Íslendingur


Íslendingur - 10.05.1935, Blaðsíða 1

Íslendingur - 10.05.1935, Blaðsíða 1
XXI. árgangur. Akureyri, 10. maí 1935. 19. tölubl. t Dúe Benediktsson, fyrv. lögregluþjónn. + Porðnr Gunnarsson frá Höföa. Hann andaðist að heimili sínu hér í bænum að kvöldi þess 4. þ. m. eftir langa legu í afleiðingum af heilablóðfalli, 73 áía að aldri. — Á Akureyrarbær þar á bak að sjá ein- um sinna elztu borgara, er hér hafði átt heimili í samfleytt rúma hálfa öld, vinsæll og vel metinn af öllum. Dúe Benediktsson var fæddur 9. marz 1862 í Syðri Skjaldarvík í Olæsibæjarhreppi og voru foreldrar hans Benedikt Jónsson, kaupmanns Salómonssonar á Reykjarfirði og kona hans Stefanía Þórarinsdóttir Stefánssonar amtmanns Thoraren- sen og systurdóttir Péturs Havsteins amtmanns. Var Dúe þann'g af góðu og merku bergi brotinn. — Þriggja ára gamall var hann tekinn til fóst- urs af Mad. Kristbjörgu Þórðar- dóttir frá Kjarna og ólst hann upp hjá henni og seinni manni hennar, séra Pétri Jónssyni á Valþjófsstað á Fljótsdal til tvítugsaldurs. Fluttizt hann þá hingað og var við verzl- unarstörf — lengst af við verzlun frænda síns J. V. Havsteens kon- súlls — þar til hann var skipaður lögregluþjónn hér í bænum frá 1. jan. 1905. Qegndi hann því starfi fram að síðustu áramótum, eða í 30 ár. Auk þess gegndi hann ýms- um öðrum trúnaðarstörfum fyrir bæirtn. Var t. d. í mörg ár stefnu- vottur, umsjónarmaður með land- eignum bæjarins og hafnarmann- virkjurn og bæjargjaldkeri í 3 ár. Öllum þessum störfum ge^ndi hann með stakri trúmennsku og árvekni og bar sig aldrei undan þó mikið væri á hann lagt —■ en lítil laun. Dúe heitinn var ágætum gáfum gæddur og vel að sér um margt, sérstaklega var hann fróður í sögu og ættfræði og ef hann hefði gengið menntaveginn hefði hann eflaust orðið vísindamaður. Hann þólti á yngri árum sínum hrókur alls fagn- aðar og þrátt fyrir sorgir og margt mótdrægt um dagana var hann iafnan á góðri stund öðrum færari °g fremri til að halda gleðinni á lofti. Gat hann þá oft verið afburða skemmtilegur í frásögnum og kýmni. í allri framkomu var Dúe hið mesta prúðmenni og diengur góður í raun. — Kvæntur var Dúe Aldísi Jóns- dóttur, héðan úr bænum, hinni á- gætustu konu og lifir hún mann sinn. Eignuðust þau 6 börn og eru 3 þeirra á lífi: einn sonur, Þórar- inn skipstjóri í Reykjavík, og tvær dætur, Jónína og Kristbjörg, báðar giftar konur hér á Akureyri. Minning Dúe Benediktssonar verður mörgum kær. Hann lézt að heimili Þengils sonar síns hér í bænum s- I. mánu- dag, þann 6. þ. m. — úr krabba- meini, nærfellt sjötugur að aldri. Er þar merkur og mætur sveitar- höfðingi til moldar hníginn eftir langt og mikið dagsverk. Þórður Jónas, svo hét hann fullu nafni, var fæddur 20. julí 1865 í Höfða í Höfðahverfi og voru for- eldrar hans Ounnar Ólafsson prest- ur þar og seinni kona hans Guð- ríður Pétursdóttir. Ólst Þórður upp í Höfða og átti þar heima alla æfi sína, að undanteknum tveimur síð- ustu árunum er hann dvaldi hér í bænum. — Strax og hann varð fulltíða tó'k hann við búi í Höfða og bjó þar í félagi við Baldvin bróður sinn, þar til Baldvin lézt 1927. Og í félagi við bræður sína, Björn og Baldvin, rak hann um langt skeið verzlun á Kljáströnd og útgerð. Var Þórður hinn mesti athafnamaður og stórhuga. —\Opin- ber mál lét hann sig miklu skifta. Hann var hreppstjóri Grýtubakka- hrepps í rúm 30 ár og sýslunefnd- armaður lengi. Höfða-heimilið var á þeim árum eitthvert mesta rausn- ar- og myndarheimili hér norðan lands, enda hafði Þórður flest það til að bera, sem gerir garðinn fræg- an: höfðinglund, glæsimennsku, glaðværð og fjör. — Og eins og hann var flestum mönnum meiri að vexti og fönguleik, eins var hann flestum meiri að mannkostum og háttprýði. Þórðurvar giftur Ouðrúnu Sveins- dóttur frá Hóli í Höfðahverfi og var hún manni sínum samhennt um flest. Hún andaðist fyrir 7 ár- um síðan og lét þá Þórður af bú- skap. — Börn átlu þau 5 og lifa fjögur þeirra, þrír synir — Gunnar útvegsbóndi á Kljáströnd, Sveinn hótelhaldari og Þengill bankaritari hér á Akureyii, og ein dóttir — Guðríður, einnig til heimilis hér í bænum. — Síðasta árið, sem Þórður heitinn lifði var hann farinn að heilsu en hann bar hinn þunga sjúkdóm sinn með sannri karlmennsku og var glaður og reifur í viðtali fram undir það síðasta. Æðruorð sá hann enginn mæla. Hann verður jarðaður í Grenivík. Merkur Vestur-íslendingur látinn. Nýlega er látinn í Kanada Wilhelm H. Paulson fyrv. íylkisþingmaður i Saskatchewan og um eittskeiö Vestur- fara-agent. Var hann einn af íor- vígsmönnum Vestur-íslendinga, af- buröa mælskumaður og vel að sér ger um flest, — Hann var kominn á átt- ræðisaldur, Alfreð Jónasson. In memoriain. Hið snögga fráfall Alfreðs Jónas- sonar, kom eins og reiðarslag yfir alla, sem hann þekktu, því að al- mennt var hann talinn hraustmenni hið mesta. Auk þess er það ávalt ennþá sviplegra þegar menn í blóma lífsins, falla svona snögglega í val- inn, heldur en hinir öldruðu, sem þegar »hafa lifað sitt fegursta*, Allir, sem þekktu Alfreð sál. svo mikið, að þeir geti leyft sér að leggja á hann nokkurn dóm, munu geta verið svo sammála um að hann var drengur góður, og ég fullyrði einn þeirra ungu manna, sem gert hefði landi og þjóð mikið gagn, ef honum hefði enzt. aldur til. Hann var ungur maður, aðeins 28 ára gamall, en var þo kominn svo mikið til vegs og virðingar, að fullkomin ástæða er til þess að ætla að hann hefði komist ennþá lengra, eftir því sem árin og reynslan hefðu gert hann betur til þess hæfan. Alfreð sálugi var útskrifaður af Verztunarskóla íslands, með góðri einkunn. Hann var námsmaður góð- ur og framúrskarandi áhugasamur og samvizkusamur við námið, enda var áhugi og samvizkusemi honum svo meðfæddir eiginleikar að allt, sem hann leysti af hendi, bar vott um þessa miklu kosti hans. Ég kynntist Alfreð sál. 1931. Hann kom fátækur og illa undirbúinn í Verzlunarskólann, en sýndi brátt að hann hafði góöar námsgáfur, og sóttist honum námið æ betur og betur, unz hann að lokum tók ágætt burtfararpróf. Hann lét sér avalt mjög annt um álit og velferð skól- ans, var aðalmaðurinn í málfunda- félaginu og öðrum góðum fclagsskap nemenda, og átti frumkvæði að ýmsu því bezta og nytsamlegasta, sem nemendur tóku sér fyrir hend- ur. Hann lét sér þá þegar miklu skifta landsmál, og innan skólans lét hann í ljósi mjög ákveðna skoðun í þeim efnum. Á skólaárunum komst Alfreð í kynni við ýmsa af bezt metnu borgurum Reykjavfkur. sem í senn eru leiðandi menn bæjarmál- anna þar, og aðal stjórnmálamenn landsins. Munu þeir allir hafa veriö samdóma um þaö, að hann væri mjög álitlegur ungur maður, líkleg- ur til þess að inna af hendi nytsöm störf í þágu lands og þjóðar. Hann var ágætlega máli farinn og flutti oft góðar ræður bæði um stjórnmál og við ýms tækifæri Pótti mörgum ræða, sem hann hélt voriö 193.1 þegar Alþingi var rofið, afar snjöll, og vakti hann þá á sér athygli sem góður ræðumaður. Skömmu eítir að Alfreð 'útskrif- aðist úr Verzlunarskólanum var hann NYJA-BIO Föstudags-, Laugardags- og Sunnudagskvöld kl. 9: Tal- og hljómmynd { 10 þátt- um. — Aðalhlutverkin leika: Clark Gable og Claudette Colbert. Úr blaðaummælum: Berlingske Tidende 27. september 1934: »í Metropol«. »Colosseum« og »Rialto«, þar sem »Pað skeði um nótt< hefir verið sýnd undanfarið, hefir sannast að orðrómur sá er gekk um þessa mynd heíir verið sannur. — Að hún er ekki aðeins ársins bezta gamanmynd, heldur ein af fjörugustu og geðfelldustu og frá hendi höfundar og leik- stjóra ein sniðugasta skemmti- myndin, sem .við höfum séð hér í borginni.c — Myndin var sýnd: í New York 42 vikur. í París 21 — í Oslo 15 - Sunnudaginn kl. 5: Alþýðusýning. Niðursett verð. Barnavernd. í síöasta sinn. settur tollgæzlumaður hér á Akur- eyri. Leysti hann það starf prýði- lega af hendi meðan hann gengdi því. Par á eftir varð hannn meðrit- stjóri »íslendings« og reyndist hann, eftir því sem ég bezt veit, hinn ágætasti í því staríi, þann stutta tíma, sem honum entist aldur til þess að gegna því. Ennfremur var hann í yfirskattanefnd Eyjafjarðar- sý.slu Pessi störf hefði engin ungur maður hlotið, nema sá, sem sérstak- iega góðum hæíileikum er búinn og nýtur trausts og álits i hvívetna. Auk þess var hann formaður í fél. ungra Sjálfstæðismanna hér og vara- formaður í Sjálfstæðisfélagi Ak. Pungur harmur er nú kveðinn að gamalli móður Alfreðs, sem eflaust hefir gert sér miklar vonir utn fram- tíð sonar Sfns Er það sorglegt tákn fallvaltleiks lífsins, að einmitt um þetta leyti í fyrra vor var Alfreð á ferð um Skagafjörð, fullur af eld móði og áhuga, vinnandi að áhuga- málum flokks síns, og heimsótti hann þá vitanlega móður sína, en þessa dagana tæplega ári seinna er hann færður henni liðið lík. Að lokum þetta: Vinur minn Alfreð, þótt þú sért nú horfinn burtu frá okkur, þá vit- um við öll að þú lifir áfram í landi

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.