Íslendingur - 13.10.1933, Qupperneq 1
Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29.
XIX. árgangur.
Akureyri, 13. okt. 1933.
45. töiubl.
Símskeyti.
(Frá Fróttastofu (alands).
Rvík 12. okt. 1933.
Utlend:
Frá Genf: Fulltrúar Breta, Frakka
og Bandaríkjanna hafa ákveöið að
leggja til að tillögum um aukinn
vígbúnað bjóöverja verði ekki léð
fylgi. —
Frá Róm: Zita fyrverandi drotn-
ing Austurríkis og Ungverjalands,
hefir leitað aðstoðar páfans til að
koma Otto prins, syni sínum, á valda-
stól Ungverjalands. — Páfinn því
hlyntur, ef samþykki stórveldanna
fæst, —
Frá New York: Ríkið Florida
hefir samþykkt afnám bannsins, hlut-
föllin 4:1. — Er það 33, ríkið sem
samþykkir afnám bannsins.
Frá Khöfn: Réttarhöldin út af
ríkisþingshallarbrnnanum þýska haía
verið flutt til Berlín frá Leipzig.
Allir hinir ákærðu, nema van der
Lubbe, halda fast fram sakleysi sínu.
Frá Btiissel: Ráðherrafundur
samþykkti 650 miljóna franka íjár-
veitingu til aukinna landvarna.
Innlend;
Blaðið Vísir hefir gert fyrirspurn
til ríkisstjórnarinnar um hvort Jónas
Jónsson frá Hriflu, hafi umboöslaust
leitað fjrir sér urn nýjan verzlunar-
samning við spönsku stjórnina. —
Fyrirspurninni ekki verið svarað
enn. -
Seinustu aflasölur togaranna í
Englandi lélegar, frá 365 — 935
sterlingspund. — Búist við að sum-
ir togararnir hætti ísfiskveiðum
vegna lítils afla og lélegrar sölu.
A miðvikudagsmorguninn bar það
slys að höndum á vélaverkstæði í
Vestmannaeyjum, að karbiddunkur
sprakk í höndum Kára Pálssonar
vélsmiðs, og beið hann samstundis
bana. — Svipað slys varð í sömu
smiðju í fyrra, og varð þá einnig
manni að bana. (Faðir matinsins er
nu varð fyrir slysinu á heima hér í
bæsum: Páll Níelsson vélstjóri, Er
hann sjúklingur á sjúkrahúsinu um
þessar mt ndir).
Utflutningur í september nam kr.
7,287,830,00. en yfir tímabilið jan.
—sept, kr. 32,277,600,00. Á sama
tfma í fyrra kr. 29,615,000,00. —
Aflinn 1. okt. 67,576 þurrar smá-
lestir. Birgðir fyrirliggjandi 30,481
þ. sml.
Bílfei’flir iitilli Akttreyrar og Reykja-
vlkur niunu nú hættar að mestu á þessu
ári. — Slðasta ferð póstbilsins var í vik-
unni sem Ieið, en B.S.A. hefir haldið
uppi ferðunt fram- að |tessu.
Björn Halldórssou ennd. jur. hefir opn-
að niálaflutnings- og innheimtuskrifstofu
i Hafnarstræti 93 hér í bænunt.
Þeir aumustu.
Hundaþúfan hreykti kamb,
hróðug mjög meö þurradramb,
skamma tók hún fremdar fjall,
fá þú skömm þú ljóti kall.
Fjallið þagði, það ég skil,
þekkti ei að hún var til,
Hér á dögunum ílutti Árui próf.
Pálsson erindi í útvarpið um bann-
málið, Svndi hann með óhrekjandi
rökum, hversu afleitlega bannið heföi
reynst hér á landi og hversu sann-
spáir þeir menn heíðu verið, sem
barist hefðu á móti því á árunum
1908 og 1909, eins og Iiannes Haf-
stein og íl. beztu menn þjóðarinnar.
Var erindi Árna snildarlega ílutt
og þrungið aí rökum gegn þeirri
bannháðung, sem þjóðin á nú við
að búa.
Snepill kommúnista hér á staðn-
um, lét sér farast þau orð um erindi
þetla, að »fyllibittan Árni Pálsson*
hefði verið með Hylliríis-v.rövP í
útvarpið um bannmálið, og menn
varaðir við að taka marlc á orðum
hans. Það voru rök blaðssnepilsins
gegn erindinu.
Nú er Árni Pálsson einhver allra
mikilhæfasti mentamaður þess lands
og afburða gáfu- og ræðumaður.
En hann hefir aldrei verið bann-
maður eða átt samleið með þeim,
sem notað hafa.bannið sem skálka-
skjól til lýðhyllisveiða Á þennan
mann er ráðist af þeim aumustu úr-
þvættum, sem við opinber mál fást,
og hann ausinn svívirðingum fyrir
að koma fram fyrir þjóðina og segja
hettni ómengaðan santileikann.
En víst er það, að fyrir málstað
sínum bæta þeir ekki, sem þannig
haga sér. Skítmenskan og skríl
menskan koma málstaðnum jafnan í
koll. —
Og hvað Árna prófessor snertir
mun hann ekki kippa sér upp við
illyrði Verkamannsins. — P’jallið
sinnir ekki hundaþúfunni.
Annars er framkoma ílestra þeirra
bannmanna, er nú láta mest á sér
bera, langt fyrir neðan allar hellnr,
svo svívirðileg er hún. Gerir blað-
ið Vísir — sem jafnan hefir öflug-
lega stutt bann og bindindi — þett-
að að umtalsefni, og kemst sá, er
þar um ritar, m. a. svo að orði:
»En stinga vildi ég því að bann-
mönnum, í allri vinsemd, að ekki
mundi saka, þó að ‘þeir tæki nú
allra átakanlegustu flóniti frá máls-
vörninni af sinni hálfu. Það getur
ekki talist efnilegt, að láta allsendis
óritfæra kjána lialda uppi vörninni.
Og yfirleitt íinnst mér, að þeir menn
ættu ekki að koma nærri umræðum
um banmnálið og athvæðagreiðsluna
21. þ, m., sem á engan hátt eru til
þess færir, að ræða almenn mál af
sæniilegu viti, kurteisi og stillingu".
Bindindisvitiur.
‘OSKAÐLEGT’
ULLARFLÍKUM
Halda peisur ykkar og sport uilar-
föt mýkindum og lit ef þau eru
þvegin ? Auðvitað gjöra þau það
ef Lux er notað. Luxlöðrið skilar
öllum ullarfötum eins ferskum
og skærum eins og þau væru ný.
Enginn þráður hleypur þegar Lux
er notað og flíkin er altaf jafn
þægileg og heldur lögunsinni.
Eina örugga aðferðin við þvott á
ullarfötum—er að nota freyðandi
Lux.
STÆRRI PAKKAR og
FÍNGERÐARI SPÆNIR
Hinir nýju Lux spænir, sem eru
smærri og fíngerðari, en þeir
áður voru, leysast svo fljótlega
upp að löðrið sprettur upp á ein-
ni sekúndu. Skýnandi og þykkt
skúm, fljótari þvottur og stærri
pakki, en verðið helzt óbreytt.
LUJC
LEVER HROTHERS I.IMITED
PORT SUNLIGHT, ENGLAND
M-LX 397-047A IC
B
Skuldaskil.
Allir þeir, sem skulda uRdirrituðum, eru v'insamlega beðnir að gera
skil skulda sinna nú þegar, annaðhvort til mín eða til innheimtumanns
míns, sem er nú á fetðinni, með fullu umboði til að innheimta skuldirnar
eða ganga frá þeim á þann hátt sem um semst
Akureyri 12 okt. 1933.
M. H. Lyngdal.
B. S. A.
S í m i 9
Biíreiðastðð Akureyrar
B. S. A.
Sími 9