Íslendingur

Útgáva

Íslendingur - 13.07.1934, Síða 1

Íslendingur - 13.07.1934, Síða 1
SLENDINGUR Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29. XX. árgangur. Akureyri, 13. júlí 1934. 49. tölubl. Vantar mann. Rauðasamfylkingin á mannaveiðum.— Almennt er búist við að ný stjórn verði mynduð á næstunni, og að það verði Framsókn og jafnaðarmenn, sem völdin taki- — Hafa þingmenn þessara flokka ver- ið kvaddir til Reykjavíkur til þess að koma nýrri samsteypustjórn í heiminn — og tryggja henni líf- tóru. En til þess vantar þessa flokka einn þingmann! Þeir hafa báðir samanlagt 25 þingmenn af 49, sem nú skipa Al- þingi. — Oeta þeir því aðeins haft meiri hluta í annari þingdeildinni en jöfn við núverandi stjórnarflokka í hinni, sem gerir það að verkum að sú deildin, er þannig yrði skip- uð, gæti drepið allt fyrir stjórninni með jöfnum atkvæðum og gert hana þar með óstarfhæfa. Þetta þykir forystumönnum rauðusam- fylkingarinnar engan veginn viðun- andi grundvöllur fyrir valdatöku — og eru þvt á mannaveiðum til þess að fá liðsauka. Helzt hafa þeir augastað á Magn- úsi Torfasyni, fyrri uppbótarþing- manni Bændaflokksins- Magnús hefir verið í flestum flokkum, sem uppi hafa verið í landinu síðan um aldamót, en síðustu árin hefir hann verið Framsóknarflokknum og til- heyrt jafnaðarmannadeild hans. — En honum var bægt frá framboði undir Framsóknar-merkjum, við síð- ustu kosningar, af Jónasi frá Hriflu, sem vildi koma vildarvini sínum, Bjarna skólastjóra á Laugarvatni, að. — Af þessu reiddist Magnús og gekk í Bændaflokkinn, og varð frambjóðandi hans í Árnessýslu og sargaði saman svo mörgum atkv. að hann varð hæstur að atkvæða- tölu af frambjóðendum flokksins og flaut því inn á þingið sem upp- bótarþingmaður — á Hannesi á Hvammstanga, sem þingfesti flokk- inn. — Hefir fátf verið milli þeirra Hannesar og Magnúsar um dagana °g er haft eítir Magnúsi, eftir að kosningaúrslitin voru kunn orðin, *að við svo ömurlegu hlutskifti befði hann aldrei búist og því, að fljóta inn á þingið á Hannesi stuttal* Samt ber ekki á öðru en að hann *«i að gera sér það að góðu, en ekki er hann skoðaður hafa meiri fótfestu í Bændaflokknum en það, aö hann er fyrsti maðurinn, sem rauðasamfylkingin ber víurnar í °g reynir að klófesta. Er dinglað raman í gamla manninn — sem beitu — fyrirheiti um að gera hann að forseta sameinaðs þings, gangi hann rauðusamfylkingunni á hönd — en allir vita að Magnús er met- orðagjarn og að ekkert yrði honum kærkomnara en að komast í mesta tignarsæti þingsins. — Mundi það því koma fáum á óvart, þótt kaup- samningar tækjust milli Magnúsar og rauðusamfylkingarinnar og að hann yrði málamaður hennar, jafn vel þótt það yrði í fullkominni ó- þökk Bændaflokksins. Hinn maðurinn, sem talað er um að muni mega takast að fá til banda- lags, er enginn annar en sjálfur forsætisráðherrann, Ásgeir Ásgeirs- son- Er fullyrt að nokkrir Fram- sóknarþingmenn, undir forystu Bjarna Ásgeirssonar, leggi það til málanna, að Ásgeiri sé boðiö að vera forsætisráðherra áfram og að hin tvö sætin í stjórninni verði skipuð Framsókuarmanni annað og jafnaðarmanni hitt. Fylgir sögunni að Ásgeiri muni nokkurn veginn sama í hverri Keflavíkinni hann rói — haldi hann forstætisráðherraem- bættinu. Jafnaðarmönnum hvað það vera ekkert á móti skapi að gera við hann bandalag upp á þær spftur, en Hriflu-Jónasi — er sjálfur vill verða forsætisráðherra — er það þvert um geð og beitir sér á móti því af alefli. En svo Iítið hvað nú tekið tillit til hans að litlar líkur eru taldar til þess, að hann einu sinni verði í stjórninni. En fram úr öllum þessum vand- ræðum á ráðstefna Framsóknar- og jafnaðarmanna að ráða og munu sennilega ekki líða margir dagar þar til þjóðin fær að vita hvað henni er úlhlutað. En verði rauð stjórn mynduð, sem flest bendir tii að verði, er öllum alvarlega hugsindi mönnum það boðið, að horfa fram í tímann og gera sér einhverja grein fyrir því, hvað framundan rnuni vera- Vænta má þess fuilkomlega að hefjast muni framhald þeiirar ó- stjórnar og stjórnmálaspillingar sem hér ríkti á árunum 1928— 19.il. En sá munur er á, að ríkið og þjóðin eru stórum ver undir þá plágu búin, en þá var. Og ekki má heldur vænta þess að örlæti nattúrunnar fái tafið slys og ófarn- að jafnlengi og þá, þótt skammt entist að sönnu á þeim árum. Munurinn er því sá, að þá var talsvert mótstöðuafl, eftir góða stjórn ríkismálefnanna og sakir þeirra gnægta, er góðæri lét þjóð- inni jafnóðum í skaut falla, en nú er allt veiklað og varnarlaust — því samsteypustjórnin, sem setið hefir síðan eyðslustjórnin hröklað- ist frá völdum, hefir ekki haft bol- magn til að hefja nauðsynlega viðreisnarstarfsemi, heldur orðið að láta sér nægja að vera í varnar- stöðu gegn því að allt keyrði ekki um þverbak, eins og horfði þegar hún tók við. Rauðsamfylkingin munkippaþeirri varnarstöðu á burt, svo leiðin verði greiðfær að ríkisgjaldþroti. Kosninoin í Skapfirði. Vninubrögð Hriflunga. Nú eru fyrir nokkru orðin kunn kosningaúrslitin um land allt. Öil þjóðin hefir veitt úrslitunum 1 Saga- firöi alveg sérstaka athyggli, enda eru þau með þeim eindæmum, að áður er slíkt óþekkt í sögu landsins. Sigfús uppgjafaklerkur frá Mælifelli er sem sé »dreginn« inn í þingið meö hlutkesti. En hver hafa nú verið vinnubrögð Hriflunga á undan þessum »sigri*? Skal það nú at- hugað hér að nokkru. Síðastliðinn vetur urðu menn \arir við mikinn úlfaþyt og viðbúnað í herúðum Hriflunga í Skagafirði, Meðal annars tóku þeir »mann« á leigu, til að ferðast um fjörðinn og rægja og níða kjörfylgið af Magn- úsi Guðmundssyni og Jóni á Reyni- stað. í’essi maður var látinn vera ritstjóri aö sorpblaði, sem Hriflungar í Skagafirði gáfu út í því skyni að rægja fylgi af þáverandi þingmönn- um Skagfirðinga. Lítið mun þó þessum snepli hafa orðið ágengt í rógsiðjunni, og þegar Sjálfstæðis- menn höfðu gefið út eitt tölublað af héraðsblaði sínu, þar sem þeir ræddu aðeins um framfaramál hér- aðsins, en virtu ekki níðið sorp- »Hegranum« svars, þá lognaðist hann út af; en sagt var að Hrifl- ungar hefðu aurað saman og gefið leigumanninum 1000 krónur fyrir ferðalögin og »ritstjórnina« á snepl- inum, enda hafði leigumaðurinn verid vel »h(taöur« á Sauöárkrók í »sæluvikunni«, eftir því sem góðar heimildir segja. Öllum er kunnugt um sendiferð Hei'manns í Skagafjörð, og allir vita, að ekki bar hún tilætlaðan árangur, og er þaö Skagfirðingum til mikils sóma, að sú rógsherferð varð árangurslaus. Á framboösfundunum koin ýmis- lcgt skrítið í ljós. Meðal annars sannaði frambjóðandi Bændaflokks- ins það á fundinum á Læk, að Hriflungar höfðu gert sig seka í ólöglegri undirskriftasmölun undir loforð um stuðning við þá í kosn- ingunum. Þetta er skýlaust lögbrot sem varðar sektuin samkvæmt 139. grein kosningalagánna 1. lið. Stein- NÝ.JABIO Föstud., Laugard. og Sunnudagskvöld kl. 9: Niður með vopnin. Tal- og hljómmynd í 12 þáttum. Aðalhlutverkin leika: Helen Hayes. Gary Cooper. Adolphe Menfou. Mynd þessi er tekin eftir hinni heimsfrægu sögu eftir Hemingway. — Hún er stórkostleg ádeila á stríöið, hrífandi fögur ástarsaga, lista vel leikin og gerist að mestu í Tyrólsku Ölpunum. Útlend blöð telja þessa mynd einhverja hina fegurstu og mest hrffandi friðarmynd, er gerö hafi verið. Saga stór- skáldsins sé snilldarlega sögð í myndum og þrír frægir listamenn geri höfuðpersónur hennar ógleymanlegar með leik sínum. Sunnud. kl, 5 Alþ.sýning Niðursett verð. Útvarpskvöldið mikla. grímur á Hólum fór að afsaka sig á fundinum og þóttist hvergi hafa við þetta komið, en Sigfús upp- gjafaklerkur treystist ekki til aö reyna að afsaka sig af þessu. Á þeim fundi varð Steingrímur á Hól- um svo trylltur, að hann óð að ungum manni á Höfðaströnd, sem staddur var á fundinum og kallaði hann »ærulausan rógbera«, alveg að ósekju. Vera má að Steingrímur hafi þá verið svo óður, að honum hafi sýnst pilturinn vera Jónas frá Hriflu, og eru þeir þó hvorki líkir í sjón eða raun, en þá verður þetta skiljanlegra, því allir vita að Jónas hefir legið undir þessu nafni árum saman og ekki reynt að hrinda því af sér, J?ó mundi Steingrímur eftir því á þessum fundi, eins og á hin- um fundunum, aö biðja sósíalista og kommúnista að kjósa sig. Taldi hann það heillarænlegast fyrir mál- stað þeirra aö gera þaö. Mjög var það augljóst í þessari kosningal.aráttu, að Hriflungar höföu slæma samvizku — þeir, sem ann- ars höfðu hana nokkra — því ekki

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.