Íslendingur


Íslendingur - 14.06.1935, Síða 4

Íslendingur - 14.06.1935, Síða 4
4 ISLENDINGUR Akureyri. Þegar ég las grein »Borgara< í íslendingi, 22. tbl., um útlit bæjarins, rifjaðist upp fyrir mér samtal er ég átti við vin minn í fyrrahaust, ferða- mann, er víða hafði fariö, dvaldi hér tímakorn og heimsótti mig einn daginn út í sveitina, Við ræddum um *landsins gagn og nauðsynjar* og talið barst að Akureyri. Ég heyri alla ferðamenn dáðst að fegurð bæjarins* sagöi ég í þeim tilgangi að fá að heyra álit gestsins á höfuðstað okkar Norð- lendinga. »Jú, bæjarsvæðiö er að ýmsu leyti fagurt* byrjaði hinn glöggskygni ferðamaður. »En framkvæmdirnar í bænum, gatnagerðin og húsabygg- ingarnar eru ekki fagrar og því síöur skipulegar«. Ég maldaði eitt- hvað á móti þessari »krítik« vinar míns, en hann varð því ákveðnari og hélt langa ræðu, sem var eitt- hvað á þessa leið: aJÞegar maður leyfir sér að ympra eitthvað á skipulagsleysinu, hroð- virkninni, trassa- og sóðaskapnum, sem ríkir hér á landi við sköpun kaupstaðanna, komið þið altaf með þessar sömu mótbárur: Ekkert fé, enginn tími, slæm veörátta. En við ferðamennirnir sjáum að fé er eytt hér gffurlega til margs, sem einung- is skaöar þjóðfélagið. Tímanum eytt í fundahöld og »skröll« og auk þess fjöldi fólks atvinnulaus, meö hendur í vösum, langan tíma ársins. Veður- athuganir og athafnir einstakra manna og stofnana, sýna að hér getur margskonar gróður vaxið til þæg- inda eg fegurðarauka. Nei, það vantar hvorki fé, tfma eða veður- blíðu. Það vantar smekk, dugnað, fórnfýsi og fyrst og fremst skiíning á þessum málum — þaö vantar menningu; Ég hefi sérstakan áhuga á, að skoða byggingar þar sem að ég kem, og það hefi ég einnig gert á Akureyri. 1?að er nú svo með þessi gömlu járnklæddu hús; þau til- heyra gamla tímanum, og auðvitað verður að halda þeim við. En að byggja ný, járnklædd hús. _sem eiga að vera til frambúðar, er synd gegn fegurö Akureyrar. Ég er og mjög forviða á hve illa er gengið frá mörg- um nýjum steinhúsum á Akureyri og þau illa hirt utan, Við aðaltorg bæjarins, Ráðhústorg, eru flest húsin hálfbyggðir óásjálegir kumbaldar og torgið sjálft illa hirt leirflag, sem rykstrókarnir standa upp úr við hveru vindgust. Fyrstu áhrif sem sjófarandi verður fyrir, er hann gengur upp frá Torfunefs- bryggjunni eru ekki notaleg: Riðgað járnarusl og tunnubrot á vinstri hönd og sundurtætt blikkhurð á þá hægri. Sem dæmi uro frágang bygginganna má nefna hið nýreista stórhýsi KEA, sem þó ætti að mega gera kröfu til að sómasamlega væri gengið frá. Ég hefi séð af því margar laglegar Ijósmyndir, meðal annars í riti því, er ríkisstjórnin gaf út um árið, um þetta fyrirtæki. Éessi bygging vakti því sérstaka forvitni mína. En eftir samanburð á myndunum og frágangi hússins hlýt ég að draga þá álykt- un að kaupfélagsstjórinn ykkar leggi meiri áherzlu á það, að s}5nast en að vera«. »Kaupfélagsstjórinn okkar er stórhuga fjáraflamaður, sem- —« flýtti ég mér að afsaka, »Já kaupstaðirnir á íslandi eiga of mik- ið af mönnum sem vilja vera fjár- aflamenn, en of fáa hirðumenn og smekkmenn. Og KEA-húsið á Akur- eyri ber glöggt vitni um þetta. Stað- urinn er ágætur. Stfll hússins og samræmi gott, byggingareínið var- anlegt og gluggasýningarnar aðlað- andi og bera vott um að mikið eigi að selja og mikið fé að græöa. En svo eru búðarúðurnar samanbæklað- ar, gluggakarmarnir ósmurðir og með kíttisklessum, hálfreknum og riðguðum nöglum. Búðarhurðirnar eru rifnar þvers og langs og hand- föngin brotin af. Þrephellur lausar og liggja út á gangstétt. Flekkur af bréfarusli liggur allt í kring um bygginguna. Gangstéttin framan við, steinótt leirflag á löngum parti. Lek- andi kranar út á stéttina. — Mynd- ir af bvggingunni sýna hana tfgu- lega með nafni félagsins á horn- fletinum og klukku í hornkvisti. Nafnið er ekki til á húsinu, en í þess stað mikið af sótflekkjum og skítarákum. Og þar sem tfmateljar- inn er sýndur að vera, sem tákn stundvísi og reglusemi utanhúss og innan er bara gat. Inn í stigagöng- unum tekur ekki betra við. Fyrir- komulagið virðist vera prýöilegt og veggirnir »marmaramálaðir«. En svo eru ómálaðir, skítugir bekkir skildir eftir niður við gúmmídúkinn; gólf- dúkurinn sumstaðar rifinn af, hurðir óbónaðar, óvíða leiösögn á þeim, og ein þeirra með brotnu handfangi — og það af sjálfum Búnaðarbankanum. Já, leiðandi menn ykkar bænd- anna í Eyjafirði eru sjálfsagt fjár- aflamenn — en ekki hirðumenn, Gg byggingameistarinn ykkar hlýtur að hafa verið hroðvirkur. Mér er sagt að á Akureyri sé fastlaunaður byggingafulltrúi — skiftir hann sér af engu? Mér er sagt að KEA græði mörg hundruð þúsundir króna árlega og haíi á annað hundrað starfsmenn í þjónustu sinni. Ekki vantar það fé eða íólk til að láta eignir sínar og umhverfi líta sómasamlega út.« Ræða gestsins var mikið lengri og barst meðal annars að því, hvernig strit og elja okkar sveitafólksins í landinu verður að mislukkuðum og oft menningarsnauðum fram- kvæmdum f kaupstöðunum. Og því hvernig við hér í Eyjafirði stritum og stríðum við búskaparbasl og höldum uppi stórbyggingum á Ak: ureyri og stórum flokk hálaunaðra verzlunarmanna, sem búa í »lúxus« íbúðum og aka í »lúxus» bifreiðum en við sjálfir reknir í skuldir og armóö, og margir hverjir komnir »á fandið«, En frá þeim hluta ræð- uonnar vil ég ekki skýra að þessu sinni. — Næst þegar ég fór í kaupstað, leitaðist ég viö að rannsaka sann- leiksgildi allra þessara orða vinar míns og varö að minnast gamla máls- háttarins: »Glöggt er gests augað« Ég hefi verið stoltur af »höfuðstað Norðurlands« og »r(kasta kaupfélagi Iandsins«, en ég verð að segja þaö að augu mín opnuðust fyrir ýmsu, sem full vanvirða er að í útliti Ak- ureyrar og umgenginni þar. Sveitamaður. At/is ritstf.: Þessi grein átti að birtast í síðasta blaði en varð að bíða sökum þrengsla. — Síðan hefir hvítasunnuhreingern- ing verið gerð í bænum, — að KEA meðtöldu — og gætir þess enn að nokkru. ByggingarvOruverzlnn Akureyrar h.f. Trjáviðurinn og sementið er komið. Tjörupappi, tvær þykkt- ir, fyrirliggjandi. — Gler vænt- anlegt með næstu skipum. — Afgreiðsla í Gránu. — Sími 2. #■ Askorun. Hér með er skorað á lóðareigendur að græða upp brekkur bak við hús sín, þar sem það hefir eigi verið gert, enr.fremur að ganga frá girðingum kringum lóðir. Jafnframt skal bent á, að samkvæmt byggingarsamþykkt bæjarins, skal senda byggingarnefnd til samþykktar teikningar að girðingum, áður en þær eru gerðar. Að fengnu samþykki byggingarnefndar skulu þær settar niður eftir opinberum mælingum. Bæjarstjórinn á Akureyri, 11. júní 1935 Steinn Steinsen. Héraðslæknirinn. í fjarveru minni gegnir Ártii Guðmundsson læknir störfum mínum. Akureyri, 14. júní 1935. Steingr. Matthíasson. Frá Akureyri til Reykjavíkur alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Frá Reykjavík til Akureyrar sömu daga. Burtfarartími kl. 8 árdegis. Bifreiðastöð Steindórs. Afgreiðsla á Akureyri á Bifreiðastöð Oddeyrar. — Sími 260. Verzlunin EyjafjiÉr. Verkstæðispláss til leigu r.ú þegar. fóhanna Sigurðardóttir, Brekkugötu 7. Síidarstnikur þær, sem ætla að íá pláss hjá okkur í sumar tali við mig fyrir 17. júní næstk. Kvenfólk af Akureyri verður látið sitja fyrir vinnunni. — Anton Ásgrímsson, F j ó 1 u g ö t u 8. Nýkomið: Alexandra hveitið góða. — Bankabygg — hænsna- og kjuklingafóður margar teg.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.