Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 05.10.1934, Blaðsíða 1

Íslendingur - 05.10.1934, Blaðsíða 1
Frá Alþingi. Stórfelldar tolla- og skattahækkanir boðaðar. — Fjárlög með 2 miljón króna tekjuhalla. Nýjar einkasölur og verzlunarhöft. Alþingi var sett á mánudaginn og voru þá allir þingmenn komnir til þings nema Hannes Jónsson, þm. V: Húnv. — kom hann næsta dag. — Pingsetningarathöfnin hófst eins og venja er til með guðsþjónustu í dómkirkjunni og prédikaði séra Sveinbjörn Högnason á Breiðabóís- stað. Hann lagði út af texíanum í 1. kap. 22.-24. versi f Bréfi Jakobs: »En verið gjörendur orðsins, og eigi aðeins heyrendur, svíkjandi sjálfa yður. Pví að ef einhver er heyrandi orðsins og ekki gjörandi, þá er hann líkur manni, er skoðar andlitsskapnað sinn í spegli, því að hann skoðar sjálfan sig, fer burtu og gleymir jafnskjótt hvernig hann van En sá, sem skygnist inn í hið fullkomna Iögmál frelsisins og held- ur sér við það, og er ekki orðinn gleyminn heyrandi, heldur gjörandi verksins, hann mun sæll verða af framkvæmdum sínum.« / sameinuðu þingi. Að lokinni guðsþjónustu komu þingmenn saman í þingsal neðri deildar. Las forsætisráðherra upp boðskap konungs um setning Al- þingis og lýsti að því búnu þing sett og bað þingmeun að minr.ast konungs og ættjarðarinnar og var það gert meö ferföldu húrra. Pessu næst bað forsætisráðherra aldursforseta þingsins, Sigfús Jóns- son, 2. þm. Skagfirðinga, að stýra fundi unz forseti hefði verið kos- inn, en til kosningu var gengið eftir að kjörbréf höfðu verið tann- sökuð og kosning allra þingmanna samþykkt einróma. Fór forseta- kosningin á þá leið að Jón Bald- vinsson var kosinn með 2ó atkv. (atkvæðum Framsóknar, jafnaðar- manna og Ásg. Ásgeirss). Magnús Ouðmundsson fékk 20 atkv. og og Magnús Torfason 2 atkv. — Varaforseti sameinaðs þings var kosinn Biarni Ásgeirsson, þm. Mýra- manna með 26 atkv. — Magnús Jónsson fékk 20 atkv. og tveir seðlar voru auðir. Skrifarar sam einaðs þings voru kosnir Jón Auð- unn fónsson þm. N.-ísf. og Bjarni Bjarnason, 2 þm. Árnesinga; var hlutfallskosning viðhöfð. Þegar hér var komið, frestaði forseti þingsetningunni, þar er flokk- arnir voru ekki búnir að raða í deildir. Skyldi það gerast næsta dag- En það varð nú samt ekki úr því. Er á fund kom skiluðu Fram- sóknar- og jafnaðarmenn í samein- ingu lista með 9 nöfnum á og Sjálf- stæðismenn öðrum með 6 nöfnum á. Var þetta hlutfallslega eins og þessum flokkum bar — en 1 þing- marini betur skyldi koma í deild- inni, því 16 eiga þeir að vera og vildu stjórnarliðar að Bændaflokk- urinn legði manninn til, því hlut- föllin væru þau: Porsteinn Briem kvað Bændaflokkinn ekki hafa ætl- að að koma með lista, en bað þó um fundarhlé til frekati íhugunar. Fékkst það, en er það var yfirstaðið og fundur aftur settur, komu frain 3 listar í viöbót, svo þeir urðu þarna 5 Einn þessara lista var frá Héðni Valdimarssyni og stóð á honum nafn Porsteins Briem, annar frá Hannesi Jónssyni og stóð á honum nafn Magnúsar Torfasonar og sá þriðji frá M- T. og var á honum nafn Héðins. — Pótti nú forseta vandast málið og var frestað fundi til næsta dags- Er svo sá fundur hefst les forseti upp úr- skurð frá sér, þar sem hann lýslr tvo af þessum síðari listuin ógilda, en lista þann giidann, er Héðinn flokksbróðir hans bar fram með nafni Porsíeins Briem — og Briem þar rneð úrskurðaður upp í efri deild, þvert á móti sínum vilja og flokksmauna sinna — og svo þeir allir réttkjörnir upp í deitdina er voru á iisíum Sjálfstæðismanna og stjórnarflokkanna. — Pykir úrskurð- ur forseta hvað Briem snertir mjög vafasamur og sætir miklu umtali — og Briem tók ekki sæti í deild- inni er hún tók til starfa. I etri deild; Þeir 16 þingmenn, sem skipa efri deild, eru: Af Sjálfstœðismönnum: Magnús Guðmundsson, Magnús Jónsson, Pétur Magnússon, Jón Auðunn Jónsson, Guðrún Lárusdóttir og Þorsieinn Þorsíeinsson. Af FramsóknarmÖnnum: Hermann Jónasson, Jónas Jónsson, Bernharð Stefánsson, Einar Árnason, Páll Hermannsson og Ingvar Pálmason. Af jafnaðarmönnum: Jón Bald- vinsson, Haraldur Guðmundsson og Sigurjón Á. Ólafsson Af Bœndaflokknum: Þorsteinn Briem. Forseti deildarinnar var kosinn Einar Árnason, 2. þm. Eyf. með 9 atkv. — Pétur Magnússon fékk 6 atkv. 1. varaforseti Sigurjón Á. Ól- afsson með 9 atkv. Guðrún Lárusd. fékk 5 atkv. og einn seðill auður. 2. varaforseti Ingvar F'álmason með 9 atkv. — 6 seðlar auðir. — Ritarar Magnús Jónsson og Páll Hermanns- son, kosnir hlutfallskosningu. Kosið var í fastanefndir í deild- inni í gær. I neðri deild: Þar var kosinn forseti Jörundur Brynjólfsson 1. þm. Árn. með 17 atkv. — Gísli Sveinsson, þm. V,- Skaftf. fékk 14 atkv. og 2 seðlar auðir. — 1. varaforseti Stefán Jóh. Stefánsson með 17. atkv. Jón Sig- urðsson á Reynistað fékk 14 aíkv. og 2 seðlar auðir. — 2 varaforseti Páll Zophoniasson, 2. þm. N. Múla- sýslu- — Ritarar: Ouðbr■ Isberg, þm. Ak., og fónas Ouðmundsson, 9. landskjörinn. Pá fór fram kosning í nefndir. Skatta- og tollatrumvörpin. Stjórnin lætur rigna yfir þingið frumvörpum. Fyrst eru það öll bráðabirgðalöin, sem hún hefir gefið út og kemur nú til kasta þingsins, að samþykkja eða fella. — Svo eru það tjárlögin, er sýna um 2 milj. kr. tekjuhalia. Eru út- gjöldin áætluð 13,7 milj. kr., sem er 2 milj. kr. hækkun frá núgildandi fjárlögum. Pennan tekjuhalla hyggst stjórnin að vinna upp með nýjum skattaálögum á þjóðina. Mun þessi tekjuöflunarfrumvörp vera um tylft og sennilega ekki öll kcmin fram enn. Slcal hér drepið á þau heizíu sem kunn eru. Stjórnin leggur fyrir þingið nýít frv, um tekju- og eignaskatt. Sam- kvæmt því á tekju- og eignaskattur að hœkka um 30-100%. — Þessi skattahækkun ein á að gefa ríkis- sjóð 3/t—1 milj. kr. Þá er frumv. um hœkkun á tó- bakstolli. Á tollur á vindlingum að hœkka um 25%, á cigarettum um 15%, og reyktóbaki, munntóbaki og neftóbaki um 33%. Pá á að hækka toll á brjóstsykri, átsúkkulaði og konfekti og nemur sú hœkkun 50%. Innflutningstolliu af benzíni á að hœkka um 100%. Þá kemur stjórnin með frumvarp um afnám undanþágu frá gjaldi af innlendum tolivörum, er þau fyrir- tæki hafa notið, sem stofnsett voru fyrir 1927. Kemur þetta aðallega fram sem hækkun á kaffibæíis- og öl-skatti. Pá eru nokkur frumvörp um framlengingu eldri tekjulaga: Frv. um framlenging á gildi laga um verðtoll, frv. um framl. bráðabirgða- NYJA-BIO BB Föstudags-, Laugardags- og Sunnudagskvöld kl. 9: Konungur B Ijónanna. Tal-og hljómmynd í 10 þátt- um. — Aðalhlutverkin leika: Buster Crabbe og Frances Dee. Stórkostlega viðburðarík og spennandi saga um drenginn, sem elzt upp meðal ljónanna í frumskógum Afríku og síð ar kemur fram sem *Kaspa< konungur ljónanna, í amerfsku íjölleikahúsi. — Inn í mynd- ina, með öllum sínum íögru landslagsmyndun og óvenju vel teknu villidýramyndnm, er ofið spennandi ástaræfin- týri. — BUSTER CRABBE, er leikur hinn nýja *Tarzan«, er heimsfrægur sundmaður. Útlendir blaðadómar um myndina til sýnis í glugga Söluturnsins, Sunnudaginn kl. 5. Alþs. Niðursett verð. í undirdjúpDmim. Sýnd í síöasta sinn. Bönnuð fyrir börn. verðtolis og frv. um framlenging tekjú- og eignarskattsauksns fyrír árið 1934. Loks er svo frv, um framlenging á frestum á framkvæmd nokkurra laga. Er frestunin framlengd urn eitt ár enn, þó að undanskildum Verkfærakaupasjóði. Ennfretnur framlenging á bráðabirgðabreyíing á skemmtanaskattslögunum, Líiilsháttar skattalækkun á að fylgja með þessum gífurlegu álög- um. Pannig á að afnema gengis- viðauka á kaffi og sykri, afnema útflutningsgjald af landbúnaðarvör- um og breyta sfldartollinum þann- ig, að í stað 1 kr. íolli af tunnu komi 1 l/s% tollur af vetðmæti. En þetta segir ákaflega lítiö í sanian- burði við hin ósköpm. Einokunarfrum vorp. Fív- kemur um einkasölu á eld- spýtum og vir.dlingapappír og á þessi einokun að insdirnast í Tó- bakseinkasöluna. M i álagningín á eldspýtur vera frá 25-100%.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.