Íslendingur - 14.06.1935, Qupperneq 2
2
ISLENDlNGUR
Veggfóður
— fjölbreytt úrval —
væntanlegt næstu daga.
Tómas Björnsson.
fyllsta skilningi. Framkoma og Iát-
bragð söngvarans ber á sér öll hin
sömu einkenni. Er þrí ekki að efa aö
við íslendingar eigum í Stefáni einn
okkar ágætasta listamann. Vona ég
að þjóð vora beri gæfu til að skilja
og hlynna að slíkum listamanni,
sem Stefáni Guðmundssyni, og njóta
þeirra menningarstrauma, sem fylgja
honum.
Gunnar Sigurgeirsson.
Stefán endurtók söngskemmtun
sína í gærkvöldi fyrir íullu húsi á-
heyrenda og við fádæma hrifningu,
— Kveðjukonsert heldur hann hér
á þriðjudagskvöldið.
Iðnsýningin
á Akureyri.
Hún verður opnuð á sunnudaginn
kemur kl. 3 slðd. í barnaskólanum
og stendur yfir fram í ágúst-
mánuð. —
f*að er Iðnaðarmannafélag A.kur-
eyrar og íslenzka vikan á Norður-
landi, sem gangast fyrir syningunni
í félagi, og hefir 7 manna nefnd
haft meö undirbúninginn að gera.—
Sýningin veröur haldin í 6 kennslu-
stofum barnaskólans og efri og
neðri gangi. All flestar smærri og
stærri verksmiðjur bæjarins taka
.þátt í henni, einnig flest verkstæði
handiðnaðarmanna hér og nokkrir
einstaklingar þar fyrir utan. Hér
er því gott tækifæri til aö fá yfirlit
yfir starfsemi og framleiðslu í bæn-
um, auk þess, sem þarna er hægt
að kynnast smekkvísi, tækni og
vandvirkni sýnendanna.
Hér hefir ekki verið haldin iðn-
sýning síðan 1906, er Iðnaöarmanna-
félagið, sem þá var tveggja ára,
gekkst fyrir. Þótti hún að ýinsu
merkileg og sýnendum til sóma. —
Til sýningarinnar nú, er stofnaö í
tilefni af 30 ára starfsafmæli Iðnaö-
armánnafélagsins og starfsemi ís-
lenzku vikunnar á Norðurlandi, sem
nú er 3ja ára. — Mun blaðið síðan
skýra frá því helzta og merkilegasta,
sem sýnt er.
Eins og fyr er sagt verður sýn-
ingin opnuð kl. 3 síðd. á sunnudag-
inn, og verður það gert af bæjar-
stjóra, er heldur ræðu við þaö tæki-
færi. — Hornaflokkurinn leikur síðan
nokkur lög og Geysir skemmtir með
söng. —
Mun vafalaust verða fjölmennt við
opnunina og sýningin vel sótt þá
dagana, sem hún Áendui yfir.
Multifoto.
24 myndir á kr. 3,00.
V. Sigurgeirsson.
Yfirgangur Japana.
Ráðast inn í Kína
og leggja undir sig
Norður Chihli. —
Á hvítasunnumorgun réðust jap-
anskar hersveitir inn yfir kínversku
landamærin, suður af Mansjúríu, og
lögðu undir sig héraðið Norður-Chihli
með höfuðborginni Peking, án þess
að Kínverjar veittu hið minnsta við-
nám. — Dró kínverski herinn sig
á brott úr héraðinu, samkvæmt
skipun kínversku stjórnarinnar en
heíir nú búist til varnarstöðu suð-
ur af því og hefir kínverska stjórnin
sent liðsauka þangað.
Japanar hafa tekið við stjórn í
Norður-Chihli og gert kröfu til kín-
versku stjórnarinnar um að hún
kalli alla kínverska embættismenn
burt úr héraðinu, en þ\þ hefir kín-
verska stjórnin neitað. En þá neitun
er búist við að Japanir hafi að engu
og reki alla kínverska embættismenn
úr embættum og setji sína menn I
þeirra stað, því ætlunin mun vera
að sameina Norður-Chihli héraöið
Mansjúrí, þar sem Japanar ráða lög-
um og lofum, þó það eigi að heita
sjálfstætt keisaradæmi — undir
þeirra vernd.
Kínverjar eru illa undir styrjöld
búnir, sakir langvarandi borgara-
styrjaldar og hungursneyð og munu
lapanir þvf telja sér alla vegi færa
við þá og geti boðið þeim þá afar-
kosti er þeim sýnist
Laval
myndar stjórn í Frakk-
landi. — Fær einræði
í fjármálum til hausts-
ins, —
Sú lausn fékkst að lokum úr
stjórnaröngþveitinu í Frakklandi, að
Laval fyrv. utanríkisráðherra tókst
að mynda stjórn um síðustu helgi.
Er hún skipuð mönnum úr vinstri
flokkunum og miðflokkttnum og eiga
bæði Herriot og Fla^din sæti í
henni. — Á laugardagskvöldið sam-
þykkú svo fulltrúadeild þingsins,
eftir að Laval hafði gert henni
grein fyrir steínuskrá sinni, með
324 atkv. gegn aðeins 160, að veita
hinni nýju stjórn ótakmarkað um-
boð, þangað til í október í haust,
til þess að gera hverjar þær ráð-
stafanir, sem hún teldi nauðsynlegar
til þess að stöðva gullflóttann úr
landinu og rétta við fjárhag ríkis-
ins. Jafnaðarmenn greiddu atkvæði
á móti stjórninni. Samkv. kröfu
Laval’s fór atkvæöagreiðslan fram
áður en nokkrar umræður höfðu
farið fram um stefnuskrá stjórnar-
innar. —
Lað vakti mjög mikla eftirtekt,
hve mikill meiri hluti greiddi at-
kvæði með því, að veita stjórn
Lavals’s slíkt einræðisvald, sem
Bouisson var neitað um fyrir aðeins
tveim dögum áður. 1?að þykir
benda á það, aö hægri flokkarnir,
sem eru í andstöðu við stjórnina,
hafi ekki þorað að taka á ábyrgð-
ina á nýjum stjórnarskiptum, sem
eflaust hefðu leitt til hinna alvarleg-
ustu viðburða, sennilega blóðugrar
borgarastyrjaldar í landinu.
Laval sýndi þinginu líka fram á
það, að áframhaldandi gullflótti út
úr landinu, sem væri óhjákvæmi-
legur, ef ekki væru gerðar róttæk-
ar ráðstafanir strax til þess að stöðva
hann, hlyti að leiða af sér gengis-
hrun jog algert öngþveiti í fjármól-
um ríkisins, en tekjuhallinn á fjár-
lögunum nemur nú 10 þúsund milj.
franka. —
Úrslit atkvæðagreiðslunnar hafa
þegar að mestu gert euda á þeim
æsingum, sem verið hafa 1 París
undanfarna daga. Og á kauphöll-
inni virðast menn vera ánægðir með
þau málalok, sem orðin eru. —
Almennt er ekki gert ráð fyrir nein-
um frekari óeirðum í nánustu fram-
tíð, -
Stjórn Laval’s er 100, stjórnin,
sem franska lýðveldiö hefir haft,
sfðan þaö var stofnað 1871.
\
Á hvaða leið er þjóðin?
Úr því aö ég læt hér f ljósi í
stuttu máli skoðun mína á íslenzku
innanlandsmáli, leyfi ég mér að nota
tækifæriö til að leiðrétta misskilning,
sem ég hefi nær daglega orðið var
síðan ég kom til landsins fyrir
nokkrum dögum.
Úó að ég hati enga sterka til-
hneigingu til að blanda mér inn í
sérstök deilumál stjórnmálaflokkanna
hér á landi, þykist ég samt, þrátt
fyrir nokkurra ára búsetu mína í
öðru landi, hafa fullan rétt sem ís-
lendingur til að láta mig skifta öll
málefni íslands, einnig almenn stjórn-
mál þjóðarinnar. Úetta verð ég að
taka fram hér á undan, vegna þess,
að ég hefi orðið þeirrar skoðunar
var hjá nokkrum vinum mfnum, að
ég væri orðinn þýzkur ríkisborgari.
Það er mikill misskilningur og mér
hefir enn ekki komið til hugar, að
ég mundi nokkurntíma sækja um
ríkisliorgararétt í öðru landi, því aö
af því mundi leiða slit á þióðernis-
böndunum, sem fyrst og fremst
tengja mann við sína eigin þjóð,
hvar sem maður dvelur sem útlend-
ingur í öðru landi.
I þessu sambandi get ég ekki
annað en minnst á hið hróplega
ranglæti, sem ísland beitir barn-
fædda íslendinga, sem dvelja fjar-
vistum í öðrum löndum, oft fyrst og
fremst f þjónustu íslenzkra hags-
muna. Það er ekki nóg með það, að
meðan þeir dvelja erlendis hafa þeir
engin ríkisborgaraleg réttindi, (kosn-
ingarrétt) hcldur verða þeir að bíða
eftir þeim í 5 ár, er þeir koma heim
aftur! Það er nóg að bæta því við
til skýringar, að þetta einkennilega
ákvæði í íslenzkri löggjöf á rót. sína
að rekja til dansk-íslenzka samnings-
ins, sem hefir innsiglað nokkiar
leyfar af íslenzkri niðurlægingu, að
minnsta kosti íram til ársins 1943,
hvað sem íslenaingar kunna að telja
sér samboðiö eítir þann tíma.
f*að, sem mest áhrif hefir á að-
Innilegar hjartans þakkir viljum
við hér með votta ö'.lum þeim mörgu,
sem auðsýndu okkur samúð og vin-
áttu, við andlát og jarðarför Alfreðs
sál, Jónassonar frá Hróarsdal.
Aðstandendur.
Lökkum innilega auösýnda samúö
og hluttekningu við andlát og jarð-
arför litla drengsins okkar.
Ákureyri, 12. júní 1935.
Signý Stefánsdóttir.
Þóröur Jóhannsson.
Hér með tilkynnist vinum og
vandamönnum, að Rannveig Stefáns-
dóttir frá Hrauni andaðist 8. þ. m.
Jarðarför hennar fer fram frá heim-
ili hinnar látnu, Hrauni f Öxnadal,
miðrikudaginn 18. júní og hefst kl.
11 f. m.
P. t. Akureyri 11. júní 1934.
Aðstandendur.
JARÐARFÖR Lilju Kristjánsdótt-
ur fer fram Priðjudaginn 18- þ. m.
kl. 2 e. h. frá Góðtemplarahúsinu
»Skjaldborg«.
Nokkur reglusystkini hitinar látnu.
komumanninn hér á landi, að því er
snertir þjóðina sjálfa, er hið almenna
vonleysi og úrræðaleysi á öllum
sviðum. Einkum er þetta sálarástand
þjóðarinnar áberandi, þegar maður
kemur hingað frá Pýzkalandi. Hér
blasa við afleiðingarnar af langvar-
andi og áframhaldandi stéttahatri
og hinni lamandi niðurrifsstarfsemi
marxista hér á landi, eins og hún
er kunn í flestum Iöndum.
Menn kvarta almennt um niður-
drep atvinnulífsins, getuleysi til alls,
skort á nauðsynlegum vörum og
fæðutegundum, sem eru nauðsyn-
legar til heilsuverndar þjóðarinnar
(ávöxtum og annari jurtafæðu). Ilins-
vegar enginn hörgull á peningum til
þess að flytja inn skaðlegan eitur-
varning, svo sem: allskonar áfengi,
tóbak í öllurn myndum, kaffi o. fl.
Birtist ekki einmitt í þessu hin sára
eymd þjóðarinnar? Er hægt að hugsa
sér sorglegri niðurlægingu (svokall-
aðrar) sjálfstæðrar þjóðar en þá, að ríkið
eða m.ö.o. stjórnin lifi á verstu löstum
þjóðarinnar, eins og telja má drykkju-
skapinn hér á landi, á sama hátt og
var hér á eymdartímum einokunar-
verzlunar Dana? En menn fullyrða,
að svo sé nú og að andstæðingar
stjórnarinnar hafi ekki meiri »kar-
akter* en svo, að þeir sé með
beztu stuðningsmönnum hennar á
þennan hátt 1!
Hvenær opnast augu þjóðarinnar
fyrir því, að hún er á leið til glöt-
unar? Hvenær þora hinir ráðandi
menn að horfast í augu við sann-
leikann?
p.t. Akureyri, 13. júní '35.
Björn Kristjánsson.
po^foto
11 • 1111, i. ..111111111
Virka daga
kl 1 —7 e.h.
Helga daga
kl. 1—4 e.h,
mmammmá,