Íslendingur


Íslendingur - 10.05.1935, Blaðsíða 2

Íslendingur - 10.05.1935, Blaðsíða 2
2 ÍSLENDINGUR Girðinganet og gaddavír hjá ■ Tómasi Björnssyni. I lifanda og einmitt það, að þú ert kallaður burtu í blóma lífsins, þegar kraftar þínir og starfshæfni eru að ná fullum þroska, er vísbending um það, að til sé annað líf »handan við gröf og dauða*. Þar veit ég að þú lifir og starfar undir breyttum og fullkomnari skilyrðum. Því hversu tilgangslaust væri ekki líf okkar hér á jörðunni, ef það væri ekki undir- búningur undir annað æðra og full- komnara. Ef til vill hefir vera þín hér á jörðunni ekki verið ákveðin lengri en raun varð á, og vafalaust hefir þú ekki þurft lengri undir- búningstíma undir starf þitt handan við hafið, sem þú vafalaust nú ert tekinn við. Farðu heill og þökk fyrir sam- veruna- SkólabróÖir. Nýjar einokunar ráðstafanir. Konungur gefur út bráðabirgðalög, er heiinila ríkisstjórn- inni einokuná Iýsi, síldarmjöli, bein- um o. 11. Samkvæmt ósk atvinnumálaráð- herra, Haraldar Guðmundssonar, hefir konungur gefið út bráðabirgða- lög, er heimila ríkisstjórninni að taka í sinar hendur útflutning og sölu á lýsi, sildarmjöli, beinum, hrognum o. fl. sjávarafuröum, líkt og nú á sér stað með fiskinn og kjötið, og aö heita má einnig um síldina. — Fer þá að nálgast það, að mest öll útflutningsvara lands- manna verði einokuð og framleið- endur sviftir umráðaréttinum yfir heniii, utanlands og innan, Ekki þarf að efa, að ríkissjórnin ætlar, þegar á þessu sumri, að not- færa þessa nyfengnu einokunar- heimild, því annars hefði ekki verið gripið til bráðabirgðarlaganna, held- ur beðið til þingsins í haust. Má því gera ráð fyrir að á næstunni verði nýrri nefnd, hálaunaðri, hrund- ið af stokkunum til þess að annast þessa nýju einokun, er setja á — eins og systur hennar — til höíuðs frjálsum atvinnurekstri í landinu. En mesta hættan af þessari fyrir- huguðu einokun er fyrir súdarút- veginn og atvinnulíf hér nyrðra, því telja má nokkurn vegiim víst. að Krossanesverksmiðjan starfi ekki verði hún svift umráðaretti frain- leiðslu sir.nar. Og uridanþága fyrir hana mundi mælast illa fyrir hjá öðrum framleiðendum, sem læstir yrðu í greipar einokunarinnar, svo tæplega mundi að því horfiö. Hefir stjórnin hér, eir.s og svo oft og mörgum sinnum áður, anað í blindni sinni, og illvilja til frjáls atvinnurekstrar, út í ráöleysu, sem telja má víst að verði þjóðinni til tjóns og vandræða. Hefir og flfcst hnigið í þá átt, sem óhappamennirnir, er nú fara með stjórn landsins, hafa hrundið í fram- kvæmd. — Magnús Torfason skilur við Bændaflokkmn. Magnús Torfason, annar uppbót- arþingmaður Bændafl,okksins, hefir tilkynnt miðstjórninni að hann segi skilið við flokkinn að fullu og öllu, og ber það fyrir, sem ástæðu, að sér hafi verið misboðið af flokks- bræðrum sírum. Þau eru þó sann- indin í þessu máli, að Magnus sveik flokk sinn á þingi svo blygðunar- laust, að hann fylgdi honum sjaldn- ast að máluni, en dindlaðist aftan i stjórnarfylkingunni við öll tækifæri í fullri óþökk flokks síns, Mátti svo heita að ríkisstjórnin hefði ekki þæg- ari vikapilt í öllu þinginu en þennan Bændaflokksmann. Mun miðstjórn flokksins ekki hafa unað þessu framferði Magnúsar, sem varla var heldur von, og hann fengið ávítur nokkrar, ásamt þeirri ósk að hann legði þingmennsku niður, svo að annar maður gæti komið í hans stað, er væri meira í samræmi við stefnu og starfsemi flokksins. Mun þetta hafa leitt til þeirrar ákvörð- unar Magnúsar, að segja formlega skilið við flokkinn. En verður Magnús þingmaður áfram? Að réttu lagi ætti hann ekki að vera það, óg ef hann hefði nokkra velsæmistilfinningu, Iegði hann þegar niður þingmennsku. Þvf í raun og veru eru það flokkarnir, sem eiga sín uppbótarsæti, frekar en menn- irnir, er skipa þau. Gildir allt annað um þau en kjördæmaþingsætin. ÍPessvegna liggur það f hlutarins eðli, að þegar uppbótarþingmaður bregst flokki Sínum og yfirgefur hann, hvort heldur af fúsum vilja eða nauðugur, á hann ekki lengur tilverurétt á þingi; þingsætið er flokksins, ekki hans. 1. varaþingmaður Bændaflokksins er Stefán Stefánsson í Fagraskógi og kemur hann þá á þing, hverfi Magnús þaðan. — 2. varaþingmaður flokksins er Jón í Stóradal. En þeir, sem þekkja innræti Magnúsar Torfasonar, eru f litlum efa um það, að hann muni streitast við að sitja á þingi eins lengi og þess er nokkur kostur — og ekki mun stjórnarfylkingin reynast honum öndverð í þeirri viðleitni, ef hún er sjálfri sér Iík. Sólríkt herbergi til leigu frá 14. maí n. k, Jón lngitnarsson, Klapparstíg 3. iuiidur Bryniðlfsson skipaður eftirlitsmaður með sparisjóðum. Svo sem kunnugt er, var það eitt af fyrstu verkum Eysteins Jónssonar í fjármálaráðherraembættinu, að vikja Jakob Möller frá starfi sínu, eftirliti með bönkum og sparisjóð- um. — Töldu stjórnarblöðin þetta alóþarft embætti og ætti með þessu að spara ríkissjóði og bönkunum þessa launagreiðslu. Grunur flestra mun þó hafa verið sá, að þetta myndi ekki gert af sparnaðarástæðurp, og styrktist sá grunur við það, að stjórnin gerði enga tilraun um að fella lögin um eftirlitið úr gildi á þinginu, er kom litlu seinna saman. — Á þinginu, sem nýlega var frestað, kom aftur frumvarp frá stjórninni um breyting á sparisjóðslögum, og var það keyrt f gegnum þingið með harðfylgi af stjórninni. Par er eftirlitið með sparisjóðum tekið upp að nýju, að-. eins í lítið eitt breyttri mynd. — Segir þar: »Fjóirmáaráðuneyiið annast eftir- lit með öllum sparisjóðum í land- inu«. — Þarna sjáið þið, sögðu fylgismenn stjórnarinnar, f jái málaráðuneytið ætlar að annast eftirlitið, án aukins lilkostnaðar; það ætlar að láta ein- hvern af hinum föstu starfsmönnum sfnum gera það. Ekki aldeilis. Sparisjóðslögin höfðu ekki fyr hlotið konungsstaðfestingu, en sú til- kynning kemur frá fjarmálaráðherra, að hann hafi skipaö Jörund alþingis- mann Brynjólfsson eftirlitsmann sparisjóða, með sömu launum, að fulljrrt er, og Jakob Möller hafði. Embættið, sem stjórnin taldi al- óþarft, er þannig endurreist, með þeirri einu breytingu að nýr maður skipar það — en það er stjórnar- sinni. Það gerir allan muninn. Um Akureyri. Laugardaginn 11, maí flyt ég fyrir- lestur í Samkomuhúsi bæjarins kl. 9 e.h., um útlit Akureyrar árið 1872, og hið innra líf Akureyrar á næstu árum þar á eftir. — Aðgöngumiðar verða seldir í Samkomuhúsinu frá kl. 2-4 e.h. sama dag og við inn- ganginn og kosta kr. 1,00. Húsið opnað kl. 8,30. Lárus Thorarensen. Gott orgel til sölu. — EbÉnharð lónsson. ISaömasíoíul = =3 — S3 § opna ég undirrituð í dag, g 1 í »PARÍS« (gengið upp á I loft að norðan). j 1 Sauma kjóla, kápur, dragtir 1 § og annað, sem viðkemur jg i fatnaði kvenna. — Einnig 1 fatnað barna. i ~ ~ | Nýjasta tízka. Vönduð vinna 1 l Lunda Jóbannsddttir. 1 Maðurinn minn, Due Benediktsson fyrv. lögregluþjónn, verður jarðaður föstudaginn 17. maí n. k. — Jaröar- förin hefst með húskveðju a0 heim- ilinu Brekkugötu 29, kl, 1 e.h. Aldís Jónsdóttir. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og virðingu allra fjær og nær, við andlát og jarðarför Oddnýar í’orkelsdðttur frá Syðra-Hvarfi. Aðstandendur. Ignaz Friedman, pólski pianosnillingurinn heimsfrægi, hélt hér tvo konserta í vikunni. — Urðu áheyrendur stórhrifnir af snilld hans. — Z/O N, sunnudaginn 12. maí: — Sunnudagaskóli kl. 10 f. h., síðasta skipti á þessu starfsári. — Börnin beðin að fjölmenna. — Almenn sam- koma kl. 8,30. — Allir velkomnir. K.F.U.M.:U-D-fundur á mánud. kl 8,30 Símanúmer bóka- búðarinnar er: Gunnl. Tr. Jónsson. •rermiiigarkort# nýkomin. Bókav.Gunnl.Tr.Jónssonar Kaupum þurkuð fiskibein. Ari & Helgi. Peir sjsmenn á Alrureyri, sem vilja f4 pláss hjá mér á e. s. »farlinn« tali við mig fyrir 15 þ.m. Helgi Pálsson. Kaupendur »íslendings«, sem hafa bústaða-i skipti í vor, eru beðnir að til- kynna það afgreiðslunni eða þeim, sem bera blaðið út um bæinn. — Gíervörudeildin; Tækifærisöjafir góðar — ódýrar. BRA UNS- VERZL UN. Páll Sigurgeirsson.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.