkynpa hana rjettum aðilum, geng- ur hann í berhögg við valdamesta og hejftræknasta mann þjóðarinnar. — Hann veit það ennfremur, að hann stofnar embætti sínu og frarn- tíð í voða með þessu, en hann hik- ar samt ekki. Að hans áliti, sem sjerfræðings, er heilsufar dómsmála- ráðherra þannig, ,að hætta geti staf- að af því fyrir þjóðina að ráðherr- ann fari áfram með völd, það er honum fyrir rnestu, og þess vegna kveður hann upp úr með álit sitt, — Ef dr. Helgi hefði metið persónu- leg þægindi meira gn aju?,$nniflgs-

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.