Fréttablaðið - 20.05.2011, Blaðsíða 24
24 20. maí 2011 FÖSTUDAGUR
Á vettvangi Skipulagsnefndar Garðabæjar hefur á undan-
förnum mánuðum verið unnið að
mörgum og mikilvægum verkefn-
um. Hæst ber deiliskipulagsvinnu
á Arnarnesi, Túnum og í Garða-
hverfi. Með þessari deiliskipu-
lagsvinnu leggja bæjaryfirvöld
áherslu á að styrkja og styðja við
núverandi byggðamynstur. Haldn-
ir hafa verið fjölmennir og áhuga-
verðir íbúafundir þar sem ýmis
sjónarmið og skoðanir íbúa hafa
verið viðraðar.
Á undanförnum vikum hefur
varamaður M-listans í skipulags-
nefnd farið mikinn í fjölmiðlum og
tjáð skoðanir sínar á deiliskipulagi
Arnarness og Túna. Ég geri ekki
lítið úr þeim viðhorfum sem þar
hafa komið fram en legg áherslu á
að við sem erum kjörin til starfa á
þessum vettvangi kynnum okkur
allar hliðar mála til að fá fram
meiri dýpt í umræðuna.
Varðandi deiliskipulag Túna
hafa aðallega komið fram athuga-
semdir varðandi svæði þar sem
Kiwanismenn hafa sína aðstöðu
í gömlum skúr við róluvöll. Þá
hefur verið kvartað yfir hávaða
í tengslum við útleigu samkomu-
salar Skátaheimilisins, aðstöðu
Garðyrkjudeildar við hliðina á
Skátaheimilinu og fyrirhugaðan
reit fyrir færanlega skólastofu við
Bæjarból.
Í núverandi vinnu okkar er gert
ráð fyrir að svæði þar sem aðstaða
Kiwanis er í dag verði útbúinn
Bragalundur til minningar um sr.
Braga Friðriksson, sóknarprest og
heiðursborgara Garðabæjar. Þar
með verði aðstaða Kiwanis víkj-
andi á næstu árum og ekki gert ráð
fyrir byggingarreit fyrir umrætt
hús. Kiwanismenn hafa unnið gríð-
arlega mikilvægt samfélagsstarf
í Garðabæ. Til framtíðar verð-
ur að leysa þeirra húsnæðismál.
Gert er ráð fyrir að aðstaða Garð-
yrkjudeildar verði færð og svæðið
við hliðina á Skátaheimilinu verði
gert að opnu svæði. Þá eru skoð-
aðar hugmyndir um byggingareiti
við Skátaheimilið, m.a. annars
til að mæta kröfum um ferlimál
fatlaðra en einnig til að skerma
af starfsemi í Skátaheimilinu til
að minnka ónæði fyrir nágranna.
Skátastarfsemin er mikilvæg fyrir
samfélag okkar í Garðabæ og þar
er unnið gott starf. Skipulagsnefnd
fjallar ekki um útleigumál félaga-
samtaka. Í aðalskipulagi fellur
þetta svæði undir blandaðan land-
notkunarflokk sem grænt svæði
til sérstakra nota og sem athafna-
svæði.
Á síðasta ári felldi úrskurðar-
nefnd skipulags- og byggingar-
mála deiliskipulag Arnarness úr
gildi vegna formgalla við upphaf-
lega samþykkt skipulagsins á sjö-
unda áratug síðustu aldar. Skipu-
lagsyfirvöldum var því nauðugur
einn kostur að vinna nýtt deili-
skipulag fyrir svæðið. Varðandi
þetta deiliskipulag hefur vara-
maðurinn fjallað mest um göngu-
stíg í kringum Arnarnes. Auðvitað
yrði pólitískt vinsælt fyrir sveit-
arstjórnarmann gagnvart fjöldan-
um að beita sér fyrir göngustíg um
Arnarnes og tengja þannig strand-
stígakerfið á höfuðborgarsvæðinu.
En málið er ekki svo einfalt.
Þetta mál snýst m.a. um eignar-
hald á landi, legu lóða við fjöru-
bakkann, friðlýsingu Skerjafjarð-
ar og síðast en ekki síst um það að
eigendur sjávarlóða keyptu þær
á sínum tíma í þeirri trú að ekki
væri gert ráð fyrir stíg milli lóð-
anna og fjörunnar, enda var um
vel skipulagða einbýlishúsabyggð
að ræða.
Í gi ldandi Aðalskipulagi
Garðabæjar 2004-2016 er skil-
greind svokölluð „útivistarleið“
umhverfis Arnarnesið. Sú leið var
farin til þess að árétta að sam-
kvæmt lögum og venju í landinu
er almenningi heimil för með-
fram ströndum. Það er ekki hægt
að bera saman stígagerð á þessu
svæði og í Skerjafirði og Kópavogi.
Landlega, lóðir og fyrirkomulag
er með öðrum hætti þar. Umrædd
útivistarleið er skilgreind í aðal-
skipulagi en nú er unnið að deili-
skipulagi svæðisins og lögum sam-
kvæmt skal vera samræmi á milli
skipulagsstiga. Ef gera ætti breyt-
ingu á skilgreiningum stíga þyrfti
að koma til langur aðdragandi á
aðalskipulagsstigi. Sem mótvæg-
isaðgerð er rætt um að hafa þrjá
útsýnispunkta við fjörubakkann
á Arnarnesi fyrir gesti og gang-
andi og unnið er með spennandi
hugmyndir varðandi stígagerð á
svæðinu sem meðal annars koma
vel til móts við síaukna hjólanotk-
un og ferð hjólreiðamanna til og
frá vinnu. Auk þessa er unnið
með hugmyndir um opið svæði á
háholti Arnarness, nýtingarhlut-
fall lóða og gróður á svæðinu.
Og að sjálfsögðu unnið með ýmis
önnur atriði í öllu deiliskipulagi.
Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa
ætíð lagt metnað sinn í að vinna
af heilindum með íbúum sínum
að framgangi mála og svo verð-
ur áfram. Auðvitað koma upp ein-
staka álitamál en okkar markmið
er nú eins og ævinlega að vinna
fyrir íbúana og með þeim. Eins
og áður sagði verða ofangreind-
ar deiliskipulagstillögur settar í
auglýsingaferli til athugasemda á
næstu vikum. Íbúum gefst þá tæki-
færi að koma formlega á framfæri
athugasemdum sínum og hvet ég
íbúa Garðabæjar eindregið til þess
að kynna sér tillögurnar.
Öll hverfi skipta máli í Garðabæ
Skipulagsmál
Stefán
Konráðsson
bæjarfulltrúi
og formaður
skipulagsnefndar
Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa ætíð lagt
metnað sinn í að vinna af heilindum með
íbúum sínum að framgangi mála og svo
verður áfram.
Í vetur syntum við fjölskyldan á móti straumnum og fluttum til
Íslands eftir fjögurra ára búsetu
í Svíþjóð. Við höfðum auðvitað,
eins og aðrir Íslendingar, fylgst
með hinni neikvæðu umræðu á
landinu bláa í kjölfar efnahags-
hrunsins en mátum þó kostina
við að flytja heim ríkari en gall-
ana. Eitt átti þó eftir að koma
okkur verulega á óvart. Í fyrir-
heitna landinu Svíþjóð gengu
synir okkar í leik- og grunnskóla
í útjaðri Stokkhólms, sem þykir
býsna góður á sænskan mæli-
kvarða. Strákarnir voru ánægð-
ir og við foreldrarnir nokkuð sátt
við faglegt starf og aðbúnað. Við
reiknuðum að sjálfsögðu með
viðbrigðum þegar við flyttum
til Íslands, enda höfðu synirnir
náð að festa rætur í hinu sænska
umhverfi.
Ótrúleg viðbrigði –
einstakt grunnskólastarf
Viðbrigðin reyndust hins vegar
önnur og meiri en við höfðum átt
von á og – ótrúlegt en satt – hinu
íslenska leik- og grunnskólakerfi
í hag. Eldri sonur okkar, sex ára,
datt inn í fyrsta bekk í Folda-
skóla þegar liðnir voru tæpir
tveir mánuðir af skólaárinu. Ekki
leið á löngu áður en hann lýsti því
yfir að það væri skemmtilegra á
Íslandi en í Gröna Lund, tívolí-
inu í Stokkhólmi! Skólastarfið í
Foldaskóla einkennir mikil fag-
mennska og metnaður. Strax í sex
ára bekk er á stundaskránni einn
sundtími í viku, tveir íþrótta-
tímar, einn danstími og tími í
upplýsingatækni – fyrir utan
hinar hefðbundnu námsgreinar.
Sonurinn bókstaflega blómstr-
ar! Í Svíþjóð höfðum við upplifað
sex ára bekkinn sem beint fram-
hald af leikskólanum þar sem
fjölbreytni var lítil og metnaður
fremur takmarkaður. Það er ótrú-
legt til þess að hugsa hve mikið
skólastarf á Íslandi hefur breyst
frá því að við foreldrarnir hófum
skólagöngu. Framfarirnar eru
með ólíkindum! Mig langar til
þess að nota tækifærið og hrósa
því frábæra starfi sem unnið er
í Foldaskóla.
Leikskólinn ekki síðri
Ekki er starfið síðra sem unnið
er á leikskólanum Regnboganum
í Ártúnsholti, en þar er þriggja
ára sonur okkar lungann úr vik-
unni. Aðbúnaður er allur til fyr-
irmyndar og starfsfólkið ekkert
annað en stórkostlegt. Þroska-
stökkið sem sá litli hefur tekið
á þeim sjö mánuðum frá því við
fluttum til landsins er ótrúlegt
og upplifun okkar er sú að metn-
aðarfullt leikskólastarfið eigi þar
stóran þátt. Sonurinn syngur út í
eitt og er alsæll á leikskólanum
– og í lífinu yfirleitt – og við for-
eldrarnir erum þakklát eftir því.
Frístundastarf til fyrirmyndar
Þá er ótalið það frístundastarf
sem íslenskum börnum stend-
ur til boða. Það er umtalsvert
aðgengilegra en við eigum að
venjast frá Svíþjóð og aðbúnaður
barnanna algjörlega frábær. Við
erum svo heppin að hafa bæði
fengið að kynnast því framúr-
skarandi starfi sem unnið er í
Tónlistarskóla Grafarvogs og hjá
íþróttafélaginu Fjölni. Það er ekki
sjálfgefið að hafa aðgang að svo
fjölbreyttum og þroskandi frí-
stundum. Takk!
Þökkum það sem vel er gert
Ég geri mér grein fyrir því að
upplifun fólks er sjálfsagt mis-
munandi af leik- og skólastarfi á
Íslandi og geri alls ekki lítið úr
niðurskurði sem orðið hefur og
boðaður hefur verið á þessu sviði
en mig langar til þess að hvetja
foreldra til þess að staldra aðeins
við og þakka fyrir það sem vel er
gert í umhverfi barnanna okkar.
Grasið er ekki alltaf grænna
hinum megin.
Takk!
Menntun
Erla
Skúladóttir
mamma
Það er ótrúlegt til þess að hugsa hve
mikið skólastarf á Íslandi hefur breyst frá
því að við foreldrarnir hófum skólagöngu.
Framfarirnar eru með ólíkindum!
ÚR ERLENDUM FJÖLMIÐLUM
Sömu lög gildi um alla kvennamenn
Ef framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Dominique Strauss-Kahn,
er sekur um nauðgunartilraunina sem hann er grunaður um, þýðir það
ekki bara að ferli hans sé lokið og að hann geti gleymt draumum sínum
um að verða forseti.
Það er einnig þungt högg gegn franska sósíalistaflokknum sem hann
átti að bjarga og varpar óneitanlega löngum skugga á Alþjóðagjaldeyris-
sjóðinn.
Engan á að dæma fyrirfram en það er einnig merkilegt að svo margir
skuli vera reiðubúnir að fyrirgefa áður en skorið hefur verið úr málinu. Það
er vegna þess að Strauss-Kahn er alræmdur kvennamaður – eins og það
séu mildandi aðstæður. Nú er það bara spurningin hvort eitt af meintum
fórnarlömbum, hótelþernan, hafi verið óviðurkvæmilega klædd.
www.hbl.fi
Úr leiðara Hufvudstadsbladet
Meðal annars efnis:
Metsöluhöfundur í Frakklandi
Auður Ava Ólafsdóttir vinnur að nýrri bók og leikriti.
Feilnóturnar sem heimurinn heyrði
Vandræðaleg augnablik tónlistarmanna á sviði
í gegnum tíðina.
Á leiðinni til Kína
Sextán ára tvíburasysturnar
í Pascal Pinon fengu hæsta framlag
Kraums tónlistarsjóðs í ár.
Hafðu samband
773 6262
Árni Þór
Sölufulltrúi
arni@remax.is
Sími: 773 6262
Þórarinn
Jónsson hdl.
lögg. Fasteignasali
Vegna aukningar á sölu
fasteigna vantar okkur eignir í sölu.
Hringdu núna
og ég veiti þér góða þjónustu
Lind