Íslendingur - 31.03.1933, Blaðsíða 2
2
ÍSUSNEMNGUR
Nýkomið:
reykrflr.
Tsmas Bjinssoi.
Komið á morgun
og skoðið
veggföðrið
hjá
Tómasi Björnssyni.
pósti. Og ennfremur var mikið á-
fengi flutt á flutningabifreiðum frá
Reykjavík til Akureyrar, sumurin
1931 og 1932. Það mun því hafa
verið nóg til af áfengi á útsölustöð-
unum, þrátt fyrir þessa heftingartil-
raun æsingamannanna innan verka-
mannafélaganna. Það eina, sem þeir
hafa áorkað, er að neytendur áfeng-
is hafa orðið að gjalda fimmiíu aura
flutningsgjaldsskatt fyrír hverja
flösku, og mun þó flestum finnast,
að víniö hafi sannarlega verið nógu
dyrt áður.
Mokkru eftir að menn urðu að
fara að borga flutningsgjaldsskattinn,
fór þess að verða vart, aö hingað og
þangað í syeitum hér nyrðra var
farið að leggja stund á bruggun
»brennivíns«, sem menn svo nefndu
’Latida« öðru nafni. Og nú er
það oröið öllum ljóst, bannvinum og
bindindismönnum jafnt sem andbann-
ingum, að »fyllirí< hefir aukist svo
afskaplega á síðasta hálfu öðru ári,
að til stærstu vandræða horfir.
Og þar er ekki um að ræða áfengi
frá útsölustöðum Áfengisverzlunar
rfkisins, heldur er það flóðalda
bruggunarstarfseminnar og ef til
vill nokkuö af smygluöum sterkum
drykkjum, sem þar er orsök í.
Hvað skeður svo ? Láta forkólfar
verkamannafélaganna þetta nýja
óhemjulega »fyllirí« nokkuð til sín
taka? Enginn verður þess var, —
í*að er eins og þeim hafi verið það
nóg, að reyna að hefta löglegan
aðflutning og útsölu áfengis og tefla
virðingu stjórnar íslands og Alþing-
is 1 hættu með broti á milliríkja-
samningi. Hitt, þótt áfengi væri
bruggað 1 stórum stíl og almenning-
ur neyti þess sér til óbóta, láta þeir
sér í léttu rúmi liggja, og aðhafast
ekkert til þess að reyna að afstyra
þeim ófögnuði.
Er nú til ofmikils mælzt yíö þá
forkólfa í féiögunum, sem komu
þessu »aðflutningsbanni« á laggirn-
ar, að þeir berji ekki höfðirm við
steininn og opni augun fyrir því
hvernig komið er ög afnemi »að-
flutningsbannið* aftur. — Hafi þeim
gengið það eitt til, að reyna að
tasmarka notkun áfengis á Vestur-
og Norðurlandi, hiytur þeim að vera
orðið þaö ljóst, að þeir hafa unniö
fyrir gíg. — í*eir hafa ekki unnið
annað á, en að gera mönnum, sem
vildu neyta ómengaðs áfengis, sem
ekki var hætt við, að eyðilegði heilsu
þeirra, áfengið enn dýrara en áður
var, að því viðbættu, sem verður
þyngsta byrðin á bökum þeirra, að
sennilegt er, að aldrei hefði verið
byrjað á bruggun hér nyrðra, ef að
verðhækkunin á því áfengi, sem
menn gátu veitt sér á löglegan
hátt, hefði ekki vakið þá andúðar-
öldu hjá fjölda manna, sem knúð
hefir þá til þess að útvega sér ó-
dýrt áfengi með því að brugga það
á óleyfilegan hátt — kæra sig koll-
ótta, þótt þeir fremdu lögbrot með
því, og þótt þeir legðu sér til
munns það áfengi, sem tefldi heilsu
þeirra og lífi i voða.
Eítirleikurinn.
Nyafstaðnir atburðir, í sambandi
við vinnustöðvunina við e.s. »Nova«
þ. 14. þ. m., gefa mér — eins og
fleirum — tilefni til nokkurra eftir-
þanka. —
Það sem hér helir gerst, er i
stuttu máli þetta:
Gjörræöafullir angurgapar og
landshornamenn æsa upp nokkurn
hluta verkamanna þessa bæjar, til
þess að gerast uppreistarmenn í
þjóðfélaginu, í því eina augnamiði
— að því er séð verður — að storka
ríkisvaldinu. — Menn þeir, sem hér
eru að verki, eru aðallega þurfa-
lingar, sem þiggja framfæri sitt af
opinberu fé, og kastar þá tólfunum,
þegar þeir hinir sömu æsa til ó-
spekta og uppreistar, leynt og Ijóst,
gegn því þjóöfélagi, sem elur þá, og
ekki lakar en það, að einn þessara
manna hvað hafa haft árið 1931, um
níu þúsund króna tekjur, að með-
töldum sveitarstyrknum, og er ekki
ugglaust um að álitlegur skildingur
af þessu fé liggi nú á bankavaxta-
bókum barna þessa þurfalings. —
Þess verður að krefjast, að viðkom-
andi sveitarfélag taki þetta til íhug-
unar, svo fé skattþegna verði ekki
svo herfilega misnotað — En hér
eru fleiri að verki, Eað ern að-
skotadýrin, landshornaiyðurinn, rauða
pestin, menn sem þiggja sín laun af
fé rússnesku tékkunnar, keyptir til
þess að sá rógi og illgresi, kenna
mönnum að hatast og berast á bana-
spjótum innbyrðis, sundra þjóðfélag-
inu, kveikja eld byltingarinnar —
hreinsunareldinn ! I sem leiðin liggur
yfir, inn í gósenland kommúnist-
iskts þjóðfélagsskipulags.
Deilu þessari er nú lokið, án
nokkurra sjáanlegra hagsbóta fyrir
verkamennina, sem að henni stóðu,
en fyrirséðu fjártapi fyrir Akureyr-
arbæ og íslenzka ríkið. — Bæjár-
stjórnin hefir diukkið sáttabikarinn
með foringjunum. — í samningun-
um eru engin teljandi ny atriði,
nema hvað »foringjunum« eru gefn-
ar upp allar sakir, og það er í sann-
leika kostulegt atriði. Þar er tvent
til. Annað hvort eru báðir deilu-
aðilar jafn grunnfærnir, eða þá að
bæjarstjórnin hefir »snuið á« »for-
ingjana«. Ef hið fyrra skyldi reyn-
ast rétt til getið, þá hefir bæjar-
stjórnin tekið sér vald, sem ríkis-
valdinu ber. Hér er um opinbert
mál að ræða, sem bæjarstjórnin
hefir engan flilutunarrétt um. Það
er hið opinbera ákæruvald, sem hér
hefir ákvörðunarrétt og skyldu. —
Pað vtrður pví að vera krafa allra
löghlýðinna borgaru, sem þetta pjóö-
jélag byggja, að rikisstj'ornin bregö-
ist ekki akyldu sinni, heldur hlutist
til um, afdráttarlaustf að hvatamenn
pessarar uppreistar verði hlifðar-
laust látnir sœta ábyrgð verka sinna
samkvœmt pyngstu jyrirmœlum
laga. — Borgari.
Símskeyti.
(Frá Fréttastofu (slands).
Rvík 31. marz 1933.
Utiend:
Frá Khöfn: Miklar sögur ganga
af Gyðingaofsóknum í Eyzkálandi
og flýja Gyðingar unnvörpum landið.
— Hafa mótmælafundir verið haldnir
í Bandaríkjunum og vlðar gegn þessu
framferði þyzku stjórnarinnar. —
Stjórnin neitar því hinnsvegar að
nokkrar Gyðingaofsóknir eigi sér
stað í landinu, en þó hefir lögreglu-
stjórinn í Berlín gefið út fyrirskipun
til Gyðinga, er hafi vegabréf, að
skila þeim fyrir 5. apríl að viðlögð-
um sektum eða fangelsi. — Kveðst
hann gera þetta vegna þess að Gyð-
ingar þeir, er úr landi hafa farið,
hafi breytt út ósannar sögur um
Gyðingaofsóknir.
Frá Berlín: Rtkisstjórnin hefir
framlengt útkomubannið á blöðum
jafnaðarmanna og kommúnista um
óákveðinn tíma.
Frá Ottawa: — Forsætisráðherra
Canada hefir íyst því yfir að stjórn-
in muni gera ytarlegar ráðstafanir
til þess að gera kommúnista óskað-
lega þar í landi í framtíðinni. Höfðu
þeir nyiega orðið uppvfsir að kirkju-
bruna ográðagerðum um yms hermd-
arverk, —
Frá Khöfn: Mikla eftirtekt vekur,
að Rússar hafa handtekið 6 enska
verkfræöinga og sakað þá um njósn-
ir. Bretar hóta að slíta verzlunar-
sambandi við Rússa og hafa hvatt
sendiherra sinn heim frá Rússlandi
til ráðagerða.
Frá Haag: — Alþjóðadómstóllinn
kveður upp dóm í Grænlandsdeil-
unni, milli Norðmanna og Dana 5.
apríl. —
Innlend;
Vélbáturinn »Páll« frá Hnífsdal
er talinn hafa farist í fiskiróðri í
fyrradag. Var hans leitaö í gær af
4 bátum en árangurslaust, Á bátn-
um voru 4 menn. Halldór Pálsson,
kunnur formaður, 54 ára gamall,
og 3 menn ungir og ókvæntir.
Sex ára drengur varð fyrir bíl
á Hverfisgötu f Reykjavík á mánu-
daginn og beið bana af.
á HÓTEL GOÐAFOSS
Tekið á mófi pöntun-
um í síma 48----
Alla Magnúsdóttir.
Hornspogar-glerauga
töpuðust einhversstaðar á götum
bæjarins. — Skilisí ritstjóra þessa
blaðs. — Há fundarlaun. — —
Sjófatnaður
allskonar nýkominn.
Verðið mun lægra en áður.
Verzl. París.
Þökkurn innilega alla samúð og
hjálp við andlát og útför Pórunn-
ar stefánsdóttur frá Hrafnagili.
A ðstandendur.
Jarðarför konunnar minnar, Aðal-
bjargar Jónasdóttur, fer fram mánu-
daginn 3. apríl n. k., og hefst með
húskveðju að heimilinu á Hjalteyri
kl. 11 f. h.
Hafliði Guðmundsson. ]
r&m* WBjffljjjti
Jarðarf^ör Gísla Hannessonar
verzlunarmannsífrá Norðfirði, sem
andaðist á Kristneshæli, fimmtu-
daginn 23. þ.m., fer fram frá Akur-
eyrarkirkju, þriðjudaginn 4. apríl n.k.
kl. 1 eh.
Fyrir hönd aðstandenda:
Jónas Rafnar.
Frá Alþingi.
Eldhúsdagurinn var tilkomulítill
að þessu sinni. Deildi aðeins einn
þingmaður, Haraldur Guðmundsson,
á stjórnina og hafði fá sakarefni
fram að færa — og voru þau öll
hrakin af ráðherrunum svo stjórnin
stóð eftir með pálmann í höndunum
að eldhúsverkunum loknum, Helzta
sakarefnið á dómsmálaráðherra —
og þaö sem H. G. talaði mest um
— var niðurfelling sakamálshöfðunar
á hendur fyrv. bankastjórum íslands-
banka. — Magnús Guðmundsson
sýndi fram á að fyrv. stjórn hefði í
tvö ár ekkert hreyft við málshöföun
á hendur þessara manna. í*aÖ hefði
ekki verið fyr en fyrv. dómsmála-
ráðherra hefði verið aö hrökklast úr
sessi, að bann hefði rokið í að fyr-
irskipa sakamálshöfnun. — Sjálfur
kvaðst M. G. hafa grandgæfilega
kynnt sér gögn málsins, og það eina
sem hægt væri að finna sem skar-
efni — og þó vafasamt — væri að
bankastjórarnir hefðu ekkí gætt
nægilegrar varúðar í lánveitingum,
en við þeim sökum væri þyngsta
hegning embættismissir; embætti sín
hefðu bankastjórarnir mist og .þar
með fengið hámarkshegningu lag-
anna og gæti enginn dómstóll þar
við bætt. — Sakamálshöföun hefði
ekkert haft upp á sig nema að baka
mönnunum óþægindi og ríkissjóði
kostnað — og því hefði hann iátið
hana falla niður.
Norsku samningarnir eru nú
komnir til efri deildar. Voru þeir
samþykktir í neðri deild á föstu-
daginn var með 19:6 atkv. og 3
þm. voru fjarverandi. f*eir 6 sem
atkvæði greiddu á móti samningun-
um voru: Guðbrandur ísberg, Jón
Auðunn Jónsson, Magnús Jónsson,
Haraldur Guðmundsson, Héðinn
Valdimarsson og Vilmundur Jóns-
son. — Samningarnir komu til 1.
umræðu í efri deild á þriðjudaginn
og var ræðunum útvarpað. Töluðu
þeir Jón Eorláksson og Jón Bald-
vinsson á móti samningunum en ráð-
herrarnir Ásgeir Ásgeirsson og
Þorsteinn Briem mæltu með þaim