Íslendingur - 26.06.1936, Page 2
2
ISLENDINGUR
FrelsiBúnaðarfélags Isiands
Svar tíl Bernharðs Stefánssonar
alþingisinanns.
Eftir Ólaf /ónsson.
Niðurlag.
Hr. B. S. hamrar enn á því, að
búnaðarmálastjórinn sé opmber
starfsmaður eins og vega- og íræðslu-
málastjórar, þótt flest hafi verið ólíkt
um ráðningu, launagreiðslur og aí-
stöðu þessara manna gagnvart ríkis-
stjórninni enn sem komið er. —
Búnaöarfélaginu hefir yfirleitt verið
falin framkvæmd búnaðarmála, en
ekki búnaðarmálastjóra, og ráöu-
nautar félagsins hafa komið fram
sem ráðunautar rfkisstjórnarinnar,
hver á sínu sviði, engu síður en
búnaðarmálastjóri, og. svo kemur
rúsínan í pylsuendanum, að búnaðar-
málastjórinn sé opinber starfsmaður
af því peningarnir til að launa hann
komi úr ríkissjóði.
Með sama rétti má þá telja alla
ráðunauta félagsins opinbera starfs-
menn og reyndar líka starfsmenn
ymsra annara stofnana og félaga,
sem njóta beint eða óbeint styrks
úr ríkissjóði, Eigi þvi þessi skil-
greining að verða gildandi um opin-
bera starfsmenn og íhlutun ríkis-
valdsins um ráðningu starfsmanna
Bf. ísl. og fleiri stofnana, eru lítil
takmörk fyrir því, hve langt er
hægt að teygja nana.
Ég skal ekki mæla gamla ákvæð-
inu í jarðræktarlögunum, um stjórn-
arkoshinguna í Bf. ísl., bót, því ég
er einmitt einn þeirra, sem um
nokkurra ára skeið hefi staðið í lát-
lausri baráttu um að fá það afnumið,
en ill er aðstaða þeirra manna, sem
veröa að nota þetta óvinsæla ákvæði
til að reyna réttlæta gerðir sínar.—
Aöferðirnar, sem þá voru notaðar
og sem nú eru viðhafðar, eru þó
ekki líkar, þá var máliö íyrst borið
undir Búnaðarþing og ég hygg að
fáum þeirra manna, er þá sátu á
Alþingi, hafi komið til hugar að lög-
festa þetta ákvæði gegn samþykkt
Búnaöarþings. Hinnsvegar var það
látið í veðri vaka, að jarðræktar-
lögin ræru í veði, ef samþykktin
eigi fengist. — Nú er hinnsvegar
ekki hikað við að breyta lögum Bf.
Isl. í mjög mikilvœgum atriðum, án
þess að búnaðarfélagsskapurinn eða
Búnaðarþing sé aðspurt og svo er
ætlast til þess að Búnaðarþingið
samþykki, svona til málamynda,
þessar breytingar skilyrðislaust. —
Hr. B. S. reynir að smeygja sér
fram hjá þessu atriði og því, að
þessi aðferð lýsir algerðri lítilsvirð-
ingu á starfsemi og rétti búnaöar-
-félagsskaparins í landinu. Ef breyt
ingarnar fela í sér eins miklar rétt-
arbætur til handa búnaðarfélags-
skapnum eins og B- S. telur, þá
gat þaö tæplega verið nein áhí .tta
að leggja málið undir dóm þessa
félagsskapar, en var hinnsvegar sið-
ferðisleg skylda þingsins. — Sann-
leikurinn mun sá, að stjórnarliðiö á
Alþingi þorði blátt áfram ekki, eftir
fengna reynslu frá 1934, að leggja
málið undir dóm búnaðarfélagsskap-
arins, en skákaði hinnsvegar í því
skjólinu, að þegar málið væri lög-
fest þá myndu, að minnsta kosti
fylgismenn stjórnarinnar, sætta sig
við orðinn hlut.
Hr. B. S. virðist ekki hafa mikið
álit á sérfræðinni í búnaðarmálum,
en með allri virðingu fyrir þekkingu
og reynslu bænda, sem mér kemur
ekki til hugar að vilja útiloka frá
setu á Búnaðarþingi, þá held ég að
nokkur sérfræði skaði þar ekki, þvf
mikið af starfsemi Bf. ísl., sem Bún-
aðarþing verður að taka ákvörðun
um, er einmilt sérfræðilegs eðlis eins
og til dæmis leiðbeininga- og til-
raunastarfsemin. Eða því skyldum
við velja sérfræðinga til að uppfræða
bændaefni, til að leiðbeina bændum
og veita tilraunastarfseminni forstöðu
ef þekking þessara manna á búnað-
armálum er á lægra stigi en bænd-
anna sjálfra.
Um, hvert stefnir með yfirráöin í
búnaðarféiagsskapnum meö því fyrir-
komulagi, sem nú ríkir, þurfum við
hr. B. S. ekki að deila, minnsta
kosti hvað Búnaðarsamb. Eyjafjaröar
áhrærir. Hver einasti bóndi sem
nokkra þekkingu hefir á sambands-
svæðinu, getur lagt þetta niður fyrir
sér, hvort heldur sem gert er ráð
fyrir, að einn fulltrúi sé kosinn fyrir
hvert búnaðarfélag, eða einn íulltrúi
fyrir hverja 20 meðlimi, er hafa
landsafnot og sanníært þannig um,
hve mikil hætta er á ferðinni. Hlut-
fallið milli bæjar- og sveitarkjörinna
fulltrúa, mun verða sem næst 1: 4,
hvor aðferðin sem er viðhöfð.
Hvað kjörgengisskilyrðin áhrærir,
virðumst við hr. B. S. vera að mestu
sammála, ég vil aðeins benda á
það, út af ummælum hans um
skólastjórann á Hvanneyri, að ég
veit ekki betur, en svo sé ákveðið
fyrir löngu, að þegar skólastjóra-
skifti yrða þar skyldi búið rekið á
kostnað ríkissjóðs á sama hátt og
Hólabúið
Um pólitíkina skal ég vera fáorð-
ur, því B. S. viðurkennir, að hið
nýia kosningafyrirkomulag hljóti að
gera kosningarnar pólitískar. t'að
sem okkur því greinir á um í þessu
sambandi er: — tivort pólitískar
kosningar til Búnaðarþings séu
æskilegar eða eigi, og hallast ég
eindregið að því, að þær séu til
tjóns fyrir starfsemi þingsins. Að
hinn pólitíski styrkur flokkanna njóti
sín við slíkar kosningar, þarf ekki
að vera neitt réttlæti, vegna þess,
að verið er að kjósa fulltrúa til ó-
púlitísks starfs. Ég efast ekki um
að þess séu dæmi, að menn hafi
verið kosnir á Búnaðarþing, sem
aðeins myndu hafa fengið örfá at-
kvæði í kjördæminu við kosningar
til Alþingis, og á bak við þessa
menn hefir samt sem áður raun-
verulega staðið meiri hluti búnað-
arfélagsmeölima, af því, að önnur
sjónarmiö lögð til grundvallar
við kosninguna en hin pólitísku.
Ég hefi átt sæti á nokkrum Bún-
aðarþingum, með mönnum úr ýms-
um flokkum, og nær aldrei getaö
dregið ályktanir um pólitískar skoö-
anir þeirr^ af afstöðu þeirra til
mála, er þar hafa verið til með-
íerðar. Jafnvel þó mjög hafi skorist
í odda milli hinna pólitísku flokka
í landinu um ýms mál, sem Búnað-
arþingiö heíir fjallað um, hefir af-
greiðsla Búnaðarþings á þessum
málum, r.ær ávalt verið lausar við
pólitískan lit. Ég tel þetta æskilegt
og þaö því hreint og beint ranglátt,
að lögskipa pólitískar kosn-
ingar, og pólitíska flokka-
skiftingu á Búnaðarþingi. —
Ég legg ekki mikið upp úr hugs-
anavef hr. Bernharðs Stefánssonar
um ópólitíska búnaöarfélagsmeðlimi,
sem kjósa pólitíska fulltrúa á sam
bandsfundi. Hygg að slík dæmi séu
fremur fágæt.
fótt B. S. telji óréttmætt að gera
samanburð á samvinnufélögum og
búnaðarfélagsskapnum í þessu sam-
bandi, haggar ekki staöreyndum.
SÍ.S, hefir ákveðnar frarakvæmdir
með höndum fyrir ríkisstjórn og
mun ekki ósjaldan hafa komið fram
sem ráðunautur ríkisstjórnarinnar í
verzlunarmálum.
Að fara með eiLkasölu vissra
innflutningsvara, þótt aðeins sé um
umboðslaun að ræða, getur líka
verið styrkur, þótt óbeinn sé og
auk þess veit ég ekki betur, en aö
samvinnufélögin haíi oft notið opin-
bers styrks, til þess að koma fótum
undir nýja framleiðslu og til úr-
lausnar erfiðum viðfangsefnum á
verzlunariviðum, og er það sízt að
lasta, Samanburðurinn verður því
meira og meira hliðstæður, því bet-
ur sem málið er athugaö, en hitt er
aftur lokleysa að vilja gera sam-
bandið á kosningum til Alþingis
annarsvegar og til Búnaðarþings
hinsvegar. Á bak við Búnaðarþing
stendur helsteyptur og skipulagður
félagsskapur, sem skiftist í sínar
deildir og stærii deildasamtök um
allt land. í slíkum félagsskap er
hægt að viðhaía óbeinar kosningar,
sem njóta sín til fulls, enda mun
það lang algengasta kosningafyrir-
komulagið innan slíkra félagsheilda.
Engin slík félagsskipulög eru til,
sem Alþingiskosningar með óbeinu
kosningarfyrirkomulagi verði byggð-
ar á. Auk þess hljóta kosningar til
Alþingis að skipa mönnum í tiltölu-
lega skýrt afmarkaða pólitíska flokka,
svo beinar kosningar voru í því til
felli eðlilegar, meðan allt önnur
sjónarmið hljóta að eiga að vera
ráðandi innan faglegra félagsheilda.
Svona gagnólík viðhorf vona ég
að hr. B. S geti viðurkennt.
Að lokum telur hr. B. S. að
breytingarnar á jarðræktarlögunum
miði að því að auka frelsi Búnaðar-
félagsins og völd bændanna i (élags-
skapnum. Við skulum athuga þetta
frelsi. —
Félagið er svift réttinum til
að ráða vali framkvæmdastjóra
síns og fyllilega gefið í skin,
að sömu íhlutun verði ef til
vill í framtíðinni beitt við val
annara starfsmanna félagsins.
Félagið er svift réttinum til að
setja sér lög og breyta þeim,
og allt bendir til þess, að það
verði svift styrk og gert óstarf-
hæft, ef það ekki sættir sig við
þessa kosti möglunarlaust.
Éetta kallar hr. B. St. aukið frelsi
og sjálfræði. Éannig getur andrúms
loft einræðishneigðanna ruglað dóm-
greind og réttarmeðvitund manna.
Ólafur Jónsson.
Bernharð hinn
„úánægði”.
Pað er að vonum að ritdeilum
þeirra Ólafs Jónssonar og Beinh.
Sfefánssonar hefir verið veitt mikil
athygli meðal bænda um allt Norð-
urland, Það er sjaldgæft að sjá
svo greinargóða gagnrýni í póli-
tísku máli, eins og þá, sem Ólafur
hefir viðhaft um jarðræktarlögin,
Hann hefir rakið sundur tilganginn
með hinum nýju breytingum, sýnt
fram á banaráðin við Búnaðarfélag
Islands, og bent á fingraför social-
istanna á þeim ákvæðum laganna,
sem miða að því að ná ríkis-ítök-
um á jarðeígnum bændanna, Jarð-
raiklarlögin eru enn eift dæmi þess
hvernig socialistar vefja »Biamsókn«
um fingur sér — félagsskapinn,
sem borinn hefir verið uppi af á-
huga og framfaraviljr bændanna,
er knúður undir n'kisvaldið og
jarðræktarstyrkurinn gerður að ein-
um hð í þeirri löggjöf, sem geng-
ur í þá átt, að ríkið eignist sem
mest af jörðum, en sú löggjöf
verður sífellt umfangsmeiri. — Nýju
jarðræktai lögin eru að þessu leyti
verkíæri leiguliðastefnunnar og í
fullu ósamræmi við þá sfefnu, sem
vill hlynna að hinum sj ilfstæða ís-
lenzka bó.ida og gera óðölm, enn
á ný, að konungssetrum íslenzkrar
menningar. — Leiguliðastefnan ér
stefna socialistanna — emi þeir
halda »frarnsóknart inönnum í
greipum sér — enn ineðal þeirra
er Bernharð Stefánsson 1. þingm.
Eyfirðinga.
Allir vita og sjá nú, að B. St.
er sauðspskur í þeirri þingmanna
hjörð, sem nú ráfar út'um haga
íslenzkra stjórnrnála, með feiia
Reykjavfkur-socialista fyiir hiiði —
Einu sinni var það þó svo, að
menn heðu ekki vænst þess að
B. St. yiði jafn gæfur í hópnum
og raun hefir orðið á. — En af
hverju hefir sá efi komið? Ekki
hafa ve k B St. bent til þess
heldur orð og umtal, sern þe si
»óánægði« rnaður hefir látið uppi.
»Pað er ekki að ástæðulausu að
Jónas frá Hiiflu kallar mig utvörð
íhalddns í flokknurr.*, hefu B St-
sagt- Það að vera‘útvörður íhrilds-
ins«, átti víst að tákna það, að B.
St, væri socialistum ekki eins þæg-
ur og húsbóndinti a-tlaðist til. —
Það mun vera að eitthvað hati
heyist í B. St. á sumum llokks-
Miðstövartæki
er hagkvæmast að kaupa hjá
Tómasi Björnssyni.