Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 05.10.1934, Blaðsíða 2

Íslendingur - 05.10.1934, Blaðsíða 2
2 ÍSLENDlNGUR B C. Tliorarensen B r ó ð u r k v e ð j a frá J. S. Thorarensen. Við lékum ungir við Eyjafjörð og árin í hafið runnu. Eg ferðaðist langt í skrúð og skóg í skærri og heitri sunnu. En bréfin þín voru mér vitar þeir, sem Vestrinu skærast brunnu. Frá útlöndum kom ég aftur heim í ástríkan faðm þinn, bróðir. í minningum lifðum við marga stund frá morgni æfinnar hljóðir, er allt varð að gleði ungum bæ og allir vegirnar góðir. En nú ert þú horfinn til hinzta lands, sem hylur oss alla sýnum. Nú myrkvast augum minn æskubær, þá ei næ ég fundi þínum. Ég kveð þig blessaði bróðir minn í bænum og vonum mínum. Eg einmana stari á Eyjafjörð sem ókunnur gestur á ströndum. Mig grípur saknaðar sorgin þung og sál mína reyrir böndum, þótt enn skíni, bróðir — blysið þitt á blikandi minningarlöndum. Ég geymi þér það, sem eftir er í ást minni, að hinzta degi, sem vordrauminn unga, sem æfilangt traust, sem aftansól hausts á vegi, sem bróðurást þó, sem bezt er reynd og brugðist mér getur eigi. P. I3. P. Þá vill stjórnin fá einkarétt til að framleiða hér á landi ilmvötn, hár- vötn, andlitsvötn, bökunaidropa, kjarna (essensa) til iðnaðar og einkainnflutning á pressugeri. Loks mun stjórnin retla sér að koma með frv. um heimild til að taka einkasölu á bílum og aPskon- ar mótorum, Stefnan er sýnilega sú, að einoka á smámsaman allar vörur. Strangari gjaldeyrishöft. Fjármálaráðherra leggur fyrir þing- ið nýtt frumvarp um gjaldeyris- verzlun og innflutningshöft. Er þar stórlega hert á gildandi ákvæð- um. Samkv. frv. á að skipa fimrn rnanna innflutnings- og gjaldeyris- nefnd. Landsbankinn og Útvegs- bankinn tilnefna sinn manninn hvor. Hina þrjá velur fjármláaráðherra- Heimilt skal vera að ákveða með reglugerð, að engar vörur megi flytja til landsins og engan erlend- an gjaldeyri láta af hendi nema með leyfi nefndarinnar. Atvinnumálaráðherra flytur m. a. þessi frumvörp: Um niðurfellingu sveitarflutnings, um vinnumiðlun í kaupstöðum. rfkisútgáfu skólabóka, Ieibeininga fyrir konur um varnir gegn því að verða barnshafandi og og um fóstureyðingu, heimild handa skipulagsnefnd til að taka skýrslur af stofnunum og einstaklingum, breytingu á lögum um Iverkamanna- bústaði, útflutningsskýrsluraf sjávar- afurðum og heimild handa rann- sóknarstofum ríkisins til að selja lyf, sem þær framleíða. Auk þessara frumvarpa munu einstakir þingmenn flytja nokkur frumvörp að tilhlutun stjórnarinnar. Kafflsopinn s golt kaffi sé notað, Reynið ÓBRENT JA V A-kaffi frá G u ð m an n. þykja beztar, fást hjá Guðmann. EPLI — á g æ t — nýkomin. fón Guðtnann. M.b. „Gylfi”, E.Á.460, er til sölu. Báturinn er um 12 tons að stærð og hefir 40 ha. Super-Skandiavél, Er byggður 1929 af Gunnari Jónssyni skipasmið, Byrðingur er úr eik og hefir verið vel við haldið. — í kaupinu geta fylgt fiskilína, reknet og fisk- verkunaráhöld. — Ennfremur er til sölu í Ólafsfirði fiskhús úr steini 11X22 ál., beitingaskúr úr timbri og þurkreitir. — í húsinu er geymslu- loft fyrir ca. 500 skpd. af þurfiski. Leitið upplýsinga hjá öðrum hvorum undirritaðra. Tómas Björnsson. Gunnar Thorarensen, Ólafur Thors kosinn formaður Sjálf- stæðistlokksins. Á nýafstöðnum sameiginlegum miðstjórnar- og flokksfundi hjá Sjálf- stæðisflokknum, tilkynnti Jón Þor- láksson að hann, sökum anna, segði af sér forystu flokksins. Var varafor- maður flokksins Óiafur Thors alþm. kosinn í hans stað, — Ólafur hefir setið á þingi i 10 ár og verið ein- hver allra mesti afburðamaðurinn þar og hið glæsilegasta foringja- efni. — / Tón Þorláksson hefir glæsilegri stjórnmálaferil að baki en nokkur annar síðari tima stjórnmálamaður, og er það með djúpri eftirsjá að flokksmenn hans sjá á bak honum sem foringja sínum — en þó er bótin, að maður kemur í manns stáö. — Umhyggjan fyrir bændunum. Hriflungar eyðileggja kjötmarkaðinn. Dagur í gær segir aö »íhaldið« í landinu — en svo mun það kalla Sjálfstæðisflokkinn — sé að eyði- leggja kjötmarkaðinn í landinu, með því að líða blöðum sínum að taka til orða móti hinu háa verðlagi kjötsölunefndarinnar. Þetta er með öllu öfugt. Það eru stjórnarflokkarnir — Hriflungar og samfellingar þeirra — sem eru að eyðileggja markaðinn með »skipu- lagningu* sinni á kjötsölunni. Það var þegar f upphafi séð, að bændur þurftu á þessu hausti að lóga óvenjulega miklu af fé sínu, sakir slæmrar heyjunar 1 sumar. — Kjötsalan til útlanda er takmörkuð, eins og kunnugt er, Von bænda, um að koma öllu kjöti sínu í verð, varð því að byggjast að mestu á innlenda markaðinum — að hann rýmkaðist til muna frá þvf sem verið haíði. Nú var öllum það jafn vitanlegt, að afkoma alls þorra fólks í kaup- stöðum og kauptúnum landsins, var eítir sumarið meö langversta móti. Var þar með sýnt, að geta þess til dýrra matvælakaupa myndi verða með minnsta móti og það væri því auðsýnt, að það hlyti að diaga við sig kjötkaup til muna, væri verðið hækkað mikið frá því, sem var s.l. ár. Á þetta allt benntu blöð Sjálf- stæðisflokksins. En rauða sveitin, sem nú fer meö völdin í landinu, var annaðhvort blind fyrir hvaða ástand ríkti í landinu, eða þá hún vitandi vits, og að yfirlögðu ráöi, ásetti sér að þjaka kosti bænda sem mest svo þeim yrði ókleift, flestum þeirra, að losa sig af skuldaklafa hinna pólitísku kaupfélaga, er þeir neyðast til að skifta við. Og þetta er það sennilegasta. — Þess vegna eru þvingunarlögin sett, sem taka sláturafurðasöluna úr hönd- um bænda. Viðskipti við kaupmanna- verzlanir er þeim bannað að miklu leyti, og á það bann að ágerast enn mcir, er fram f sækir, fái lögin að standa — og svo kemur verðlagið 25—30% kjötverðshækkun frá gildandi verðlagi í fyrra haust. Hver gat afleiöingin af þessum ráðstöfunum orðið, önnur en nú er komin á daginn? Frystihús kaupfélaganna eru yfir- full af kjöti, sem ekki gengur út, svo ríkisstjórnin hefir orðið að taka Brúarfoss út úr áætlunarferð til þess aö fara í skyndi milli sláturhafnanna og taka þar kjöt til útflutnings og grynna þar meö á kjötbirgðum fiystihúsanna. En útflutningurinn er takm irkaður og hvað tekur þá við? Kjötsalan innanlands er, að kunn- ugra sögn, mikið undir helmingi við það sem hún var á sama tíma í fyrra, Fólkið getur ekki keypt, og það, sem getur það, skyrrist margt við það vegna þeirra þvingunarlaga, sem verzlunin er háð. Það eru ein- mitt óvinsældirnar, sem fylgja svona lögum, sem ekki hvað sízt spilla markaðinum. Tegart.d. mönnum.sem rekiö hafa slátrun árum saman, og haft sína föstu viðskiptamenn, er bönnuð slátrun og sala, þá segir þaö sig sjálft, að þaö skaðar og það til rauna. En jafnvel þó nú að salan hefði gengið sæmilega, meö þessu háa verðlagi, þá hefðu bændurnir notið tiltölulega lítils góðs af því. Svo var fyrir séð af Hriflungum. Hinn rang- láti skattur, sem lagður er á allt kjöt, sem selt er í landinn og hinn mikli kostnaður sem »framkvæmdar- bákn skipulagningarinnar* hefir 1 för með sér, hefði skert svo hlut bændanna — þó ríkissjóður fái þar einnig að blæða — að hann hefði naumast orðið betri en i fyrra. — Nú hefir »skipulagið« oghin heimsku- lega framkoma Hriflunga í þessu máli gert hlut þeirra enn verri. Og slíkir náungar dirfast aö kalla sig »bær.davini«. mín er flutt I Sauinastofa Hafnarstræti 79 Agústa Bjarman. mmniiMiiaiia......i.....

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.