Íslendingur - 09.04.1937, Side 2
2
tSLBNDBfGUR
mun hafa verið all hátt, en hvað
fær eigandi síldarinnar. Ef til vill
rúmlega 60%" af söluupphæð, og
heíir þá nefndin tekið ali álitlega
upphæö í scilulaun. fó dettur mér
ekki í hug, að nefndin hafi stungið
mismuninum í sinn vasa, heldur
mun hitt, að hún hafi meö honum
bætt öðrum upp lélegri síld á verri
markaði.
Má að nokkru leiti viðurkenna þá
aðferð, þótt það hinsvegar gefi ekki
saltendum mikla hvöt til þess að
salta góða síld og söltunarstöðum
fyllstan áhuga til fyrstaflokks verk-
unar.
En sanngirniskrafa hlýtur það að
vera hjá síldareiganda, að sérstak-
lega góð síld á góðan markaö, sé
greidd nokkrum krónum hærra tn.
en lakasta s/ld.
P& er greiðsla fyrir síldina. Á
henni er hálfgerður klifjagangur, og
i "langflestum tilfellum verður eigand-
inn að bíða eftir greiðslu frá nefnd-
inni oft svo mánuðum skiptir, þó
vitanlegt sé, að nefndin fær síldina
greidda við móttöku, en hinsvegar
bannar hún síldareigendum að láta
af hendi alla aðra sílden Matjessíld,
nema gegn staðgreiðslu. 5*6113 mun
vera öryggisráðstöfun. En mundí
ekki í mörgum tilfellum fást hærra
verö fyrir saltsíld og aðra síld í
frjálsri sölu, ef til dæmis mættí
selja ábyggilegum kaupanda gegn
3 — 4 mán. víxli? 5*að yrði þá ekki
lengri tími en bíða þarf eftir upp
gjöri frá nefndinni, og í mörgum
tilfellum styttri.
Að endingu vil ég taka fram, aö
þessar fáu hugleiðingar mínar eru
ekki til þess að l/tilsvirða Síldar-
útvegsnefnd, heldur til hinns, að fá
betra samstarf ef hægt væri, við
nefndina, — enda tel ég það betra
fyrir málefnið, að opinberlega sé uni
það rætt, en daglegt götuhornasam-
tal um sama efni, enda er starf
Síldarútvegsnefndar margþætt vanda-
verk og að sjálfsögðu misjafnlega
metið, svo og íllt að gera öllum til
hæfis.
En með vaxandi samstarfi síldar-
framleiðenda við nefndina mun trúin
aukast, enda hygg ég, að flestir
muni viðurkenna, að Síldarútvegs
nefnd sé skipuð áhugasömum mönn-
um með margra ára verzlunarþekk-
ingu og sem fyrst og fremmst ís-
endingar ættu að njóta hins bezta
af. Jón Guðtnundsson.
Sjókort
yfir fiskimiðin við ísland
gefin út eítir njfjustu
mælingum og fyrirsögn-
um enskia, þýzkra og
íslenzkra togaraskip-
stjóra. — Útgefendur
stærstu sjókortaútgef-
endur heimsins.Close’s
Charts, London. —
Verð kr. 22,oo.
Umboð á Norðurlandi:
Bóka verzlun
Gunnl. 'I r. fónssonar.
Ódýrt herbergi
til leigu frá 14. maí, á miðri Odd-
eyrinni. Uppiýsingar í Eiðsvallar-
götu 7 að austan:
□ . Rún . 50374138 -
Frl. . BR.. R.. M..
Bæjarfulltrúi Jóhann Frímann held-
ur því fram í Degi 1. þ. m., að
það sé skýlaust leyft að byggja hús
til hverskonar iðnreksturs við Kaup-
vangsstræti í Grófargili, sé hann
ekki með afbrigðum sóðalegur, og
ber hann þar fyrir sig skýringar
skipulagsnefndar á byggingareit nr,
30 — Toríanefsgili, sem fylgdu
uppkasti hennar að skipulagsupp-
drætti fyrir bæinn, dags, 12. júlí 1926.
Hin tilvitnuðu orð skipulagsnefnd-
ar: >í sjálfu gilinu er ekki annað
byggjandi en vöruskemmur eða hús
til iðnaðar o. því!.«, eru í fyrsta
lagi nokkuð frjálslega skýrð með
staðhæfingum greinarböfundar um,
að samkvæmt þeim megi reka
hverskonar iðnað við Kaupvangs-
stræti, sem ekki sé með aíbrigðum
sóðalegur. En eins og orðin sýna,
eru þau eigi annað en álit eða
bending s'kipulagsnefndar, enda er
Grófargilið, samkvæmt skipulags-
uppdrættinum, ekki skipulagt sem
iðnaðarsvæði, og má þá líka benda
á álit skipulagsnefndar / símskeyti
hennar frá 26. sept, 1929, sem birt
var í íslendingi 24. f. m, í skrifum
um þetta mál. Þar telur skipulags-
neínd hússtæðin 1 Grófargiji bezt
fallin fyrir vöiuskemmur, Það mesta,
sem hægt er að segja um þessar
eldri skýringar og álit skipulags-
nefndar, um byggingar og iðnrekst-
ur í Grófargili, er það, að hún hafi
ekki viljað banna þar iðnrekstur
með öflu. Málið var opið mál. Það
mætti segja, að minni iðnrekstuý,
með vissum skilyröum, haíi hvorki
verið leyfður né bannaður þar.
En hvað sem þessum fyrri skýr-
ingum viðkemur, viðvíkjandi uppkasti
að aðalskipulagsuppdr. frá 1926,
verður vart litið öðruvísi á, samkv.
þeim breytingum, sem á honum
voru gerðar 1930, en að hús til
stærri iðnreksturs, og íyrir verk-
smiðjur, eigi aö reisast á því svæði
austast á Oddeyti, sem þá var full-
kornlega slcipulagt fyrir iðnrekstur
bæjarins og fært inn á aðalskipu-
lagsuppdráttinn. Er vart hægt að
)íta öðruvísi á, en að slíkar breyt-
ingar hafi útilokaö, eða numið úr
gildi, eldri skýringar eða ákvæði,
sero fóru í bága við þær, eftir al
mennum reglum.
Greinarhöíundur heldur þvf fram,
að engar skipulagsbreytingar hafi
verið gerðar viö Grófargil, sem
hlotið haíi staðíeiiingu skipulags-
neíndar og stjórnarráðs, siðan 1927.
Eigi þetta að skiljast svo, sem útliti
skipulagsuppdráttarins á þessum stað,
hafi eigi verið breytt síðan, er það
rétt, En eigi það að skiljast þannig,
að engar nánari breytingar hafi
verið staðfestar.,síðan 1927 um iðn-
rekstur yfirleitt f bænum, bæði hvað
snertir Grófargil og aðra staði, þá
er það ekki rétt. Skipulagsuppdrætt
inum var breytt 1930, hvað aflan
meiri háttar iðnrekstur í bænum
snerti. Frá þeim tíma er iðnrekstr-
inum ætlaður staður austast á Odd-
eyri. Uppdráttur um það hefir verið
sendur bæjarstjórn til eftirbreytni,
enda hefir bæði bæjarstjórn og
bygginganefnd haít hann með hönd-
um síðan, þegar þær hafa verið að
starfa og skera úr um byggingamál.
í*vf ætti þetta að vera, að minnsta
kosti öllum bæjarfulltrúunum vel
kunnugt mál. —
Nú er það svo, að reglur þær
og skýringar, sem skipulagsupp-
drættinum fylgja, eru hvorki ná-
kvæmar, né allskostar ákveðnar, og
því ekki í sjálfu sér óeðlilegt, þótt á-
greiningur kunni að rísa um það, á
hvern hátt eigi að skilja þær í
ýmsum atriðum. En þar sem þung
viðurlög liggja við, ef bæjarstjórn
Á bæjarstjórnarfundi, sem haldinn
var 6. þ, m. var rafveitumál Akur-
eyrar til umræðu og spunnust heitar
og langar umræður um það mál,
aðallega] um það, hvort virkja skuli
Goðafoss eða Laxá.
Rafmagnsnefnd haíði haldið fund
um málið 3. þ. m. og gert ýmsar
tillögur. Á íundinum voru lagðar
fram teÍKningar og kostnaðaráætlun
frá Árna Pálssyni, verkfræðingi,
um virkjun Laxár,
Kostnaður við fyrstu 2000 hest-
öílin er nálægt því eins við Laxá
og Goðafoss. En næstu 2000 hest-
öfiin lítið eitt ódýrari við Laxá.
Áætlun yfir frekari virkjun hefir
ekki verið gerð, en Árni Pálsson
getur þess, að framhaldsvirkjun hljóti
að verða ódýrari við Laxá og þar
er fáanleg miklum mun meiri orka
en við Goðafoss.
Að þessu athuguðu mælir Árni
Pálsson með því, að Laxá verði
frekar valin. — Ennfremur lá fyrir
símskeyti frá verkfræöingi A- B
Berdal, þar sem hann mælir einnig
með því, að Laxá verði frekar virkj-
uð en Goðafoss:
Bæjarstjóri skýrði frá því, að
nauðsyn myndi vera að ákveða nú
þegar, ’nvaða stað Akureyrarbær
ætlaði sér aö taka til rafvirkjunar,
vegna þess, að Alþingi það, ,er nú
situr, þarf að afgreiða frumvarp og
ábyrgðarheimild vegna virkjunar-
innar.
Enda þótt nefndin sé ekki einhuga
um að telja áætlanir þær, er fyrir
liggja, sanna, að fremur beri að
virkja Laxá en Skjálfandafljót fyrir
Akurcyrarbæ, þá vilt hun þó — til
þess að forðast að teíja málið, leggja
til að bæjarstjórn samþykki nú
þegar að virkja Laxá,
leyfir byggingar eða annaö sllkt,
sem kann aö fara í bág viö skipu-
lagsuppdráttinn, og reglur, sem fara
á eftir samkvæmt honum, er á eng-
an hátt óeðlilegt þótt álits skipulags-
nefndar sé leitað í vafa-atriðum. —
Með því móti er bæjarstjórn ekki
að láta neitt vald af heudi, heldur
aðeins að beiðast úrskurðar um
mál, sem skipulagsnefnd og stjórn-
arráð haia æðsta úrskurðarvald um
Bæjarstjórn hefir því ekki leitað
til neins óviðkomandi dómstóls, þótt
hún hafi leitað álits skipulagsneíndar
um, hvort leyfa ætti byggingu til
mjólkuriðnaðar í Grófargili, og
fullyrðingar greinarhöfundar um
það, að engu hafandi.
Nefndin leggur því til, að bæjar-
stjórn geri svofellda ályktun ;
»Bæjarstjórn Akureyrar skorar á
Alþingi það, er nú situr, að sam-
þykkja lög um virkjun Laxár í
Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu, og
sé f lögum þessum ákveðið að ríkis-
stjórnin ábyrgist allt að 1,500,000
króna lán handa Akureyrarbæ til
íramkvæmdanna«.
Bæjarstjóri skýrði ennfremur frá
því, aö hann hefði í samráði við
vegamálastjóra beðið rafmagnseftirlit
ríkisins að semja útboðslýsingu á
fyrirhugaðri virkjum að því leyti,
er heyrir undir rafmagnsverkfræð-
inga. Einnig hefir bæjarstjóri feng-
ið rafveitustjóra Steingr/m Jónsson,
Reykjavík, til að vera með f ráðum.
Samþykkti bæjarstjórn með 7 : 1
atkvæði, að Laxá skyldi valin til
virkjunar, Aðrar ályktanir og ráð-
Stafanir pefndarinnar / málinu voru
samþyjtktar með 8 samhljóða at-
kvæðum. —
Er þar með alvarlegur skriður að
koma á þetta þýðingarmikla mál
fyrir bæ og nærsveitir. Er nú næst
að fá fé til fyrirtækisins, og eru
menn vongóðir f þeim efnum, —
Ef það tekst, verður verkið hafið á
komandi sumri.
Gott orgel-harmonium
til sö!u með tækifærisverði R v. á
Barnavagn
götu 19 neðri hæð.
hjálpræðisherinn
Sunnudagiun kl. 2 Sunnudagaskóli.
— Kl, 8,30 Hermannavígsla. Mikill
söngur og músik- —Állir velkomnir
Vegáfóður
væntanlegt næstu daga.
Tómas Björnsson, Ahlireyri.
Rafveitumáiið.
Ákveðið að virkja Laxá.