Íslendingur - 11.06.1937, Blaðsíða 3
ISLENDINGUR
3
J
Jarðarför eiginmanns míns,
/ ó n s A r n e s e n,
fer fram föstudaginn þann 18. þ. m. og heEt með húskveðju á
heimili okkar, Brekkugötu 14, kl. 1,30 e. h.
JÓNÍNA ARNESEN.
Jarðarför eiginmanns mfns, föður okkar og tengdaföður
Frímanns /akobssonar trésmiðs,
sem andaðist 6. júní, er ákveðin þriðjudaginn 15, júní og hefst
tneð húskveðju kl. 1 e. h. frá heimili hins látna Brekkugötu 11.
SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR, BÖRN og TENGDABÖRN.
Innilegt þakklæti vottum við öllum nær og fjær, sem á einn
eða annan hátt sýndu okkur vinar- og samúöarhúg við fráfall og
jarðarför Quðmundar Ringsteð frá Kljáströnd.
FORELDRAR og SYSTKINI.
„Skýzt, þótt skýr-
ir séu“.
í »Degi< í gær er greinarkorn
meö yfirskriftinni: »Mikill rembingur
-- lítil rök« (s.b. »Mikill hávaði —
lítil ull«). Þessi »skarplega* ritsmið
mun vera fóstur undirritstjórans,
sem í ræðu og riti mun ætíð liaía
sta'ðið ritstjóra »ísl.« framar í remb-
ingi. Og grein þessi, sem á að
vera svar við mjög yfirlætislausri
forystugrein 1 23. tbl. »fsl.« sannar
það bezt. —
Greinarhöf. virðist þó skorta
nokhuð á ski'.ninginn, og stendur
hann í því eíni jafnvel á lægra stigi
en »börn í yngstu deildum barna-
skólans*.
Hann telur »ísl « halda því fram,
að vegna þess, að Uokksþing Fram-
sókuarmanna hafi verið á rnóti
þjóðnýtingu og fulltrúar Hokksins á
Alþingi síðan telcið afstöðu til Kveld-
úlfsfrumvarpsins samkv. því, muni
þjóðnýtingin ná fram að ganga, ef
Frams.fl, fái íhlutun um stjórn
landsins eítir kosningar. — Eetta
er aðeins hártogun, af svipuðu tagi
og þær, sem eru uppistaðan í Hest
um skrifum í því málgagni, er
greinarhöf, helgar nú krafta sína,
— þvl málgagni, sem nú fyrir
kosningarnar gerir út heilan »har-
togaraflota«.
»ísh« heldur þvl sem sé fram í
téðri grein, að þrátt fyrír afstöðu
flokksþingsins, en ekki vegna henn-
ar, muni þjóðnýtingin ná fram að
ganga, ef vinstri flokkarnir fara
með völd, og. fyrir því eru færð
svo sterk rök síðar í greininni, að
allir munu skilið hafá nema greinar-
höf., og ætti hann nú að lesa hana
aftur með betri, gleraugum*
Pá virðist greinarhöf. halda, að
Alþ.fl. hafi ekki getað gert hvott
tveggja, að vera hið ráðandi afl í
ríkissljórninni og svíkja stefnu sma.
— Því er nú hvergi haldið fram,
að Alþýðufl. bafi svikið stefnu slna,
heldur því, að hann hati svikið
þýðingarmestu liði 4 ára áætlunar
innar, þótt liann hafi ráðið mestu i
ríkisstjórninni. Þeir liðir, sem eru
á stefnuskrám beggja stjórnarflokk-
anna, svo sem tolla- og skattalækk-
un, viðreisn atvinnuveganna o. 11,
hafa verið sviknir, en þeim liðum 4
ára áætlunarinnar, sem koma í bága
við yfirlýsta stefnu Framsóknarfi.
hefir verið komið fram, nerna ríkis-
rekstri togara, sem bíða verður
fram yfir þessar kosningar. Þannig
hefir Alþýðufl. gert hvorttveggja:
ráðið og svikið.
Hinum siendurteknu tuggum um
»lieildsalaklíkuna* og »brasklýðinn«
er engin ástæða til aö svara. —
Samband þessa greinarhöf. og
flokksmanna hans við kommúnista
vita nú allir um, þótt hann færi að
hætta að japla á vígoröum þeirra.
Rógurinn um
öarðar.
Kosningarskrifstofa Framsóknarfl.
á Ak. helir til sýnis í glugga sínum
gtein eftir Pál Stefánsson frá Pverá
Er þetta ein ný tilraun til að
reyna að telja kjósendum trú um,
að Gurðar Þorsteinsson sé íjandsam-
legui samvinnufélögunum. Þeir at
huga hinsvegar eklti, að þessi grein
er skriíuð undir naftii af Páli Stef.
heildsala, þar sem hann er að svara
árás er hann telur sig, sem heild-
sali, hafa orðiö fyrir.
Slíkar greinar eru því á ábyrgð
Páls Steí. eins, en ekki Sjálfstæðistl.
og því síður Garðars Þorsteinssonar.
Allur rógur Framsóknarmanna utn
fjandsamlega afstöðu Sjálfstæðisfl tíl
Samvinnufél. tellur um sjálfan sig,
þegar það er vitað, að það. var
Sjálfstæðism. Magnús Guðru., sem
var ráðheira, þegar Samvinnulög-
in voru sett 1921, og flokkurinn
hefir aldrei síðan gert neina tilraun
til að hnekkja Sanrvinnufélögunum.
Hermana Jónasson
ósannindamaður.
Nýjustu fregnir frá Reykja-
vík herma, að vitnaleiðslur í
„BI(Sðbaðs“-inálinu liafi farið
fram í gær. — Upplýstu þær,
að sagan um handtökufyrirætl-
un Olafs T'hors er uppspuni.
Síðar munu nánari fréttir af
málinu birtast í blaðinu.
FRÉTTIR:
KIRKJAN: Messað á Akureyri n. k.
sunnudag kl. 2 e. h.
Franibjóðandi látinn. Slra Sigfús
Jónsson kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki,
fyrrutn prestur að MælifeUi, andaðist um
hádegisbilið s. 1. þriðjudag 8. þ. m. að
heimili dóttur sinnar, Nautabúi í Skaga-
firði. Hann var 2. þingmaður Skagfirð-
inga frá 1934 og nú i kjöri aftur af hálfu
Framsóknarflokksins. — Er ákveðið, að
Pálini llannesson rektor verði i kjöri i
hans stað.
Húsbruni. íbúðarhúsið á Skarði á
Skarðsströnd brann til kaldra kofa s. 1.
tnánudag. lnnanstokksmunir björguðust
að mestu.
Vormót Knattspyroufélaganna K. A.
og „Þórs“ er nýlega afstaðið.
í I. fiokki vann K. A. nieð 2 : 0
- II. — — K. A. — 1:0
- III. - — ÞÓR — 8:0
Fratnboðsfundum er nú lokið í inn-
anverðri Eyjafjarðarsýslu. Frá Saurbæj-
arfundiuuin hefir áður verið sagt. Sam-
búðin er nú óðum að batna milli vinstri
fiokkanna. Á Þverá i Öngulsstaðahreppi
var ræðu kommúnistans Þórodds Guð-
mundssonar bezt tekið. Hlaut hann
rneira lófaklapp en nokkur hinna. Á fund-
inum í Glæsibæjarhreppi höfðu Stefán 1
Fagraskógi og Garðar Þorsteinsson mcst
fylgi. -
Kvenfélagið .Framtiðiní beitir sér
nú fyrir fjársöfnun til ágóða fyrir sjúlcra-
húsbygginguna hér i bænum. Heldur
félagið i þessu skyni dansskemintun i
Samkomuhúsi bæjarins annað kvöld.
laugard. 12. júnl, kl. 10 e. h. Hljómsveit
úr höfuðstaðnum leikur fyrir dansinum.
Ættu bæjarbúar að flýta fyrir franigangi
þessa nauðsynjamáls, með þvi að fjöl-
inenna á dansleikinn og aðrar samkoni-
ur félagsins, er halduar inunu verða i
þessum tilgangi.
Nýtt félag. Flugfélag Akureyrar var
stofnað hér 3, júni.
Vilhj. Þór framkv.sij., Kr. Kristjánsson
bifreiðaeigandi og Guðni, Karl Pétursson
sjúkrahússlæknir skipa stjórn þess.
Hlutafé er 20 þús. kr.
Er ráðgert, að félagið kaupi flugvél á
næstunni, og verður Agnar Kofoed Han-
sen flugstjóri félagsins.
Ný Ijóðabók. Fyrir hálfu þriðja ári
kom fyrsta Ijóðabók Sigfúsar Eliassonar
út og bar nafnið „Urðir“. Nú er önnur
Ijóðabók þessa höfundar að koma á
markaðinn. Mun marga fýsa að fylgjast
nteð þroska höfundarins, ineð þvi að
lesa þessa nýju bók.
Trygpi Sveinlijurussðu
sendiherraritari frá Kaupmannahöfn
er hér á íerð ásamt frú sinni og
tveim sonum. Hafa hjónin dvalið
hér í bænum um tíma. Eru þau
mörgum að góðu kunn, sakir af-
burða gestrisni sinnar og vinsemd-
ar í garð allra Jieirra mörgu ís-
lendinga, sem gista að heimili
þeirra.
Tryggvi Sveinbjörnsson heíir í
mörg ár starfað sem sendiherraritari,
og munu margir, sem notið hafa
leiðsögu hans og hjálpar erlendis,
bjóða hantt og frú hans velkomin
heim og óska þeim góðrar íerðar.
Finnst ykkur, bændur, fagnaðarefni:
að Framsókn og Kratar víkki ból,
að kosningaloforð aldrei efni,
hin alræmdu landsins svikatól,
að kaldrifjaðir Kommar stefni
í kjöltu þeirra og hljóti skjól?
Úlfur ungi.
njýa-íób nm
Föstudags-, Laugardags- og
Sunnudagskvöld kl. Q:
Tal og bljómmynd í 10 þátt-
um, Aðalhlutverkin leika:
Doiores Del Rio
og
Pat 0. Brien.
Myndin gerist í Caliente í Mexi-
co hrífandi fallegutn stað. Dol-
ores Del Rio leikur dansmey
og eru í myndinni fjöldi fag-
urra danssýninga og fjörug
músik — auk aðalatriðsins, sem
eins og vant er, er ástaræfin-
týri.
Aukamynd:
Teikmmynd — litmynd, —
Sunnudaginn kl. 5 :
Glepmérei
Niðursett verð! Sýnd i síðasta sinn
Eins og kunnugt er hefir Ríkard
Thors íormaður og framkvæmdar-
stjóri h. f, Kveldúlfur verið hér á
ferð, og dvalið á Hjalteyri um
nokkra daga,
Þe gar von var á íorstjóranum
hingaö, hugðu margir, sem ekki
hafa haft persónuleg kynni af hon-
um, að hann myndi vera einn aí
þessum þóttafullu^ oflátongum, sem
líta niður á verkalýðinn, sem herr-
ar at æðra tilverustígi,
Þetta reyndist á annan veg. Ég
flytíg að flestum þeim, sem starfa
nú á Hjalteyri, hafi fundist fot-
stjórinn færa birtu og yl til eyrar-
innar, Hjá honum virðist ekki ríkja
neinn stráksháttur eða stéttahroki,
enginn andiegur uppblástur, sem
svo margan kvelur (þvi miður).
Ríkard Thors kom hér fram sem
sannmentað prúðmenni með alúð og
sanngirni gagnvart hverjum manni,
og heili sé honum fyrir alúð sína
og manndóm. Og heill sé hverjum
þeim, sem vinnur að raunverulegu
og óeigingjörnu sjálfstæði Hólmans
okkar.
Hjalteyringur.
Næsta biað kemur út á mánu-
daginn.
Hjáipræöisherinn heldur útisam-
kcunu ki. 4 e*. m. á sunnudaginn
og innisamkorna um kvöldið kl
Allir velkonuiirl
Zíon.
Almenn samkoma, n. k. sunnudag
kl. 8.30, -- Alltr velkomnir.