Fréttablaðið - 20.05.2011, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 20.05.2011, Blaðsíða 52
20. maí 2011 FÖSTUDAGUR36 Michael Stipe, söngvari banda- rísku hljómsveitarinnar R.E.M., vísar því á bug að hann hafi átt ástarfund með Kurt Cobain, látnum söngv- ara Nirvana. Þeir félagar áttu í nánu vinasam- bandi í kringum tíunda áratug síð- ustu aldar og sá orðrómur gekk fjöllum hærra að þeir ættu í ástarsambandi. „Cobain var virkilega indæll maður en við vorum aldrei elsk- hugar,“ segir Stipe við New York Post. Stipe reyndi árangurslaust að fá Cobain til að syngja með sér inn á smáskifu dagana áður en Cobain svipti sig lífi. Vísar á bug kynlífssögu Bradley Cooper viðurkenn- ir að hann hafi orðið ástfang- inn af apanum Chrystal sem lék með honum í The Hangover II. Chrystal leikur dópsöluapa sem þremenningarnir komast í kynni við í Bangkok og Cooper segist hafa hrifist af apanum við fyrstu sýn. „Hún var samt mjög frek og átti svæðið þegar tökur fóru fram og stríddi öllum sem hún komst í tæri við,“ útskýrir Cooper. „Hún leikur karl sem selur eitur- lyf. Hún á mögulega eftir að stela sen- unni.“ Varð ástfang- inn af apa MICHAEL STIPE Generalprufa fyrir Fegurðar- samkeppni Íslands var haldin á Broadway á miðvikudags- kvöld. Þar undirbjuggu stúlk- urnar sig fyrir keppnina, sem verður haldin með pompi og prakt í kvöld. Ljósmyndari Fréttablaðsins leit á undirbún- inginn bak við tjöldin. Það var mikið um að vera á Broad- way í fyrrakvöld þegar generalpruf- an fyrir Fegurðarsamkeppni Íslands fór fram. Stúlkurnar fóru í förðun og hárgreiðslu snemma um daginn, með aðstoð starfsmanna förðunarskólans Beautyworld og hárgreiðslustofunnar Team, og um kvöldið tók síðan sviðs- framkoman við. Allt gekk þetta eins og í sögu. Í kvöld koma stúlkurnar meðal ann- ars fram í kvöldkjólum, baðfötum og á nærfötum, auk þess sem þær munu klæðast fötum frá Ellingsen. Ung- frú Ísland var fyrst kosin árið 1939, þá á vegum Vikunnar. Frá árinu 1954 hefur keppnin verið kölluð Fegurðar- samkeppni Íslands eða Ungfrú Ísland. UNGFRÚ ÍSLAND KRÝND Í KVÖLD Á BAÐFÖTUM Keppendur koma meðal annars fram í baðfötum í kvöld. GÓÐ RÁÐ Núverandi Ungfrú Ísland, Fanney Ingvarsdóttir, veitir einum kepp- andanum góð ráð. SKRAUTLEGT HÚÐFLÚR Einn keppandinn skartar þessu skrautlega húðflúri á bakinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Danski leikstjórinn Lars von Trier hefur komið sér í rækileg vand- ræði með yfirlýsingum sínum um gyðinga, helförina og Adolf Hitler á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Hann var rekinn af hátíðinni í hádeginu í gær. Sænski leikarinn Stel lan Skarsgaard kom leikstjóranum til varnar, sagði að þetta væri bara Trier. „Ég iða alltaf í skinn- inu yfir því að fara á blaðamanna- fund með Trier því þá gerist allt- af eitthvað spennandi, ólíkt öðrum blaðamannafundum sem yfirleitt eru hundleiðinlegir.“ Peter Aal- bæk, framkvæmdastjóri Zentr- opa, var hins vegar ekki á sama máli og Skarsgaard, sagði ummæli leikstjórans hafa verið barnaleg og vitlaus. Undir það tók Henrik Bo Nielsen, framkvæmdastjóri danska kvikmyndasjóðsins. „Þetta var algjörlega út í hött af Trier að segja þetta.“ Trier reyndi að biðjast afsökunar á orðum sínum og dró þau til baka. Á blaðamannafundi með dönskum blaðamönnum sagðist hann vera meiri klámhundur en nasisti. „Ef ég hef sært einhvern með orðum mínum þá biðst ég innilegrar afsök- unar. Ég hef ekkert á móti gyðing- um, hef enga kynþáttafordóma og ég er ekki nasisti,“ sagði í sameig- inlegri yfirlýsingu Triers og fram- leiðslufyrirtækisins Zentropa. En allt kom fyrir ekki. Orðin voru komin á kreik í heimspress- unni og eftir krísufund hjá skipu- leggjendum Cannes-hátíðarinnar var ákveðið að vísa Trier heim þótt mynd hans mætti enn vera í keppn- inni. Sölufyrirtæki voru þá þegar farin að rifta samningum við leik- stjórann og eigandi veitingastað- arins Mouton Cadet neitaði að hýsa frumsýningarhófið hans. Ástæðan var mjög einföld: eigandinn var gyðingur. freyrgigja@frettabladid.is Trier málar sig út í horn í Cannes EKKERT FYNDIÐ Tilraun Lars Von Trier til að gantast með nasisma, Adolf Hitler og Albert Speer misheppnaðist algjörlega og hefur honum verið vísað heim frá Cannes. Hann hefði betur haldið fyrir munninn á sér. NORDIC PHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.