Íslendingur - 16.04.1937, Síða 2
2
ISLENDINGUR
„Fasismi J. S. Kvaran“.
Undir þessari fyrirsögn birtir
»Verkamaðurinn« í 27. tbl. þessa
árs, mjög illgjarna og heimskulega
grein.
Ég kann því ekki illa, að blað-
snepillinn skyldi minnast á féJag
það, sem ég hefi stofnað með starfs-
fólki mfnu og heitir Starfsmanna-
félag J. S, Kvaran, ekki fyrir þá
sök, að mér þætti neinn heiður í
því, síður en svo, heldur til þess
að hafa tækifæri til að hnekkja þeim
lygum og rógburði um félagsstoín-
un þessa, sem heimsKar og illgjarn-
ar manneskjur hafa hlaupið með um
Akureyrarbæ. Slíkt er iðja þesskon-
ar manna. Ég hefi góðan málstað.
Hefi því ekkert á móti því að ræða
málið opinberlega og er ár.ægja að
því að fletta ofan af hræsni marxista-
foringjanna.
Öllum ætti að vera ljóst, að at-
vinnuþiggjendur og atvinnuyeitendur
geta hvorugir án annara verið.
Veikafólkið þarí vinnu og atvinnu-
veitandinn þarf vinnuafl. Éessvegna
er svo nauðsvnlegt, að þessir aðilar
vinni saman, sem ein heild, en ekki,
sem andstæðingar.
Hlutverk Starfsmannafélags J. S.
Kvaran er það, að sameina hags-
muni vinnuþiggjenda og vinnuveit-
anda. Til þess að slík samvinna geti
komist á, þá hef ég boðið starfsfóJki
mínu að semja við það um kaup,
sumarfrí o. s. frv. en auk þess vil
ég greiða því minnst af hrein-
um arði verksmiðjunnar, þó með
því skilyrði, að starfsfólkið sé ekki
í neinum þeim félögum, sem mynda
andstæður milli atvinnuveitenda og
atvinnuþiggjenda og styðji þar.nig
að því að spilla friðnum milli þess-
ara aðila, sem undir öllum kringum-
stæðum eiga að starfa scm sam-
herjar, en ekki sem andstæðingar.
í’etta vona ég að allt verkafólk
skilji og eins það, að engin von er
til þess að atvinnuveitandinn 'vilji
verðlauna það íólk með 2bfo arði,
sem vinnur á móti því fyrirtæki,
sem það hefir atvinnu hiá.
í nefndu tbl. »Verkamannsins<
stendur þessi ósvífna setning —
»og á enginn að fá vinnu hjá hon-
um (þ. e. undín ituðum), nema að
hann gangi í íélagið«. 3?eir »Iðju<-
félagar, sem vinna í verksmiðju
minni vita mæta vel, að þeir geta
haft þar atvinnu framvegis eins og
hingað til, Ég hef lýst því yfir á
fundi, sem ég boöaði starfsfólk mitt
á 3. þ. m. I?að er því helber lýgi,
aö ég hafi »stranglega bannaö«
starfsfólki mínu að vera í »Iðju«.
Aftur á móti hef ég bent starfsfólki
mínu á þaö, hvert »lðja« stefnir og
borið saman stefnumismun félaganna,
Starfsfólk mitt befir skilið að »Iðja«
stefnir að ófriði, stefnir að þvi að
spilla samvinnu atvinnuveitenda og
atvinnuþiggjenda, en S. F. f. S. K
stefnir að friði og samvinnu. Þess-
vegna hefir margt af starfsfólki mínu
sagt sig úr »Iðju« og gengið í S. F.
J. S. K., en við það hafa þeir ókyrst,
sem lifa á ófriði og rógburði og er
það ekki nema eðlilegt,
Engum er svo skapi farið, að
hann vilji láta af því, sem hann
lifir á.
Marxistaforingjarnir vilja því ekki
missa af ófriðnum, þessvegna ala
þeir sí og æ á lygum rógburði, og
ég vil biðja verkafólk þessa bæjar
að taka sérstaklega veJ eftir bardaga-
aðferðum marxista.
Ef að góð samvinna er á milli
atvinnuveitenda og atvinnuþiggjenda,
þá fmnst marxistaforingjum, að þeir
séu búnir að missa vald á verka-
íólkinu. En það . er einmitt þetta
vald á verkafólkinu, sem þeir vilja
hafa, en ekki vegna verkafólksins
sjálfs, heldur vegna eigin hagsmuna,
Éessvegna er »Verkamanninum«
svona meinilla við S. F. }. S. K.
Haldið þið nú ekki, góðir verka-
menn, að ef að marxistaforingjarnir
vildu gera eitthvað fyrir ykknr, þá
myndu þeir gera það, sem. ykkur
liggur mest á, en það er að veita
ykkur atvitltiu, meiri og betri
atvinnu, en þið hafið nú.
Éað sem hér veltur á er þetta.
Hver getur gert meira fyrir starfs-
fólk mitt, »Iðja« eöa ég?
Ef »Iðja« með aðstoö »Verka-
mannsins* getur greitt starfsfólki
mínu hærra kaup og meiri arð, en
ég, þá á starfsfólk mitt aö ganga í
einum hóp inn í »Iðju«.
En munið það, gott verkafólk, að
þið lifið ekki á loforðum einum og
kauptaxti marxistaforingjanna er ekki
sama og brauð.
Ég vil nú skora á »lðju«, »Verka-
manninn* og hvern þann einstakling,
sem kallar sig aJþýðuvin að fara í
kapp við tnig um það, að gera vel
við mitt starfsfólk. Ég er reiðubúinn
í það. Éað stendur ekki á því að
ég vilji greiða starfsfólki mínu gott
kaup. Svo að segja allt starfsíólk
mitt helir ákvæðiskaup. Éetta á-
kvæðiskaup er mikið hærra, en
nokkurs staðar annarsstaðar í ver-
öldinni. Enda hefir það fólk, sem
einhverja leikni hefir íengiö, gott
kaup, sé nóg að gera t. d. karlmenn
allt að kr. 260,00 og kvenfóik aJlt að
kr. 160,00 fyrir 8 stunda vinnu á mán.
Samt sem áður er ég reiðubúinn
til að hækka einstaka Jiði ákvæðis-
kaupsins og sernja við þá um hærra
kaup, sem ég nú greiði mánaðar-
kaup. En um þetta sem ég ekki
við marxistaforingja, heldur ekki við
stjórnmálalega lýðskrumara og lodd-
ara eða við þá, sem gala á gatna-
mótum og aldrei hafa sýnt það í
verkinu, að þeir vildu greiða fátæku
verkafólki hærra kaup, en það
hefir nú.
Ég fyrirlít þá menn, sem gera
það að æfistarfi sínu að ala á úlíúð
með lygum og rógburði og spilla
samvinnu alvinnuveitenda og atvinnu-
þiggjenda, sem eiga að vera sam-
herjar, því það er lífsskilyrði beggja.
Slíkt samstarf á að byggjast á
þeim eina skynsamlega grundvelli
að starfsfólkið hafi verulega hlut-
deild í því fyrirtæki, sem það vinn-
ur lijá. Ég'er alveg viss um að sú
steína sigrar að lokum og er reiðu-
búinn að rétta hverjum þeim verka-
manni og atvinnurekenda hjálpar-
hönd, sem vill vinna að því að allt
starfsfólk verði aðnjótandi verulegs
arðs hjá þeim fyrirtækjum, sem
þeir vinna hjá.
»Verkamaðurinn« vill bendla mér
við »fasisma«. Ég verð að viður-
kenna það að ég veit ekkert, hvað
»fasismi« er, lief ekkert kynnt mér
þá steínu eða um hana hugsað.
Hitt hefi ég liugsað töluvett um,
hvernig leysa mætti atvinnumál
þjóðarinnar á íriðsamlegan hátt, öll-
um til gagns og ánægju. Eí það er
»fasismi«, að atvinnurekendur láti
starfsfólk sitt fá hlutdeild í arði
þeirra fyrirtækja, sem þeir vinna
hjá, þá verð ég að segja að það er
góð stefna þessi »fasismi«,
Éá kem ég að uppsögn starfs-
fólksins. Það er ekkert nýtt fyrir-
brigði í atvinnumálum hér á landi,
að beytt sé ofbeldi og ég vil vera
viðbúinn öllu því versta, það skaöar
ekki, og sýna að ekki standi á mér
að loka verksmiðjunni, ef einhverjir
afglapar vilja leggja liendur á okk-
ur eða spilla fyrir rekstri vetksmiðj-
unnar á einn eða annað hátt. Upp-
sögnin var því aðeins varúðarráð-
stöfun. »í bréfinu gaf hann (þ. e.
undirritaður) þö jafnyel í skyn að
ef hann gæti komið rekstri sínum
betur fyrir, myndi hann ráða aftur
einhvern hluta starfsfólksins (þá
sem þægastir yrðu) og ef til vill
allt fólkið, ef vel horfði við með
reksturinns. Til þess að verkafólk
geti séð hvernig »Verkamaðurinn«
fer að því aö ranghverfa sannleik-
anum og Ijúga upp heilum innskots-
setningum birti ég hér með upp-
sagnarbréfið orðrétt:
Vegna þess, að slæmar horfur
eru á því að hægt sé að hafa skó-
verksmiðju mína í því formi, sem
hún er í nú og útlit aJJt mjög f-
skyggilegt með framtíð verksmiðj-
unnar, neyðist ég til að segja yður
upp starfi yðar hjá mér með þriggja
mánaða fyrirvara eða frá 6. júlí
1937.
Verði með einhverju móti hægt
að halda verksmiðjunni áfram mun
ég ráöa einhvern hluta starfsfólksins
aftur og ef til vill allt, ef vel við
horfir.
Ilvar stendur t. d. innskotssetning-
in »þá, sem þægastir jrnðu*. Það
er alltaf vani þeirra, sem hafa
vondan málstað að taka lýgina í
sína þjónustu.
Éað horfir vel við með rekstur
verksmiðjunnar, ef trygging er fyrir
því að hægt sé aö starfa óúreyttur
fyrir ofbeldismönnum. En á meðan
ekkert öryggi er til í landinu og
einn af helztu marxistaforingjum
þessa lands hefir talað um það við
mig, að hægt væri að beita mig of-
beldi, þá heíi ég fulla ástæðu til að
tala um ískyggilegt útlit og einnig
fulla ástæðu til að segja öllu fólk-
inu upp,
Éað er ekkert lífsskilyrði fyrir
mig að framleiða skófalnað. Ég hefi
önnur úrræði til að sjá mér farborða
og get því vel lokað. En það er
tlJa gert gagnvart fátæku fólki, sein
Jarðarför móður okkar og tengda-
móður Maríu Jóhannsdóttur, sem
andaðist 9. þ. m., hefst með hús-
kveðju frá heimili hinnar látnu,
Aðalstræti 76, þriðjudaginn 20. þ. m.
kl, 1 e. h.
Helga Frimannsdóttir,
Ólafur Sölvason,
Elinborg Jónsdóttir,
Siguröur Sölvason.
Innilegt þakklæti votta ég öllum
þeim, sem sýndu samúð og lijálp
við jarðarför mannsins míns, Laurids
Emanuels Funch-Rasmussens vél-
stjóra.
Guörún Funch-Rasmussen.
Jarðarför sonar okkar og bróður
Jónasar Stefánssonar,
fer fram frá Akureyrarkirkju laugar-
daginn 17. apríl, og hefst með hús-
kveðju að heimili hans Strandgötu
43, kl. 1 e. h.
Gíslina Friðriksdóttir,
Stefán Jónasson,
og systkini.
Ilér með tilkynnist vinum og
vandamönnum að konan mín,
Tóinasína I’orsteinsdóftir,
andaðist á Sjúkrahúsi Akureyrar
miðvikudaginn 14. apríl. Jarðarförin
úkveðin síðar.
Jóhann Hallgrímsson-
þarf að sjá fyrir heimilum sínum,
konu og börnum, mæðrum og öðru
skyldmenni að svifta það möguleik-
um til þess að geta séð sér og sýn-
um farboröa. Éað hvílir mikil ábyrgð
á þeim mönnum, sem yrðu þess
valdandi, að um 30 manns mistu
atvinnu sína. Éó eitthvað af þessu
fólki geti vonandi fljóttega íengið
atvinnu aftur, þá yröi mestur hluti
þess atvinnulaus um lengri tfma.
Eyrstu 2 mánuði ársins greiddi
ég starfsfólki mínu kr. 9291,90 í
kaup, þess ber að gæta að þetta eru
daufustu mánuðir ársins og hindri
ekkert reksturinn, má gera ráð fyrir
60 þúsund króna vinnu fyrir yíir-
standandi ár. Ekki myndi bæjar-
félagið græða á lokununni, heldur
ekki verkamenn þessa bæjar og
marxistaforingjarnir myndu líka tapa,
sem kæmi þeim ekki vel rétt fyrir
alþingiskosningarnar, því réttlát reiði
verkamannanna myndi snúast á móti
þeim. Enda ættu þeir ekki annaö
skilið,
Haldið þið ekki gott verkafólk ’
að það yrði þjóðarógæfa! I! ef at-
vinnuþiggendur og atvinnuveitendur
gætu komið sér saman og hægt
væri að finna einhvern slcynsamleg-
an grundvöll til samkomulags, þar
sem báðum aðilum væri sýnd sann-
girnií Slíkt er slcoðun »Verkamanns-
ins« og um leið slcýrust lýsing á
niðurrifsstefnu marxista.
/. 5. Kyaran.
I Danskt SEMENT
8 - nokkur hundluð tunnur — íæ eg um næstu helgi.
| Tómas Björnsson, fllllfEfrÍ.