Íslendingur

Ataaseq assigiiaat ilaat

Íslendingur - 13.10.1933, Qupperneq 2

Íslendingur - 13.10.1933, Qupperneq 2
2 ÍSLENDINGUR Varist vantrúna! »Kynleg aðvörun þetta,< munu sumir líklega segja, er þeir lesa þessa íyrirsögn. Þeir sannfærast vonandi urn það, að hún er ekki á- stæðulaus, er hugleiða eítirfarandi röksemdir. Vantrnin staðhæfir, að Guð sé ekki til, að hann sé hyorki skapari heimsins né höfundur heilagrar ritn- ingar. En íullyrðingar þessar eru heimskulegar, óskynsamlegar, og sá, sem er vantrúarmaður, hlýtur að vera fáfróður, eða hleypidómafuliur, eða drambsamur eða heimskur. Það er auðvelt að sanna það, ef menn vilja hugsa skýrt og akynsamlega ofurlitla stund. Setjum svo, að við stöndum á Kaupvangstorgi og séum að virða fyrir okkur hús K.E.A. Við sjáum mann standa við húsið, spekingsleg- an á svip og í háttum. Þetta er einhver hálærður heimspekingur, hugsum við. Hann snýr sér að okk- ur og fer að halda ræðu. »Áheyr- endar góðir,* segir hann, »þetta hús á engan byggingameistara. Það heíir verið til frá alda öðli, það varö til af sjálfu sér. Örsmá korn, eins konar frumeindir, drógust hvert að öðru og hlóðust upp, unz úr varð þetta hús. Vörurnar, sem það heíir að geyma, hafa myndast við þróun. Út af ullinni þróuðust klæðisstrang- ar, og út af þeim svo aftur fötin, sem við sjáum hanga þarna í glugg- unum. Engin mannleg hönd né hug- ur hefir verið þar að verki, það hef- ir allt saman orðið til og þróast aí sjálfu sér,« Við brosum dátt að spekingnum, því að við vitum betur en þetta, og okkur finnst hann, satt að segja, vera Klepp-tækur, En vantrúarmað- urinn stendur í kennarastólnum og »fræðir« iróðleiksþyrst börn og ung- menni á því, að heimurinn allur, hinn sýnilegi og ósýnilegi, hafi orð- ið til og þróast af sjálfum sér, Eng- in æðri hönd né hugur hafi verið þar og verki stýrt, Engin segir samt orð í þá átt, að hann eigi fremur heima annars staðar en í sæti kenn- arans, þótt það sé bersýnilegt. Vantrúin neitar ritningunni, segir hana ófullkomið, skeikult mannaverk. Hún gleymir því, viljandi eða óvilj- andi, að mannkynssagan, fornminja- fundirnir og reynsla miljóna manna staðfesta heilaga ritningu, að hún er sönn. Hvílík ósvífni, örvita óskamm- feilni, að staðhæfa eins og stundum er gert, að »biblían öll er lygi«. — Er það lygi, að Jerúsalem sé í Gyð- ingalandi, af því að ritningin segir það ? — Er það lygi, að Róm sé í Itatíu, af því að ritningin segir það? Eru það þá ósannindi, að Krtstur hafi verið til, af því að ritningin segir það? Það eru sumir, sem dirf- ast að neita hinu síðarnefnda, þótt þeir kannist við hið fyrnefnda, að það er satt, Mismunur trúar þeirra á þessu tvennu liggur í því, að þeir eru betur að sér í landafræði heldur en mannkynssögu. Tilveia Krists væri óhrekjandi söguleg staðreynd, þótt biblían væri ekki til. Ekki má heldur ganga fram hjá því, aö reynsla manna í miljónatali sannar heilaga ritningu. Fjölmargir vantrúarmenn, sem lagt hafa út í það, aö lesa heilaga ritningu, hafa týnt vantrúnni og sannfærst um til- veru Guðs. Aðrir, sem í siðferðis efnum voru fallnir og áttu enga við- reisnar ron, sjúkir á sál og líkama, fyrirlitnir af sjálfum sér og öðrum, hafa orðið að nýjum mönnum, þeg- ar þeir tóku ritninguna og trúðu Guði, sem boðaði þeim iörun og fyrirgefningu synda, ef þeir vildu hverfa aftur og snúa sér til hans. Úeir hafa öðlast viðreisn og virðingu annara, Hví er þá ekki vitnisburði þeirra trúað ? Hví ganga vai trúar- menn svo oft fram hjá augljósum sönnunum ? Þeir gera það ekki í öðrum efnum, hví þá í hinum and- legu? Hvl gera menn sig að flón- um? Menn breyta ekki þannig í tímanlegum efnum eða vísindum, og fyrst þeir gera það ekki í öðrum efnum en hinum andlegu, þá sann- ar það, að vantrúin er 1 fyrsta lagi óskynsamleg. í öðru lagi sviftir vantrúin menn þeirri huggun, sem trúin, samfélag- ið við Guð, veitir, þegar harmar eða dauði knýja á dyr. Trúin held- ur mönnum uppi, gerir þá bjartsýna, lífsglaða, starfsfúsa. Vantrúin lamar sanna lífsgleði og dregur úr mönn- urn dáð og kjark. Vantrúarmaður- inn er skammsýnn, honum er dauð- inn endir alls. Trúmaðurinn er víð- sýnn, hann sér þetta líf taka enda, en annað líf taka við með nýjum möguleikum, vaxandi þroskra og það, sem er honum kærast af öllu, hann veit, að um alla eilífð rnun hann þekkja hinn sanna Guð og son hans, Jesúm K^ist, að hann verður hjá þeim, er elskaði hann og lagði sjálf- an sig í sölurnar fyrir hann, Vantrúin er í þriðja lagi syndsam- leg. Vantrúarmaðurinn tilbiður ekki Guð, hann er heiðingi. Hann veg- saniar ekki Guð né þakkar honurn. Hann rænir Guð, skaparann, þeim heiðri, er honum ber, og hann lítils virðir og fútum treður frelsarann, sem bar íram sjálfan sig sem íórn fyrir syndir hans, »aíneitar herra sínum, er keypti hann« eins og ritn- ingi.i kemst að orði. Vantrúin er í fjórða lagi hœttuleg. Hún leiðir rnenn til syndar og eymd ar í þessu lífi og eilífrar glötunar i hinum komandi heimi. llún er átu- mein heilhrigðs heimilislífs og bölv- unaruppspretta þjóðlífsins. Ef menn tryðu á Guö og hlýddu hans boðum, þá væri íriður og farsæld, ánægja og unaður um alla jörð. Varíst vantrúna! Enginn þarf að vera vantrúaður, kjósi hann að trúa. »í*egar þér leitið lil mín af öllu hjarta munuð þér finna mig,« er fyrirheiti Drottins, og ennfremur er ritað um Guð: »Hann lætur þeim umbunað, sem hans leita.« Sœmundur O Jóhannesson, kennari. WEOK- niðursuðuglösin eru nú komin aftur f öllum stærðum. — Kaupfélag Eyfirðinga. (fárn og glervörudeildinj. Ökeypis náraskeið f Esperanto fyrir unglinga frá 14 — 22 ára, hefst þriðjudaginn 17. þ.m. Kennslustund- ir 45 — 50. Nemendur greiði aðeins húsaleigu. Væntanlegir þátttakend- ur tali við undirritaðann fyrir 15. þm. JAKOB ÁRNASON Eiðsvallag. 30. Skrautritnn leysir bezt af hendi fakob Árnason Eiðsvallagötu 30. Vélritun, ódýr vinna, vandaður frágangur. fakob Árnason Eiðsvallagötu 30. Hlifðarskór (Bonsur) nýkomnir í miklu úrvali á konur, unglinga og börn. — Enn- fremur barna og unglinga skóhlífar. M. H. Lyngdal. Rinso leysi þvottaerf ■ö • sag » irá Erfitt nudd á þvottabrettinu, sem bæði skemmir hendur og þvott, er óþarft nú. Riiuo þvær þvoííinn meðan þjer sofið, Það sem þjer þurfið að gera, er ao leggja þvottinn íbleyti í Rinso-upplaustn nælurlangt, og skola liann og hengja til þerris næsta morgun. Þvotturinn er búinn án erfiSis og tímaeyðslu, Rinso gerir hvítan dúk skjallhvítan og mislitur þvottur verður sem nýr. Fatnaðurinn endist eirmig lengur. Reinið Rinso einu sinni og þjer munuð allaf n na það. VERNDAR HENDUR, HELDUR ÞVOTTÍNUM ÓSKEMDUM M-R 78-33 IC R. S. HUDSON LIMITED. I.IVERFOOL, ENGLAND h.f. Car! Höepfners, Akureyri, eru til sölu. Nánari upplýsingar gefur Ari Hallgrlmsson. til söln. Þessi skip eru til sölu : Mótorskipið Anna Seglskipið Aage Seglskipið Hrísey Mótorbáturinn Dan Nánari upplýsingar gefur ca. 26 smálestir m. 35 HK. »DAN«-vél. ea. 24. smálestir, ca, 21 smálest. ca 8 smál. m. 16 HK. Randersvél. Ari Haligrfmsson.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.