Íslendingur - 31.03.1933, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson.
Strandgata 29.
XIX. árgangur.
Akureyri, 31. marz 1933.
13. tölubl.
Samningurinn.
Uppgjöf kommúnista.
Deilunni, um tunnusmíðið, er nú
lokið og friður og ró er aftur komin
á í bænum. Voru samningar milli
bæjarstjórnarinnar og Verkamanna-
félags. Akureyrar undirskrifaðir á
laugardaginn og eru þeir samhljóða
samkomulagstillögum þeim, sem
birtar voru í síðasta blaði. Hafn-
aði bæjarstjórnin, sem auðvitað var,
kröfu Verkamannafélagsins um úti-
lokun tveggja tilgreindra manna frá
vinnu við tunnusmíðið, og sá fé-
lagið sér þá ekki fært að halda
þeirri kröfu frekar fram, og gekk að
samningsuppkastinu er stjórn þess
og nefndir bæjarstjórnarinnar höfðu
komið sér saman um.
Samkvæmt samningnum á að
vinna tunnusmíðið í ákvæðisvinnu,
eins og bæjarstjórnin hefir altaf
gert að skilyrði, og eiga verkamenn-
irnir að bera úr býtum allt það,
sem inn kemur fyrir tunnurnar að
frádreguum kostnaði og greiðslu til
verksmiðjueigandans. Eru þessi á-
kvæði óbreytt frá samþykkt bæjar-
stjómarinnar s. I. haust. — Aftur
er sú breyting gerð á greiðslufyrir-
mælum til verkamanna, að í stað
þess að greiða 75 aura af tunnu,
jafnóðum og verkið er unnið, kemur
nú ein króna á klukkustund. Full-
yrðir verksmiðjustjórinn, sem þess-
um málum ætti að vera kunnug-
astur, að þetta sé lœgri útborgun
til verkamanna, en ef miðað hefði
verið við 75 aura á tunnu. Kveður
hann að sú útborgun myndi sam-
svara um kr. 1,17 um kl.tímann,
miðað við undanfarna framleiðslu
verksmiðjunnar. Aftur hafði bæjar-
stjórnin farið svo varlega í áætlun
sfna, að áætla 75 aura af tunnu
jafngilda kr. 0,90—1,10 um kl.st. —
Sézt af þessu að það, sem nú hefir
orðið að samkomulagsatriði, er
nokkurnveginn það sama og bæjar-
stjórnin hefir haldið fram, að 0,75
aura tunnugreiðslan gæfi í tíma-
kaupi, en það er 17 aurum lægra
en verksmiðjustjórinn telur að sú
útborgun kæmi til að nema, þann-
ig reiknuð. Er því sízt að sjá að
Verkamannafélagið hafi fengið hina
fyrstu útborgun til verkamannanna
hækkaða með því að fá þannig
breytt til — og 25 aurum er hún
lægri á timann en kauptaxti þess
krefur, en hans krafðist það skil-
yrðislaust í fyrstu — og endanlega
verður kaupgjaldið hið sama og
bæjarstjórnin ákvað f fyrstu. — Er
því hér um algerða uppgjöf að
ræða frá hinum háværu kröfum
félagsins.
Pað fer þá verða lítið úr »sigri«
þeim, sem kommúnistaforkólfarnir
eru nú að hampa á lofti að þeir
hafi unnið í þessari deilu. — Sig-
urinn er enginn. Pað eina, sem
þeir hafa áorkað með öllu framferði
sínu, frá því s. I, haust að tunnu-
smíðið fyrst var áformað, er, að
hafa getað dregið það fram á vor
að orðið gæti úr framkvæmdum,
og með þeim hætti haft vinnu af
yfir 40 verkamönnum yfir hávetur-
inn, er þeim var hennar mest þörf.
Vel má það vera, að þeir séu upp
með sér af þessari vinnutöf og
þeim óleik, sem þeir hafa gert
verkamönnum með henni, það er
samkvæmt öllu eðli þeirra og inn-
ræti — en vissir mega þeir, komm-
únistarnir, vera um það, að þar eru
þeir einir og engin þakklætiskennd
stígur til þeirra úr nokkurri átt. —
Og ofbeldisverknaðurinn, sem þeir
frömdu við komu Novu á dögun-
um, og byltingabrölt þeirra dagana
næstu á eftir, setja engan geisla-
baug um verklýðssamtökin, heldur
þvert á móti — Mun nú margur
verkamaðurinn, sem þeir tældu til
fylgdar við sig þá, iðrast þess nú
sáran, að hafa verið ginningarfífl
þeirra og þannig verið þeim hjálp-
legur til lögleysis- og fólskuverka.
Að kommúnistaforingjunum hafi
verið sekt sín og afbrot fullkom-
Iega ljós, sézt berlega á því, að
þeir leggja mikla áherzlu á að koma
því inn í samninginn við bæjar-
stjórnina, að látnar verði falla niður
allar skaðabókakröfur og málshöfð-
anir í sambandi við þessa deilu. —
Með þessu er beinlínis fengin sekt-
arviðurkenning frá þeirra hálfu og
þeir biðjast bljúgir griða — og
bæjarstjórnin er svo góðhjörtuð að
veita þau, að svo miklu leyti sem
í hennar valdi stendur. — Vitan-
lega ræður bæjarstjórnin engu um
það hvað lögreglustjóri gerir, eða
þeir einstaklingar, sem hafa beðið
tjón við það að fá ekki vörur sínar
úr Novu fyr en tveim vikum eftir
komu hennar frá útlöndum. Ekki
getur samþykktin heldur bundið
eigendur Novu, þeim er opin leið
að fara í skaðabótamál við stjórn
Verkamannafélagsins, ef þeim býður
svo við horfa, þrátt fyrir þetta
»griða«-ákvæði samningsins. Pað
er aðeins bæjarstjórnin sjálf, sem,
fyrir bæjarins hönd, fellur frá skaða-
bótakröfum og málshöfðun. Aðrir
aðilar hafa ekW látið heyra frá sér
í þeim efnum ennþá og er óvíst að
þeir verði eins góðhjartaðir og
bæjarstjórnin.
Pegar á alll er litið, er hlutur
kommúnistaforingjanna aumur og
ófremdarlegur, og er það að mak-
Iegleikum. — En ekki er ósennilegt
að eitt gott kunni að leiða af fram-
NYJA'BIO
Laugardags- og
Sunnudagskvöld kl. 9.
Ný mynd!
G0TU-S0NGVARARNIR
(»M ARY-MARY«)
fýzk tal- og hljómmynd £ 9 þáttum — Aðalhlutverkin
leika og syngja:
COMEDIAN HARMONISTS.
»COMEDIAN HARMONISTS* eru orðnir frægir um víða veröld á
síðustu árum. Þeir ferðast milli fjölleikahúsanna og sýngja
vísurnar sínar og þykja jafnan bezta »númerið«. Peir hafa
sungið á fjölda margar grammofónplötur og í mörgum kvik-
myndum, og eiga myndir með þeim jafnan vísa góða aösókn.
í þessari mynd leika þeir og syngja aðalhiutverkin. Vísan
>Mary-Mary«, sem þeir synja um stúlkuna sína, er falleg og
mun seint gleymast. Auk þess að vera skemmtileg, er mynd
þessi einkar fróðleg, að því leyti að þráður hennar er saga
þessara fjörugu söngvara, hvernig þeir urðu frægir, og þótt
nokkru sé þar aukið inn í, er öll uppistaðan raunverulegur
----..... ■ . sannleikur.
ferði þeirra, þó ekki hafi það verið
tilgangurinn — og það er, að verka-
lýður þessa bæjar láti sér þau víti
að varnaði verða í framtíðinni, svo
að æsingjaseggjunutn takist ekki að
ginna hann að nýju út í ófæruna.
Löglegt áfengi
og landabru^
Á síðustu tímum Vilmundar Jóns-
sonar, sem héraðslæknis á ísafirði,
gerðust þau tíðindi, aö verkamanna-
félagið þar, lagði bann á innflutning
áfengis frá Áfengisverzlun ríkisins
í Reykjavík, til útbúsins á ísafirði,
á þann hátt að verkamannafélagið
tilkynnti afgreiðslum gufuskipanna
að þau skip yrðu ekki afgreidd, sem
hefðu áfengi innanborðs til útsölu-
staðar Áfengisverzlunarinnar á ísa-
firði. — Álit margra manna var
það, að það hefði verið Vilmundur
Jónsson, er hefði ungað út þessari
hugmynd, er margir skoðuðu upp-
reistarkenda gegn landslögum og
stjórn. Svo hefir þó líklega ekki
verið álitið af stjórn landsins, því
nokkru seinna, voru verk Vilmund-
ar verðlaunuð, með því, að þáver-
andi dómsmálaráðherra veitti honum
landlæknisembættið.
Ekki þurfti lengi að bíða þess,
að þeir, sem höfðu troðið sér í for-
ustusess verkamannafélaganna á
Akureyri og Siglufiröi, þættust sjá
þarna leik á borði til þess, að hefj-
ást handa gegn löglegum ákvörð-
unum um aðflutning áfengis á Siglu-
firði og Akureyri, og gátu þeir
komið því í gegn að meirihluti
verkamanna í þessum félögum sam-
þykktu að fara að dæmi verka-
mannafélagsins á ísafiröi. Reyndar
munu tiltölulega fáir verkamenn
hafa verið mættir á fundum þeim,
þar sem þessar ákvarðanir voru
teknar, en þó nógu margir til þess,
að afgreiðslum gufuskipafélaganna
í Reykjavík, voru sendar tilkynn-
ingar um þetta efni, samhljóða —
að efni til — þeirri er verkamanna-
félagiö á ísafirði hafði sent nefndum
skipaafgreiðslum.
Þetta hefði verið gott og blessað
— munu margir segja — ef árang-
urinn af þessum uppreistar-ráðstöf-
unum hefði orðið sá, að notkun á-
fengis hefði minkað í þessum kaup-
stöðum. En það hefir nú orðið síð-
ur en svo. Laö hefir reynzt eins
og vant er, að því meiri þvingun
sem uin er að ræða, og því meir
sem reynt hefir verið að keyra
frjálsa meðferð áfengis, í þrælaviöj-
ar, því meir hefir hún aukist meðal
almennings.
Þáv. dómsmálaráðherra, Jónaa
Jónsson frá Hriflu, mun hafa talið
sér skylt, sérstaklega þar sem þarna
var um að ræða tvímælalaust brot
á samningi við erlent ríki, að gera
alvarlegar ráðstafanir til þess, að
brjóta þetta ofbeldi á bak aftur. —
Lét hann snúa að því ráði, að senda
áfengi frá Áfengisverzlun ríkisins í
Reykjavík, til þessara útsölustaða í