Íslendingur - 13.05.1932, Blaðsíða 1
XVIII. árgangur
Akureyri, 13. maí 1932.
19. tölubl.
Viðbótar
tekju- og eignarskattur,
Um l1/a milj. kr, álögur.
Nýlega hafa tveir af auðsveipn-
ustu vikapiltum dómsmálaráðherra
á Alþingi, þeir Ingvar Pálmason og
Páll Hermannsson, borið fram að
hans tilhlutun í efri deiid, frum-
varp um viðbótar tekju- og
eignaskatt er þeir ætla^að muni
nema að minsta kosti 1 milj. 330
þús. kr. — Til grundvallar íyrir
þessari viðbótar-skaitaálagningu
skulu lagðar skattskyldar tekjur ár-
ið 1931 og 1932 og eignir í lok
sömu ára. Á skatturinn þannig að
ná til yfirstandandi árs.
Jónas dómsmálaráðherra er þarna
að framfylgja hótun peirri, er hann
gerði í Ed.á dögunum.er stjórnarskrár-
málið var þar til 3ju umræðu. Lýsti
hann því yfir, að ef Sjálístæðismenn
féllu ekki frá jafnréttisákvæðinu í
stjómarskrármálinu, mundi hanu
taka upp stefnu jafnaðarmanna í
skattamálum og knýja hana fram á
þinginu. Bjóst ráðnerrann við að
jafnaðarmenn þingsins mundu þá
ekki tregir að koma til liðs við sig,
þegar gengið væri inn á þeirra
stefnu, þó þeir vildu ekki veita
stjórninni aðra tekjuauka svo sem
verðtollinn og gengis-viðaukann. —
Og Sjálfstæðismenn væru þá sviftir
því vopni sem þeir hefðu á stjórn-
ina — með aðstoð jafnaðarmanns-
ins í Ed. — synjunarvaldinu, ef
hann brygðist þeim.
Skattaálagning sú, sem nú vofir
yfir, er dauðahögg á atvinnuvegi
þjóðarinnar, eins og nu er ástatt
fyrir þeim. Samkvæmt greinargerð
flutningsmanna nemur hœkkunin á
tekjuskaitinum 160% og eignaskatt-
urinn hcokkar um 100%. Væri full
erfitt að bera slíka hækkun í ein-
muna góðæri hvað þá nú í þeirri
mestu kreppu, sem yfir landið hefir
komið í manna minnum.
Viðbótar-tekjuskatturinn reiknast
af skattskyldum tekjum og er skatt-
stíginn, sem frumvarpið gerir ráð
fyrir, sem hér segir :
Af greiðist og af afgangi
kr. kr. > að
2000 40 5 3000
3000 90 7 4000
4000 160 9 5000
5000 250 11 6000
6000 360 13 7000
7000 490 15 8000
8000 640 17 9000
9000 810 18 10000
10000 990 19 12000
12000 1370 20 14000
14000 1770 21 16000
16000 2190 22 18000
18000 2630 23 20000
20000 3090 24 25000
25000 4290 26 30000
30000 5590 28 35000
35000 6990 30 40000
40000 8490 32 45000
45000 10090 34 50000
50000 11790 36 af því, sem
par er fram yfir.
Menn athugi að þetta er viðbót
við ntíverandi tekjuskatt.
Frumvarpið er nú komið til 3ju
umræðu í efri deild og hefir Jón
Baldvinsson greitt því atkvæði þang-
að. Hvort hann greiðir því atkv.
upp úr deildinni, er enn á huldu,
en á hans atkvæði veltur samþykkt
þess þar.
Jafnaðarmenn þingsins hafa áður
lýst því yfir, að þeir ætluðu ekki
að greiða atkvæði með [ neinum
tekjuauka handa núverandi stjórn
og Sjálfstæðismenn hafa, eins og áð-
ur hefir verið sagt, lýst yfir, að þeir
muni ekki samþykkja verðtollinn
eða önnur skattafrumvörp, nema að
viðunanleg lausn fáist á stjórnar-
skrármálinu. Efjafnaðarmenn svíkj-
ast ekki frá þessu heiti sínu, þá er
stjórnin í sömu klípunni og áður,
og hún verður þá fyr eða'síðarað
láta að vilja andstæðinga sinna eða
fara frá völdum. Takist stjórninni
hinnsvegar að tæla jafnaðarmenn
frá loforðum sínum og heitum, mun
það koma þeim sjálfum í koll og
þeir standa brenniinerktir frammi
fyrir þjóðinni sern svikarar við mál-
stað réttlætisins og drengskapar í
stjórnmálum.
Er flatsængin hjá Framsókn þess
virði?
Öskapleg meðferð á
almenningsfé.
Landsreikningurinn 1930 er ný-
lega kominn út, með athugasemdum
og tillögum yíirskoðunarmanna- og
svörum stjórnarinnar. — Er nú nú-
lega P/a ár liðið frú lokum þess
reikningsárs sem landsreikningurinn
nær yíir, svo að síðbúnari mátti hann
vissulega ekki vera. Átelja yfir-
skoðunarmenn ríkisstjórnina fyrir
hve seint LR. sé tilbúinn írá hennar
hendi og gera þá kröfu, að hann
sé tilbúinn og' heftur inn fyrir 1,
okt. ár hvert.
Landsreikningurinn 1930, er og
•verður sögulegt »plagg«. Hann er
langhæzti landsreikningur, sem gef-
inn hefir verið út á íslandi og þver-
brýtur þær fjárlagaheimildir. sem
átti að grundvallast á. — Samkvœmt
fjdrlugum fyrir drið 1930 var heim-
ilað að greiða úr rikissjóði 11,9
milj. kr. en landsreikningurinn
sýnir að stjórninni hefir þóknasl aö
greiða hvorki meira né minna en
25,7 milj kr. eöa meira en tvö-
faldu pd upphceð er Alþingi heimil-
aði henni. Eyðslusemin er gengdar-
laus og er því skiljanlegt þó stjórn-
in hafi sem lengst viljað fela lands-
reikninginn fyrir þjóðinni.
Yfirskoðunarmenn landsreikning-
anna eru 3, og eru það þeir Pétur
Þórðarson bóndi í Hjörsey, Hannes
Jónsson alþm. og Magnús Guðmunds-
son alþm. Eru þeir Pétur og Hann-
es Framsóknarmenn og er því eng-
NÝJA-BIO
inn hætta á, að þeir hafi farið lengra
í athugasemdum sínum og ádeilum
á stjórnina, en brýn nauðsyn krafði
— -en það eru hvorki ’ meira" né
minna en 66 athuga.semdir, sem
yfirskoðunarmennirnir gera við
landsreikninginn og ganga þær nær
allar út á að víta [ stjórnina, fyrir
meðferð hennar á fé ríkisins. Hafa
aldrei aðrar eins aðfinnslur komið
við landsreikning, sem þénnan, enda
á hann~engan sinn líka,*svo[afskap-
legur er hann á öllum sviðum.
Hér á eftir verða birtar nokkrar
af athugasemdum*yiirskoðunarmanna
við þennan landsreikning, sem fáein
sýnishorn af meðferð stjórnarinnar
á fé almennings árið 1930:
Sjöunda athugasemd yfirskoðun-
armanna er svohljóðandi:
»Ógreiddar,æítirstöðvar af tekium
ríkissjóðs í árslok 1930 eru rúmlega ’
800,000 kr. eða um helmingi hærrij
en í árslok 1929. Yfirskoðunar-
menn beina því alvarlega til stjórn-
arinnar að gera það, sem unnt er,
til þess að slíkar eftirstöðvar verði
sem minnstar«.
Tuttugasta og fimmta athugaserr.d
yfirskoðunarmanna er svohljóðandi:
Fyrir aukavinnu í stjórnarráðinu
hafa verið greiddar:
a) Starfsmönnu m í
stjórnarráðinu kr. 23,860.50
b) Öðrum mönnum — 40,808.45
ICr. 64,668.95
En-á árinu 1929 var
þessi kostnaður (sb.
aths. 12 við LR.)
kr. 39,305.26
Mismunur kr. 25,363.69
Pessi aukning virðist yfirskoðunar-
mönnum ákafiega mikil, ekki sízt
þegar tekið er tillit til þess, að hin
föstu laun starfsmanna stjórnarráðs-
ins eru kr. 9,071.06 hærri en 1929.
Fyrir störf í stjórnarráðinu hafa því
verið greiddar kr, 34,435.38 meira
1930 en 1929 og nemur sú hækkun
nærri 30%*-
Tuttugasta og sjöunda athugasemd
yfirskoðunarmannanna er svohljóð-
andi:
»Skrifstofukostnaður tollstjóra, lög-
manns og lögreglustjóra í Reykja-
vík er eins og hér segir:
a) Tollstjóra . . kr. 109,015.42
b) Lögmanns . . — 32,744.48
c) Lögreglustjóra — 41,799.68
Kr. 182,559,58
Auk þess hefir tollstjóranum ver-
ið greitt :
a) Fyrir eftirlit með
skipum, löggæsla kr. 52,579.23
b) Fyrir' álímingu
tollmerkja . . — 22,695.52
Kr. 75,274.75
Starfræksla þessara embætta virð-
ist því nokkuð dýr « — Kostnaður-
inn hefir tvöfaldast á tveimur árum.
Tuttugasta og dttunda athugasemd
er svohljóðandi.
»í 11. gr. A. eru færðar til gjalda
kr. 10,320.00 til tollstjórans í Rvík,
scm uppbót d laun hans árin 1925 —
1928. Hvernig stendur á þesSari
greiðslu?*
Tuttugasla og niunda athugasemd
er svohljóðandi:
»í 11. gr. A. 5 b. eru tilfærð
ílaun 6 tollvarða í Reykjavík kr.
|31,400.00 og í 11. gr. A. 13, eru
'meðal annars tilfærðar kr. 52,579,-
23 vegna tollgæzlu skipa í Rvík, og
af fgskj. LR. sézt, að í þessari fjár-
hæð eru talin laun 9 —10 eftirlits-
manna. Tolleftirlitsmenn virðast því
vera 15 —16 í Reykjavík og vilja
yfirskoðunarmenn skjóta því til.stjón-
arinnar, hvort ekki muni unnt að
spara á þessum lið.«
Svar stjórnarinnar við 28. aths.
um uppbót á launum tollstjórans í
Rvík — er á þá leið, að þetta sé
dýrtíðaruppbót honum til handa,
fyrir árin 1925—1928, er hann var
lögreglustjóri. Yfirskoðunarmennirn-
ir neita að fallast á þetta og segja í
tillögum sínum til Alþingis: »Upp-
hæðina kr. 10,320.00 ber að inn-
heimta og greiða í ríkissjóð.«
Pritugasta athugasemd er svo-
hljóðandi:
Ȓ 11. gr. A. 12. eru veittar til
vinnuhælisins á Litla-Hrauni 12,000
kr., en eyðst hafa 82,000 kr. Um
leið og bent er á þessa umfram-
greiðslu, þykir rétt að leiða athygli
að því, aö hælið á útistandandi fyrir
vinnu 18,992 40. Mikið af þessari
upphæð er talin skuld hjá ríkissjóði,
Árnesstfslu og ýmsum hreppsfélög-
um, og undrast yfirskoðunatmenn,
að slíkar skuldir skuli ekki vera
innheimtar.
Á hinn bóginn er hælið taiið
skulda í árslok kr. 16,701.50, og er