Íslendingur - 04.01.1935, Side 4
4
ÍSLENDINGUR
RáOnnantsstarflð
hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar
er laust frá 15. maí n.k. — Árslaun kr, 3000,00. — Umsóknir
sendist stjórn Búnaðarsambands Eyjafjarðar fyrir 1. apríl n.k.
Akureyri, 3. jan. 1935.
Ólafur Jónsson,
p. t. formaður.
nning.
Hérmeð tilkynnist heiðruðum viðskiptavinum
vorum, að verðið á h r á o I í u Iækkar frá og
með 1. janúar 1935 um 1 eyri kílóið og verður
jafnframt gefinn 10 prc. afsláttur af verðinu við
staðgreiðslu, enda sjáum vér oss ekki fært frá
þessuni tíma að veita gjaldfrest á þessari vöru.
Akureyri, 31. desember 1934.
II Slell. - llinerzlu Íslaiís II.
Cilkynning-
Vegna óvenjulega mikilia örðugleika á að innheimta skuldir
hjá viðskiftavinum vorum, tilkynnist hér með að allir þeir, sem
eiga óumsamda skuld hjá einum eða fleirum um nýjár 1935,
mega búast við því, að fá ekki vinnu afgreidda hjá oss, nema
þeir greiði skuld sína fyrir 31. janúar, eða semji um hana.
A'íureyri 30. desember 1934.
Járnsmiðir og Vélsmiðir.
Aðalfundur
Búnaðarsambands Eyjafjarðar
verður haldinn laugardaginn 26. janúar n. k. kl.
1 e. h. í Gróðrarstöðinni á Akureyri.
Stjórnin.
þessari útgerð, bærinn var í ábyrgð
og mun þar hafa fengið þungan
skell. —
Þetta ættu þeir að athuga, sem til
útgerðar hvetja. Akureyringar eru
yíirleitt meira gefnir fyrir landvinnu
en sjómennsku. Vegna legu sinnar
eru minni líkur til að bærinn verði
mikill útgerðarbær, hitt er líklegra,
að þar verði stunduð verzlun, iðn-
aður og landbúnaður. Iðnaðinn ætti^
að auka í stórum stíl, hann virðist
bera sig sæmilega hjá flestum, sem
hann stunda.
Landbúskapinn ætti einnig að auka
í stórum stíl. Legg ég til að bær-
inn með aðstoð ríkis, kaupi allar
jarðir í Kræklingahlíð, frá Lónsbrú
að Moldhaugum. Færi slðan byggð-
ina að þjóðveginum og reisi þar
nýbýlahverfi, sveitaþorp; mýrarnar
ræstar fram og þeim breytt í töðu-
völl, en gömlu túnin yrðu höfð fyrir
kúahaga.
Nýbýlahverfi þetta yrði að byggja
með öllum nútímans þægindum, og
byggt eftir föstum reglum. Þarna
skapast geysimikil vinna í nokkur
ár, og góð lífsskilyrði fyrir nokkur
hundruð manns, og myndi þó ekki
kosta nema eins og einn eða tveir
togarar.
Hér er veðursæld mikil og mold-
in grær á hverju vori, Þarna skap-
ast mikið verðmæti, sem stöðugt
gæfi mikinn afla, svo lengi sem
eygló sendir sína vermandi geisla
til vor jarðarbúa.
Á þessu ári hefi ég ferðast nokk-
uð um sveitir beggja megin fjarðar-
ins, allt út í Svarfaðardal að vestan
og að Grenivík að austan, og enn-
fremur fram í Saurbæjarhrepp. En
hvergi hefi ég séð jafn álitlegt land
til ræktunar og til að byggja nýbýla-
hverfi með nútíma þægindum, eins
og svæðið meðfram þjóðveginum frá
Lónsbrú að Moldhaugum, þarna er
fólginn mikill auður, sem bíður eftir
að maðurinn með huga og hönd
taki hann £ sínar þarfir — atvinnu-
leysi er mönnunum sjálfum að kenna,
landiö er enn litið numið, þaö bíða
stór flæmi, — »Hver sem nennir að
vaka og vinna og verkin þörf af
hendi inna«, hann komi og róti til
moldinni, þar er gnægð af gulli
geymt. Sólin vekur gróðurinn til
lífsins á vorin. Hver sem hjálpar
þar til hann eykur fegurð náttúr-
unnar og móðir jörð mun blessa
hann og veita honum margfalda
uppskeru og mikla ánægju.
Heyrið þið Akureyrarbúar, þið
hinir duglegu og framsæknu áhuga-
menn, látið athuga:
1. Hvað stórt landssvæði sé fáan-
legt til ræktunar og beitar í Krækl-
ingahlíð.
2. Hvað landið kostar eins og það
er nú. —
3. Hve mikill hluti þess sé vel
fallinn til túnræktar.
4. Hvað kostar að breyta þessu
landi í tún.
5. Hvað getur margt fólk lifað
þarna.
6. Hvað myndu íbúðarhús og pen-
ingshús meö öllum nútímans þæg-
indum kosta í þessu fyrsta sveitar-
þorpi, sem bj'ggt væri með nútíma
þekkingu til lífsþæginda fyrir fólkið.
7. Væri því fé vel varið, sem
þarna yrði eytt til að rækta og
hyggja landið beggja megin við
þjóðveginn ?
Snœbjörn Þórðarson.
Ritfregnir.
I.
Björg C. Þorláksson: LJÓÐ-
MÆLl. ísafoldarprentsmiðja
H f, Reykjavík 1934.
Eað var kunnugt um Björgu
Þorláksson að hún var lærdóms-
kona og hneigð til vísindaiðkana,
en hitt síður að hún fengist við
ljóðagerð, en nú að henni látinni
koma llóð hennar fyrir almennings-
sjónir,
Líklegt virðist að hefði skáldkon-
uninni enst aldur, mundi hún hafa
sorfið og fægt kvæði sín meira og
betur, því sumt hefði mátt betur
fara, lýtur þetta að rfmi og ljóð-
ræmiáferð — eða vígindum —
kvæðanna, en ekki að efni þeirra
eða hugsunarþroska því hann er
langtum meiri og dýpri enn menn
eiga að venjast í ljóðabókum síðustu
tíma. Þykir mér líklegt að margir
finni hugðarefni í kvæöum Bjargar,
en að vísu það efni sem krefst
umhugsunar.
Kvæðin: »Spurning«, »Vorkoma«,
»Draumur« og mörg fleiri, vinna
hylli lesandans við aukna kynning.
Lausavísur eru allmargar meðal
kvæðanna, og margar ágætar, t. d.
þessar:
Eeir sem auðinn meta mest,
munu stundum gleyma,
að þegar lffs er sólin sezt,
sitja aurar heima.
Geislum yfir dauðans djúp,
dýrstu vonir kasta.
Árdags klæðist höfgum hjúp,
húmið þúsund lasta,
F. H. B.
II.
ÍSLENZKIR ÞjÓÐHÆTTIR.
eftir Jónas Jónasson, prófast frá
Hrafnagili. Einas ÓI. Sveinsson bjó
undir prentun, í bók þessari er
samankominn geysi mikill fróðleikur
um háttu og hagi þjóöarinnar frá
landnámstíð og fram á daga höf-
undarins. í bókinni er íjöldi mynda.
Verð bókarinnar er 24.00 kr. í mjög
vönduðu bandi. — ísafoldarprent-
smiðja er útgefandi.
III.
Helga Sigurðardóttir: »LÆR-
IÐ AÐ MATBÚA«.
Ungfrú Helga Sigurðardóttir slær
ekki slöku við. Auk þess, sem
ungfrúin annast umfangsmikla
kennslu, ritar hún og sendir frá sér
hverja bókina á fætur annari í
matreiðslu. Bók sú, sem hér um
ræðir, er með nokkru öðru sniði en
fyrri bækur hennar, — I-Iefst hún
á inngangi um untgengni í eldhúsi,
hreinsun potta og hnifa og annara
áhalda. Eví næst fylgir ágrip af
næringarefnafræði, nýjung, nauðsyn-
leg hverri húsmóður, sem vill í
senn veita hollan en ekki of dýran
mat. Þá er skýrt frá bætiefnum,
sem líkaminn þarínast og úr hvaða
fæðutegundum þau er að fá. Loks
er drepið á bragð- og lyktarefni
matarins og lýst hve mikílsverð þau
eru meltingunni. Varar höf. við að
eyðileggja þau með ofsterkum krydd-
efnum.
En meginefni bókarinnar er þó
um bagnýtingu fæðuefnanna. —
Hefst þar hver kafli á greinargerð
um samsetningu þeirra efna, sem
þar um ræðir. Alls eru kaflarnir 13
talsins og fjölmargar upptkriftir í
hverjum.
Fræðslumálastjórn og skólaráð
barnaskóla Reykjavíkur hafa leitað
álits sérfræðinga um bókina, er
mæla með henni.
IV.
KOSSAR,
bók í sögustíl eftir Eorst. P. Eor-
steinsson, skáld. Fyrri partur bók-
arinnar ei um kossa, hinar ýmsu
tegundir þeirra, þar segir meðal
annars; . . - Og síðan hefir koss-
unum rignt yfir heiminn. Litlir og
þungir kossar. Kossar sem varla
snerta varirnar og kossar sem fara
í gegnum mann. Þurrir og votir
kossar. Svalir og varmir. Þunnir og
þykkir. Harðir og mjúkir. Sætir og
be'zkir. Loðnir og snoðnir. Utan
kossar og innan kossar. Tolukossar
og ílatkossar. Varakossar, tannkoss-
ar og tungukossar . . . Síðari part-
ur bókarinnar og er sá lengri, er
saga. Verðiö er 1,50 óbundin.
V.
ÚR BYGGÐ OG BORG,
sögur eftir Guömund Friðjónsson.
í stuttum formála getur höf. þess,
að þessar sögur hafi þróast á sjö-
unda tug æfi hans og séu sprottnar
upp úr sama jarövegi og aðrar smá-
sögur hans. Sögur þessar má telja
með beztu sögum Guðmundar. —
Verðið er kr. 5.50 ób.
VI.
ÍSLENZKAR ÚRVALS-
STÖKUR,
safnað hefir Steindór Sigurðsson,
í kveri þessa eru lausavísur eftir
70 nafngreinda höfunda auk nokk-
urra óþekktra. FYágangur er vand-
aöur. Verðiö kr. 2,00 innb.