Íslendingur - 13.05.1932, Side 4
i
ÍSLKNULXGUR
og telur frumvarpiö þannig breytt
veita litla réttarbót, Breytingarnar,
sem samþyktar voru við 2. umr.,
komu allar frá Framsókn og voru
samþyktar meö hennar atkvæðum
einum saman á móti atkvæðum allra
Sjálfstæöismanna og jafnaöarmanna
deildarinnar. Voru þaö sömu til-
lögurnar óbreyttar og Framsókn bar
fram í Ed. og felldar voru þar af
Sjálfstæðismönnum og Jóni Bald. —
Enginn Sjálfstæðismaður hefir viljað
lita við þeim, hvað þá léö þeim
fylgi sitt. Sú eina breyting, sem
Sjálfstæöismenn hafa borið fram við
frumvarpið, var um að ákveða há-
markstölu þingmanna 50, og var
það gert með það fyrir augum, að
Framsókn o.fl. gæti ekki haldist
uppi með þá blekkingu, að þing-
mannatalan gæti farið upp t allt að
300j væri hún látin óákveðin í
stjórnarskránni og kjördæmafrum-
varp Sjálfstæðismanna yrði lögleitt.
Bygging í Bakkaseli.
Á fjárlögunum 1930 voru veittar
25 þús. kr. til byggingar í Bakka-
seli i Öxnadal. í fjáraukalögunum
íyrir 1931, sem nú liggja fyrir
þinginu, sézt að í meðíerð stjórnar-
innar hefir fjárveiting þessi næstum
tvöfaldast, því bygging er þar taiin
hafa kostað rúmar 44 þús. kr. —
Fyrirmæli Alþingis höfð hér sem
endranær að engu.
Stjórnarbílarnir.
Reksturskostnaður þeirra nam á
árunum 1928 — 1930 41,000 kr. og
var meir en helmingur þeirrar upp-
hæðar greiddur úr Landhelgissjóði.
Tvær bflahallir hafði stjórnin látið
reisa. Kostaði önnur 2 þús. en hin
20 þús. kr. — Stjórnarbílarnir fara
að verða landinu all dýrir.
Hestahald
ríkisstjórnarinnar hefir kostað Land-
helgissjóð kr. 14,566,75 á árunum
1928—1930. — Er nú landhelginn-
ar gætt á hestum líka?
Stökur.
Mér gefðu blóm meðan lffi,
minni sjón dásemd það er;
lögð þegar liöin í kistu
lítið blóm gagna þá mér.
Mér gef þitt milda brosið,
meðan ég enn lifi hér.
Enginn veit enda nær tekur
aðeins hvað gert höfum vér.
Mig elskaðu meðan ég lifi
míns hjarta er heitasta þrá,
en einskis þarf um þig að biðja
eftir mín lokuð er brá.
Grát ekki gröf minni yfir,
gefur það engan frið mér.
Mörg hafa mín fallið tárin,
mætt engri samúð hjá þér.
Í’ví vesælt hér virðist lífið,
við erum að læra svo treg:
hver annan að elska og leiöa
áfram á kærleikans veg.
S. G. þyddi.
Þýðandanum þótti dráttur verða
á birtingu vísnanna í blaðinu og
sendi ritstj. í tilefni af því svolát-
andi stöku:
Kaupi þér af breyzkum blað,
bað þar setja í nokkur stef;
loforð fékk, og létt um það,
en litlar efndir séð ég hef.
Háar tölur.
Hr. ritstjóri!
Samkvæmt skeyti frá útlöndum,
sem birt var í 18. tölubl. íslendings,
var tekjuhalli fjárlaga Bandaríkjan'na
á nýliðnu félagsári 2 biljónir og
200 miljónir dollara. — Ef þessar
tölur eru réttar, bið ég yöur vin-
samlegast að senda fjármálaráðherra
fslands, Ásgeir Ásgeirssyni, vandað
skrautritað þakkarávarp á minn
kostnað, fyrir glæsilega fjármála-
stjórn. — Tvær biljónir dollara eru
nefnilega í ísl. krónum sama og
12,000,000,000,000, og ef við ger-
um ráð fyrir að íbúatala Bandaríkj-
anna sé um 120 miljónir, verður,
samkvæmt oíanskráðu, tekjuhalli
þessa stórríka lands, sem svarar
100,000 íslenzkra króna pr. nef. —
Þá erum við »fiott« aðeins að reikna
1 dollar sem 6 kr. og »eftirgefa<
embættisbróður Ásgeirs 200 miljónir
dollara eða 1200 miljónir ísl. króna.
B. R.
Aths. ritstj.
Þó að norðurlandaþjóðirnar o. fl.
telji miljón miljónir í biljón, telja
ýmsar aðrar þjóðir, þ. á. m. Banda-
ríkjamenn og Frakkar aðeins þúsund
miljónir í biljón, eða sama og við
teljum í milliard.
Handavinnusýning
i barnaskólanum.
Síðastl. sunnudag var sýnd handa-
vinna barna upp í barnaskóla eins
og venjul. að loknu prófi.
Ég neita mér aldrei um þá ánægju
að sjá sýningar þessar, og hefi því,
nu í mörg ár, fyglst með þessari
ágætu starfsemi.
Allt fram að þessu helir línsaum-
ur og prjón verið aðal handavinna
stúlkna, og sé ég enga ástæöu til
að breyta mikið út af því. Éótt
hvítur nærfatnaður sé nú að miklu
leyti lagður niður, og allavega litar
flíkur komnar í staðinn, á línsaum-
urinn þrátt fyrir það jafn mikinn
rétt á sér til aö vera kenndur í
barnaskólum, því hann er byrjunar-
stig og grundvallarþekking, er má
notfæra sér við allan annan sauma-
skap. í*ar má vinna úr: vaudvirkni,
fegurð og lægni, nothæfa til margra
hluta í hinu daglega lífi. Vil ég þvf
biðja allar mæður, sem eiga dætur
sínar á skólabekk, að ybbast ekki
við þessari námsgrein, en sýna henni
meiri virðingu og fullkomnari skiln-
ing. —
»Plan* það, sem hér er notað, er
að mestu leyti sniðið eftir »plani*,
sem notað er í skólum nágranna-
þjóðanna, t.d. Noregs, Svíþjóðar og
Danmerkur. —
Handavinna drengja mun flestum
þykja glæsilegri á að líta. fó er
það land ónumið enn, og mörgu við
að bæta. Ofurlitil nýjung hefir þó
komið þar inn í á þessu síöasta
skólaári, — að börn í fyrsta bekk
hafa fengið tilsögn í körfugerð —
einn tíma í viku. Væri það vel íariö
ef þesskonar vinna kæmist inn í
barnaskólann, því marga fallega
muni, til þarfa og híbýlagrýöis, má
gera úr reyr, tágum og basti. Væri
vel til fallið að bæta því inn í handa-
vinnu drengja, sem varla er nógu
fjölbreytt. —
Við höfum nú fengið vandaðan
skóla, þar sem börnunum á að geta
liðið vel. Til endurgjalds verðum
við að reyna að skilja, hversu gott
og gagnlegt námið er, og taka
höndum saman við kennarana til
efiingar skólanum. K o n a.
Svona itirm jeqmjer Verkið hœqt
Jö María
STOR PAKKI
o,55 AURA
LÍTILL PAKKI
0,30 AURA
M-R 44-047 A IC
segir
berhiía oq þuoga
þvottadagsins
Þvotturinn er enginn þræl-
clómur fyrir mig. Jeg bleyti
|nrottinn í heitu Rinso vatni,
kanske þvæli lauslega eða
sýð þau fötin sem eru mjög
óhrein. .Síöan skola jeg þvot-
tinn vel og eins og.þið sjáið,
þá er þvotturinn rninn hreinn
og mjallhvítur.
Rejmiö ]>iö bara Rinso, jeg
veit að þið segið : ,,En sá
mikli munurM
R. S. HUDSOX I.IMITED, I.ÍVERPOOI., ENGLAND
Sunnudaginn 19. júní 1932, kl. 4 e.h., verð-
ur haldinn stofnfundur fyrir nýbýlafélag1
Eyjafjarðar- og þingeyjarsýslna, á Akur-
eyri, í litla-sal Samkomuhússins.
Æskilegt að sem flestir ræktunarvinir
sæki þennan fund.
F ramkvæmdarnefndin.
Biniiir iiÉðfsjáðs Siglaíjaráar 11 leigu.
Opinbert uppboð fer frarn laugardaginn 21. þ. m. kl. 1 síöd. á svo-
kölluðum Timburhólma (»Anlegginu«) yfir tímabilið frá 1. júní til 1 apríl
n. k., með 3 bryggjum og húsum.
Sama dag kl. 4 síðd., fer fram opinbert uppboð á síldverkunarstöð
hafnarsjóðs fyrir norðan verksmiðju dr. Pauls, á afnotaréttinum að stöð-
inni ásamt bryggju, yfir tímabilið frá 1. júrií til 1, apríl n, k.
Hæstbjóðanda verður veitt hamarshögg fyrir afnofaréttinum, ef við-
unanlegt boð fæst og nægilega tryggt, hvorttveggja að áliti hafnarnefnd-
ar og bæjarstjórnar. Uppboðin fara fram á eignunurm
Uppboðsskilmálar til sýnis á barjarfógetaskrifstofunni.
Skrifstofu Siglufjarðar, 7. maí 1932.
G. Hannesson.
Veggfóður
nýkomið.
Hallgr. Krlstiánsson.
Munið eftir
minningarspjöldum Qamalmenna-
hælissjóðs Akureyrar. — Fást hjá
bóksölum og Quðb. Björnssyni.
Sió- X gáinmiinustola
mín ernúflutt úr Strandg. 23 í
I.undargötu 1. Par sem plássið
er beíra en áður var, getur öll
afgreiðsla orðið betri og fljótari.
Hefi fyrirliggjandi leðurbússur-
og stígvél, Allar aðgerðir fljótt
og vel af hendi leystar. —
Tr. Stefánsson.
Lundargötu 1,
•fi Ailt með ts